Morgunblaðið - 01.10.1965, Side 31
Föstudagur 1. oktðber 1965
MORGUNBLAÐIÐ
31
LmÁ
Emil Jónsson, utanríkisráðherra, tekur við bréi'i utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna úr hendi herra James K, Penfield, sendi-
hcr ra.
Kveðjaí tilefni 25 ára
skipta íslands og USA
í TILEFNI af þvi, að á þessu
ári eru liðin tuttugu og fimm
ár síðan Island og Bandaríkin
hófu formleg samskipti sín á
milli með opnun ræðismanns-
skrifstofu í Reykjavík af hálfu
Bandaríkjastjórnar, og aðalræð
ismannsskrifstofu í New York
af hálfu íslands, gekk ambassa-
dor Bandaríkjanna hér, herra
James K. Penfield, í dag á fund
Emils Jónssonar, utanríkisráð-
herra, og fiutti honum bréf með
kveðjum frá Dean Rusk, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna.
í bréfi þessu lýsir Dean Rusk
ánægju sinni yfir þvi, að á þess
um árum hafi gagnkvæm virð-
ing, skilningur og samúð meðal
þessara tveggja þjóða farið sí-
vaxandi, en vekur jafnframt at
hygli á, að þessi einkenni séu
einmitt óhjékvæmileg skilyrði
fyrir vinfengi milli bæði ein-
staklinga og þjóða. Þakkar ráð-
herrann þetta ekki Sízt því,
hversu vel starfsliðunum við
sendiráð beggja rikja hafi tekizt
að leysa af hendi skyldustörf
sín.
Emil Jónsson hefur flutt hr.
Rusk þakkir fyrir þessa kveðju
og jafnframt tjáð honum, að ís
lenzka þjóðin kunni að sínu
leyti vel að meta þau vináttu-
tengsl sem skapazt hafa milli
þessara þjóða sitt hvoru megin
við Atlantshafið á undanförn-
um aldarfjórðungi.
(Frétt frá utanríkisráðu-
neytinu).
Aflabrögð Grinda-
víkurbáta batna
Myndarlegar
gjafSr til Björg-
urearskútusjóðs
Austfjarða
FRIÐGEIR Þorsteinsson, odd-
viti, Stöðvarfirði, hefir fyrir
hönd slysavarnardeildarinnar
þar afhent Slysavarnarfélagi ís-
lands 10 þúsund krónur í Björg-
unarskútusj óð Austfjarða, en
þetta er gjöf frá Helga Erlends-
syni, Vengi, Stöðvarfirði til
minningar um konu hans Krist
ínu Rrynjólfsdóttur. Áður var
oddvitinn búinn að afhenda til
sama sjóðs 5 þúsund króna
gjöf frá Guðmundínu Einars-
dóttur og Sigfúsi Jónssyni til
minningar um aldarafmæli Jó-
hannesar Sigurðssonar.
(Frétt frá S. V.F. 1.)
Góð línuveiði
Akranesi, 28. sept.
ÞRÍR línubátar voru á sjó héð-
an í dag, Haförn fiskaði 7 tonn,
Ver 4 tonn en Reynir var ekki
kominn að kl. 21.30. Þilfarstrill-
an, svo og trillurnar Sæljón og
Bensi voru á sjó í dag og réru
með línu og allar þrjár fengu
þær samtals 5 tonn.
— Ný söngplata
Framhald af bls. 6
myndarbrag. Upptakan sjálf er
■vel af hendi leyst, og umbúðir
nm plötuna með svipuðu sniði
og bezt gerist annars staðar. En
textabiað, sem fylgir henni, er
frábærlega hroðvirknislega úr
garði gert. Við fljótlegan yfir-
lestur og án samanburðar við
heimildir fann ég þar nokkuð á
annan tug prentvillna.
