Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 31
31
Þriðjudagur 19. dktóber 1965
1
reksturskostnaði. Er enda raf-
— Fjárlagaræban
Framhald á bls. 23.
tekjuskatts. Skal ég nú í stuttu
máli gera grein fyrir þessum
úrræðum.
Við samningu fjáriagafrum-
varpsins var í byrjun reiknað
með óskertum framlögum til
fjárfestinga, miðað við fjárlög
yfirstandandi árs, og þó raunar
með verulegum hækkunum,
einkum vegna skólabygginga.
Þegar öll kurl voru til grafar
komin, var augljóst, að því mið-
ur var þessi leið ekki fær, ef
forðast átti almennar skatta-
hækkanir, og var því að því
ráði horfið að leggja til, að fjár-
veitingar til fjárfestingar yrðu í
flestum greinum hinar sömu og
þær raunverulega urðu á yfir-
standandi ári, en sumir liðir
þó töluvert hærri, svo sem ég
hefi áður að vikið
Miðað við hina miklu fjár-
festingarþenslu og óhóflegu eftir
spurn eftir vinnuafli, sem sérstak
lega kemur illa við framleiðslu-
atvinnuvegina, er raunar bæði
nauðsynlegt og eðlilegt að tak-
marka eftir föngum opinberar
framkvæmdir. Ennfremur ber
að hafa í huga, að gert er ráð
fyrir margvíslegum fjárfesting-
arframkvæmdum með lánsfé í
stórvirkjun og byggingu alumíu-
inu- og Kísilgúrverksmiðju á
næsta ári, koma þar enn til
mj ög miklar framkvæmdir.
I öðru lagi er lagt til að létt
verði af ríkissjóði þeim þunga
hagga að greiða rekstrarhalla
Rafmagnsveitna ríkisins, sem á-
eetlað var að myndi nema um 40
millj. kr. á næsta ári. Er auðvit-
að með öllu óeðlilegt, að slíkur
halli sé greiddur úr ríkissjóði,
heldur verði raforkuverð við
það miðað, að standa undir
orkuverð hér á landi lágt, mið-
að við mörg önnur lönd. Mun
ríkisstjórnin flytja frumvarp um
að afla þessa fjár með eðlileg-
um hætti.
1 þriðja lagi er lagt til, að
fella niður þær efirstöðvar af
fjárveitingu ríkissjóðs til vega-
gerða, sem eru í fjárlögum yfir
standandi árs, 47 millj. kr., en
urðu í reynd með 20% niður-
skurði ekki nema um 38 millj.
Með hliðsjón af því, að hér er
um lítinn hluta heildarfjárveit-
inga til vegaframkvæmda að
ræða, og að ríkið hefur afhent
til vegagerða tiltekinn tekju-
stofn, sýnast ekhi nein sérstök
rök mæla með því, að þessi
fjárveiting standi áfram í fjár-
lögum. Af hálfu efnahagsmála-
sérfræðinga hefur verið talið
eðlilegt, að benzínskattur yrði
hækkaður verulega frá því sem
hann nú er, og þær auknu tekj-
ur notaðar í þágu ríkissjóðs. Ég
tel þá tillögu ekki eiga rétt á
sér, en hins vegar hafi verið
sæmilega að vegaframkvæmd-
um búið með afhendingu þessa
tekjustofns, miðað við margar
aðrar framkvæmdir í þjóðfélag
inu. Hefði vegaframlagi ríkis-
sjóðs á næsta ári verið haldið
óbreyttu, miðað við hið raun-
verulega framlag á þessu ári,
sem hlaut að verða með óbreyttu
skipulagi, hefðu þannig tapazt
á 2 árum yfir 17 millj. kr. til
vegaframkvæmda. Hefði það
hlotið að raska mjög verulega
vegaáætluninni. Sýnist það því
ótvírætt þjóna betur hagsmun-
um vegagerðanna að fella alveg
niður þennan fjárlagalið, en
gera jafnframt að sjálfsögðu ráð
stafanir, til þess að afla fjárins
með hækkun á benzínskatti.
