Morgunblaðið - 31.10.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunmidagur 31. október 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Áttu við, hvort ég vildi vera gift honum? — O, þú gengir ekki í augun á honum. — Þakka þér fyrir orðið. — Hann vildi víst heldur vera giftúr mér. Hún varð hneyksluð á svip- inn. — Nú, er hann einn af þeim? — Já, hann er, eins og þú segir ,,einn af þeim“ — eða það held ég að minnsta kosti. — Ja, hérna! Og svo sagði ég henni frá David Dane og íbúðinni hans og hundinum og þurrkaða höfð- inu, og hvað honum þætti gam- an að sitja í dragsúgi. — Þetta má vera einkennileg- ur úngur maður, sagði hún, þeg ar ég gerði hlé á frásögninni, til þess að súpa á glasinu. — Já, hann er heldur betur andstyggilegur og ég skal gera honum einhverja bölvun, sem hann getur svo notað í auglýs- ingaskyni. — Nú ertu orðinn hefnigjarn. — Hvaða hefnigirnd er í því? — Þú gætir eyðilagt fyrir honum atvinnuna hans. — Ef hann er morðingi, eyði- leggst hún af sjálfu sér, benti ég henni á, og meðan hún var að hugleiða það, fékk ég mér í glasið aftur. Hún leit á klukkuna og sagði. Þú vildir víst ekki sjá „Horfðu reiður um öxl“ aftur í kvöld? — Nei sannarlega ekki. — Mér datt rétt í hug að nefna það. — Ég er þegar búinn að hafa þrjá menn reiða í dag, sem spýttu í augað á mér — og það nægir. Og svo verð ég að fara út aftur. En láttu það ekki hslda þér aftur, þú getur tekið Lindy með þér. — Hún er nú farin út. . með honum Georg. 14 — Hversvegna fórstu ekki með þeim? Þú hefðir getað haft auga með þeim. Til.hvers eru þessar tengdamömmur? Hún glennti upp augun. — Heldurðu, að hann sé að hugsa um að giftast henni? — Vel hefði honum hafa get. að dottið það í hug. — En hún er ekki nema sext- án ára og enn í skóla. Og þá datt mér það allt í hug aftv'r: Frú Twist, þreytt og von- laus, í svörtum kjól og með ein- falt perluband um hálsinn. ,,Bara sextán ára og enn skóla“.... Ég leit til Mildred. Þetta gæti komið fyrir hvern sem er .... jafnvel mig.... Ég stóð snöggt upp og setti frá mér glasið. BARNAÆVINTYRIÐ '■* — Hvemig væri að fóðra grip- inn? sagði ég. Hún skildi, hvað ég átti við og gekk þegj&ndi út. Ég labbaði út að glugganum, dró tjaldið frá honum og horfði út í myrkrið. Ég gat séð skugg- ann minn á votum grasblettin- um, og trén, sem svignuðu fyr- ir vindinum, úti við girðinguna. Svo heyrðist í flugvél ,sem nálgaðist flugvöllinn, drynj- andi, þrjár mílur í burtu. Svo var hún horfin. Ég opnaði sjónvarpið og hlammaði mér niður í stólinn aftur. Þá heyrði ég til Mildred utan úr eldhúsinu. — Meðan ég man, hún Lindy var að spyrja, hvort ]>ú værir laus á miðvikudaginn. — Til hvers? — Það er skólaleikurinn. Alveg var ég búinn að gleyma því. Shakespeare í skólanum — og það meira að segja frú Mac- beth! Verði þeim að góðu! Ég staulaðist fram í eldhús og horfði á Mildred, sem var að opna laxdós. Ég skal koma ef ég get, sagði ég. — Klukkan hvað? — Miðarnir eru á skápnum. Reyndu að koma. annars verð- ur hún svo vonsvikin. — Hvernig gengur henni með hlutverkið? Hún fleygði dósinni í