Morgunblaðið - 19.10.1965, Síða 21
21
i Þriðjudagur W. október P965 MORGUNBLAÐIÐ
' _________________ _ - — - - -- ^
— FjárlagaræBan
Framhald a£ bls. 17
ln ár hafa tekur ríkissjóðs yfir-
leitt farið mjög verulega fram
úr áætlun fjárlaga, og reyndist
einnig svo á árinu 1964, enda þótt
engu að síður yrði þá sá mikli
greiðsluhalli, sem ég hefi nú gert
igrein fyrir. Horfumar, um tekju
öflun ríkissjóðs á yfirstandandi
éri, eru hins vegar þær, að tekjur
ríkissjóðs á árinu muni ekki einu
einni ná áætlun fjárlaga. Tekjur
á rekstraryfirliti fjárlaga í ár,
eru áætlaðar 3.523 millj. kr.
Samkvæmt endurskoðaðri áætlun
Efnahagsstofnunarinnar, sem
gerð var nú í lok ágústmánaðar,
er ekki gert ráð fyrir, að tekjurn
ar muni verða nema 3.444 millj.
kr., eða um 79 millj. kr. undir
áætlun fjárlaga. Tekju- og eignar
Bkattur er í fjárlögum áætlaður
S75 millj. kr., en þar að auki
var í lögum á síðasta Alþingi um
fjáröflun til íbúðabygginga, gert
ráð fyrir því, að þreföldun á fast
eignamati til eignaskatts nægði
til þess að standa undir 40 millj.
kr. framlagi ríkissjóðs til hús-
næðismála. Voru því áætlaðar
tekjur á þessum lið raunverulega
415 millj. kr. Það kemur hins veg
ar í ljós, að því fer víðs fjarri,
eð þessi áætlun standist, bæði er
það, að þessi margföldun fast-
eignamats gefur ekki nema helm
ing þess, sem áætlað var og enn-
fremur hitt, að lögin um tekju-
©g eignarskatt frá síðasta þingi,
rýra þennan tekjustofn ríkissjóðs
xnun meira en gert hafði verið
xáð fyrir við undirbúning fjár-
laga, enda þótt meðalhækkun
álagningar muni vera um 33%.
Er áætlað að heildartekjur ríkis-
$jóðs af tekju- og eignarskatti á
þessu ári, verða aðeins um 335
xnillj. kr. eða um 80 millj. kr.
undir áætlun. Þá er í endurskoð-
eðri innflutningsáætlun Seðla-
bankans gert ráð fyrir því, að
innflutningur á yfirstandandi ári
verði nokkru minni en fjárlaga-
áætluninn var miðuð við. Stand-
ist sú áætlun Seðlabankahs rýrna
tekjur ríkissjóðs af þessum sök-
um um 20 millj. kr. Þá eru allar
horfur á, að bifreiðainnflutning-
ur á þessu ári verði það minni
en á síðastliðinu ári, að tekjur
xíkissjóðs af leyfisgjöldum verði
um 25 millj. kr. undir áætlun.
Loks hafa tekjur af ríkisstofnun-
um verið í fjárlögum áætlaðar
6vo hátt, að horfur eru á, að þar
ihallist um að minnsta kosti 25
millj. kr. Eini tekjuliðurinn,
sem talið er að geti orkað til
nokkurs mótvægis við þennan
xnikla tekjumissi er söluskattur-
urinn, sem gert er ráð fyrir, að
geti farið um 30 millj. kr. fram
úr áætlun. Jafnhliða þessum
slæmu horfum um tekjuöflun er
þegar vitað, að margir útgjalda-
liðir ríkissjóðs muni fara mjög
verulega fram úr áætlun. Má í
því sambandi nefna 4% launa-
hækkun ríkisstarfsmanna frá 15.
júlí að telja, sem hvergi er gert
ráð fyrir í fjárlögum, en verður
að sjálfsögðu að inna af hendi.