Mun ríkisstjórnin gera ráðstaf-
anir til að svo verði gert, og
MO&GUNBLAÐIÐ
þannig tryggja, að vegagerðirn-
ar fái fullkomlega það fjármagn
sem þeim er ætlað í vega-
áætlun.
í fjórða lagi er gert ráð fyrir
að hækka enn álag á fasteigna-
mat til eignáskatts, svo að raun
verulega verði náð því marki,
sem ákveðið var með samþykkt
síðasta Alþingis, að afla skyldi
á þennan hátt nægilegs fjár-
til þess að standa straum af því
40 millj. kr. nýja framlagi til
húsnæðismála, sem ákveðið var
með breytingum 'a húsnæðis-
málalöggjöfinni á síðasta þingi.
Sú hækkun, sem þá var gerð,
skilaði aðeins helmingi »<?ssar-
ar fjárhæðar, og þarf því að
hækka álagið enn, til þess að
skila þeim 20 millj. kr., sem á
vantar.
1 fimmta lagi er gert ráð fyrir
að hækka aukatekjur ríkissjóðs,
þ.e. ýmis leyfisbréfagjöld, dóms
málagjöld, gjöld fyrir fógeta-
gerðir o.fl., sem yfirleitt eru
litlar fjárhæðir og hafa staðið
óbreytt síðan 1960. Miðað við
núverandi aðstæður eru mörg
þessara gjalda brðin óeðlilega
lág. Er reiknað með að afla á
þennan hátt 20 millj. kr. nýrra
tekna.
í fjötta lagi er gert ráð fyrir
að afla með hækkun á verði
áfengis og tóbaks nýrra tekna
er nemi 60 millj. kr. á næsta ári.
í sjöunda lagi er gert ráð fyr-
ir áð leggja á sérstakan farmiða
skatt í sambandi við ferðalög til
útlanda, ef ekki er um náms-
menn eða sjúklinga að ræða.
Ferðalög til útlanda fara mjög
vaxandi, og er það góðra gjalda
vert að menn skoði sig um í
heiminum, en því miður hefur
verðlagsþróunin gert það að
verkum, að það er auðið að
njóta sumarleyfisins á mun
ódýrari hátt erlendis en ferðast
um sitt eigið land. Auk þess er
aúðið að kaupa erlendis marg-
vísiegar nauðsynjavörur mun
ódýrar en þær eru seldar hér á
landi, enda þótt eingöngu sé
miðað við það, sem menn lög-
lega flytja á þann hátt með sér
til landsins. >að hlýtur alltaf
að vera mikill minni hluti þjóð
félagsborgaranna, sem getur
hagnýtt sér þessi hlunnindi og
þar sem í sambandi við þau er
notkun á dýrmætum gjaldeyri,
sem að sjálfsögðu er sameign
þjóðarbúsins,, þá er ekki óeðli-
legt að þeir, sem hlunnindanna
njóta, greiði eitthvað sérstak-
lega til sameiginlegra þarfa
þjóðfélagsins, ef aðstaða þeirra
og hinna sem heima sitja er orð
in óeðlilega misjöfn, svo sem
nú verður að telja að sé. Á sín-
um tíma þótti það mikill feng-
ur að fá ferðagjaldeyri, þótt
menn yrðu að greiða 25% álag
og miðað við þá gjaldeyrisupp-
hæð, sem nú er veitt út á hvern
farseðil, verður kostnaður ferða
manna með hinu nýja gjaídi
mun lægri en meðan ferðagjald-
eyrisálagið var við lýði Og
hvað sem tekjuöflun í ríkissjóð
liður, þá verður sú þróun að
teljast mjög óheillavænleg ef
það reynist mönnum miklum
mun hagstæðara fjárhagslega að
ferðast til fjarlægra landa, en
að eyða sumarleyfum sínum
heima fyrir. Áætlað er að tekj-
ur af þessu nýja ferðagjaldi geti
numið um 25 milij. kr. á næsta
ári.
