Morgunblaðið - 31.10.1965, Page 17

Morgunblaðið - 31.10.1965, Page 17
1 Sunnudagur 1M. október 1965 MORCU N BLAÐIÐ 17 F jölsótt málverka sýning Kjarvals Milli 20 og 30 þúsund manns sáu málverkasýningu þá á verk- um Jóhannesar Kjarvals, sem haldin var honum til heiðurs á áttræðisafmæli hans fyrir skömmu. Hvorki fyrr né síðar hefur málverkasýning hér á landi verið jafn fjölsótt og þessi, og sýnir það glöggt þann sess, sem Jóhannes Kjarval hefur skapað sér í vitund þjóðar sinn- ar, og þann vinarhug og þá ástúð sem hún ber í brjósti til hans. íslendingar hafa jafnan kunn- að bezt að meta þá listamenn, sem hafa skapað í verkum sín- um sterkust tengsl við mikil ör- lög og rismikla sögu þjóðarinn- ar. Það hefur Jóhannes Kjarval gert í málverkum sínum betur en nokkur annar, og vegna þess hefur þjóðin tekið meira ást- fóstri við þennan sérkennilega listamann en nokkurn annan núlifandi myndlistarmann, vegna þess hefur hann skapað sér ó- dauðlegt nafn í sögu íslenzkrar þjóðar. Hin mikla aðsókn að málverka- sýningu Kjarvals ber ekki vott um lítinn áhuga þjóðarinnar á Reykjavík á haustdegL REYKJAVÍKURBRÉF ^ Laugard, 30. okt —- menningarmálum eins og stund- um er haldið fram. Þvert á móti er hún skýrt dæmi þess, að þjóð- in er virkur þátttakandi í því grózkumikla listalífi, sem nú ríkir í landinu, og þó sérstak- lega í höfuðborginni. Enda er það svo, að áhugi og þátttaka fólks- ins í landinu er nauðsynleg, ef hér á að þróast blómlegt menn- ingarlíf. Það er listamönnum okkar og menningarfrömuðum hvatning til nýrra átaka. Á hljóðbergi Ánægjuleg er sú nýbreyttni, sem ríkisútvarpið hefur tekið upp að flytja hlustendum það bezta, sem þekkist í Ijóðum, Ijóðalestri og leikritum í hinum engilsaxneska heimi. Ljóðalestur hefur náð mikilli fullkomnun meðal Engilsaxa, og Ijóðalestur ýmissa frægustu leik- ara þeirra er slíkur, að unun er á að hlusta. í hinum engilsaxneska heimi eru margir leikarar, sem hafa náð fullkomnun og mikilli tækni í list sinni. íslendingar þekkja þessa menn ekki nema af af- spurn, eða hafa e.t.v. séð þá á leiksviði erlendis á ferðum sín- um. Með hinum nýja þætti rík- isútvarpsins gefst öllum almenn ingi kostur á að heyra marga frægustu leikara og upplesara Breta flytja ljóð og klassísk leikrit á enskri tungu. Þeir fá einnig tækifæri til þess að heyra hinar ýmsu mállýzkur enskrar tungu eins og á þriðjudaginn, þegar Stanley Holloway flutti Canterbury Tales. Allt stefnir þetta í rétta átt, og gerir okkur kleift að komast í nánari tengsl við erlenda menn- ingarstrauma. Framtak ríkisút- varpsins í þessum efnum er lofs- vert og vafalaust mun þessi dag- •krárliður verða vinsælli en for- ráðamenn útvarpsins hafa gert ráð fyrir. Furðulegt sinnu- leysi Furðulegt er, að Alþingi skuli ekki halda saman og geyma ein- hver af þeim segulböndum, sem umræður í þinginu eru teknar upp á. Allar umræður á Alþingi eru teknar upp á segulbönd, og •íðan vélritaðar upp eftir þeim böndum. Af þessu er auðvitað vinnuhagræði við útgáfu Alþing- istíðinda, en ekki má gleyma því, að þessi segulbönd eru sögu- leg heimild ,sem full ástæða er til að varðveita, en sá háttur mun hafður á, að nota flest þessi bönd upp aftur. Einstaka ræður eru geymdar, en það mun vera af handahófi, sem slíkar ræður eru teknar frá, en ekki unnið að því skipulagsbundið. Það er út af fyrir sig gagnlegt að eiga umræður á Alþingi í Alþingistíðindum, en jafn nauð- synlegt er og nauðsynlegra; vegna síðari tíma að geyma seg- ulbönd með umræðum um meiri- háttar mál. Slík bönd eru ólíkt skemmtilegri heimild fyrir síðari tíma menn um það, sem gerðist á okkar tímum heldur en Al- þingistíðindin sjálf. Það er gagn- legt og ánægjulegt að eiga á seg- ulböndum ræður helztu forustu- manna þjóðarinnar um þai^mál, sem þjóðina varða mestu á hverj- um tíma, og af þeim sökum verður þetta sinnuleysi Alþing- is að teljast furðulegt. Það er lofsverð sparnaðarvið- leitni að nota þessi bönd upp aftur og aftur, en engin hæfa er, að það sem geymt er skuli aðeins valið af handahófi, og er full ástæða