Morgunblaðið - 01.10.1965, Síða 28
20
MOHGUNBLABIB
Fostudagur 1. október 196!
PATRICK QUENTIN:
GRUNSAMLEG ATVIK
Ég gekk í. áttina og leit nið-
ur fyrir mig, og óskaði þess heit
ast, að ég væri orðinn brjálað-
ur. En sú var ekki raunin.
Þarna voru þau í skugganum,
þar sem hsegðarleikur var að
láta sér sjást yfir þau.
— Fjögur greinileg hunds-
spor!
Vitanlega hafði mér verið það
ljóst frá upphafi ,að ég mundi
aldrei leggja trúnað á söltin og
megrunina eða hjartaslagið. En
samt væri hugsanlegt, að Sylv
ia hefði nú, þrátt fyrir allt
og allt, orðið sjálfdauð, fyrir
einhverja tilviljun.
En nú var úti um þann mögu-
leika. Hundsspor og óhrein bað
Fjaðrlr, fjaðrablöð, hljóðkútar
púströr o. fL varahlutir
margar gerðir bifreiða
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
motta. Hundsspor, sem hlutu að
hafa verið út um allt gólf, en
baðmottan hafði þurrkað út
Hafði Sylvia fallið í ómegin við
að sjá Tray? Sylvia í baðinu
og sá allt í einu hund? 1
— Við verðum eitthvað að
gera, Ronnie!
Ég gat heyrt Ronnie og
mömmu þjótandi um allt svefn-
herbergi. Ég þreif baðmottuna,
féll á hnén við fatakörfuna og
þurrkaði út hundssporin, svo að
engar menjar sáust eftir Tray.
15. kafli.
Ég lagði niður baðmottuna
við baðkerið. Svo stóð ég and-
artak og safnaði kröftum. Síðan
gekk ég inn í svefnherbergið til
hinna. Ronnie og mamma voru
steinhætt allri leit. Ronnie stóð
þara siginaxla, úti við gluggann
en mamma sat á rúmi Sylviu.
Ég reyndi að líta á mömmu
en gat það ekki. Ég gekk yfir
til Ronnie.
— Funduð þið þau?
— Þau eru ekki hér. Hann
sneri sér snöggt við og hljóp til
mömmu þar sem hún sat á rúm
inu. — Við getum ekki skilið
hana svona eftir. Ég verð að
ná í lækni og lögreglu. Það er
úti um mig, en það verður þá
að hafa það. Farðu nú út, Anny.
Þið Nikki bæði. Ég ætla að
hringja í afgreiðsluna.
Ég stóð við gluggann, þar sem
Ronnie hafði áður staðið og
horfði á risastóra sundpollinn.
Það lék kastljós á vatninu I
honum, og uppljómaði líka
gervipálmana og allt tilbúna
landslagið. Enda þótt ég gæti
ekki horft á mömmu, var rétt
eins og allt herbergið væri fullt
af persónu hennar. Ég beið eft-
ir, að hún segði eitthvað, en
hún sagði ekkert. En ég heyrði,
að hún tók upp símann. Svo
bað hún um númer.
— Vert þú ekki að þessu,
Anny! Ronnie næstum öskraði
þetta. í guðs bænum, þá er þetta
mitt mál. Þetta......
En nú heyrðist röddin í
mömmu, sem var hressileg og
alveg eins og hún átti að sér.
— Mary?..........Mary, elskan,
þetta er Anny. Er hann Steve
þarna? .... Þakka þér fyrir, elsk
an!
Ég snarsneri mér frá glugg-
anum.
— Steve? sagði mamma í sím
ann. — Ó, elsku Steve, gætirðu
ekki komið hingað? í Tamber-
laine....íbúð 32 .... Já, elsk-
an, strax. Og hafðu engan ineð
þér!
Hún lagði frá sér símann.
— Marnma! sagði ég.
— Nei, Nikki minn. Þetta er
hræðilegt, en hún er dauð. Við
getum ekkert fyrir hana gert.
Við verðum að hugsa um okkur
sjálf. Sittu bara rólegur og þeg-
iðu. Og eins þú, Ronnie.
Við sátum því bara þegjandi.
Eftir um það bil stundarfjórð-
ung var barið að dyrum.