■ Utan úr heims
Framh. af bls. 16
ingsríkum augum á mál
Kúrda undanfari’ð og talið er
að afstaða þeirra muni miklu
umvalda að vopnasmyglið
austur frá Balkanlöndunum
gengur yfirleitt svo greiðlega.
Einn helzti leiðtogi Kúrda,
Barasani hershöl'ðingi, stund-
aði sín fræði í Sovétríkjunum
fyrir eina tíð og mun elga þar
velunnara, þó þess hafi ekki
alltaf gætt hér áður fyrr þeg
ar málefni Kúrda bar á góma
á alþjóðavettvangi.
En vopnasmyglararnir hafa
tæpast m.iklar áhyggjur af
slíku og þvílíku. Þeir hafa
tífaldan gró'ða af öllu því, sem
austur er smyglað, og þeir
láta sér léttu rúmi liggja,
hversu er tekið á máluna
Kúrda á alþjóðavettvangL
Bílvelta í Vogum
AÐFARANÓTT sunnudags
vallt fólksbíll úr Gullbringu- og
i Kjósarsýslu út af veginum í Vog
um. 5 manns voru í bifreiðinni,
en sakaði ekki. Bíllinn er mikið
skemmdur.
TOGARINN Geir seldi í Bremer-
haven 100 lestir fyrir 92.800
mörk.
Fatsgerð vantár verkstjóra
strax eða seinna. Hátt kaup. Góð vinnuskilyrðL
Umsókn merkt: „Vandvirkur — 2489“ sendist Mbl.
fBK og fA börðust
tvo tíma án úrslita
I
KefKikingar áttu mun fleiri
tækifæri en mistákst við markið
KEFLVlKINGAR og Akurnes-
ingar mættust til síðari lciks í
undanúrslitum Bikarkeppni
KSÍ, á sunnudaginn. Þrátt fyrir
framlengdan leik um 2x15 mín
á mark, fengust ekki úrslit og
liðin verða að mætast á ný n.k.
sunnudag. Valsmenn, sem unnp
fyrri leik undanúrslitanna verða
því enn að bíða eftir að fá að
spreyta sig í úrslitunum, þar
til úr því er skorið hvort IBK
eða IA á að mæta þeim.
• Hlutkesti?
Reglur Bikarkeppninnar
segja
Hússar unnu
Doni 3-1
RÚSSAR unnu Dani í landsleik
á sunnudaginn með 3—1. Leikur
inn var liður í undankeppni
heimsmeistarakeppninnar í
knattspyrnu. Öll mörkin voru
skoruð í síðari hálfleik. Mark
Dana skoraði Tommy Troelsen.
Var það síðasta mark leiksins.
Með þessum sigri eru Rússar
8. þjóðin er tryggir sér sæti í
úrslitakeppni um heimsmeistara
titilinn. Hafa þeir hlotið 10 stig
í sínum riðli undankeppninnar.
Skptir ekki máli varðandi úr-
slit hvernig leikur þelrra við
Wales 27. okt. fer.
svo til um, að það lið sé úr
leik er tapar einum leik. Verði
jafntefli þegar fram í 4. um-
ferð er komið, skal leik fram-
lengt um 2x15 mín. Verði enn
jafntefli að þeim tíma loknum,
skal fara fram nýr leikur. Lykti
þeim leik, að venjulegum leik-
tíma loknum með jafntefli, skal
fara fram vítspyrnukeppni; 5
vítaspyrnur á hvort mark. Verði
enn jafnt eftir vítaspyrnurnar,
skal hlutkesti ráða úrslitum.
Það fer því ekki milli mála að
leikur IBK og IA á sunnudaginn
verður leiddur til lykta.
Á sunnudaginn er liðin mætt-
ust áttu Keflvíkingar kost á því
að leika undan vindstrekkingi
í fyrri hálfleik. Hófu þeir þeg-
ar sókn og áttu mörg tækifæri
við mark Akurnesinga./
• Góð frammistaða Helga Dan.
