Morgunblaðið - 19.10.1965, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Tniðjudagur 19. október 1965
— Fjárlagaræðan
Framhald af bls. 1.
* Fjármálaráðherra sagði í lok
iræðu sinnar. að þótt ríkisbúskap
nirinn hefði færzt úr réttum
iskorðum á sl. ári væri heildar-
amynd efnahagsþróunarinnar upp
ðrvandi. í>ví væri ástæðulaust
annað en lí.ta björtum augum til
iramtíðarinnar. Forsenda já-
Jkvæðrar sóknar til meiri fram-
Æara og'bættra lífskjara væri að
Þjóðin gerði sér grein fyrir und-
irstöðustaðreyndum efnahagslífs
ins og tekið væri á vandamálun
um af djörfung og raunsæi.
Morgunblaðið birtir fyrri hluta
fjárlagaræðu Magnúsar Jónsson-
ar í dag, en síðari hluti hennar
verður birtur á morgun.
Að lokinni ræðu fjármálaráð-
Iherra tók ræðumáður Alþýðu-
Ibandalagsins við fjárlagaumræð-
«ma, Lúðvík Jósefsson tih máls.
Hann kvað höf-
uðeinkenni þessa
fjárlagafru-m-
varps hin sömu
og fyrri frum-
varpa núverandi
ríkisstjórnar:
Aukin framlög
til margvíslegr-
ar eyðslu, skorin
nfður fjárframlög til fram-
kvæmda og nýir skattar lagðir á.
Hann ræddi síðan afkomu rík-
issjóðs 1962 og 1963 og kvað
hana hafa verið góða en skyndi-
lega skipt um 1964,.þegar mikill
greiðsluhalli hefði orðið. Það ár
hefði verið gott framleiðsluár og
þess vegna ekki verið óhagstætt
árferði, sem þessu hefði valdi'ð.
Ræðumaður sagði að árið 1963
hefði verið kosningaár. Þá hefði
mikið þurft að gera, lánsloforð
gefin út á brezka framkvæmda-
lánið, íitlán bankanna aukin, sér
staklega fyrri hluta ársins en
þegar kosningarnar hefðu verið
langt að baki hefði blaðinu verið
snúið við.
Dýrtíðaraldan hefði verið reist
til að draga úr kaupmætti al-
mennings. Árið 1964 hefði verið
samið um verðtryggingu launa
og hefði dýrtiðin þá einnig lent
á ríkissjóði. Hallinn á ríkisbú-
skapnum 1964 hefði orsakazt af
dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar.
Verðhækkunaraldan hefði haldið
áfram á þessu ári og nú þessa
dagana dynja verðhækkanir yfir
sagði ræðumaður. Vandamálin
nú stæðu í beinu sambandi við
verðhækkanir, sem ríkisstjórnin
hefði vísvitandi sett af stað árið
1964 til þess að ná aftur nokkrum
hluta þeirra launahækkana, sem
urðu 1963.
Þá vék Lúðvík Jósefsson nokk
uð að stóriðjumálum og sagði að
jafnvel þótt á þau væri litið frá
efnahagslegu sjónarmiði vektu
þau furðu en mörg fleiri sjónar-
mið kæmu þar til greina. Hann
fjallaði um vinnuaflið, sem til
þessara framkvæmda þyrfti og
sagði að þau tvö ár, sem mestar
framkvæmdir yrðu við stórvirkj
un og stóriðju mundu 1500 manns
þurfa í vinnu og spurði hvar ætti
að taka það vinnuafl.
Hann kvað það skoðun Alþbl.
að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðar
innar væri stefnt í hættu með
stefnu ríkísstjórnarinnar. Nýja
stefnu þyrfti að taka upp, sem
vinnandi alþýða landsins gæti
borið traust til.
Þá tók til máls Eysteinn Jóns-
son, ræðumaður Framsóknar-
ílokksins. Hann sagði, að það
hefði vakið athygli í vör, að
stjórnin hefði engar upplýsingar
gefið um afkomu ríkissjóðs og
hefði það bent til þess, að ekki
yæri von á góðu. Sú hefði einn-
ig .orðið raunin,
þegar greinar-
gerð var gefin í
sumar um af-
komu ríkissjóðs
og væri nú enn
eitt atriðið í
stjórnarstefn-
unni farið fyrir borð. Nú þyrfti
nýja skatta. Þetta væri eins og
að ausa sandi í botnlausa tunnu.
