Morgunblaðið - 01.10.1965, Page 17
f! Föstudagur 1. olctöber 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
v.ÁW*,
■ >;• >
UG
Furðulegur sóðaskapur
á ýmsum stöðum
Rætt við Edvvard Fredriksen,
eftirlitsmann
Kristbjörn Xryggvason,
yfirlæknir
FYRIR tveimur árum hóf
Edward Frederiksen eftirlit
með veitingastöðum og gisti-
húsum úti á landsbyggðinni,
á vegum landlæknisembættis-
ins. Hefur hann ferðazt
víðsvegar um landið og
kynnt sér rekstur viðkom-
andi fyrirtækja og gert atlhuga
semdir við það sem á hefur
skort til þess að öllum hrein-
lætisreglum væri framfylgt til
hins ítrasta. f sumar fóru
eigendur gistihúsa utan
Reykjavíkur þess á leit við
Edward að hann boðaði til
fundar með þessum aðilum,
þar sem rædd væru ýmis sam
eiginleg hagsmunamál hótel-
manna úti á landi.
Við hittum Edward að máli
í gær og spurðum hann um
framkvæmd þessa móts.
— Við komum saman í
Barnaspítali Hringsins
senn tekinn í notkun
— segir Kris%b|örn Tryggvason,
yfirlæknir
FRAMKVÆMDUM við hinn
nýja Barnaspítala Hringsins,
er nú senn lokið og verður
spítalinn, sem er á tveimur
hæðum í vesturálmu nýbygg-
ingar Landsspítalans, tekinn í
notkun nú í haúst eða snemma
í vetur.
Barnaspítalinn er að mestu
byggður fyrir fé, sem Kven-
félagið Hringurinn í Reykja-
vík hefur safnað af alkunnum
dugnaði á þeim ujþ.b. 2ö ár-
um, sem félagið hefur starf-
að að þesum málum. Hafa
Hringskonur lagt fram fé til
bygingarinar svo og fyrir hús
gögnum og ölum tækjum,
sem í spítalanum verða.
Við höfðum tal af Krist-
birni Tryggvasyni, núverandi
yfirlækni barnadeildar Land-
spítalans, en hann verður yfir-
læknir hins nýja Barnaspítala
Hringsins, og spurðum hann
um rekstur barnadeildarinnar
og hinn nýja spítala.
— Barnadeildin við Land-
spítalann var opnuð 19. júní
1957 í bráðatoirgðahúsnæði á
fjórðu hæð gamla Landspit-
alahússins. Áður en hún tók
til starfa voru hér ein
eða tvær stofur fyrir börn á
lyflækninga- og handlækn-
ingadeild. Þetta var fyrsta
barnadeildin við sjúkrahús
hérlendis, en síðan hefur ver-
ið opnuð barnadeild við
Landakotsspítlann. Barna-
deildin í Landspítalnum hef-
ur rúm fyrir 30 sjúklinga og
okkur hefur reynzt mjög erf-
itt að taka á móti öllum börn-
um, sem þarfnast sjúkrahús-
vistar jafnvel eftir tilkomu
deildarinnar í Landakoti. Nú
verður barnadeildin í Land-
spítalanum lögð niður og við
flytjum í Hringsspítalann,
sem mun hafa 60 sjúkrarúm
og sennilega fjórum sinnum
stærri gólfflöt en núverandi
barnadeild.
— Hvernig verður starfi
barnaspítalans háttað?
— Þar munu leggjast inn
öll börn, sem þurfa á sjúkr'a-
húsvist að halda og við get-
um mögulega tekið á móti.
Við munum njóta aðstoðar
þjónustudeilda annarra, svo
sem röntgendeilar, þegar þess
er þörf. En annars verður
starf okkar miðað við að gera
litlu. sjúklingunum sjúkrahús-
vistina léttbærari og í því
skyni verða sem áður starf-
andi föndurkennarar og barna
kennari, er annast fræðslu
þeirra, sem á skólaskyldualdri
eru. Við verðum og að taka
tillit til persónueinkenna
barnanna og sjá til þess að
skipa þeim sem bezt saman
í sjúkrastofur.
■— Hversu fjölmennt verður
starfsliðið?
— Það er ekki enn að fullu
ráðið, en á barnadeildinni
hafa starfað fjórir læknar og
verða þeir eitthvað fleiri á
nýja spítalanum. Átta hjúkr-
unarkonur hafa unnið þar
einnig, en þær verða talsvert
fleiri eftir að spítalinn verður
tekinn í notkun. Það er miklu
meiri vinna við börn en eldri
sjúklinga og því er mjög mikil
vægt að hafa allfjölmennu
starfsliði á að skipa.
— Ýmsir foreldrar óska eft-
ir því að heimsóknartímum á
barnadeildinni verði fjölgað.
Verður þar einhver breyting
á, þegar nýi spítalinn tekur
til starfa?
— Á barnadeildinni er sú
regla viðhöfð, að heimsóknir
eru leyfðar í eina klukku-
stund tvisvar í viku. Vegna
þrengsla hefur ekki verið
unnt að hafa heimsóknartím-
ann lengri. En ég geri ráð fyr-
ir, að einhverjar breytingar
verði á þessu fyrirkomulagi,
þegar við flytjum. En hins
vegar ber að géta þess, að
heimsóknir hafa mjög trufl-
andi áhrif á börnin og á barna
deildinni er almennur grátur
fyrsta hálftímann eftir heim-
sóknir.
—Eru börnin erfiðir sjúkl-
ingar?