til, að starfsmenn Alþingis og forráðamenn vindi bráðan bug að því að skipulags- bundnara val fari fram á því, sem geymt er af segulbandsupp- tökum en nú er. Ríkisútvarpið geymir á bönd- um ræður forustumanna þjóðar- innar á ýmsum hátíðisdögum, svo sem áramótaræður og 17. júní ræður, og á það vafalaust eftir að koma að gagni og verða mönn um til ánægju og fróðleiks síðar meir. Skrásetja þarf sanna stjórnmála- sögu Islands Víða erlendis tíðkazt það mjög, að stjórnmálamenn, sem seztir eru í helgan stein, skrifi ævisögu sína og skýri þá frá viðburðum og aðdraganda örlagaríkra á- kvarðana frá öðrum sjónarhóli en þeim, sem fram kemur í dag- blöðum og útvarpi, þegar at- burðirnir eru að gerast. Auðvitað hlýtur öllum að vera ljóst, að sönn og rétt stjórnmála- saga 20. aldarinnar verður ekki skrifuð skv. þeim upplýsingum og fréttum, sem fram koma í dag blöðunum, þegar atburðirnir eru að gerast. Það vita allir, að ým- islegt geríst á bak við tjöldin áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar, og mörg sjónarmið uppi. Eftirkomendur okkar geta alls ekki fengið rétta mynd af stjórnmálaþróun landsins á þess- um árum nema þeir, sem í hinni daglegu stjórnmálabaráttu standa, skrásetji það, sem gerist að tjaldabaki, og afhendi til ráð- stöfunar sagnfræðingum síðari tíma. Það væri t.d. fróðlegt að vita frá þeim mönnum, sem þar áttu hlut að máli hvaða áhrif það hafði á starf Sjálfstæðisflokks- ins og skipun í trúnaðarstöður flokksins á fyrstu árum hans, að hann varð til við samruna tveggja flokka, íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Auðvit- að hlýtur þetta að hafa haft veru leg áhrif innan flokksins fyrstu árin. Taka hefur þurft til- lit til manna úr báðum þeim flokkum, sem að stofnun -Sjálf- stæðisflokksins stóðu. Um þetta vitum við ekki, nema þeir menn sem þekkfu þessa atburði innan frá gæti þess, að sú saga gleym- ist ekki með öllu. Ekki væri síður fróðlegt fyrir síðari tíma menn að vita ná- kvæmlega hvað gerðist þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði og Sósíalistaflokkurinn var stofnað- ur. Hvað vakti raunverulega fyr- ir Héðni Valdimarssyni á þeim tíma, hverjir léku stærstu hlut- verkin í þeim samningum, sem fram fóru áður en til klofnings Alþýðuflokksins kom og hvaða afleiðingar og áhrif hafði það á starfsemi Alþýðuflokksins síð- ar. Hin raunverulega saga þessara atburða er enn geymd með mörg um þeirra manna, sem nú standa framarlega í íslenzkum stjórn- málum og verði þeir ekki til þess að skrá hina réttu atburðarás, er ákaflega hæpið, að hún muni varðveitast þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Hér er návígi svo mikið í stjórnmálabaráttunni, að erfitt er um vik að skrifa nokkuð um þessi mál nú, en nauðsynlegt er, að íslenzkir sagnfræðingar síðari tíma hafi aðgang að réttum heim ildum, til þess að stjórnmálasaga íslands á 20. öldinni verði rétti- lega og sannlega skráð, en ekki ófullkomin saga, sem bygg- ist einungis á skrifum blaða frá þessum tíma. Miklar umræður um landbúnaðar- mál Mikið hefur verið rætt um landbúnaðarmál á undanförnum vikum. Þau mál eru mjög til um ræðu á hverju hausti eftir að verðlagning landbúnaðarvara hefur farið fram og verðið þá gjarnan hækkað frá síðasta ári. Þessar umræður hafa fyrst og fremst mótast af hálfgerðu orða- skaki um smávægilegri þætti þessara mála en minna hefur verið fjallað um hin raunveru- legu vandamál íslenzks landbún- aðar. Eðlilegt væri, að tal manna um landbúnaðarmálin beindist fyrst og fremst að þeim atriðum, og er ekki ólíklegt, að hin smærri atriði, sem mest eru rædd mundu þá leysast af sjálfu sér, ef skyn- samleg niðurstaða fengist í frjáls um umræðum um hin raunveru- legu vandamál, sem bændur í landinu eiga við að etja. Getum lært af Dönum Auðvitað hafa miklar fram- farir orðið í landbúnaði á und- anförnum áratugum. Um það er ekki deilt. Vélbúnaður hefur ver ið geysimikill og ræktun farið vaxandi. Allt hefur þetta leitt til þess, að bændur hafa framleitt meira magn landbúnaðarafurða með minni kostnaði og