Ef menn hafi búist við stefnu
breytingu með nýjum fjármála-
ráðherra hefðu þær vonir orðið
að engu. Hins vegar hefði ráð-
deildarpiata verið sett á aftur,.
röddin væri önnur, en þáttur-
inn hinn sami. Lofað væri hag-
sýslu og sparnaði en milljónum
hefði verið varið til hagsýslu
undanfarin ár.
Eysteinn kvað ríkisstjórnina
hafa ungað út nýjum sköttum
af ótrúlegri elju og væru skatt-
arnir af furðulegustu gerð.
Síðan ræddi Eysteinn einstaka
þætti fjárlagafrumvarpsins. —
Hann sagði að eftir sex ára við-
reisnarstjórn yrði að vísa ung-
lingum frá gagnfræðaskólunum.
Skólastjórar lýstu því livernig
þeir yrðu að vísa þeim frá vegna
húsnæðisskorts og margar skóla
stofur væru tví- og þrísetnar.
Sums staðar skorti þær algjör-
lega. Eysteinn ræddi síðan rann
sóknarmál, hafnarmál, vegamál,
flugvallarmál o.fl. í svipuðum
dúr. Hann kvað Skipantg. rekna
með tapi vegna þess, að hún
ætti eingöngu gömul og úrelt
skip. Þá ræddi Eysteinn Jónsson
verðbólgumálin og sagði, að kaup
máttur tímakaups hefði lækkað
síðarn 1959 og væri fsland eina
landið í Evrópu sem svo væri
ástatt um. Hann sagði að vanda
málin yrtíi að ræða af hrein-
skilni og frá rótum. Til þyrftu
að koma ný viðhorf nýjar leiðir,
hugsa þyrfti öðru vísi, tala öðru
vísi, vinna öðru vísi, en nú væri
gert við Lækjartorg.
Áætiun þyrfti að gera um
skipulega niðurstöðun verka og
láta verða af framkvæmdum.
Þetta væri hin leiðin, meginkjarn
hennar. Valdhafarnir hefðu engin
ný úrræði í huga. Þeir teldu allt
ágætt eins og það væri og þyrfti
mikinn kjark til að halda slíku
fram.
Birgir Finnsson talaði fyrir
hönd Alþýðuflokksins við fjár-
lagaumræðuna. Brmtihann á í upp
hafiræðu sinnar, að 73% af rekstr
arútgjöldum ríkissjóðs gengju
til félagsmála, niðurgreiðslna á
vöruverði innanlands, útflutnings
uppbóta, menntamála og atvinnu
mála. Hér væri raunverulega um
að ræða millifærslu milli þegn-
anna fyrir tilstuðlan ríkisins.
Til margvíslegra sameiginlegra
þarfa landsmanna væri varið
27% af rekstrarútgjöldum ríkis-
sjóðs. í Ijósi þessara staðreynda
ræddi ræðumaður viðbrögð
stjórnarandstöðunnar við frum-
varpinu. Stjórnarandstöðuflokk-
amir hefðu engar tillögur gert
um sparnað í ríkisrekstri en
margar um aukin útgjöld ríkis-
sjóðs. Vitnaði hann síðan í fjár-
lagaræðu Eysteins Jónssonar
1958 er hann gagnrýndi þá, sem
með frekju heimtuðu aukin út-
gjöld án þess að benda á tekju-
öflunarleiðir. Orð Eysteins væru
í góðu gildi en þann dag í dag
og fróðlegt að bera þau saman
við það, sem Eysteinn mundi
segja við þessar umræður.
Ræðumaður sagði, að í ríkis-
búskapnum mætti margt betur
fara, en að því yrði stöðugt að
starfa og það starf mundi nú
fara fram á vegum sérstakrar
hagsýsludeildar fjármálaráðu-
neytisips.
Hann vék síð-
an . nokkuð að
málflutningi
Framsóknar-
manna, sem
vildu draga úr
verðlbólgu en
hækka jafn-
framt launin,
draga úr vöxt-
um o.sv.frv. Hann sagði að menn
gætu ímyndað sér hvar Hin
leiðin mundi enda undir forustu
Eysteins, og dytti þá flestum í
hug Hinn staðurinn.
