Morgunblaðið - 19.10.1965, Qupperneq 3
jÞriðjudagur 19. október 1965
MORGUNBLAÐIÐ
3
:
i
i
i
i
;
NEI, Jóhannes S. Kjarval hef
ur sannarlega ekki fengið neitt
tækifæri til þess að gleyma
áttræðisafmæli sinu. Landar
hans hafa að undanförnu
keppzt við að heiðra þennan
meistara litanna, og gert það
á margvíslegan hátt. T.d. hef-
ur í tilefni afmælisins verið
opnuð í Listamannaskálanum
sýning á verkum meistarans
og hún verið frábærlega vel
sótt. Jafnframt hafa verið
gefin fyrirheit um það, að
þetta verði í síðasta sinn, sem
Kjarval þurfi að sjá verk sín
hanga á heldur óhrjálegum
veggjum Listamannaskálans,
því að nú eigi að reisa á
Mikaltúni nýjan skála, sem
verði kenndur við Kjarval. Þá
hafa nokkrir vinir Kjarvals
gengizt fyrir því, að í Lamb-
húsatúni á Seltjarnarnesi
verði reist einbýlishús fyrir
listmálara, og er ætlun þeirra
sem að þessu standa, að Kjar-
Þrír þekktir listamenn: Kjarval, Lárus Ingólfsson leikmyndateiknari og Benedikt Arnason,
leikstjórL (Ljósm. Mbl.: Gísli Gestsson).
Á Kjarvalskvöldi í „Casanova"
iVlenntaskólanemar sýna s]ávarmyndir KjarvaBs
val verði sá fyrsti, sem þar
hýr.
En að öllu þessu ólöstuðu,
þá er ekki svo fjarri lagi að
ætla, að eitt merkasta fram-
lagið í þessum efnum, hafi
komið frá litlú félagi innan
Menntaskólans í Reykjavík,
sem Listafélagið nefnist. Á
var aðeins 15 ára að aldri en
þær yngstu eru málaðar á
þessu ári. Myndirnar spanna
því yfir 65 ára tímabil og
gefst mönnum þarna gott
tækifæri til þess að sjá hvern
ig Kjarval hefur þróazt sem
listmálari.
Mikill fjöldi manna var við
Menntaskólastúlka virðir fyrir sér verk eftir Kjarval
sunnudagskvöld opnaði það
sýningu á 46 sjávarmyndum
Kjarvals í kjallara nýbygging-
ar Menntaskólans, sem stund-
um er nefnt „Casanova". —
Myndir þessar eru flestar í
einkaeign og mjög mismun-
andi gamlar, sú hin elzta mál-
uð aldamótaárið, er Kjarval
opnun sýningarinnar, bæði
nemendur skólans og svo aðr
ir gestir. Sýningin naut sín
mjög vel í hinum stóru og
björtu salarkynnum nýbygg-
ingarinnar og virtist það ekki
koma mjög að sök, hve lágt
er þar til lofts. Nemendur sáu
sjálfir um uppsetningu verk-
anna, en nutu þar góðrar leið-
sagnar Björns Th. Björnsson-
ar listfræðings. Kjarval var
þarna mættur og dásamaði
hann mikið sýningarsalinn.
Við heyrðum hánn taka tali
tvo unga menntskæklinga og
spyrja þá, hvort þeir teldu
myndir hans sýningarhæfar.
Jú, þeir töldu engan vafa á
því og lyftist þá brúnin mjög
á meistaranum, sem þakkaði
þeim mörgum fögrum orðum
fyrir „komplimentið", eins
og hann komst sjálfur að orði:
En sýningargestir fengu
einnig að kynnast annarri hlið
á Kjarval, en sem stórbrotn-
um listmálara, þeir fengu að
kynnast honum, sem skáldi.
Fyrst las ung stúlka úr bók
Kjarvals .,Enn grjót“ og var
kafli sá sem hún las upp, ein
mitt valinn frá sænum, og því
táknrænn fyrir þessa sýningu.
Síðan stóð Kjarval sjálfur upp
og ávarpaði gesti. Hann var
stuttorður að vanda, fer að-
eins með eftirfarandi ljóðlín-
ur:
„Frjálst er í fjallasal
fagurt í skógardal
heilnæmt er heiðloftið
tæra“.
Er Kjarval hafði lokið máli
sínu, kom rúsínan í pylsu-
endanum — leikþátturinn
„Einn þáttur“ í tveimur þátt-
um eftir Jóhanns S. Kjarval,
og var það nú flutt í fyrsta
sinn. Ekki skal hér fjölyrt um
efni leikþáttarins, en frá sjón
arhóli leikmanns, er harla ó-
sennilegt að hann flokkist
undir rómantísku stefnuna. —
Með aðalhlutverkin fóru þeir
Þórhallur^ Sigurðsson, sem
Sviðsmynd frá leikþættlnum „Einn þáttur“ í tveimur þáttum. T.v. Þórhallur Sigurðsson (Nátt
úruandinn), Sverrir Hólmarssson, liggjandi, (skáldið) og Þorsteinn Helgason, sem flutti skýr-
ingar jafnóðum.