rusla- fötuna, svo að glumdi ,í. — Hvernig ætti ég að vita það. Ég er búin að heyra þess- ar andstyggilegu setningar, þangað til ég er orðin blá í framan. Ég held, að ég gæti ver- ið ágætis Macbeth! Ég horfði á hana með nýjum áhuga og reyndi að hugsa mér hana með hjálm á höfði með hornum á og í loðskinnsúlpú. En ég aftraði henni nú samt með hægðinni. Hún sneri sér aftur að matnum, sem hún var að útbúa. — Viltu borða hérna eða inni í stofu? sagði hún. — Inni í stofu, sagði ég og var vandræðalegur. — Ég opn- aði sjónvarpið. Og svo sat ég og gerði mér gott af laxinum, meðan ég horfði á myndina. amu* ÞAÐ var nú ekki svo sérlega langt síðan Galsi og Golsi höfðu komið út úr eggjunum, en þeir voru nú samt búnir að læra að fljúga, og nú áttu þeir að fara að bjarga sér sjálfir ,án þess að hafa allt af pabba og mömmu til að troða matnum upp í munninn á þeim. — Ég er orðinn þreyttur á þessu eilífa brauði og korni, sagði Galsi. — Ég held ég vilji verða ræningjafugl. — Segjum tveir, sagði Golsi, — við skulum verða ræn- ingjafugíar. En fyrst verðum við að æfa okkur í að vera hræðilegir útlits, því að annars getur enginn séð, að við erum ræningjar. Meðan þeir voru að æfa sig að vera hræðilegir útlits, töluðu þeir um, hvar bezt mundi verða að ræna. — Ég sting upp á, að við byrjum á maurunum, sagði Galsi, — það er áreiðanlega bezt að byrja smátt, líka fyrir ræningja. — Það held ég sé klóklegt, sagði Golsi, — maurarnir eru ekki stærri en ípað, að við ráðum áreiðanlega við þá, og mauraegg hljóta að vera góð á bragðið. Ég sting upp á að við byrjum strax, ég veit af ágætri mauraþúfu, sem við 1 getum rænt. í sama bili kom lítill fugl haltrandi neðan undir grein- inni, þar sem þeir sátu. En sá leit nú laglega út! Fiðrið á honum var svo úfið, og svo skrækti hann og veinaði, eins og honum væri eitthvað illt. — Hæ, félagi, hver ert þú, og hvað hefur komið fyrir þig? Getum við nokkuð hjálpað þér? — Æ, æ, æ! kveinaði litli úfni fuglinn, — ef þið bara getið hjálpað mér heim, hressist ég fljótt aftur. Meðan Galsi og Golsi hjálpuðu litla félaga sínum heim sagði hann þeim, að hann hefði líka ætlað sér að verða ræningjafugl, og hefði því ráðizt á mauraþúfu til að taka eggin mauranna. En það hefði hann aldrei átt að gera Maurarnir gátu bitið frá sér, og loks hefði hann orðið að flýja, án þess að ná í eitt einasta mauraegg. Þegar Galsi og Golsi höfðu komið vesalings ræningjafuglinum í rúmið flugu þeir aftur upp kirsiberjagreinina sína. — Á ég að segja þér, sagði Galsi, — mig langar ekkert lengur að vera ræningjafugl. — Sama segi ég, sagði Golsi, — og brauð og korn er nú annars nógu gott á bragðið. Eigum við að fljúga og sjá hvort hún frú Hansen hefur sett eitthvað gott handa okk- lir inn í hænsnahúsið? 