Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 19. október 1965
Ötgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
UMBÆTUR í
REYKJA VÍKURHÖFN
¥ Tndanfarið hefur verið unn-
ið að mikilli uppbygg-
ingu og umbótum í Reykja-
víkurhöfn. Miðast þessi upp-
bygging við skiptingu gömlu
hafnarinnar í fiskihöfn í
Vesturhöfninni og flutninga-
höfn í Austurhöfninni. Sér-
stök áherzla er nú lögð á að
auka viðiegurými bátaflotans
— og er gert ráð fyrir að það
aukist samtals um 900 metra,
þegar lokið er þeim fram-
kvæmdum, sem nú standa
yfir.
★
Allir Reykvíkingar muriu
telja þessar umbætur á hafn-
ar skilyrðum höfuðborgar-
innar sjálfsagðar og eðlileg-
ar. Reykjavíkurhöfn er ekki
aðeins heimahöfn og við-
komustaður fjölda flutninga-
og verzlunarskipa. Hún er
jafnframt skjól vaxandi fiski-
skipaflota, togara og fullkom-
inna og aflasælla vélbáta.
Þess vegna er mjög þýðingar-
mikið að hafnarskilyrði séu
sem bezt í höfuðborginni.
Fyrir nokkru komst maður
einn, sem talaði í útvarp um
daginn og veginn, að þeirri
niðurstöðu, að „óþarft væri að
taka fram, að fæstir Reyk-
víkingar hefðu efnazt á því
að draga fisk úr sjó.“ Virtist
maðurinn með þessari full-
yrðingu sinni stefna að því að
sanna, að útgerð og sjósókn
væru Reykvíkingum lítils
virði, og hefði raunar alltaf
verið!!
★
Þessi ummæli eru lifandi
og táknræn dæmi um það fá-
dæma þekkingarleysi og yfir-
borðshátt, sem oft setur svip
sinn á umræður um þjóðfé-
lagsmál hér á landi. Það er
'• söguleg staðreynd, sem ekki
verður sniðgengin, að útgerð
og sjósókn lagði grundvöll-
inn að vexti og viðgangi
Reykjavíkur. í skjóli þil-
skipaútgerðar og síðar togara
útgerðar, komst þjóðin yfir
fjármagn, sem síðan átti rík-
astan þátt í að færa verzl-
unina inn í landið, koma á fót
bönkum og byggja upp fjöl-
breyttara og þróttmeira at-
hafnalíf. Enda þótt iðnaður
sé í dag sú atvinnugrein, sem
flestir Reykvíkingar hafa at-
vinnu af, er þó ennþá rekin
' hér þróttmikil útgerð, sem er
öflugur þáttur í ativnnulífi
borgarbúa, og leggur þar að
auki fram drjúgan skerf til
útflutningsframleiðslu þjóð-
arinnar og gjaldeyrissköpun-
ar.
★
í fyrrgreindu útvarpserindi
rar einnig rætt um vega- og
hafnargerðir og aðrar verk-
legar framkvæmdir úti um
landið af miklu skilnings-
leysi og fákunnáttu. Yfir-
gnæfandi meirihluti íslend-
inga gerir sér ljóst, að gott
vegasamband og öruggar
hafnir eru frumskilyrði þess,
að þjóðin geti hagnýtt gæði
landsins, hvort heldur er til
lands eða sjávar.
PASTERNAK OG
SJOLOKOFF
Tlflikhail Sjolokoff, Rússinn
sem hlaut bókmennta-
verðlaun Nóbels í ár, er mik-
ill og snjall rithöfundur.
Hann er því vissulega vel að
þessum virðingar- og viður-
kenningarvotti kominn. Sjolo
koff hefur nú lýst því yfir,
að hann muni þiggja Nóbels-
verðlaunin með þökkum.
★
Að þessu tilefni hlýtur að
rifjast upp afstaða rúss-
neskra rithöfunda, þegar
landa þeirra, Boris Pasternak,
voru fyrir nokkrum árum
veitt Nóbelsverðlaun. Þá réð-
ust rússneskir rithöfundar
með Sjolokoff í broddi fylk-
ingar á Pasternak, brenni-
merktu Nóbelsverðlaunin,
sem mútufé heimsvaldasinna,
og skoruðu á Pasternak að
veita þeim ekki móttöku. —
Varð niðurstaðan og sú, að
Boris Pasternak var neyddur
til þess að afsala sér Nóbels-
verðlaunum sínum. Þessi
framkoma rússneskra stjórn-
arvalda og rithöfunda, er
vissulega svartur blettur á
heiðri sovézkra rithöfunda
og raunar sovétskipulaginu í
heild. Framkoman gagnvart
Pasternak bar vott um botn-
laust ofstæki, þröngsýni og
ósjálfstæði. Pasternak hafði
skrifað stórbrotin skáldverk,
en honum hafði orðið það á
að láta í ljós sjálfstæða hugs-
un, sem sovézkum yfirvöld-
um geðjaðist ekki að. Þess
vegna mátti hann ekki taka
við Nóbelsverðlaunum. En
Sjolokoff má gera það, vegna
þess að hann hefur alltaf ver-
ið talinn vera á hinni „réttu
línu.“
★
Þetta gefur góða hugmynd
um það „andlega frelsi;“ sem
sovétskipulagið býður fólki
sínu.
\
Nokkrir hermenn Kúrda upp til fjalla í frak.