Jafnframt verður hliðstæð hækk
un á tryggingabótum og loks er
þegar fram komin 1% hækkun
á verðlagsuppbótum. Til þess að
gera sér nokkra grein fyrir því,
hverju slíkar upphæðir geti num
ið, skal þess getið, að gera má
ráð fyrir, að launagreiðslur ríkis
ins nemi um 900 millj. kr. og
launahækkanir hafi bein áhrif
á útgjaldaliði ríkisins, er nemi
samtals um 1500 millj. kr. Veld-
ur þannig 1% launahækkun ríkis
ejóði 15 ^millj. kr. aukaútgjöld-
um á ári. Eftir að fjárlög þessa
árs voru afgreidd, samþykkti al-
þingi með sérstökum lögum að
veita útgerðinni ýmiss konar að-
stoð á þessu ári, sem áætlað er,
að valdi ríkissjóði 55 millj. kr.
nýjum útgjöldum. Þá voru einnig
eftir af afgreiðslu fjárlaga
ákveðnar launabætur til opin-
berra starfsmanna, sem tarldar
voru óumflýjanlegar vegna
launahækkana annarra stétta. —
Var áætlað að þær launa-
bætur myndu kosta ríkissjóð á
þessu ári 65 millj. kr. Samtals
var því hér um að ræða ný ríkis-
útgjöld umfram fjárlagaáætlun
að upphæð 120 millj. kr: Þar sem
ekki var talið fært að leggja á
nýja skatta til þess að mæta
þessum auknu útgjöldum, taldi
ríkisstjórnin óumflýjanlegt að
grípa til þeirrar fjárlagaheimild-
ar að lækka framlög til opin-
berra framkvæmda á yfirstandi
ári. Var ákveðið að lækka þessi
framlög um 20% og var talið
eftir lauslegri athugun, að sú
lækkun myndi spara ríkissjóði
um 120 millj. kr. Þegar til fram-
kvæmda kom, reyndist þetta
mjög á annan veg, því að inn í
niðurskurðaráætlunina höfðu
verið teknir margir útgjaldaliðir
fjárlaga, sem eru beinlinis lög-
bundnir eða hreinir áætlunarlið
ir svo sem jarðræktarframlög
Varð reyndin sú, að ríkissjóði
spörðust við þennan niðurskurð
aðeins um 85 millj. kr. Afleiðing
ing verður því beinn útgjalda-
auki ríkissjóðs um 35 millj. kr.
af þessum sökum. Þá má geta
þess, að jarðræktarframkvæmdir
hafa orðið svo geysimiklar á síð-
astliðinu ári, að umframútgjöld
ríkissjóðs á þessu ári, vegna jarð
ræktarframlaga munu nema um
20 millj. kr. Þá eru horfur á
áframhaldandi geigvænlegum
hallarekstri Skipaútgerð ríkisins
einnig á þessu ári, þannig að
aukaútgjöld til Skipaútgerðar
muni verða að minnsta kosti 15
millj. kr. Þótt reynt verði með
öllu móti að spyrna gegn öllum
umframgreiðslum, , sýna þessi
dæmi og ýmis önnur, hliðstæð,
að við sum aukaútgjöld verður
ekki ráðið.