Jón Þórarinsson,
— Óliklegf
Framhald af bls. 3z
ið á til þess tíma. Eftir kl. 10
tók skyggni að versna og sást
mökkurinn ógreinlega. Hann
lagði til norðvesturs. Er á dag-
inn leið rofáði aftur til og var
mökkurinn enn sýnilegur en var
Xiiú ljós orðinn. Hann var á
sama stað og leiddi til sömu átt-
ar og áður. Um fjarlægðina að
þeim stað, er mökkurinn átti
upptök sín, var ekki hægt 'ða
segja. Okkur virtist, er á dag-
inn lei'ð, að hér myndi ekki vera
um gos að ræða og með kvöld-
inu, er skyggja tók, höfðum við
einskis ortiið vör, sagði Björg-
vin að lokum-
Flugmálastjóri, Sigurður Þórar
insson jarðfræðingur, Birgir
Kjaran og Björn Pálsson flug-
maður flugu þegar, er tilkynn-
ingin barst frá veðurathugunar-
Stöðinni, inn yfir miðhálendið og
allt til Öskju, en urðu einskis
varir á leið sinni er benti til
eð um gos væri að ræða. Skýja-
bakki lá yfir norðanverðum Hofs
jökli og Sprengisandi. Björn
Pálsson flaug einnig siðari hluta
dags í gær um þessar slóðir.
Ekki varð neins vart í þessum
flugferðum, er gæti bent til goss.
Björn kvað það samdóma álit
þeirra, er í flugið fóru, að hér
væri um að ræða skýjamyndanir,
eða tætingsvindský, eins og það
er nefnt- Þau verða þannig til
að vindur hrífur þokubakka með
sér niður með fjalls/hlíðum og
síðan frá þeim og upp aftur og
verður þokan þá sem gufustrók-
ur úr gosL
í gær var hvöss sunnan og
suðvestanátt á þessum slóðum
og kvað Björn þá félaga hafa
séð greinilegan vott þessara
skýjamyndana. Eru því allar
likur til að hér hafi ekki verið
um gos að raeða.
Grindavík, 30. sept.: —
HÉÐAN hefir róið einn bátur,
Hrafn Sveinbjarnarson, sl. 3
vikur með línu. Hefir hann á
tímabilinu fengið um 70 tonn
fisks og meðalafli verið tæp
6 tonn í róðri.
Síðustu daga hafa fleiri línu
bátar bætzt í hópinn og eru
þeir nú alls fjórir og munu
fl.eiri bætast við á næstunni.
Auk þess hafa nokkrir aðkomu-
bátar, úr næstu verstöðvum,
verið á línuveiðum hér undan.
Línubátarnir eru frá 10 tonnum
og upp í 60 tonn að stærð.
Tveir bátar héðan hafa verið
á síldveiðum hér á Selvogs-
banka og við Vestmannaeyjar,
þeir Andvari og Þorkatla. Hefir
afli verið fremur tregur nema
nú síðast fengu þeir allt upp í
700 tunnur í veiðiför, annars hef
ir aflinn verið 100—300 tunnur
á nóttu. Svipaður afli hefir ver
ið hjá nokkrum aðkomubátum,
sem hér hafa lagt upp,
Síldin er nærfellt öll fryst.
Humarveiðar hættu um miðj
an mánuðinn, en þá runnu út
leyfin fyrir slíkum veiðum.
Nokkrir bátar héðan stunda
fiskitroll og í síðustu veiðiför
fengu þeir allt upp í 11 tonn,
en það var afli Hafrennings.
Héðan úr Grindavík eru 4 bát
ar á síld fyrir Austurlandi og
gengið sæmilega og tveimur
þeirra ágætlega.
Segja má í heild, að afli
Grindavíkurbáta hafi heldur
glæðzt að undanförnu. — T.
— Sovétrikin
Framíhald af bls. 1.
á, að undanfarið ár hafi stjórn
Sovétríkjanna forðast að ræða
ágreiningsmálin opinberlega.
Síðan segir: „Sovétríkin vilja
taka höndum saman við Kína og
önnur sósíalistaríki — og frið-
elskandi þjóðir í heiminum —
um að brjóta á bak aftur ofbeldi
Bandaríkjanna í Vietnam, og
veita almenningi þar nauðsynleg
an stuðning“.
Fyrr í dag lýsti aðalritari
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, Leonid Breshnev, því yfir,
að núverandi ráðamenn í
Moskvu harmi, að þeim skuli
ekki hafa tekizt að bæta á nýjan
leik sambúð Sovétríkjanna og
Kína.