Ræðumaður ræddi síðan nokk-
uð niðurgreiðslúr á vöruverði,
og benti á að niðurgreiðslum á
’kartöflum hefði verið hætt án
þess að erfiðleikar hefðu skap-
azt. Til greina gæti komið, að
fella einnig niður niðurgreiðslu
á fiski innanlands. Þá ræddi
Birgir Finnsson um útflutnings-
uppbætur og sagði, að þær gætu
átt rétt á sér, þegar verið væri
að vinna markaði fyrir fram-
leiðsluvörur, sem síðar gætu
staðið undir sér sjálfar. Slíkt
gæti verið með sauðfjárafurðir
en hins vegar litlar líkur á, að
mjólkurafurðir gætu orðið hag-
kvæm útflutningsvara. Hugsan-
legt væri að setja hámark á út-
flutningsuppbætur t.d. 150 millj-
ónir. Með því að létta þannig
nokkuð á ríkissjóði í sambandi
við útflutningsuppbætur og nið-
urgreiðslur á fiski væri ef til vill
hægt að draga nokkuð úr áætluð
um álögum á takmörkuðum svið
um. Farseðlagjaldið taldi ræðu-
maður spor aftur á bak. í lok
ræðu sinnar sagði Birgir Finnson,
að þjóðin hefði góða reynslu af
samstarfi núverandi stjórnar-
fiokka, þótt þeir hefðu ólíka
stefnu í grundvallaratriðum.
Svarræða fjármálaráðherra
Að lokum tók fjármálaráð-
Magnús Jónsson til máls á ný.
Hann ræddi í upphafi málflutn-
ing Lúðvíks Jósefssonar og
kvaðst ekki mundi ræða stóriðju-
mál að þessu sinni, tækifæri
mundi gefast til þess síðar.
Hann ræddi síðan nokkuð full-
yrðingar Lúðvíks Jósefssonar
um orsakir greiðsluhallans 1964
og taldi fráleitt að ætla að or-
sakir þess væru aukning útlána
og framkvæmdalán á árinu 1963.
Alþbl. hefði hingað til ekki tal-
ið slíkt til ills.
Þá ræddi fjármálaráðherra á-
bendingar Lúðvíks Jósefssonar
um þau atriði er spara mætti á
í ríkisrekstri og sagði að slíkar
upptalningar væru ekki nema
góðra gjaldra verðar en hins
I vegar væri fráleitt að telja að
þar væri hundurinn grafinn í
vandamálum ríkissjóðs, þar sem
hér væri um að ræða svolítið
brot af fjárlögum upp á 3700
millj. kr.
Að gefnu tilefni frá Lúðvík
Jósepssyni minntist ráðherrann
á kaup ríkissjóðs á húsi Gúð-
mundar í. Guðmundssonar og
sagði að þau hefðu ekki verið sér
lega hagstæð ríkissjóði en gerð
í samræmi við ákvörðun vinstri
stjórnarinnar.
Það væri einkennileg kenning
hjá Lúðvík Jósefssyni að hagur
ríikssjóðs hefði versnað vegna
söluskattshækkunarinnar 1964.
Þá hefði nú fyrst keyrt um þver-
bak.
Lúðvík hefði sagt, að fram-
leiðslan hefði verið meiri en
hjá öðrum þjóðum og það væri
alveg rétt, en það hefði naum-
ast verið illviljuð rikisstjórn
sem fyrir sitt leyti hefði stuðlað
að þeirri framleiðsluaukningu
með kaupum hins glæsilega fiski
skipaflota, sem hefði fært hinn
mikla síldarafla á land.
Fjármálaráðherra kvaðst vilja
mótmæla því að ríkisstjórnin
hefði sýnt launþegasamtökun-
um í landinu fjandskap. Fáar
eða engar ríkisstjórnir hefðu
lagt jafn mikla áherzlu á að
bæta kjör þeirra sem verst
væru settir í þjóðfélaginu og
einmitt núverandi ríkisstjórn.
Magnús Jónsson kvaðst svo ekki
telja ástæðu til að ræða frekar
ummæli Lúðvíks Jósefssonar,
sem hefðu að mörgu leyti verið
hófsamleg en það væri ekki
hægt að segja um ræðu tals-
manns hinnar leiðarinnar hins
mannsins, sem vildi að við
værum hinsegin en ekki svona.