Fjárlög 1966
Þetta var sú mynd, sem við
blasti, er við settumst að við að
reyna að koma saman fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 1966. Sú
draumsýn, sem því miður hefur
oft undanfarin ár markað af-
stöðu manna hér á hinu háa Al-
þingi, að allan vanda mætti leysa
með nýjum og nýjum framlögum
ótæmandi ríkissjóðs, er nú óve-
fengjanlega að engu orðin. Við
stöndum nú öll andspænis þeirri
nöpru staðreynd að verða að end-
urskoða afstöðuna til ríkisút-
gjalda. Við þessar aðstæður geri
ég ráð fyrir, að allir háttvirtir
þingmenn geti verið mér sam-
mála um það, að engra góðra
kosta hafi verið völ, enda þótt
menn vafalaust muni svo greina
á um þær leiðir, sem valdar hafa
verið. Ef til vill munu einhverjir
segja: „Vandinn er ekki annar
en sá, að draga úr ónauðsynleg-
um útgjöldum ríkissjóðs“. Þetta
hljómar fallega, og ég er full-
komlega þeirrar skoðunar, að
einbeita beri kröftum sínum að
því að"draga úr öllum ónauðsyn-
legum útgjöldum. En því miður
hrökkva þeir mögulei'kar skammt
til að mæta þeim vanda, sem
við er að fást. Æskilegt væri
auðvitað fyrir fjármálaráðherra,
að geta sagt nú er mælirinn full-
ur og nú fellst ég ekki á neinar
útgjaldahækkanir, en því miður
er málið ekkf svona einfalt. Meg-
inhlutinn af cllum útgjöldum
ríkisins eru annað hvort lög-
bundnar greiðslur eða óum-
flýjanleg framlög til þess að
stöðva ekki þá þjónustustarf-
semi við borgarana, sem lög-
gjöfin gerir ráð fyrir. —
Laun ríkisstarfsmanna hljóta að
hækka til samræmis við laun
annarra stétta í landinu, enda
beinlínis lögboðið og aðrir þeir
liðir, sem langmestum hækkun-
um valda árlega, félagsmál og
menntamál, eru jafnframt lög-
bundnir. Sama er að segja um
útflutningsuppbætur á landbún-
aðarvörur. Hin geysiháu framlög
ríkisins til niðurgreiðslu á vöru-
verði, eru að vísu ólögbundin,
en mjög mikil lækkun þeirra,
myndi valda verulegri hækkun
ýmissa nauðsynjavara, og með
núverandi skipan mála valda
hækkun kaupgreiðsluvísitölu, er
í senn yki útgjöld ríkissjóðs, og
orsakaði aukin vandræði fram-
leiðsluatvinnuveganna, sem þeg-
ar eru ærin. Jafnhliða þessum
miklu erfiðleikum við að skera
í stórum stíl niður útgjaldaliði
fjárlaga, var svo hin brýna nauð-
syn þess að grípa ekki til nýrrar
tekjuöflunar, er óhjákvæmilega
hlyti að leiða til allsherjar hækk
unar vöruverðs í landinu, eða
taka samstundis aftur af borgur-
unum þau mikilvægu skatthlunn
indi, er veitt voru með skatta-
lögum þeim, sem samþykkt voru
á síðasta þingi. Tel ég höfuð-
nauðsyn að haga nú afgreiðslu
fjárlaga á þann veg, að hvorki
þurfi að skerða þessi hlunnindi,
né heldur valda allsherjar verð-
hækkun í landinu með almennri
hækkun innflutningsgjalda eða
hækkun söluskatts. En til þess að
svo megi verða, þatf að koma
til raunsær skilningur háttvirtra
þingmanna á allri fjárhagsað-
stöðu ríkissjóðs og mikil hófsemi
um alla kröfugerð. Greiðsluhalla-
laus fjárlög verður að afgreiða,
og treysti ég á góða samvinnu
við háttvirta fjárveitinganefnd
og háttvirta þingmens yfirleitt,
svo að því takmarki verði náð
á þeim grundvelli sem lagður er
með fjárlagafrumvarpinu, eða
öðrum raunhæfum úrræðum, sem
ég er að sjálfsögðu til viðtals um.
Ég mun þá í meginatriðum
gera grein fyrir fjárlagafrum-
varpinu, breytingum frá fjárlög-
u'm yfirstandandi árs, og loks
þeim úrræðum, sem tillögur eru
gerðar um, í því skyni að geta
afgreitt greiðsluhallalaus fjárlög.