— Nei, síður en svo. Börn
eru miklu auðveldari viður-
eignar en fullorðið fólk. Á
barnadeildinni eru aldrei
vandræði nema eftir heimsókn
artímana, þá er grátið, en
börnin jafna sig þó fljótlega,
þegar þeim hafa verið sagðar
sögur eða leikið hefur verið
fyrir þau á hljóðfæri.
— Það er greinilegt, að all-
ur aðbúnaður og umgengni fer
batnandi á hótelunum og ég
veit að það er vilji eigenda
þeirra, að gera sitt bezta. En
þeir hafa átt í mjög miklum
erfiðleikum með að fá hæft
starfslið á sumrin til að vinna
fyrir sig svo að það er brýn
nauðsyn á þjálfun starfsliðs
fyrir sumargistihús og veit-
ingastaði. Á fundinum við
Mývatn var samþykkt að efna
til hótelstjóranámskeiðs á
komandi vori, og munu sækja
það 20 einstaklingar, en það
er líka nauðsynlegt að annað
starfsfólk hljóti einhverja
þjálfun, því að mestur hluti
þess eru skólastúlkur, sem
ekki hafa fengizt við fram-
reiðslustörf áður og eru ef til
vill ekki færar um að ræða
við gesti á erlendum tungu-
málum.
Fyrir utan þetta vandamál
varðandi starfsliðið hefur um-
gengni snyrtihertoergja verið
fyrir neðan allar hellur í sum-
um tilvikum og ég leyfi mér
að álíta að enn eimi eitthvað
eftir af öllum sóðaskapnum,
Framhald af bls. 30
Edward Frederiksen,
eftirlitsmaður
Reynihlíð við Mývatn dag-
ana 11. og 12. septemiber. Full-
trúar á fundinum voru 25,
eigendur eða stjórnendur gisti
(húsa úr öllum landshlutum.
Á fundinum voru rædd ýmis
hagsmunamál hóteleigenda og
var flestum málunum vísað til
nefnda, sem ræða þau frekar.
Á þessum fundum flutti ég er-
indi um svip hótelanna utan
Reykjavíkur og fjallaði um
ýmis mál, sem mér eru ofar-
lega í huga eftir að hafa
kannað ástandið á þessum
stöðum.
— Hvað er það helzt, sem
telja má ábótavant á hótel-
unum?
Björn Sveinbjörnsson, forstjóri.
Gólfteppaframleiislan
gengur mjög vel
Rætt við Björn Sveinbjörnsson
í Vef iranum
UM ÞESSAR mundir eru
þrettán ár liðin frá því að
gólfteppagerð var hafin hér á
landi. Gólfteppagerðin Vefar-
inn hóf fyrst íslenzkra fyrir-
tækja framleiðslu á gólf-
teppum, en síðan hefur
framleiðendum fjölgað, þann-
ig að nú eru þeir fjórir tals-
ins.
Björn Sveintojörnsson, for-
stjóri, sagði okkur að íslenzk
gólfteppi hefðu náð miklum
vinsældum. Þeir hjá Vefaran-
um hófu framleiðslu sína með
einum vefstóli, sem fenginn
var að láni frá Noregi, og í
fyrstu var byggt á reynslu
Norðmanna í þesstun efnum.
Norskur gólfteppaframleið-
andi hafði látið í ljós þá skoð-
un sína, að íslenzk ull væri
sérlega heppiileg til gólfteppa-
gerðar, og hafði hann blandað
hráefni sitt íslenzkri (ull til að
ná betri árangri. Það er togið
1 íslenzku ullinni, sem gerir
hana hagstæða til gólfteppa-
gerðar. í Vefaranum einum er
unnið úr togi af 50—60 þús.
fjár á hverju ári, ef miðað er
við tölu reifa, sem eru þó
vitanlega ekki notuð öll.
— Hvernig er framleiðsl-
unni háttað nú?
— Við höfum að sjálfsögðu
bætt við okkur tækjum og nú
höfum við þrjá vefstóla til að
vinna með. Það skapaðist
strax góður grundvöllur fyrir
framleiðsluna, en teppi voru
aðallega flutt inn frá Englandi
og Þýzkalandi, þegar rekst-
ur Vefarans hófst í bragga
við Skúlagötuna. Innfluttu
teppin voru af ákveðnum
stærðum, en við höfum fram-
leitt dregla sem skeyta má
saman að vild eftir því hve
gólfflötur er stór, og átti þetta
þegar í stað miklum vinsæld-
um að fagna.
— Breytist ekki tízkan í
gólfteppavali?
— Jú, hún breytist hægt og
sígandi. Fyrir nokkrum árum
voru grá teppi, einlit, mest í
tízku, en nú ber allmikið á að
fólk vilji litskrúðugari teppi
í híbýli sín. Við framleiðum
30—40 númer af teppum,
ýmsa liti og mynstur, sem
eru gerð að norskri fyrirmynd
að einu undanskildu, sem
Magnús Bálsson, leiktjalda-
málari, hefur gert. Upphaflega
óttuðumst við, að íslendingar
væru svo miklir einstaklings-
hyggjumenn, að þeir gætu
ekki haft sams konar teppi á
gólfi hjá sér og nágranninn. En
þetta hefur ekki reynzt svo.
Nú í október höfum við fram-
leitt eitt og sama efni í heilt
ár og það virðist ekkert lát á
eftirspurn eftir því. Salan
gengur almennt mjög vel og
það er tvímælalaust grund-
vöillur fyrir aHa gólfteppa-
Framh. á bls. 30