Mamma opnaði og Steve kom
inn. Hann var í smokingfötum,
en framkoman var sú sama og
hversdagslega, róleg og blátt á-
íram.
— Anny, ég fékk ekki tæki-
færi til að koma og óska þér til
hamingju. Þú varst alveg dá-
samleg. Þú líka, Nikki. Öll sýn-
ingin var framúrskarandi. Nátt-
úrlega er stúlkan dálítið könt-
uð, en hún er lagleg. En það
gerir ekkert til með hana, því
að þú ert stærsta stjarnan, sem
nokkurntíma hefur sýnt sig hér
í Las Vegas.
— Þakka - þér fyrir, elskan.
Röddin í mömmu var næstum
eins og hún átti að sér, og bros
ið sagði: „Er fólkið ekki gott að
vera svona hrifið af mér“. —
Steve, hér hefur gerzt nokkuð,
sem er alveg hræðilegt. Og úr
því að þú átt nú hótelið, verð-
urðu að kippa því lag.
— Svo tók hún að útskýra
málið og það var hreinasta
furða, hvað hún hafði getað
fundið upp á jafn stuttum tíma
Donsskóli
Hermanns Ragnars
Skírteini afhent í dag, föstudag
1. okt. og á morgun, laugardag
2. okt. frá kl. 3—7 e.h. háða dag-
ana í Skátaheimilinu við
Snorrabraut.
Síðustu innritunardagar.
Kennsla hefst 4. október.
DANSKENNARASAM BAN D ÍSLANDS
og eins og á stóð, þegar við
Ronnie. báðir höfðum verið að
niðurlotum komnir. Mamma
sameinaði prýðisvel æsing og ró-
semi, og útskýrði, að Rpnnie
og Sylvia hefðu komið fljúgandi
til að sjá sýninguna. (Þetta eru
svo gamlir vinir og vildu fyrir
engan mun missa af henni). Við
höfðum öll borðað morgunverð
saman og Sylvia hafði leikið
við hvern sinn fmgur. (Gerði
hún það ekki, Nikki? Og svo
áberandi mögur, það er víst
þessi nýja megrunaraðferð). En
svo eftir þennan síðbúna morg-
unverð hafði mamma verið svo
eigingjöm (óforsvaranlega eig-
ingjÖrn) að fara fram á það við
Ronnie, að hann færi nú strax
í smókingfötin sín, til þess að
geta verið hjá okkur alveg fram
að sýningunni, og gefið mömmu
hinar og þessar kunnáttusam-
legar bendingar um sýninguna.
Þegar við skildum við Sylviu,
hafði það verið aftalað, að hún
skyldi hitta okkur í Mona Lisa-
salnum, rétt fyrir sýninguna, en
þá hafði hún ekki komið. Eftir
sýninguna, hafði Ronnie þotið
til hennar, dauðskelfdur og á-
hyggjufullur. Og við flýttum
okkur öll þrjú inn í íbúðina
hennar Sylviu. Og þar — get-
urðu hugsað þér annað eins,
Steve — lá veslings Sylvia í
baðkerinu, steindauð.
— Það er vitanlega þessi
megrun hennar. Hún var að
svelta sig og svo voru þessi
andstyggðar baðsölt, sem áttu
að éta burt fituna. Manstu ekki,
Steve, Mariu Montez og baðið
hennar? Þessi megrunarsölt og j
heita vatnið og áreynslan á
hjartað? Ég hefði átt að gera
mér ljóst, hvað þetta var hættu
legt. Ég hefði átt að vara hana
við. Ég get aldrei fyrirgefið
sjálfri mér þetta!
Meðan þessu fór fram hafði
Steve staðið og horft á mömmu,
með hendurnar í smókingjakka
vasanum. Ljósa hárið hafði
aldrei verið ljósara, bláu augun.
aldrei blárri.
Á þessari stundu, þegar við
Ronnie gerðum ekki annað en
rétt að vera til, lagði mamma
hönd á arminn á Steve og dró
hann áleiðis til baðherbergisins.
Þar voru þau inni svo sem eina
mínútu. Svo komu þau út aft-
ur.