Útgjaldaaukmng
vegna launahœkkana
í inngangi athugasemda með
fjárlagafrumvarpinu er gerð
grein fyrir þeim reglum, sem
fylgt var við ákvörðun einstakra
útgjaldaliða frumvarpsins. Megin
orsök útgjaldaaukningar ríkis-
sjóðs er launahækkanirnar. Sam-
anburður á einstökum fjárlaga-
greinúm við fjárlög þessa árs
verður torveldur vegna þess, að
þær 43 millj. kr- til launaupp-
bóta, er veittar voru í einu lagi
í 19. gr. fjárlaga ársins 1965 dreif
ast nú á hina einstöku fjárlaga-
liði. Við bætist svo sú 6,6% hækk
un, sem mæta átti með niður-
skurði fjárfestingarliða á yfir-
standanli ári en að öðru leyti
eru launaáætlanir miðaðar við
3,66% visitöluhækkun, sem í
gildi var í sumar, þegar frá fjár-
lagaáætlunum stofnananna var
gengið. Það er því ljóst, að við
hina einstöku rekstrarútgjalda-
liði fjárlagafrumvarpsins munu
enn bætast hækkanir vegna
nýrra launauppbóta, sem síðan
hafa komið til. Er þegar vitað um
4% almenna launauppbót ríkis-
starfsmanna í samræmi við kjara
samninga á sl. sumri, sem fellur
á ríkissjóð, frá 15. júlí sl. að telja
og engin fjárveiting er fyrir í
þessa árs fjárlögum. Að auki er
til komin 1% hækkun á verð-
lagsuppbótum og loks hefur enn
ekki verið endanlega gengið frá
kjaramálum ríkisstarfsmanna. —
Gerðu ríkisstarfsmenn kröfur um
svo stórfelldar launahækkanir
umfram þau 4%, sem ríkisstjórn-
in samþykkti, að útilokað var
með öllu að fallast á slíkar kröf-
ur án beins úrskurðar kjaradóms.
Teygði ríkisstjórniji sig þó eins
langt til samkomulags og frekast
var auðið, en umboðsmenn ríkis-
starfsmanna töldu sig verða að
krefjast enn meiri hækkana.
Vildu báðir aðilar reyna að leysa
málið með frjálsum samningum,
en því miður reyndist það ekki
auðið og varð því að velja dóms-
úrskurðarleiðina. Engu verður
um það spáð nú, hver verður
jrskurður Kjaradóms, en var-
legt er að gera ekki ráð fyrir
einhverjum hækkunum og með
hliðsjón af þeim 5%, sem þegar
eru áfallin, hugsanlegum hækk-
unum af úrskurði Kjaradóms og
jafnframt til að mæta að ein-
hverju leyti hækkunum, sem svo
að segja öruggt má telja, að verði
á næsta ári, eru í 19. gr. áætlaðar
100 millj. kr. til þess að mæta
þessum væntanlegu og þegar vit-
uðu útgjöldum. Má telja öruggt,
að sú áætlun sé ekki of há.
Tetlt á tœpasta vali
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi
ársins 1966 er rekstrarafgangur
á rekstraryfirliti 208,8 millj. kr.
en á sjóðsyfirliti eru tekjur sam-
tals 3.790 millj. og gjöld samtals
3.765 millj., verður þá hagstæður
greiðslujöfnuður 25,4 miílj. kr.
Efnahagsstofnunin hefir áætl-
að tekjur ríkissjóðs á næsta ári
af núgildandi tekjustofnum. Er
í þeirri áætlun reiknað að fullu
með aukningu innflutnings og
launatekna miðað við reynslu
síðustu ára og ekki nema að
litlu leyti tekin til greina lækk-
un tekjuskatts, sem umreikning-
ur samkvæmt skattvísitölu hlýtur
að valda. Þar sem enn er ekki
hægt að ákvarða þá vísitölu,
verður ekki nákvæmlega sagt um
áhrif hennar. Þessi tekjuáætlun
hefir verið tekin affallalaus í
frumvarpið og því ekki gert ráð
fyrir neinum varasjóði til að
mæta áföllum. '
Þar sem tekjuáætlun er þannig
í toppi og miðuð við góðæris-
ástand og gera má að sjálfsögðu
ráð fyrir að auki að einhverjar
hækkanir verði á frumvarpinu í
meðförum Alþingis, er vægast
sagt teflt á tæpasta vað, með
ekki meiri greiðsluafgangi í frum
varpinu. Jafnframt er svo þess
að gæta, að samningar hafa enn
ekki verið gerðir við Seðlabank-
ann um úrræði til að jafna þá
miklu skuld, sem myndazt hefur
vegna greiðsluhalla 1964 og fyrir-
sjáanlegs greiðsluhalla á yfir-
standandi ári. Samanburður við
fjárlög yfirstandandi árs er erf-
iður að því leyti, að hluti ríkis-
útgjaldanna er ekki í fjárlögum
ársips 1965, heldur mætt eftir á
með niðurskurði framkvæmda.
