Morgunblaðið - 01.10.1965, Síða 6
ð
MORGUNBLAÐID
Föstudagur 1. október 1965
— fullyrðingar rannsóknar-
Leikendur tveir, sem leika
samanlagt 50 hlutverk
1 FYRRADAG kom hlngað til inn
lands bandaríski leikflokkur-
Ný songplata
IViagnúsar
Jónssonar
FYRIR skömmu er komin á
markaðinn ný LP-(hljómplata
með söng Magnúsar Jónssonar
tenorsöngvara. Á plötunni eru
fjórtán sönglög eftir jafnmarga
íslenzka hötfunda. Undirleikari
er Ólafur Vignir Albertsson, en
útgefandi SG-hljómplötur.
Undirritaður gat því miður
ekki verið vfðstaddur síðustu tón
leikana, sem Magnús hélt hér
heima, snemma í sumar, en flest
ir sem þá heyrðu, munu vera á
einu máli um, að hann hafi sjald
an verið betur á sig kominn radd
lega, eða „í betra formi" eins og
sagt er. Svipað má segja um
söng hans á þessari plötu. Glæsi
bragur raddarinnar nýtur sín þar
víða mjög vel, söngurinn er þrótt
mikill og karlmannlegur, og
margt er tekið næmum tökum.
Þó er Ijó'ðasöngur naumast sterk
asta hlið Magnúsar, einkum eins
og rödd hans hefir þróazt síðustu
árin. Ýmisleg ónákvæmni, bæði
í meðferð laga og ljóða, er til
óprýði á þessari annars skemmti
legu plötu og ekki sarruboðin svo
vel menntum og ágætum söngv-
ara sem Magnús er- En margir
munu fagna því sýnishorni ís-
lenzkrar sönglagagei'ðar, sem
platan hefir að færa, og óska
þess eins, að það hefði verið enn
fjölbreyttara en raun ber vitni.
Ólafur Vignir Albertsson leys-
ir sitt hlutverk af hendi með
prýði.
Frágangur plötunnar af hálfu
útgefanda er að flestu leyti me'ð
Framh. á bls. 31
„Brinkmann American
Theatre Group“ og mun hann
leika og syngja nokkurn hluta
kvæðabálksins „Spoon River
Anthology“ eftir Edgar Master
eða Kirkjugarði í Skeiðarár-
þorpi eins og Magnús Ásgeirs-
son kallar hann, en nokkur
ljóð úr þessum kvæðabálki
hafa birzt í þýðingu hans.
Leikflokkurinn kemur hingað
frá Noregi, en hann mun dvelj-
ast hér í tíu daga og væntan-
lega halda sjö sýningar hér. —
Verða fjórar þeirra hér í Rvík,
tvær væntanlega á Akureyri og
ein í Vestmannaeyjum. Fyrsta
sýningin verður á föstudags-
kvöld og þá í tilefni af því að
liðin eru 25 ár frá því að fyrsti
sendiherra Bandaríkjanna af-
henti skilríki sín hér.
í leikflokknum eru tveir
leikarar, þau Ruth Brink-
mann, sem leikflokkurinn
er kenndur við, og Maurice
Warner, tveir söngvarar,
Dorthy Millar og John Gittings,
sem syngja ýmiss bandarísk
þjóðlög, leikstjórinn Franz
Schafarnek, sem er eiginmaður
Ruth Brinkmann og leikmynda-
teiknarinn Tibor Vartok. —
Starf leikendanna er æði yfir-
gripsmikið í leik þessum, því að
!þau þurfa að leika hvorki
meira né minna en 25 hlutverk
hvort.
„Brinkmann American
Theatre Group“ var stofnað fyr
ir þremur árum í Vín og hefur
kjarninn verið að mestu hinn
sami síðan. f>au hafa farið víða
um lönd og sýningum þeirra
verið vel tekið. Héðan fara þau
svo á miðvikudag og halda þá
til Finnlands en að því loknu til
Svíþjóðar og Danmerkur. Að-
setursstaður þeirra er Vín.
verkstjóranámskeiðanna
STJÓRN verkstjómamámskeið-
anna hefur ákveðið að halda
tvö námskeið fyrri hluta vetrar
og hefst vetrarstarfið með al-
mermu námskeiði 4. okt. n.k.
