Morgunblaðið - 31.10.1965, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.10.1965, Qupperneq 6
3 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 31. október 1965 Frá Herferð gegn hungrl: Fjársöfnun hefst á morgun Deyjandi barn á hungurtímum í V-Afríku. FjársöfnUn Herferðar gegn hungri byrjar á morgun, 1. nóv- I ember. í Reykjavík verður tek- I Brúarstæðið yfir Hvalf jörð Akranesi, 29. okótber. BRÚARSTÆÐI er til yfir Hval- fjörð. Hnausasker er á miðjum fir’ði, 100 metra langt og 50 metra breitt, og stendur upp úr sjó á stórstraumsföru og einnig á smástr aumsf j öru. Frá Hólabrú, sem er klettabelti norðan fjarðar og nær fram í sjó, er línan þaðan yfir Hvalfjörð um Hnausasker 2 sjómílur stranda á milli. Frá ströndinni að sunnanverðu ganga út grynn- ingar í átt að Hnausaskeri. Á suðurströndinni munu vera klett- ar við sjó framini gegnt Hnausa- skeri og Hólabrú. Ekki er ólíklegt að þeir tímar komi, að íslendingum verði ekki um megn að byggja brú þarna yfir Hvalfjörð. — Oddur. ið á móti framlögum í bönk- I um, útibúum þeirra, sparisjóð- um, verzlunum sem hafa kvöld- söluréttindi og á dagblöðunum. Bankar, útibú, sparisjóðir og innlánsdeildir kaupfélaga ann- ars staðar á landinu munu byrja að taka á móti framlögum síðar í vikunni, og um sama leyti verður móttaka hafin í öllum kaupfélögum og hjá aðilúm Verzlanasambandsins um land allt. Eftir hádegi laugardaginn 6. nóvember verður gengið í hvert hús í Reykjavík og öllum stærri kaupstöðum á landinu, þar sem 'því verður við komið. Fram- kvæmdanefnd HGH hefur feng- ið fjölda sjálfboðaliða til að annast þessa söfnun í Reykja- vík, héraðsnefndir standa fyrir sams konar aðgerðum annars staðar á landinu. Allir þeir að- ilar,. sem taka við fé til her- ferðarinnar, afhenda kvittun fyrir hverju framlagi. Söfnun- arféð verður afhent FAO, Mat- væla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem ábyrg ist réttar ráðstafanir, en til- gangur söfnunarinnar hér á i landi er — sem þegar hefur verið skýrt frá — að stuðla að fiskveiðum á Madagaskar, greiða vatnsdælur til notkunar á eyðimerkursvæði Nígeríu, og auk þess að leggja nokkuð af mörkum til skólagarða og hús- mæðrafræðslu, sem Matvæla og landbúnaðarstofunin gengst fyrir í vanþróuðum rikjum. Þær upphæðir, sem renna til síðast töldu verkefnanna, koma til nota í Afríku. Matvæla og land- búnaðarstofnunin hrindir þess- um verkefnum í framkvæmd, en ríkisstjórnir viðkomandi landa leggja til fjárupphæðir, jafn háar þeim, sem koma frá íslandi. Sami háttur er á hafð- ur við þessar framkvæmdir, hvar sem er í heiminum. HGH hefur notið ómetanlegr- ar aðstoðar og velvildar fjöl- margra aðila við undirbúnings- framkvæmdir sínar. Dagblöðin hafa birt auglýsingar herferð- arinnar endurgjaldslaust og sömuleiðis Ríkisútvarpið; marg- ar prentsmiðjur og myndamóta- gerðir hafa framkvæmt allt prentverk fyrir herferðina án í þess að greiðsla kæmi til; fyr- irtæki sem annast vörudreifingu hafa flutt upplýsingarit herferð arinnar endurgjaldslaust; pen- ingastofnanir og aðrir aðilar, sem taka við framlögum, veita þjónustu sína ókeypis, Æsku- lýðsráð og Kvenfélagasamband íslands veita HGH ókeypis hús- næði, og fjölmargir aðrir aðilar hafa lagt málefninu lið með endurgjaldslausri þjónustu. Allt fé, er hér safnast með frjálsum. framlögum almenninga rennur óskert til verkefnanna. Miðvikudagurinn 3. nóvem- ber verður fræðsludagur HGH í öllum barna og unglingaskól- um landsins. Fjársöfnunin stendur til nóv- emberloka. • Bréf frá lögmanni í Morgunblaðinu 247. tbl., er kom út 29. október sl., er frá- sögn um harðan