4. kafli. Á miðnætti, í dynjandi slag- veðri, stóð ég aftur fyrir framan neonljósið yfir dyrunum í Há- setaklúbbnum. Ef frá er talin suðan, sem Ijósið gaf frá sér öðru hverju, var allt kyrrt og >ögult. Ég var órólegur. Ég fann til einhvers fiðrings milli herða- blaðanna, sem ég var ekkert hrifinn af. Einhver þrammaði hinumegin á götunni, en ég sá hann ekki nema sem skugga. Ég horfði á gluggana með hler- unum fyrir, þar var enga ljós- glætu að sjá; þeir voru eins og blind augu og álíka óhugnanleg. Ég horfði á ógreinilega mynd franska hásetans, sem glotti til mín ofan af veggnum, og and- litið minnti einhvernveginn á annað andlit — af stelpudræsu eins og skapari þessara mynda héldi síg mest að þessháttar and ^ litum. Ég dró upp úr vasa mínum lykilinn, sem gekk ekki að úti- dyrunum hjá frú Twist, og hélt honum á loft, eins og bjáni, þeg- ar dyrnar opnuðust hljóðlaust, og ég var farinn að horfa beint augun á manninum sem var á veggnum. Báðum varð dálítið bilt við og við horfðum hvor á hannan og hann tók eftir lykl- inum í hendinni á mér. Get ég hjálpað yður? spurði hann loksins. Hann var klæddur eins og franskur háseti, og eitthvað í fari hans varð til þess að míg langaði að vera kominn heim. Yfir öxlina á honum gat ég séð í dauft lýstan gang, en þaðan lá stigi niður í kjallarann. Allt í einu heyrði ég hlátur og svo í píanói, þegar einhver opnaði dyr, en svo varð þögn þegar þær lokúðust aftur. — Get ég fengið að tala við eigandann? — Ég er hræddur /um, að hann sé ekki við eins og er. En kannski vilduð þér koma seinna? — Hvenær? Hann hikaði. — Eruð þér fé- lagi? — Nei, það er ég ekki. — Má ég spyrja um nafn yð- ar? Ég ýtti að honum nafnspjald- inu mínu harkalega. Það var svo dimmt þarna, að hann varð að nota eitt af þessum vasaljós- um, sem eru eins og penni. Þeg- ar hann hafði lesið á spjaldið, brá honum sýnilega. — Þér skuluð ekkert, vera hræddur, fullvissaði ég hann þurrlega, og sá um leið, að hann leit laumulega um öxl. Þetta er engin húsleit, heldur þarf ég bara að tala fáein orð við eig- andann. Ég ruddist fram hjá honum og tók mér stöðu á dyra- mottunni. Hann var sýnilega í vandræð- um. — Hr. Herter er ekki kom- inn ennþá. Líklega kemur hann seinna, en ég veit bara ekki hvenær. — Hr.......hver... Herter? — Hr. Rodney Herter. — Ég skil. Þá er víst bezt, að ég bíði eftir honum. Hvert á ég að fara? Sem snöggvast virtist hann ætla að segja mér það. Ég reyndi að rýna nánar á hann, eftir því, sem birtan leyfði, og ég gat séð, að þrátt fyrir þessa kurteisislikju, var þetta hörku- tól og hefði íitið betur út í blá- um strigabuxum og leðjurjakka. Hárið á honum var of sítt, og talið hjá honum var eitthvað svo vandlegt, rétt eins og hann væri að gæta framburðar síns. Kannski minnti hann eitthvað á sjóinn, og kannski var hann Spánverji eða Malayi — vissu- lega var hann ekki enskur . . . hann hefði jafnvel getað verið Tatari . . . en að minnsta kosti hafði hann aldrei verið kát- ur háseti, þótt hann væri nú þannig klæddur. Hann ákvað sig. — Ef þér vilj ið bíða hér andartak, skal ég ná í forstjórann. Og hljóðlaust og fimur eins og köttur, rann hann niður í kjallarann. Næst- um áður en hann var horfinn, var ég búinn að opna útidyijia- ar og var að prófa lykihnn í skráargafinu á hurðinni, en hann snerist ekki... gekk ekki að, svo að sú hugmynd mín hafði þá verið skökk. Ég bölv- aði í hljóði, lokaði