Verður þetta fyrra námskeið
með svipuðum hætti og nám-
skeið þau, sem haldin hafa ver
ið undanfarna vetur, en þau
hafa verið skipulögð með til-
liti til þess að þau gætu sótt
starfandi verkstjórar og aðrir
verkstjórnendur úr hvaða starfs
grein sem er.
Er hér um að ræða 4ra vikna
námskeið og verður kennslu-
og fyrirlestrarefni:, verkstjórn,
vinnusálfræði, öryggismál, at-
vinnulöggjof, atvinnuheilsu-
fræði, hjálp í viðlögum, vinnu
rannsóknir, vinnueihföldun, —
ákvæðisvinna, skipulags- og
flutningatækni, rekstrarhag-
fræði o.fl. Kennslu og fyrir-
lestra annast 10 sérfræðingar í
ýmsum greinum.
Síðara námskeiðið er sérnám
skeið fyrir frystihúsverkstjóra,
sem hefst 28. okt. n.k. og er
þar um að ræða nýjan þátt í
starfsemi námskeiðanna.
Námskeiðið hefur verið skipu
lagt í samráði við sérfræðinga
í þjónustu Sölumiðstöðvar Hrað
frystihúsanna og Sjávarafurða-
deild Sambands ísl. samvinnu-
félaga. Námsefni verður að
nokkru það sama og á hinum al
mennu námskeiðum, en aðhæft
frystihúsrekstri og bætt við
ýmsu er sérstaklega varðar fisk
vinnslu og frystitækni. Auk
hinna venjulegu kennslukrafta
námskeiðanna, munu nokkrir
sérfræðingar frystihúsanna ann
ast kennslu á þessu námskeiði.
Forstöðumaður námskeiðanna
er Sigurður Ingimundarson
verkfr. Iðnaðarmálastofnun Is-
lands, Skipholti 37, annast fram
kvæmd þeirra og veitir allar
nánari upplýsingar.
(Fréttatilkynning frá stjórn
Verkstjóranámskeiðanna).
ýkr Eru að selja sumar-
kartöflurnar
Vegna fyrirspurnar um
kartöflur, sem birtist í þessum
dálkum á miðvikudag, hefur
Velvakanda borizt eftirfarandi
yfirlýsing frá E. B. Malmquist,
yfirmatsmanni garðávaxta:
„Þar sem í Ijós hefur komið
við athugun á kártöflu- og gul-
rófubirgðum nokkurra verzl-
ana og matsölustaða, að ofan-
greindar vörur hafa verið seld-
ar óflokkaðar og ómetnar, —
þá er hlutaðeigandi aðiljum
hér með bent á, að samkvæmt
33. gr. laga nr. 59/1960 um fram
leiðsluráð landbúnaðarins o. fl.
og reglugerð nr. 162/1962 skulu
allar kartöflur, gulrófur og gul
rætur, sem seldar eru til mann-
eldis, vera metnar, flokkaðar og
auðkenndar á umbúðum, éins
og matsreglur ákveða.
Brot varða sektum nema
þyngri refsing liggi við samkv.
lögum.
E. B. Malmquist".
Vélvakandi hefur sannfrétt,
að mjög hafi borið á því hjá
sumum kaupmönnum, að þeir
hafi legið með gamlar birgðir
af kartöflum frá sumaruppsker
unni. Þetta er ómetin vara, sem
þolir afar illa geymslu, ekki
sízt í pappírsumbúðum í heit-
um búðum. Hefur komið i ljós,
eins og fram kemur í yfirlýs-
ingu yfirmatsmanns, að nokkr-
ar verzlanir og nokkrir matsölu
staðir hafa gerzt sekir um að
hafa á boðstólum kartöflur frá
sumaruppskerunni, en 20. sept.
sl. var sett mat á kartöfiur og
aðra garðávexti skv. lögum, og
er þvi algerlega óheimilt (sbr.
yfirlýsinguna) að selja aðra
garðávexti en þá, sem hafa ver
ið flokkaðir og metnir. Þegar
fólk fær óætar kartöflur, á það
ekki að hika við að skila þeim
og fá nýjar og kæra seljandann
fyrir heilbrigðisyfirvöldunum.
