Morgunblaðið - 01.10.1965, Page 10
10
MORGUNBLADIÐ
Föstudagur 1. október 1965
Reynir Wilson að stjdrna með
eins atkvæðis meirihluta?
Efnir sennilega ekki til kosninga á næstunni
nema tilneyddur — Skoðanakönnun sýnir
verulega fylgisaukningu stjórnarinnar
UM þessar mundir er hið
mesta fjör í brezkum stjórn-
málum og margt skrifað og
skrafað um lífsvon stjórnar
Verkamannaflokksins, undir
forsæti Harolds Wilsons. Til-
•fnið er það, að sl. mánudag
hófst í Blackpool landsþing
Verkamannafiokksins — ný-
lokið er landsþingi Frjálslynda
flokksins i Scarborough og 13.
•któber næstkomandi hefst
landsþing íhaldsflokksins í
Brighton, þar sem Edward
• Heath, hinn nýkjörni leiðtogi
flokksins mun án efa gera gang-
skör að því að hressa upp á
heilsufar flokks síns.
Eftir skrifum brezkra stjórn-
málafréttaritara að undan-
förnu að dæma, virðist óliklegt,
að Wilson láti fara fram nýjar
kosningar á næstunni — eins
og margir hafa talið óumflýjan-
legt, vegna hins nauma meiri-
hluta stjórnarflokksins —
nema því aðeins, að eitthvað
gerist, er beinlínis neyði hann
til þess. Þó hefur forsætisráð-
herrann lýst því yfir, að hann
sé alls óhræddur að ganga til
kosninga, knýi stjórnarandstað-
an hann til þess — en hann kýs
að halda baráttunni áfram ó-
trauður og koma fram fyrir-
ætlunum sínum — og til þess
kveðst hann þurfa 12 mánuði
eða þar um bil. Þá hyggst hann
leita álits þjóðarinnar, áður en
hann heldur áfram að byggja á
þeim grundvelli, er hann hefur
m verið að leggja, frá því hann
tók við embætti forsætisráð-
herra.
Margir samráðherrar Wilsons
eru þess fýsandi að ganga til
kosninga nú þegar og reyna að
auka meirihluta flokksins á
þingi — því að samkvæmt síð-
ustu Gallup-könnun hafa vin-
sældir Wilsons og stjórnar hans
aukizt verulega síðustu vikurn-
ar. Svo var komið í sumar, að
íhaldsflokkurinn virtist, sam-
kvæmt skoðanakönnun, hafa
TVz% fylgi umfram Verka-
mannaflokkinn. En nú hefur
vænkazt svo hagur Wilsons, að
flokkur hans hefur nú 6%%
umfram íhaldsflokkinn. Ef
dæma ætti eftir þessum upp-
lýsingum gæti Verkamanna-
flokkurinn fengið allt að því
150 þingsæta meirihluta í Neðri
málstofunni yrði efnt til kosn-
inga þegar í stað.
Wilson er sjálfur sagður taka
þessum tölum með tortryggni
Og varúð. En hann er, að sögn,
sannfærður um, að flokknum
mundi takast að ná í 30—40sæta
meirihluta ef nú væri kosið. Á
fainn bóginn er hann þeirrar
skoðunar, að meirihluti lands-
manna hafi hreint engan áhuga
á kosningum, eins og sakir
standa, heldur kjósi, að áfram
verði haldið tilraunum til þess
að bæta efnahagsástandið í
Bretlandi, styrkja sterlings-
pundið o. s. frv. — og vilji, að
stjórnin fái frið til þess að
- reyna að komu fyrirætlunum
sínum í framkvæmd.
— ★ —
Meðal áhugamanna um brezk
stjórnmál var þess beðið með
mikilli eftirvæntingu, hvernig
málum yrði háttað á landsþingi
Frjálslynda flokksins — hverja
stefnu Jo Grimmond og flokkur
hans myndu taka gagnvart
brezku stjórninni.
Frjálslyndi flokkurinn, sem
hefur í Neðri málstofunni tíu
hingmenn með þrjár milljónir
kjósenda að baki sér, er í mjög
öflugri aðstöðu um þessar
mundir og gæti með lítilli fyrir-
höfn brugðið fæti fyrir Wilson
og knúð fram kosningar. Var
því helzta umræðuefni á þing-
inu, hvernig nota skyldi þessa
sterku aðstöðu flokksins til
sem mestrar eflingar hans.
Að því er stjórnmálafrétta-
ritarar segja, má Wilson, for-
sætisráðherra, vel við una þá
stefnu, er þingið í Scarborough
tók — þar eð fram hafi ljóslega
komið, að Frjálslyndir hneigist
fremur til vinstri en hægri —
og þótt þeir haldi uppi harðri
gagnrýni á stefnu stjórnar
Verkamannaflokksins, séu þeir
sízt hrifnari af íhaldsflokknum
og telji því vænlegra að leyfa
stjórninni að lifa, a.m.k. fyrst
um sinn, meðan hagsmunamál
flokkanna jaðra a.m.k. í ein-
hverjum málum.