Segja má þó að raunhæfur sam-
anburður fáist með því að bæta
við útgjaldahlið fjárlaga yfir-
standandi árs um 35 millj. kr.,
sem útgjöldin uxu umfram tekju-
auka vegna niðurskurðar verk-
legra framkvæmda. Verða út-
gjöld fjárlaga 1965 þannig 3547
millj. kr. en útgjöld sam'kv. fjár-
lagafrumvarpi 1966 samtals 3.765
millj. Er þannig hækkunin frá
fjárlögum þessa árs samtals um
218 millj. kr. Má segja að öll
þessi hækkun stafi af þegar á-
föllnum eða fyrirsjáanlegum
launahækkunum.
Ýmsar hœkkanir
í athugasemdum með einstök-
um greinum frumvarpsins er
að finna nákvæmar skýringar á
breytingum einstakra liða frá
fjárlögum ársins 1965. Mun ég
ekki rekja þær breytingar, en
aðeins drepa á þá liði, sem
ég tel þarfnast frekari skýringa.
Auk óumflyjanlegs aukakosth-
aðar vegna launahækkana, sem
áður er að vikið, er aðalútgjalda-
auki Stjórnarráðsins 2 milljón
króna hækkun á öðrum kostn-
aði. Er hér ekki um neina nýja
útgjaldaliði að ræða, heldur hef-
ur þessi kostnaður, árum saman,
verið altlof lágt áætlaður í fjár-
lögum. Þjónar það engum skyn-
samlegum tilgangi, að stefna
þannig að fyrirsjáanlegum um-
framgreiðslum. Lagt er til að
veita sérstaka fjárhæð, 1,1 millj.
kr. til Hagstofunnar, vegna tíma
bundinna verkefna, sem stofn-
unin vinnur að. Er það um að
ræða endurskoðun á grundvelli
framfærsluvísitölunnar, kostnað
við útgáfu nafnskírteina og
kostnað við vélaúrvinnslu mann-
talsins 1960. Eru þessu útgjöld
öll óumflýjanleg. Aðalhækkunin
á útgjöldum vegna utanríkisþjón
ustunnar er á tveimur liðum,
annars vegar vegna stofnunar
sérstaks fastafulltrúa embættis
fslands hjá Sameinuðu þjóðun-
um, sem ríkisstjórnin ákvað
snemma á þessu ári, jafnframt
því, að niður var lögð sérstök
aðalræðismannsskrifstofu í New
York. Er áætlað, að nettóútgjalda
auki, vegna þessarar skipulags-
breytingar nemi 2.5 millj. kr.
Hins vegar vegna sérstaks auka-
framlags til Sameinuðu þjóð-
anna, til "þéss að bæta úr fjár-
hagsörðugleikum þeirra. Nemur
þetta viðbótarframlag tvöföldu
fastaframlaginu, eða rúmum 3.4
millj. kr. Taldi ríkisstjórnin ó-
gerlegt fyrir ísland að skerast úr
leik, þegar öll hin Norðurlönd-
in samþykktu slíkt aukaframlag,
enda ekki sízt mikilvægt fyrir
smáþjóðirnar, að friðargæzlu-
starf Sameinuðu þjóðanna sé
ekki brotið niður.
Áætlað er, að kostnaður vi#
Alþingi hækki um rúmar 8.2
millj. kr. Er það bæði vegna
sýnilegrar vanáætlunar á yfir-
standandi ári, launahækkana og
tilkomu nýs húsnæðis, sem Al-
óingi hefur leigt fyrir starfsemi
sína.