Óiöf Magnúsdóttir flytur kafla
úr bókinni „Enn grjót“ eftir
Kjarval.
lék náttúruandann, sem var áð
ur aðeins lítilmótlegur sendi-
boði geislanna, Sverrir Hólm-
arsson — hann var reyndar
fenginn að láni úr lærifeðra-
stétt, — sem lék skáldið og
uppgötvar að hann er ekkert
skáld, og Helgi Þorláksson,
sem lék skrifara skáldsins og
sem skáldið uppgötvar að er
skáld. Jafnóðum og leikurinn
fór fram, flutti Þorsteinn
Helgason skýringar Kjarvals
á þættinum. Benedikt Árna-
son var leikstjóri. Það er ekki
ofdjúpt í árinni tekið að segja
að leikþátturinn hafi vakið
geysilega hrifningu, enda var
hann bráðskemmtlegur og
mjög vel leikinn.
Sá, sem ef til vill bar öðr-
um fremur hita og þunga
kvöldsins, var Þorsteinn Helga
son forseti Listafélagsins. Auk
þess sem hann tók þátt í leik-
þættinum, var hann á eilífum
þönum í sambandi við ýmiss
atriði er snertu sýninguna. —
Okkur tókst þó að ná sem
Framhald af bls. 30
SUKSIHWAR
Stjórnin hefur
frumkvæðið
Stjórnmálastaðan hér á landi
einikennist nú fyrst og fremst af
því, áð ríkisstjórnin hefur al-
gjört frumkvæði í þjóðmálabar-
áttunni. Stjórnarandstaðan er á
hröðu og óskipulögðu undan-
haldi. S.l. vor var erfitt að spá
fyrir um framvindu mála, sér-
staklega þar sem nýir kjara-
samningar fóru í hönd, og ekki
var ljóst, hvort takast mundu
samningar milli atvinnurekenda
og verkalýðsfélaganna án al-
mennra verkfalla. Þeir samning
ar tókstu þannig, að sæmilega
mátti við una, og átti rikis-
stjórnin drjúgan þátt í því. Sild
veiðideilan kom mjög óvænt
upp, og var erfið viðureignar,
en á nokkrum dögum tókst þó
að leysa hana, og átti rikisstjórn
in einnig ríkan þátt í því. 1
haust hætti Alþýðusamband ts
lands aðild að sex-mannanefnd
inni, og lamaði þannig lögbund
ið ákvörðunarkerfi landbúnaðar
vara. Rikisstjórninni tókst að
leysa það mál, og tilraunir
Framsóknarflokksins til að gera
þá lausn tortryggilega í augum
bænda, urðu árangurslausar.
Engum blandast þvi hugur um,
að þegar þing kom saman, var
ríkisstjórnin sterkari en áður,
vegna þess, hversu farsællega
henni tókst að leysa erfið og
óvænt vandamál í sumar. Yfix
lýsing rikisstjómarinnar, sem
flutt var á Alþingi í byrjun
þings og fól í sér nýja stefnu-
yfirlýsingu af hennar hálfu,
varð svo til þess, að ríkisstjóm-
in tók í einu vetfangi, óumdeil
aiflega algjört frumkvæði í
stjórnmálabaráttunni, og setti
stjórnarandstöðuna þegar í upp
hafi þings í fullkomna vamar-
aðstöðu.
Neikvæð stjórnar
andstaða
Tilraunir forustumanna stjóm
arandstöðunnar til þess að snúa
taflstöðunni við í umræðunum
um yfirlýsingu stjórnarinnar,
urðu gersamlega árangurslaus-
ar. Auðvitað vegna þess, að
öllurn var Ijóst, að þeir höfðu
ekkert fram að færa. Þeir voru
á móti öllu, afstaða þeirra var
eingöngu neikvæð, þeir höfðu
ekkert jákvætt fram að færa.
Ríkisstjórnin hefur tekið frum-
kvæðið í menntamálum með
fyrirheitum um viðtækar að-
gerðir í þeim efnum. Hún hefur
algjört fmmkvæði í atvinnumál
um, bæði með því að hafa skap-
að aðstæður til hinnar stórkost-
legu uppbyggingar, sem orðið
hefur í sjávarútvegi og fiskiðn
aði á valdatíma hennar og með
einbeittu starfi til þess að auka
fjölbreyttni í atvinnulifi Íslend
inga, með athugunum á stór-
iðju hér á landi, með bættum
hag landbúnaðarins og margvís
legum stuðningi við málefni iðn
aðarins. Þannig mætti benda á
fjölmörg dæmi á öðrum svið-
um, í efnahagsmálum, félags-
málum og fleim.
Undanhald og
lingulreið
Öllum er ljóst, að stjórnarand
staðan hefur nákvæmlega ekk-
ert farið fram að færa gegn
þróttmikilþ stefnu rikisstjórnar-
innar. Þess vegna eru stjómar-
andstöðuflokkarnir nú á hröðu
öngþveitisundanhaldi, sem
markast af víðtækum skoðana-
ágreiningi og nær algerum klofn
ingi í báðum stjórnarandstöðu-
flokkunum, ásamt vaxarvdi óá-
nægju með forustulið þeirra.
Þetta em hinar óumdeilanlegu
staðreyndir islenzkra stjóm-
mála í dag. Þetta gerir allur al-
menningur sér ljóst, og þetta
kemur glögglega fram í örvænt
ingarfullu fálmi og magnlausum
skrifum stjórnarandstöðublað-
anna.