minna vinnuafli en áður. Samt sem áð- ur er vafalaust ákaflega mikið sem við getum lært af öðrum þjóðum og þá er ekki sízt ástæða til að kynna sér rekstur landbún- aðarins hjá nágrannaþjóð okkar Dönum. Sá, sem þetta skrifar hefur starfað bæði á íslenzkum búum og dönskum og veit, að enh skort ir nokkuð á, að vinnubrögð við landbúnaðinn hér á landi séu svo fullkomin, sem ástæða væri til, og í þeim efnum getum við vafalaust lært mikið af dönsk- um bændum. Að vísu hefur súgþurrkun og hinn mikli vélakostur auðveldað bændum mjög heyöflun á sumr- in, en staðreynd er það, að danskir bændur, og raunar bænd ur á öðrum Norðurlöndum, hafa lengi viðhaft einfaldari aðferðir við heyþurrkun en tíðkazt hefur hér á landi. Vera má, að þær aðferðir væru ekki nothæfar hér sökum veðurlags, en sjálfsagt væri fyrir íslenzka bændur að kynna sér hætti frændþjó'ðanna í þessum efnum. Þá má ekki gleyma því, að miklu máli skiptir, að bústofn- inn sjálfur gefi mesta arð, sem unnt er. f Danmörku eru t.d. aðallega tveir kúastofnar, rauða danska kýrin og jersey-kýrin. Hin fyrrnefnda mjólkar til muna meira árlega en kýr hér á landi. Hin síðarnefnda gefur miklu feitari mjólk en isienzka kýrin." Á undanförnum árum hefur nokkuð verið um bændafarir til annarra landa, sérstaklega Skot- lands, og er slikt vissulega góðra gjalda vert. Ástæða væri þó til að gera íslenzkum bændum kleift að kynnast meir og betur en nú búskaparháttum í öðrum löndum, og er enginn vafi á því, að þeir mundu margt geta af því lært, sem stuðlað gæti að árangursríkari og einfaldari bú- skaparháttum hér á landi. Sums staðar er ekki hægt að búa Menn verða einnig að gera sér ljóst, að enn er búið á íslandi, þar sem raunverulega er ekki hægt að búa. í sumum hlutum landsins er enn haldið við býl- um, þar sem lítil tækifæri eru til stækkunar. Afleiðingin verð- ur gjarnan sú, að bændur á þess- um býlum lifa varla mannsæm- andi lífi, og hafa litla sem enga möguleika á að bæta þar um. T.d. er það svo í Skötufirði við ísafjarðardjúp, að þar eru átta bæir, sem búið er á, en einung- is tveir þessara bæja hafa ein- hverja möguleika á verulegri ræktun. Hinir hanga utan í stórT grýttum fjallshlíðum. Á þessum stað eru aðstæður einnig þannig, að allir flutningar til og frá fara fram á sjó, sem skapa margvís- leg vandamál að vetri til. Margir bændur, sem búa á þessum stað og ýmsum öðrum stöðum víðsvegar um landið, þar sem varla er orðið búandi miðað við þær kröfur sem menn gera nú á tímum til búskapar, halda fast við sína gömlu heima- byggð af tryggð og tilfinninga- semi, en margir vildu líka gjarna losna, ef þeir hefðu til þess fjár- ráð að setjast niður við búskap annars staðar á landinu. f þeim tilvikum er sjálfsagt, að opinber- ir aðilar greiði fyrir því, að þeir bændur, §em vilja flytjast af jörð um, sem litlir möguleikar eru á til aukinnar ræktunar, geti tekið sig upp og flutt til annarra staða þar sem þeirra bíður betra líf. Hér er sjálfsagt ekki úm stór- an hóp bænda að ræða, en hann er fyrir hendi, og þá er ekki óeðlilegt, ef þeir hafa áhuga á því að flytjast til búsældarlegri héraða, að þeim sé gert það kleift, svo þeir séu ekki bundn- ir með skuldabagga við býli, sem lítil tækifæri gefa í framtíðinni. Ræða þarf landbúnaðarmálin frá rótum. Hér hefur verið bent á nokkur atriði, sem vissulega skipta miklu máli, en lítið eru rædd, þegar um landbúnaðarmál er fjallað. Það er hins vegar með landbúnaðarmálin, eins og svo margt annað í okkar landi, að þau þarf að ræða og af fullkominni hreinskilni, og leitast við að finna einhverja þá ..lausn, sem allir geta sætt sig við og miðar að því að framleiðslu- aðferðir landbúnaðarins geti skilað ódýrari framleiðsluvöru en nú er. í þessum efnum mega menn ekki láta gamla fordóma spilla fyrir. ekki heldur pólitíska hentistefnu. Allir þeir, sem land- búnaði unna og vilja honum vel, þurfa að taka höndum saman um að finna viðunandi lausn á ýms- um þeim vandamálum sem is- lenzkur landbúnaður á við að etja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.