dyrunum hægt og sneri aftur inn í for- stofuna. Á einum veggnum var ein- hverskonar hilla, ætluð fyrir skrifborð, og á henni gestabók, og lítill lampi upp yfir henni varpaði rauðleitum bjarma á blöðin. Ég kíkti forvitinn á nöfn félagsmanna og gesta, og eftir þeim að dæma hafði klúbburinn allfína viðskiptavini. Þeim meg- in, sem nöfn félagsmanna voru, sá ég nafn eins þingmanns, eina tvo leikara og undirmarskálk, sem ég hafði hitt nokkrum sinnum í styrjöldinni. Ég fletti blöðunum til baka. Þrem kvöld- um áður hafði Úrsúla Twist skrifað sig þarna inn — það var viðvaningsleg rithönd. And- spænis hennar nafni — gesta- megin — var nafn Alberts Hall, og sama kvöldið haíði Perlita Brenda Martin. Barker innritað konu að nafni Ég heyrði fótatak að baki mér. Vingjarnlegur, miðaldra maður í smókingfötum heilsaði mér. En að baki honum í hálf- birtunni var dólgurinn á ferð, í einkennisbúningnum sínum. — Afsakið, að ég lét yður bíða, fulltrúi. Ég heiti John Neal ,og er hér framkvæmda- stjóri. Hvað get ég gert fyrir yður? Hann hafði rétt fram hönd- ina, svo að ég tók í hana og hristi hana, hún var sterk og þuri. — Ég var nú að vonast eftir að geta talað við hr. Herter, en mér skilst, að hann sé ekki hér á ‘staðnum eins og er. En kannski gætuð þér séð af nokkr um mínútum í staðinn? — Já, sjálfsagt. Viljið þér koma hérna með mér? Hann benti á hálfdimma stig- ann, en þegar ég ætlaði að fara að stíga upp í hann, kom há- setinn og spurði mig, hvort ég vildi skilja eftir frakkann minn. Neal sagði, að það gæti verið gott, því að þá gætum við setið inni í salnum og .fengið okkur eitt glas, og það leizt mér vel á og fór úr frakkanum. — Hvað heitið þér? spurði ég þjóninn. — Miguel, herra. — Spænskur? — Frá Möltu, herra. — Þér talið vel ensku. Það skein í tennurnar í hon- um, og að minnsta kosti þrjár þeirra voru gulls ígildi. — Þakka yður fyrir, herra. John Neal gekk á undan mér upp stigann og inn í eitthvað, sem við fyrstu sýn virtist vera stór og víður salur. Þegar augu mín höfðu vanizt þessu hálf- rökkri, sem þarna var alls stað- ar, fór ég samt að geta séð, að þarna voru dimm skot út úr salnuirx og margir básar lengra burtu. Þetta var hreinasta kan- ínubú, og virtist helzt hafa ver- ið vínkjallari, einhverntíma í fyrndinni. í flestum básunum voru borðlampar með Ijósrauð- um hlífum yfir, en öll miðjan af gólfinu var gljáfægð, eins og það væri ætlað fyrir dans eða leiksýningar, og lengst í burtu var pallur með flygli á, og við hljóðfærið sat negri sem var að leika á það. Hann var í þessu bili að leika af fingrum fram, en tveir gulir ljósdílar léku um hann, og fólkið var raunveru lega að hlusta, en það var dá- lítið óvenjulegt, samkvæmt minni litlu reynslu af nætur- klúbbum. Neal fór með mig að borði og við settumst , og ég sneri baki að vegg, til þess að geta séð það, sem fram færi þarna. Irtgi Ingimundarson hæstaréttarlömaður Klapparstíg 26 IV hæð Sími 24753. Rauða myllan Smurt. brauð, lieilar og náifar sneiðar. Opið frá kl. 8—23,30. Sími 13628 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.