árekstur við slökkviliðsbifreið. Skýrt er frá, að einkabíl hafi verið ekið sunnan Snorrabraut og haft græn götuljós á móti sér við gatnamótin, og þar af leiðandi ekið yfir Hverfisgötu, en á sama tíma hafi slökkviliðsbif- reið ekið austur Hverfisgötu á móti rauðu ljósi með þeim af- leiðingum að árekstur varð milli bifreiðanna. í greininni er eftirfarandi setningu skotið inn í í svigum: „Rétt er að geta þess að slökkviliðsbílar hafa rétt til að aka yfir gatnamót á hvaða ljósi sem er með sírenu í gangi“. Þessi setning verður vart skilin öðruvísi en svo, að það sé skoðun blaðamannsins, að ökumenn slökkviliðsins séu í fullum rétti, þótt þeir aki á miklum umferðagötum yfir gatnamót á móti rauðu ljósi. Hér er um hreinan misskiln- ing að ræða, sem full ástæða er til að leiðrétta, ekki sízt með tilliti til þess, að hægt er að finna blóðug för slökkvi- liðsbifreiða í dómasöfnum. í 38. gr. umferðalaga nr. 26/1958 eru ákvæði um um- ferðareglur og segir þar svo: „Vegfarendum er skylt að hlýða leiðbeiningum eða fyrirmælum, sem lögreglu- yfirvöld eða vegamála- stjórn gefa með umferðar- merkjum, sem sett eru samkvæmt heimild í lögum þessum. Stjörnendur lögreglubif- reiða, sjúkrabifreiða og slökkvibifreiða eru þó eigi háðir ákvæðum þessum, ef brýna nauðsyn ber til, enda gæti þeir sérstakrar varúð- ar“. Eins og sjá má á þessari til- vitnuðuð lagagrein, er öllum vegfarendum, þar á meðal lög- reglubifreiðum, slökkviliðsbif- reiðum og sjúkrabifreiðum, skylt að fara eftir umferða- merkjum, sem sett eru samkv. lögum. Þó hafa lögreglubifreið- ir, sjúkrabifreiðir og slökkvi- liðsbifreiðir heimild til þess að víkja frá settum reglum enda séu tvær veigamiklar forsend- ur uppfylltar, þ. e. að brýn nauðsyn sé til, og að gætt sé sérstakrar varúðar. Því miður hefur þessi lagabókstafur eigi verið brýndur fyrir ofangreinl- um aðilum, sem skyldi. Það ljt- ur út fyrir að ökumenn þessara bifreiða standi í þeirri trú, og það virðist blaðamaðurinn einn ig gera, að ef þeir aðeins hafi sírennur í gangi og blikki rauðu ljósi, þá hafi þeir skil- yrðislausan rétt til að kol- brjóta allar umferðareglur og verði eigi gefin sök á um- ferðaslysum, sem af árekstrum kynnu að hljótast. Á jafn fjölförnum vegamót- um eins og á mótum Snorra- brautar og Hverfisgötu mynd- ast nærri undantekningarlaust tvöföld bifreiðaröð meðan beð- ið er eftir grænu ljósi. Gatan er þannig lokuð umferð sem á eftir kemur, slökkviliðsbílum sem öðrum. Vegfarandi, sem heyrir { sírenum getur enga grein gert sér fyrir því hvaðan hljóðið kemur, það hef ég sjálfur reynt. Getur það alveg eins borizt aftan frá og eru það því alveg eðlileg viðbrögð að aka yfir á móti grænu ljósi til þess að stifla ekki umferðina. Það getur hinsvegar aldrei tafið slökkviliðsbifreið nema brot úr minútu að hægja ferðina á slíkum gatnamótum og telji ökumaðurinn brýna þörf á að aka á móti rauðu ljósi, að al^a þá yfir gatnamótin f fyrsta gír, en auka síðan hraðan þegar yfir er komið. Ökumenn slökkvi liðsbifreiða verða að læra „að flýta sér hægt“,- því það verða þeir að muna, að ef bifreið þeirra lendir í árekstri og verð- ur ógangfær kemur f lýtir þeirra að engum notum, en veður aðeins til tjóns. Það er betra að koma tveim mínútum seinna á brunastað. en að eiga það á hættu vegna ógætilegs aksturs að komast alls ekki, eða koma eftir langar tafir vegna áreksturs, hafandi valdið tjóni, slysum eða jafnvel dauða á leið sinni. • Sunnudagur fjölskyldunnar Nú er enn kominn sunnu dagur, frídagur húsbóndans og e. t. v. húsfreyjunnar úr vinnu utan heimilisins, og frídagur barnanna úr skólanum. Þetta