— Risaþota
Framhald af bls. 1.
um smíði 58 véla, ásamt vara-
hlutum til tíu ára.
Verksmiðjurnar eru Lock-
heed, Boeing og Douglas, sem
allar eru heimsþekktar. Gene-
ral Electric mun framleiða
hreyflana.
Fúllhlaðnar munu flugvél-
arnar, er nefnast munu C-5A,
vega rúm 300 tonr., og verða
mun stærri en Antonov 22
flugvélarnar, sem Sovétrikin
sýndu á flugsýningunni í Par-
ís nýlega. Burðarþol banda-
rísku vélanna verður rúm 115
tonn, miðað við rúmlega 70
tonna burðarþol sovézku vél-
anna.
McNamara, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, hefur
skýrt frá því, að flutnings-
kostnaður með þessum nýju
vélum muni verða 30—40%
lægri en með stærstu flutn-
ingaflugvél bandaríska hers-
ins, sem nú er í notkun.
Flugvélin getur hafið sig til
flugs á 8000 feta langri braut,
fullhlaðin, og lent á 4000 feta
braut.
Nýjni
aðalbiautir
UMFERÐANEFND liefir lagt
fyrir borgarráð eftirfarandi til-
lögur:
1. að biðskylda verði sett á
vesturhluta Túngötu við Hofs-
vallagötu.
2. að bifreiðastöður verði
bannaðar á Öldugötu að norðan
verðu frá Brekkustíg að Unnar
stíg.
3. að Ægisgata verði gerð að
aðalbraut, þó þannig að umferð
um hana víki fyrir umferð um
Myrargötu, Vesturgötu og Tún-
götu. Ennfremur að stöðvunar-
skylda verði sett á Ægisgötu
við Vesturgötu til norðurs.
4. að Bræðraborgarstígur
verði gerður að aðalbraut, þó
þannig að umferð um hann víki
fyrir umferð um Hringbraut og
Vesturgötu.
5. að Höfðatún verði gert að
aðalbraut, þó þannig að umferð
um Höfðatún víki fyrir umferð
um Laugaveg og Borgartún.
Borgarráð hefir fallizt á allar
fyrrgreindar tillögur nefndarinn
ar.
— Chou En Lai
Framh. af bis. 1.
og endurskoðunarsinnarnir í
norðri (hér var greinilega átt við
Sovétríkin).“
Chen Yi lýsti því yfir, að herj-
ir allra þessara ríkja yrðu þurrk-
aðir út.
Chou En-lai endurtók í dag,
að Pekingstjórnin muni ekki
hlýða á umræður á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna, nema
gerðar séu róttækar breyting-
ar á sáttmála samtakanna. Þá
lagði forsætisráðherrann á-
herzlu á, að stjórn sín gæti
ekki stutt friðsamlega sambúð
við auðvaldsríkin.
„A síðustu 12 mánuðum", sagði
Chou En-lai, „hafa Kínverjar
hert sóknina gegn heimsvalda-
sinnum, gamalli og nýrri ný-
lendustefnu og nútíma endur-
skoðunarsinnum .... við vinnum
ötullega gegn tilraunum nokk-
urra stórvelda til að leggja undir
sig heiminn, þjóða, sem nota
Sameinuðu þjóðirnar til að
blanda sér í innanríkismál ann-
arra landa, og kúga byltingar-
sinna í baráttu sinni.
Við munum aldrei gefa eftir
einn þumlung, hvað þá meir“,
sagði forsætisráðherrann,
„hversu óveðrasamt sem verða
kann á alþjóðavettvangi, og
hversu langt sem bandarísk-
ir heimsvaldasinnar og þeirra
stuðningsmenn ganga í ógnun
um sínum við okkur, jafnvel
þótt þeir fari með styrjöld á
hendur okkur“.
- Reynir Wilson
Framh. af bls. 10.
frumvarpið, stefnuna í afvopn-
unar- og kjarnorkumálum,
Vietnam og Asíu yfirleitt
o.s.frv.