Frjálslyndir eru á öndverð-
um meiði við ýmis baráttumál
Verkamannaflokksins og lítt
um önnur gefið og hafa verið
uppi ákafar rökræður innan
flokksins um, hvernig við skuli
brugðizt ýmsum frumvörpum
stjórnarinnar, sem rædd verða
á næsta þingi. Meðal helztu á-
greiningsmálanna mætti nefna
lóðafrumvarpið, innflýtjenda-
og stálfrumvarpið, sem öll gætu
orðið stjórninni að falli — ekki
sízt, þar sem innan stjórnar-
flokksins sjálfs er einnig veru-
legur ágreiningur um þau.
Á þinginu í Scarborough
veittu Frjálslyndir leiðtoga sín-
um, Jo Grimmond, fullt umboð
til þess að haga viðskiptum sín-
um við stjórnina eins og honum
þykir réttast hverju sinni. Og í
lokaræðu sinni gerði Grimmond
ljóst, að hann mundi ekki stefna
að því að fella stjórn Wilsons
— sem þýðir, að þingmenn
Frjálslyndra annaðhvort greiða
atkvæði með frumvörpum
stjórnarinnar eða sitja hjá við
atkvæðagreiðslur — en hann
mundi heldur ekki telja sér
skylt að halda í stjórninni líf-
inu, ef atkvæðameirihluti henn-
ar minnkaði ennþá. Mátti ráða
af ræðu hans, að þingmenn
Frjálslyndra myndu greiða at-
kvæði með lóða- og innflytj-
endafrumvörpunum — en
stjórnin skyldi engu að síður
búast við harðri gagnrýni á
þau af þeirra hálfu. „Því það er
lýðum ljóst", sagði Grimmond,
„að undir stjórn Verkamanna-
flokksins mun skriffinska fara
vaxandi og skrifstofubáknið
stækka — en lóðaverð lækkar
áreiðanlega ekkert". Stálfrum-
varpið munu Frjálslyndir hins-
vegar ekki styðja — hvort þeir
láta sér nægja að sitja hjá, þeg-
ar það kemur til atkvæða-
greiðslu, er enn óvitað.
Lóðafrumvarpið var mikið
rætt á fundinum í Scarborough,
því að nokkrir framámenn
Frjálslyndra höfðu barizt gegn
því af mikilli hörku, gefið alls
kyns yfirlýsingar um það mál í
blöðum og krafizt þess, að
stjórnin yrði felld á því. Þeir,
sem börðust gegn þessari af-
stöðu tefldu fram þeim rökum
helztum, að hér væri um að
ræða kænskubragð af hálfu
Wilsons — hann hefði í raun-
inni ekkert á móti því að sjá
Frjálslynda taka afstöðu gegn
frumvarpinu og snúast á sveif
með íhaldsmönnum og lóða-
bröskurum — því þar með
gæti hann gert málið að hita-
máli í kosningunum og yrði
það Verkamannaflokknum ef-
laust til framdráttar. Voru marg
ir þingfulltrúa á því, að lóða-
málið væri ekki nægilega mikil-
vægt til þess að fella stjórnina
á því — þeir yrðu að gæta þess
að fella hana einungis á stór-
máli — ella myndu þeir glata
trausti þjóðarinnar. Einn ræðu-
manna, J. Pardoe, talsmaður
flokksins í málum, er varða
einokun í viðskiptum, var lóða-
frumvarpinu meðmæltur, taldi
víst, að það yrði til þess að
lækka verð byggingarlóða og
hrósaði Wilson fyrir það hug-
rekki, er hann sýndi með því að
ráðast á þetta vandamál með
fyrirsjáanlegan aðeins eins at-
kvæðis meirihluta á þingi.
, — ★ —
1 lokaræðu sinni á þinginu 1
Scarborough bauð Jo Grimm-
ond Verkamannaflokknum ó-
beint til samstarfs — en óstað-
festar fregnir herma, að
hann hafi þreifað fyrir sér um
möguleika þess að undanförnu.
Jafnframt gagnrýndi hann Wil-
son harðlega, einkum fyrir að
vera of eftirgefanlegur við
vinstri arm flokks síns. Sagði
hann, að „styrkur" vinstri arms
ins væri ekki orðinn annað en
„þjóðsaga", sem Verkamanna-
flokkurinn gerði rangt í að
halda lifandi.