Helgi Daníelsson stóð sig mjög
vel í marki Akurnesinga og
bjargaði snilldarlega, ekki sízt
fyrst í leiknum, þar sem allt
annað en afburða frammistaða
hans, hefði getað eytt öllum
sigurvonum Akurnesinga. Oft
síðar sýndi Helgi snilldarmark-
mennsku og var auk þess hepp-
inn. En án hans góðu frammi-
stöðu hefði illa farið fyrir Akur
nesingum.
i Nær látlaus sókn
Keflvikingar áttu
IBK.
frumkvæði
leiksins nema stund síðast í
fyrri hálfleik og upphafi hins
síðari, og í lok síðari hluta fram
lengingarinnar. í>eir sóttu æ
ofan í æ að marki Akurnesinga,
komust í góð færi, en misnot-
uðu oftast sjálfir með skotum
himinhátt yfir eða í fang mark
varðar. Þeim skotum, sem vel
voru miðuð tókst Helga að
bjarga, oft vel, sem fyrr segir,
en stundum með naumindum.
Eftir gangi leiksins var það
hreinn klaufaskapur af Keflvík
ingum að vinna ekki leikinn.
>eir áttu á að gizka 3 tækifæri
á móti hverju einu hjá Skága-
mönnum við mark mótherjas.
P .
• Mörkin.
Keflvíkingar urðu fyrri til að
skora. Jón Jóhannsson skoraði
á 13. mín. Fékk hásendingu
inn fyrir vörn og skoraði ör-
ugglega. Hins vegar lék vafi
á rangstöðu í það skiptið, en
línuvörður virtist öruggur um
sína skoðun.
Akurnesingar jöfnuðu á 30.
mín. Eyleifur og Skúli sóttu
saman upp vinstra megin og
Skúli komst í gott færi sem
hann notfærði mjög vel.
• Liðin.
Akurnesingar áttu fá hættu-
leg tækifæri en þó eitt gott
snemma í leiknum er Þröstur
Stefánsson nýliði á h. kanti
skallaði í stöng eftir gott upp-
hlaup. Þröstur fékk síðar önn
ur færi en mistókst.
Beztir Keflvíkinganna voru
Guðni Kjartansson framvörður
og Einar Magnússon innherji.
Þeir börðust af krafti allan tím
ann og byggðu sérlega vel upp.
Meginstyrkur Keflavíkurliðsina
lá hins vegar í framvarðalín-
unni. Þeir Einar og Karl Her-
mansson aðstoðuðu hana vel. En
í þessum 5 stöðum fólst styrk-
leiki IBK í þessum leik. Á Kjart
an markvörð reyndi lítt en hann
stóð fyrir sínu.
Hjá Akurnesingum var Helgi
Dan. beztur. Framlínan var oft
í molum. Nú vantaði Ríkharð
illa. Skúli var þar beztur og ný-
liðarnir reyndust betur en við
mátti búast.
Vörnin lék mjög fast og var
einkum leiðinlegt að sjá hversu
gróflega bæði Jón Leósson og
Kristinn Gunnlaugsson léku.
Báðir eru þeir sterkir leikmenn,
og ætti því hvorugur að þurfa
að grípa til hörkunnar til að
hafa við andstæðingnum, en það
g'erðu þeir báðir í þessum leik.
Tveir aðrir í vörn Akraness
voru „bókaðir“ fyrir grófan leik
eða ljótt orðbragð. Slíkt á ekki
að sjást í leik.
— A. SL
Ij
Myndin sýnir allvel hve auðveldlega Keflvíkingum tókst aff verjast sóku Akurnesinga. Kjart-
an markvörður þurfti einu sinni í 2 tíma leik aff kasta sér í „svaffið". Þaff var vel sloppið.
En hér eru fjórir af beztu leikmönnum Keflavíkur. Frá v. Guffni Kjartansson, framvörður,
sem alltaf ber litið á en er liffinu ótrúlega drjúgur og vinn ur óvenjulega vel. Þá er Kjart-
an markvörður, einn okkar bezti í þeirri stöðu, Högni sem allir þekkja og yzt t.h. Sigurvin
eiun bezti bakvörður landsins. Annar t.h. er Skúli Uákonarson liættulegasti sóknarleikmað-
ur Akurnesinga. Ljósm.: Sv. Þorm.