Neytendur eiga ekki að þola, að
prangað sé inn á þá ógeðslegum
slepjukartöflum, sem ekki eru
einu sinni skepnum bjóðandL
Zebrabrautin kom-
in, en . . .
Hér var sagt frá áhyggjum
heimilisföður sl. þriðjudag. Son
ur hans er í Laugalækjarskóla
ÍC, PIR
og þarf að fara yfir Sundlauga
veg til að sækja leikfimitíma 1
íþróttahúsið í Laugardal. Áður
en pistillinn birtist, var máluð
zebrabraut yfir Sundlaugaveg,
en fyrir vestan Laugalæk, svo
að nú þurfa börnin að fara yfir
þrjár götur (Laugalæk, Sund-
laugaveg og Reykjaveg). Allt
ætti þó að vera í lagi um öryggi
barnanna, ef bílstjórar tækju
tillit til gangbrautarinnar yfir
þessa miklu umferðarbraut, en
það gera þeir ekki allir, — þvl
miður. T.d. var stúlka að fylgja
tveimur börnum yfir hina
merktu gangbraut sl. miðviku-
dag, þegar þrír bílar óku á
fullri ferð yfir hana, án þess að
taka minnsta tillit til stúlkunn
ar og barnanna. Því miður náði
stúlkan ekki númerunum, því
að hún þurfti að vera með allan
hugann við börnin. Þarna
þyrfti lögregluþjónn að vera á
verði, a.m.k. í fyrstunni, meðan
bifreiðarstjórar læra að virða
rétt gangandi fólks á zebra-
brautinni.
6 v
12 v
24 v
B O S C H
flautur, 1 og 2ja tóna.
BRÆÐURNIR ORMSSON hf
Vesturgötu 3. — Sími 11467.
nefndar þing landsSns
Kommúnisk bylting
undirbúin í Perú?
í yfirlýsingunni sagði, að
gerð hefði verið alþjóðleg áætl-
un um að koma á kommúnisma
í Perú og öðrum löndum S-
Ameríku“.
Undanfarnar vikur hafa stað
ið yfir víðtækar rannsóknir og
yfirheyrslur á vegum nefndar-
innar. Talsmenn stjórnar lands-
ins hafa neitað að ræða skýrslu
nefndarinnar.
Stjórn Belaunde hefur marg
sinnis lýst því yfir, að land-
inu stafi engin hætta af skæru-
liðum kommúnista. Skæruhern
aður á landamærum sé hverf-
andi, og stundaður af illa búnu
liði manna, sem hafi hvað eftir
anna beðið 1. 0ra hlut fyrir
st j órnarhernum.
í samstarfi
Lima, Perú, 30. sept — AP:
SÉRSTÖK rannsóknarnefnd
þingsins í Perú skýrði svo frá
í dag, að uppvíst hefði orðið um
sameiginlega tilraun stjórnar
Sovéríkjanna, Kúbu og Alþýðu
lýðveldisins Kína til að koma á
kommúniskum stjómarháttum
í landinu.
Hefðu kommúnistiaríkin þrjú
varið um 170 millj. ísl. króna
(4 millj. dala) til að þjálfa 1700
skæruliða, sem síðan hefðu átt
að ná yfirráðum í Perú.
Bandanski leikflokkurinn. T.v. Tibor Vertok; Maurice Wamer; Franz Schaftranek; Ruth Brink-
mann og John Gittings. Á myndinia vantar Dorthy Miller.
Bandarískur leikflokkur sýnir hér
„Kirkjugarðinn í Skeiðarárþorpi"
Yfirlýsing þessi var gefin á
sameiginlegum fundi beggja
þingdeilda í dag. Nefndarmenn
eru úr báðum deildum, en meiri-
hluti þeirra eru andstæðingar
stjórnar Belaunde, forseta
landsins.
Mýr þáttur