er dagurinn, sem margir hafa beðið eftir alla vikuna, ekki sízt krakkarnir. Sunnudagurinn er eitthvað til að hlakka til í amstri hversdagsins. En hvað á að gera við hann? Nú er tæki- færið fyrir fjölskylduna að eyða deginum saman við eitt- hvað skemmtilegt eða upp- byggilegt. Á þessum tíma er dagur far- inn að styttast og með heppni er hægt að aka eitthvað éða vera að leik úti. Reyndar eru krakkar lítið spenntir fyrir því einu að aka eftir veginum. Þau þurfa meiri tilbreytingu en að sitja og horfa út um bílglugga. En hvað þá? Margir leysa vand ann með því að gefa bara krökk unum peninga fyrir bíóferð, og eru þarmeð laus við þau og geta sinnt sínum fullorðins áhugamálum eða bara lagt sig. Eru þá einhverjar kvikmyndir, sem sjáandi eru fyrir börn? Það kemur fyrir. En hvað margir athuga það, áður en bíóleyfið er veitt? Stundum er það aug- ljóst, ef litið er í auglýsing- arnar frá kvikmyndahúsunum, að ákveðin mynd er ekki hæf fyrir börn en önnur gæti verið ágæt. En iðulega er ekki gott um þetta að vita nema fara sjálfur og athuga málið. Þetta verður nú samt þrautaráð margra, að losna við vandamál- ið með því að láta sem það sé ekki til. • Sameiginlegar skemmtanir Annars er fólki vorkunn, þ.e.a.s. á þeim heimilum, þar sem fjölskyldan hefur ekki skapáð sér einhver sameiginleg áhugamál snemma og þarf enga utanaðkomandi skemmt- un. Því miður er ekki öllum það lagið. En ef foreldrarnir, afi og amma eða frænka og frændi ætla að gera börnunum daga- mun yfir helgina, hvert eiga þau þá að fara með þau, annað en í bíó. Því mfður er ekki um auðug- an garð að gresja hér hjá okkur og nær ekkert á boðstólum við hæfi barna, að minnsta kosti ekki meðan barnaleikritin í leikhúsunum eru ekki byrjuð. Og hin gífurlega aðsókn að þeim sýnir einmitt vel hve mikill skortur er á slíkum barnaskemmtunum. VeitingahÚB eitt í Kaup- mannahöfn, hið 100 ára gamla Lorry, sem tekur nokkur hundr uð manns í sæti, býður síðdegi3 á hverjum laugardegi upp á skemmtun fyrir fjölskylduna. Þar koma fullorðnir með prúð búin börn, gefa þeim súkkulaði og tertu eða kók og brauðsneið. Á meðan þau borða horfa allir, fullorðnir og börn, á skemmti- atriði, leikfimismenn og trúða og hlusta á söng og frásagnir, miðað vfð að þau yngstu jafnt sem elztu geti haft nokkurt gaman af. Síðan fá börnin að dansa svolítið á hinu geysistóra sviði undir stjórn danskennara. Og heim er farið fyrir kvöld- mat. Ef stálpuð börn fara ein eða í hópum, fá þau hjálp vi’ð að komast heim. Kona í ein- kennisbúningi og með derhúfu sér um það, hópar barna úr sama hverfi fari saman og send ir þau af stað í leigubílum sam- an. Hver borgar sinn hlut í biin um. Þarna er nokkurs konar „jólaskemmtun" á boðstólum um hverja helgi. Ekki svo að skilja að börn eigi að hafa jól um hverja helgi, en að fjölskyid an fari stundum og skemmti sér saman hlýtur að vera ákjósan- legt. Munur væri ef til væri einhver slíkur staður hér. 0 Engum má leiðast Annars þurfa auðvitað ekki allar fjölskyldur á slíkum utanaðkomandi hjálparmeðul- Úm að halda. Á sumrum fara allir kannski saman í fjöru að tín skeljar, upp í fjöll eða skoða grös eða út á grasflöt í bolta- leik. Á vetrum má fara á skíði og stundum skauta og inni má auðvitað dunda við leiki, spil eða annað, sem allir geta tekið þátt í. Aðalatriðið er bara að gera það sem allir hafa gaman af og njóta samvistanna, svo allir eigi sunnudag. Engum leið ist samfélag hinna. Kaupmenn - Kaupíélog Nú er rétti timinn til að panta Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, I.ágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.