— Þú skilur þá, hvemig
'þetta er, Steve. Þetta er óskap-
lega sorglegt, en við verðum
fyrst og fremst að hugsa um
hann Ronnie. Þú veizt auðvitað
allt um Normu. Ekki nema fá-
ar vikur síðan það skeði. Ves-
lings Norma datt niður stigann
— og Sylvia fé'kk hlutverkið
hennar. 0, Steve hugsaðu þér
allar kjaftasögurnar! Ronnie og
Sylvia hérna sitt í hvorri íbúð-
inni. Vitanlega var það allt í
fyllsta sakleysi, en þú þekkir
hugsunarháttinn hjá fólki.
Hneyksli.....og það svona
fljótt eftir að Norma deyr. Og
svo er það kvikmyndin hans
Ronnie. Sex milljón dali er
hann búinn að setja í hana, og
þú veizt hvernig bankarnir geta
stundum verið smásmugulegir.
Steve Adriano dró aðra hönd-
ina upp úr vasanum og strauk
henni um ljósa hárið.
— Allt í lagi Annie. Ég sé
hvernig allt er í pottinn búið.
Hvað viltu, að ég geri?
— Ja, það veit ég nú ekki al-
mennilega, en.......
— Hva ðsegirðu um að skjóta
henni yfir í eitthvert annað
hótel?
Þetta gekk alveg fram af
mér, og ég held, að mömmu
hafi jafnvel ofboðið líka.
— Skjóta .... ?
— Hvað segirðu um Hopi?
Láta finna hana þar. Kannski á
morgun? Þá fá strákarnir tæki-
færi til að skjóta henni seinna,
þegar allt er orðið rólegt á göt-
unum. Steve var eins og ofur-
lítið hugsi. — Já, við látum ein-
hverja stúlkuna finna hana í
fyrramálið í Hopi. Woodside
læknir getur skoðað líkið og
ég skal sjá um, að O.Malley lög
reglustjóri taki á þessu með
silkihönzkum.
Svo sneri hann sér að Ronnie
með barnalegu og næstum af-
sakandi brosi. — Ég er hrædd-
ur um, að þetta veki nú samt
talsvert umtal, hr. Light. Og
það getum við ekki stöðvað ...
þar sem Sylvia La Mann er
þekkt og þar að auki búin að
fá þetta hlutverk. En þér verð-
ið hér í Tamberlaine og hún
verður í Hopi. Jafnvel þó að
þið hafið flogið hingað saman,
er ekki nema eðlilegt, að þið
séuð sitt í hvoru gistihúsi. Það
er fullerfitt að fá inni — svo er
henni Anny fyrir að þakka.
Hafði því engar áhyggjur. Þetta
verður aldrei neitt stórmál.
Ég vissi, að Las Vegas var
I Las Vegas. Vitanlega vissi ég
það. Og ég vissi líka, að Las
Vegas var að mestu leyti sama
sem Steve Adriano. En þetta
var svo ævintýralegt, svo ó-
skiljanlegt, að ég varð að sann-
færast um, að heilinn í mér
væri sínum stað.
— En, Steve, sagði ég. —
Hvað um læknisskoðunina?
Hvað verður, ef þetta reynist
nú alls ekki vera hjartaslag?
Steve deplaði augum.
— Já, en, Nikki litli, hún
mamma þín segir, að það sé
hjartaslag.
Og hann leit á mömmu og
mamma leit á hann og ég
gleymi aldrei þessu augnatilliti,
af því að það var milli jafn-
ingja. Mamma og Steve Adriano
hefðu getað stjórnað öllum
heiminum í félagi.
Ronnie hafði setzt á rúmið.
Steve stóð andartak með hend-
urnar í smókingjakkavösunum.
Svo leit hann á úrið sitt.
_ — Anny, hún er rétt að verða
tíu. Þú ættir að fara að verða
til fyrir seinni sýninguna. Þér
veitir ekkert af tímanum. Já,
vel á minnzt, hún Mary ætlar
að efna til stóreflis veizlu fyrir
ykkur. í Hopi, eftir sýninguna.
Hún ætlaði nú að koma ykkur
á óvart með það, en mér finnst
réttara, að þið vitið það strax.
Mér finnst þi ættuð að verða
þar öll saman. Líka hr. Light.
Það lítur betur út. Allt í lagi,
hr. Light, farið þér nú inn í
íbúðina yðar, og hvílið yður. Og
þú ferð að hafa þig til, Anny
mín. Taktu mannskapinn eins
með trompi og þú gerðir í dag.
Bless!