Á miðvikudrg urðu heitar
umræður um stefnu stjórnar-
innar í utanríkismálum. Vaf
Wilson þá m.a. að því spurður,
hvort verið gæti, að stuðningur
Breta við stefnu Bandaríkja-
stjórnar í Vietnam stæði í ein-
hverju sambandi við aðstoð
Bandaríkjamanna við að
styrkja sterlingspundið. Brást
Wilson fokreiður við — annars
er hann ýfirleitt kaldur og ró-
legur, er hann svarar andstæð-
ingum sínum —-og sagði um-
rnæli þessi meiðyrði um John-
son, forseta og brezku stjórniná.
„Þjóð okkar verður hvorki
keypt né leidd út í siðspillingu“
sagði hann. Því næst skýrði
hann svo frá, að Bandaríkja-
stjórn hefði í sumar farið þess
á leit, að Bretar sendu lið til
Vietnam til þess að sýna í verki
stuðning við stefnuna þar —
,,en þeirri bón var afdráttar-
laust synjað, enda þótt sterlings
pundið stæði þá mjög höllum
fæti“ sagði Wilson.
Umræðunum á miðvikudag
lauk svo, að samþykkt var með
yfirgnæfandi meirihluta —
4.065.000 atkv. gegn 2.204.000
— að styðja stefnu stjórnarinn-
ar í Vietnam. Varðandi ofan-
greindar atkvæðatölur skal
þess getið, að fulltrúar á þing-
inu greiða atkvæði samkvæmt
félagatölu samtaka þeirra, sem
þeir eru fulltrúar fyrir, hvort
sem um er að ræða verkalýðs-
félag, aðra hagsmunahópi eða
landsvæði. Þannig kom um það
bil helmingur ofangreindra
mótatkvæða frá fulltrúa hins
geysifjölmenna Sambands
Flutninga- og almennra verka-
manna (Transport and General
Worker's Union).
í vinstri armi Verkamanna-
flokksins er sú skoðun ráðandi,
að stjórnin hafi brugðizt stefnu
miðum flokksins í fjölmörgum
málum. Lóðafrumvarpið segja
vinstri menn bera vitni fá-
dæma hugleysi, — það sýni, að
stjórnin hafi heykzt á fyrirætl-
unum sínum um þjóðnýtingu
jarðeigna og byggingarlóða. f
innflytjendamálinu og utanríkis
málum fylgi stjórnin hálf-
íhaldssamri stefnu og ekki hafi
orðið miklar breytingar á
staðsetningu Polaris-kafbát-
anna. Þá hafa þeir litla trú á
að Wilson knýi fram frumvarp-
ið um þjóðnýtingu stáliðnaðar-
ins.
En barátta vinstri armsins
hefur ekki verið eins öflug og
oft áður. Kemur þar ýmislegt
til m.a. að hann er nú, að því er
brezkir blaðamenn segja,
eins og höfuðlaus her, skortir
skeleggan leiðtoga — hefur
ekki einu sinni sinn gamla
Frank Cousins, sem jafnan
velgdi Hugh Gaitskel undir
uggum. Wilson hefur bundið
Cousins rækilega á ráðherra-
stól. Þá er þess að gæta, að
Wilson og stjórnin njóta veru-
legra vinsælda 1 flokknum og
reka stuðningsmenn stjórnarinn
ar sterkan áróður gegn því að
veitzt sé að henni um of, meðan
hún á fyrir höndum erfiða
daga.
— ★ —
Þing kémur aftur saman í
Bretlandi 9. nóvember n.k.
Hvort stjórn Wilsons lifir lengi
úr því þorir enginn að spá um,
en heldur virðist útlitið svart.
Eins og nú horfir eru líkur fyr-
ir þvi, að „The Speaker" verði
kjörinn úr hópi þingmarrna
Verkamannaflokksins og jafn-
vel hugsanlegt, að þeir verði að
láta mann í annað embætti í
Neðri málstofunni, sem ekki
fyigir atkvæðisréttur undir
venjulegum kringumstæðum.
Með eins atkvæðis meiri-
hluta þarf lítið út af að bregða
til þess að stjórnin riði til falls.