Fjárveitingar vegna inn-
heimtu tolla og skatta hækka
um rúmar 15 millj. kr. auk eðli-
legrar hækkunar vegna launa-
breytinga. Er orsök hækkunar-
innar óhjákvæmileg aukning
tollgæzlunnar, fyrst og fremst í
Reykjavík og á Keflavíkurflug-
velli. Aðeins vegna flutnings á
afgreiðslu Loftleiða til Kefla-
víkurflugvallar verða það ný út-
gjöld 1.3 millj. kr. vegna toll-
gæzlu. Kostnaður við ríkis-
skattanefnd og skattstofur reyn-
ist enn of lágt áætlað í núgild-
andi fjárlögum. Hefur starfs-
mannakerfi skattstofnana verið
tekið til rækilegrar endurskoð-
unar nú í umar og hefur reynzt
óumflýjanlegt að heimila all-
mikla fjölgun starfsmanna til
þess að tryggja nægilega að-
stöðu til eftirlits með skattafram
tölum og viðhlítandi hraða við
álagningu skatta, en seingangur
í því efni veldur sveitarfélög-
unum miklum erfiðleikum í sam
bandi við álagningu útsvara.
Undirbúningur hins nýja fast-
eignamats hefur gengið altlof
hægt. Hefur verið lögð sérstök
áherzla á að hraða þeim undir-
búningi, þannig að matinu geti
orðið lokið á árinu 1967. Er hér
um geysiumfangsmikið starf að
ræða og til þess að auðið sér að
vinna að framkvæmdum með
viðunandi hraða, er talið óum-
flýjanlegt að verja til þess 10
millj. kr. á næsta ári.
Útgjöld vegna dómgæzlu og
lögreglustjórnar hækka verulega.
Er þar þó ekki um nýja kostn-
aðarliði að ræðá heldur óhjá-
kvæmilegan kostoaðarauka
vegna launahækkana og hækk-
unar annars kostnaðar. Oft hefur
verið kvartað um óviðunandi
seinagang á afgreiðslu mála hjá
ýmsum hinum stærri embættum,
og hefur því þótt óumflýjanlegt
að heimila smávægilega aukn-
ingu starfskrafta við nokkur
þessara embætta. Vegna van-
áætlunar á útgjöldum til emb-
ætta sýslumanna, bæjarfógeta
og lögreglustjóra síðustu árin,
reynist óumflýjanlegt að hækka
þann lið, sérstaklega til að vinna
upp þann mismun. Vegna laga
frá síðasta þingi um laun hrepp-
stjóra, hækkar sá útgjaldaliður
allverulega. Þá hækkar annar
löggæzlukostnaður um 4.3 millj.
kr., sem einnig af töluverðu leyti
stafar af of lágri áætlun í fjár-
lögum að undanförnu. Kostnað-
ur við landhelgisgæzlu hækkar
um 3 millj. kr. og er þá gert
ráð fyrir að landhelgisgæzlan
hætti rekstri varðskipsins Sæ-
bjargar. Af því skipi hafa verið
mjög lítil not fyrir landhelgis-
gæzluna,, en verulegur kostnaður
við útgerð þess.
Aukin framlög
til sjúkrahúsa
Hin nýju læknaskipunarlög,
sem samþykkt voru á síðasta Al-
þingi; leiða af sér verulega hækk-
un, fyrst og fremst vegna þeirr-
ar sérstöku staðaruppbótar til 20
héraðslækna, er ákveðin er í lög-
unum, til þess að reyna að bæta
úr hinum miklu erfiðleikum við
að fá viðunandi læknaþjónustu í
strjálbýlinu. Vegna hækkunar
daggjalda á sjúkrahúsum vex
reksturshalli ríkisspítalanna að-
eins um 3.1 millj. kr., þrátt fyrir
miklar launahækkanir. En þár
eru þó ekki öll kurl til grafar
komin, því að hækkun daggjald-
anna leiðir beinlínis af sér mik-
inn útgjaldaauka fyrir ríkissjöð.
Er orsökin sú, að skylduframlag
ríkissjóðs til Tryggingastofnuriar
ríkisins hækkar um nær 8 millj.
kr. umfram tekjuaukann við
hækkun daggjaldanna. í fljótu
bragði, virðast því næsta fráleit-
ir búsakparhættir, að hækka
daggjöld á ríkisspítölum, en hér
koma til greina hagsmunir ann-
arra sjúkrahsúa, sem óumflýj-
anlegt var að sinna. Framlag til
Framhald á bls. 23