Vopnum smyglað
til Kúrdistan
f ÁGÚSTMÁNUÐI sl. vai'ð
smévægilegt umferðarslys á
götu einni í Austurríki. Sýr-
lendingur nokkur, á gljáfægð
um Mercedes-Benz, fór fyrir
horn, all-geyst og virti ekki
forgangsrétt annars ökutækis
sem kóm aðvífandi rétt í sama
mund. Bílarnir rákust á,
skrámuðust og dælduðust.
Þetta var sem sé ósköp venju
legur árekstur — allt til þess
er hinn hægláti vörður laga
og réttar, sem að bar að at-
huga alla málavexti, rak allt
í einu augun í nokkrar splunku
nýjar skammbyssur, sem olt-
ið höfðu út úr bílnum við á-
reksturinn, undan aurhlíf-
inni. Slíkur útbúnaður fylgir
ekki Mercedes-Benz frá
verksmiðjunum og var því
bíll þessi tekinn til nánari at-
hugunar og eftir skamma leit
fundust í honum hér og þar
sextíu skammbyssur samtals.
Við yfirheyrslur bar Sýr-
lendingurinn og landar hans
tveir, sem með honum vöru í
bifreiðinni, að þeir væru frá
Tékkóslóvagíu — og byssurn-
ar sömuleiðis — og væru á
leið til Tyrklands. Þetta var
eitt með síðustu vopnasmygls
málum svipaðrar tegundar,
sem átt hafa sér stað undan
farna mánuði í Mið- og Suð-
austur-Evrópu. Sem dæmi má
geta þess að í marzmánuði sl.
tók lögreglan í Múnchen í
sínar vörzlur tvær einkabif-
reiðir, sem höfðu meðferðis
46.000 skothylki og voru á
leið til Austurlanda nær. f
apríl tók lögreglan svo 100
þúsund skot af Tyrkja einum
sem tekið hafði langferðabíl
undir flutnigana. Annar ang
ferðabíll, sem 20.000 skot var
tekinn af landamæravörðum
á mörkum Þýzkalands og
Austurríkis. Var sá á leið til
fraks eins og hinn fyrri. í
júní voru Þjóðverji einn og
tyrkneskur félagi hans teknir
á landamærum Austurríkis og
Júgóslavíu, með 100 skamm-
byssur og vélbyssur í'bíl sin-
um auk 21.000 skota. í Triest
voru tveir ungir Persar tekn-
ir höndum í júlí með 300
skammbyssur og 140.000 skot
Barasani hershöfðingi og tveir lífverðir hans.
og loks fundu þýzkir tollverð
ir í „farangri“ Tyrkja eins í
hraðlestinni til Istaribul
snemma í ágúst sl. 15.000 skot
til viðbótar öðrum og algeng
ari farangri.
Starfsmenn alþjóðalögregl-
unnar Interpol, tollverðir og
aðrir verðir laga og réttar í
löndum þeim, sem hér er um
að ræða, gera sér það ljóst, að
hér er ekki um neitt „smá-
smygl“ að ræða, atvik þau
sem að ofan greinir eru að-
eins þættir í viðamiklu vopna
smygli, sem allt bendir til að
eigi að sjá fyrir vopnum ætt-
flokkum Kúrda í fjallahéruð-
unum íraks, Sýrltands og
Persíu sem berjast langri og
harðri baráttu fyrir frelsi sínu
og sjálfstæði.
Segja laganna menn, að 1
öllum tilvikunum hafi smygl-
ararnir verið annaðhvort Tyrk
ir, Sýrlendingar, frakir eða
Persar og öll hafi vopnin og
skotfærin átt að fara til Aust
urlanda nær. Þar séu þó engin
ríki, sem þurfi að kaupa vopn
sín á svörtum markaði, þau
geti gert það eftir eðlilegum
lei’ðum og ekki sé heldur vitað
til þess, að í löndum þessum
starfi neinn svo stór og mik-
ill glæpahringur að hann
þurfi slíkra vopnabirgða við.
Eitt er það enn, sem rennir
stoðum undir þá tilgátu, að
vopnasendingarnar muni
ætlaðar Kúrdum, er það, að
í nær öllum tilvikunum leik
ur grunur á að ekki hafi ver-
ið greitt fyrir vopnin í reiðu
fé, heldur hafi eiturlyf komið
fyrir og þá verið smyglað eft-
ir sömu leið og vopnin komu.
Kúrdar eru kunnir áð draum-
sóleyjarrækt, úr draumsóleyj
um er einmitt unnið eitt al-
gengasta eiturlyf heims, opí-
um.
Kúrdar eru sagðir tæpar
þrjár milljónir manna og búa
þar sem þeir kalla Kúrdistan,
en það ríki finnst hvergi á
korti, heldur heyra skikar
þess undir Tyrki, íraki og
Persa. Hafa írakir af því
stærstan hlutann, og teljast
Kúrdar 15% þjóðarinnar þar
í landi. írakir hafa heitið
Kúrdum sjálfstjórn, en ekki
sér þess neinn stað enn. Harð
ir bardagar hafa oft orðið
með Kúrdum og hermönnum
fraksstjórnar og hefur vopna
hlé það, sem samið var í
febrúar í fyrra, veri*ð illa hald
ið, en hvorki virðist fraks-
stjórn hafa til þess bolihagn
að klekkja á Kúrdum, né held
ur Kúrdar til þess að flá kröf-
um sínum framgengt með
vopnavaldi.
Sovétríkin hafa litið skiln-
Framhald á bls. 31.