„Ég veit, sagði Grimmond, að
það er talið óhugsandi fyrir
Wilson að stefna okkur nær,
vegna þess að hann muni þá
kljúfa flokk sinn. Um það hlýt
ég að segja það eitt, að vilji
hann afla sér meira fylgis, verð
ur hann fyrr eða síðar að horf-
ast í augu við, að það er óum-
flýjanlegt. Geri hann það ekki,
getur hann gengið að því sem
gefnu að verða af miklu fylgi
meðal þeirra, sem hvorki eru
ánægðir með íhaldsflokkinn né
Verkamannaflokkinn*‘. — Og
Grimmond hélt áfram: „Verka-
mannaflokkurinn hefur lagt nið
ur sósíalisma án þess að taka
nokkuð upp í staðinn. Kæmi til
samstarfs hans og Frjálslyndra
yrðu hinir síðarnefndu eflaust
að sjá þessum ógnarstóra mynd
lausa líkama, sem við erum
beðnir að bjarga frá hyldýpis
örvæntingu — fyrir bæði heila
og hjarta“.
Jo Grimmond lauk ræðu sinni
með því, að Frjálslyndi flokk-
urinn gagnrýndi Wilson ekki
harðast fyrir að vera of róttæk-
ur eða byltingarsinnaður, —
þvert á móti teldu flokksmenn
hann of íhaldssaman og hæg-
fara. Sagði Grimmond framá-
menn Verkamannaflokksiiis
vanmeta mjög þörf þjóðarinnar
og óskir um róttækar breyting-
ar og nýtt andrúmslot í lífi og
starfi — og jafnframt mikla um
of fyrir sér þau vandkvæði,
sem á því væru að koma þess-
um breytingum í framkvæmd.
Ræðu Grimmonds var af-
bragðs vel tekið á þinginu og
segja stjórnmálafréttaritarar,
að komið hafi betur í ljós en
nokkru sinni fyrr, að sem
ræðumaður beri hann höfuð
Jo Grimmonds.
og herðar yfir hina flokka-
leiðtogana, þá Wilson og
Heath. Hafi blaðamönnum
fundizt ræða hans þurr og
leiðinleg, er þeir lásu hana
fyrirfram en hrífandi af vör-
um hans.
— ★ —
Það var ljóst, þegar áður
en árslþing Verkamanna-
flokksins hófst í Blackpool, að
Wilson mundi lítt sinna sam-
starfstil'boði Grimmonds. Það
var Wilson mjög í hag, að árs-
þingi Frjálslyndra skyldi lok-
ið áður en þing Verkamanna-
flokksins hófst, því þá gat hann
hagað ræðum sínum og barótt-
unni við vinstri arminn í sam-
ræmi við upplýsingar frá
Scarborough. Einnig varð þetta
til þess að auka mjög á bjart-
sýni þingfulltrúanna, 1200 tals-
ins, annarra en þeirra, sem
komnir voru til þess að hella
sér yfir Wilson fyrir brot á
stefnuskrá flokksins, frávik frá
sósíalisma o.s.frv.
Á þriðjudagin gerði Wilson
grein fyrir stefnu stjórnarinnar
og störfum til þessa. I 70 mín-
útna ræðu sinni lagði hann
mesta áherzlu á að sannfæra
þingheim um, að hann hyggð-
ist ekki gera neinn samning
við Frjólslynda um stjórnar-
samstarf — en kvaðst jafn-
framt fagna mjög stuðningi
þeirra við þær fyrirætlanir, er
hann hyggðist leggja fyrir þing
ið. Gerði stjómarandstaðan
stjórninni hinsvegar ókleift a3
halda áfram raurihæfu stjórnar-
starfi, mundi hann ekki hika
við að vísa málunum til þjóðar-
innar — hann væri reiðubúinn
til kosninga hvenær sem væri.
Wilson ræddi ýtarlega um
innflytjendafrumvarpið, sem
mætt hefur öflugri andspyrnu
innan Verkamannaflokksins.
Kvað hann nauðsynlegt að tak-
marka innflutning fólks frá
samveldislöndunum — sem
farið hefur hraðvaxandi á síð-
ustu fimm árum — til þess
þannig að reyna að koma í veg
fyrir árekstra í þjóðfélaginu er
leiða myndu til aukins kyn-
þáttamisréttis — fordóma og
haturs. Væri hrein vitfirring að
leyfa óhindraðan fólksflutning
til landsins, — til svæða sem
engan veginn væru því viðbúin
að taka við þessu fólki — þá
færi aðeins svo, að það safnað-
ist saman í fátækrahverfi með
þeim hörmulegu afleiðingum.
sem slíkt hefði jafnan í för með
sér og kunn væru frá fjölmörg-
um öðrum ríkjum.
Ræðu Wilsons var forkunnarvel
tekið af þingheimi og síðustu
daga hefur ekki verið annað
sýnilegt, en að hann muni hafa
í fullu tré við öfgamenn vinstri
armsins, þótt þeir hafi gert að
honum allharða hríð. Álykt-
anir þeirra hafa verið felldar
hver af annarri, en þær hafa
fjallað um ýmiss mál, m.a.
verðlags- og launamál, þjóð-
hagsáætlunina, innflytjenda-
Framh. á bls. 31
Harold Wilson í hópi rithanda safnara.