Það væri mikill kjarkur af
Eysteini Jónssyni að flytja boð-
skap um hina leiðina eftir að
hafa gengið til síðustu kosninga
undir merki þriðju stefnunnar,
sem almenningur hefði aldrei vit
að hver var.
Nú hafa menn heyrt lýst hinni
leiðinni. Að svo miklu leyti, sem
hægt er að átta sig á hver hin
leiðin er þá er hún sú að auka
framlög til allra hugsanlegra
hluta, afnema sém mest af þeim
sköttum, sem á hafa verið lagðir.
Reynt að ala á óánægju með
umferðartollinn á Keflavíkur-
vegi en hvað mundi verða mikið
fé til vegalagningar á Austur-
landi og annars staðar ef Kefla
víkurvegurinn yrði greiddur af
hinu alipenna vegafé.
Ef hin stefnan hefði verið ríkj-
andi að undanförnu og hinn mað
urinn fengið að móta stefnuna
í fjármálum, sjáum við að þeim
boðskap, sem hann flytur hér í
kvöld, að á sama tíma og glímt
er við vanda greiðsluhalla á fjár-
lögum er boðskapur hinnar stefn-
unnar að stórauka eigi útgjöld.
Óhæfilegt sé að leggja á skatta.
Leiðin sé ekki önnur en sú að
fara hina leiðina, reyna hina
stefnuna, sem enginn veit hver
er. Minni skattar, meiri fram-
kvæmdir, hljómar vel en aðeins
í eyrum Framsóknarmanna og
raunar sárafárra í þeirra hópi,
kannski bara mannsins sem fann
upp hina stefnuna, hins manns-
ins, sem var að ljúka ræðu hér
áðan.
Magnús Jónsson sagði, að
hinn margreyndi fjármálaráð-
herra segði nú að núverandi
ríkisstjórn hefði komið á alls
konar tildri og hin stefnan væri
sú að losna við þetta tildur.
Hvert þetta tildur væri forðað-
ist Eysteinn gjörsamlega að
minnast á.
Eysteinn Jónsson hefði sagt
að samvinnuhreyfingin væri
lögð sérstaklega í einelti og þess
vegna gæti hún ekki stuðlað að
neinu góðu. Eg veit ekki til að
neinn leggi samvinnuhreyfing-
una í einelti nema Framsókn-
arflokkurinn og það hefur ein-
mitt verið hennar böl og hún
hefur ekki getað losað sig við
Framsóknarflokkinn, hún getur
ekki undan honum sloppið. Ef
Eysteinn beitti sér fyrir því að
Framsóknarflokkurinn létí sam
vinnuhreyfinguna í friði, gæti
hún unnið margt gott sem hún
getur ekki í dag.
Eg þarf ekki að fara fleiri orð-
um um ræðu Eysteins Jónssonar
sagði fjármálaráðherra. Það er
eins með afstöðu Eysteins til fjár
laga nú og með friðinn í
heiminum. Það er komið í Ijós
að friðarhorfur í heiminum fara
eftir því hvort Framsóknarflokk
urinn er í stjórn eða ekki. Ef
hann er í stjórn versna friðar-
horfur um allan helming og þá
er nauðsynlegt að hafa hér varn
arlið. Ef hann er utan stjórnr.r
batna friðarhorfur skyndilega og
þá er ekki lengur nauðsyn á her.
Að lokum sagði fjármálaráð-
herra að við stæðum gagnvart al
varlegu vandamáli. Ekki væri
hægt að heimta aukin útgjöld á
öllum sviðum þegar ríkisbúskap
urinn stæði eins og nú. Þetta skil
ur fólkið sagði fjármálaráðherra
og hlustar því ekki á ábyrgðar-
lausar raddir í þessum efnum.
— Jakarta
Framh. aí bls. 1.
fyrirskipað leiðtogum þessara
kommúnistasamtaka að gefa sig
fram við her- eða lögregluyfir-
völd innan fimm daga.
Flokkurinn í Indónesíu hefur
fylgt Kínverjum að málum, og
hefur þess ekki verið getið í
Kína að flokkurinn væri fallinn
í ónáð hjá yfirgnæfandi meiri
hluta þjóðarinnar. Þó var birt í
dag í Peking mótmælaorðsend-
ing sem Kinastjórn hefur afhent
sendiráði Indónesíu þar í borg.
Eru Indónesar þar sakaðir um
brot á alþjóðasamþykktum varð-
andi starfsmenn sendiráða. Seg-
ir i orðsendingunni að hermenn
hafi gert húsleit hjá verzlunar-
fulltrúa Kínverja í Jakarta fyr-
ir tveimur dögum, og er orð-
sendingin í heild birt á forsíð-
um kínversku blaðanna í dag.
Eru Indónesar í þessu sambandi
varaðir við frekari aðgerðum
gegn Kínverjum í Jakarta, án
þess þó að minnzt sé á 'undan-
gengnar mótmælaaðgerðir gegn
kommúnistum þar.
í sambandi við tilkynningu
um handtöku útvarpsstjórans í
Jakarta, voru þar birtar fréttir
af ýmsum mótmælaaðgerðum
gegn kommúnistum undanfarna
daga. Meðal annars réðist mann-
fjöldi á þrjár miðstöðvar komm-
únista í borginni Medan á oNrð-
ur Súmötru á föstudag, brenndu
aðalstöðvar flokksins þar til
grunna, og tókú ýms gögn trausta
taki. Um sjö manns særðust
brunasárum. í einu úthverfi Ja-
karta var gerður aðsúgur að íbúð
arhúsum kommúnistaleiðtoga og
kveikt í húsgögnum og bifreið-
um þeirra. í öðru úthverfi höf-
uðborgarinnar réðust hermenn í
menn hafi haft um þrjú þúsund
byssur alls, og hefur tekizt að
leggja löghald á flestar þeirræ
Loks komu svo sex þúsund stúd-
entar við Indónesíuháskóla sam-
an í Jakarta í dag og kröfðust
þess að félagsstarfsemi komm-
únista við skólann yrði bönnuðL
Spilakvöld Sjálf-
stæðisfélaganna
annað kvöld
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN I
Reykjavík efna til spilakvölds i
Sjálfstæðishúsinu, annað kvöld,
miðvikudagiskvöld, og hefst það
kl. 20,30. Veitt verða góð spila-
verðlaun.
Á spilakvöldinu verður sýnd
kvikmynd, sem tekin var í Varð-
arferðinni í sumar. Birgir IsL
Gunnarsson, borgarfulltrúi flyt-
ur ávarp. Sætamiðar verða af-
hentir á venjulegum skrifstofi*
tíma á skrifstofu Sjálfstæðishús*
ins við Austurvöll i dag.
Sjálfstæðisfólk er hvatt til að
fjölmenna á spilakvöldið.
Aðalíundur
Stefnis
í Hafnarfirði
AÐALFUNDUR Stefnis, félags
ungra Sjálfstæðismanna í Hafnat
firði, heldur fundi í Sjálfstæðis-
húsinu nk. fimmtudagskvöld kL
8,30. — Þar fara fram venju-
leg aðalfundarstörf og ýmis mál
rædd, sem varða vetrarstarf fé-
lagsins. — Félagar eru hvattir til
að fjölmenna.
Fjármálará^-
herra talar
á fundi
í Kópavogi
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kópa
vogi efna til fyrsta fundar síns á
þessu hausti í Sjálfstæ&Ishúsinu
Borgarholtsbraut 6, annaðkvöld
kl. 8.30.
Á fundi þessum mun fjármála-
ráðherra, Magnús Jónsson frá
Mel ræða um stjórnmálaviðhorf-
ið.
Sjálfstæðisfólk í Kópavogi er
eindregið hvatt til þess að fjöl-
menna á þennan fyrsta fund
vetrarins.
FÉLAGSHEIMILI
■ ; ( . . ••L .. i
Opið hús í kvöld
Nýtí zkuleg húsakynni
Veitingar
Tónlist
HEIMDALLAR
Allrosrrleg
bílvelta
Akranesi, 18. okt.: —
BÍLVELTA varð allrosaleg að-
faranótt sunnudags í brekkunni
fyrir neðan Akranesvegamótin.
Fjórir ungir piltar voru að koma
á Landrover jeppa af dansleik í
Reykjavík. Rann bíllinn út i
skurð og vallt. Sópuðust hjólin
gærkvöldi inn í stöðvar komm- , Þeir, sem í bílnum voru, skr;
únista og tóku þar um 100 skot- uðust . lítilsháttar. Bílstjóri
vopn. Talið var að uppreisnar- I hafði sofnað við stýrið. — Odd