Morgunblaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 12. nóv. 1965 Ötgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askríftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. FYRIRSPURNAR TÍM- INN Á ALÞINGI 17'yrir nokkrum árum var tekinn upp á Alþingi sérstakur fyrirspurnartími. — Fyrirspurnum frá þingmönn- um er útbýtt prentuðum í sameinuðu Alþingi, og þeim síðan svarað af ráðherra að viku liðinni. Er þá sá háttur hafðui: á, að fyrirspyrjandi gerir stuttlega grein fyrir efni fyrirspurnar sinnar, en ráð- herra svarar síðan. Að ræðu ráðherra lokinni hefur fyrir- spyrjandi rétt til stuttrar ræðu og aðrir þingmenn geta tekið til máls einu sinni. Er ræðutími þá takmarkaður við fimm mínútur. Þessi fyrirspurnartími á Alþingi hefur að ýmsu leyti gefizt vel. Margvíslegar upp- lýsingar hafa komið fram um fjölmörg mál, sem þjóðina varðar. En nokkur galli er þó á þessum fyrirspurnartíma. Hann er alltof þungur í vöf- um. Þingmenn nota hann oft til þýðingarlítils karps og fyrirspurnirnar leiða iðulega til almennra umræðna, sem f jöldi þingmanna tekur þátt í. Svarræður ráðherra eru líka yfirleitt alltof langar. í Bretlandi, þar sem fyrir- spurnartími þykir til fyrir- myndar, er það algengt að svarað sé 50 til 60 fyrirspurn- um á einum til tveimur klukkutímum. Umræður eru þar bannaðar í fyrirspurnar- tíma, og svör ráðherra eru ör- stutt. Æskilegt væri, að hið brezka skipulag á fyrirspurn- artímanum væri tekið upp á Alþingi íslendinga. Tilgangur fyrirspurna á þingi á fyrst og fremst að vera sá, að fá skýr- ar og hnitmiðarar upplýsing- ar um tiltekin mál. Almennar umræður eiga því ekki heima í fyrirspurnartíma. Þingmenn hafa nóg önnur tækifæri til þess að rökræða málin. Það er einnig ástæðulaust að ráð- herra flytji ítarlegar ræður við slík tækifæri. Fyrirspurn- artímanum er fyrst og fremst ætlað að leiða í Ijós áreiðan- legar upplýsingar um skýrt afmörkuð málefní. Þess vegna á ekki að misnota hann til málþófs eða gera úr honum pólitískar eldhúsumræður. LISTASAFN ÍSAFJARÐAR ITestur á ísafirði hefur ný- * lega verið myndaður sjóð- ur sem hefur það höfuðverk- efni að koma á fót listasafni í bænum, með kaupum á lista- verkum, málverkum og högg- myndum eftir ákvörðun sjóðsstjórnar. Stofnfé þessa sjóðs var 487 þúsund krónur, en við síðustu áramót voru í sjóðnum 545 þúsund krónur. Stjórn hins ísfirzka lista- safns hefur nú hafizt handa um listaverkakaup. Á síðasta listaverkauppboði hér í Reykjavík voru keypt tvö málverk til handa listasafni ísafjarðar, annað eftir Jó- hannes S. Kjarval, en hitt eftir Þórarinn B. Þorláksson. Áður hafði safninu verið gef- ið málverk eftir Kristján Magnússon, listmálara frá ísa firði, sem látinn er fyrir all- mörgum árum. Það er vissulegá ástæða tfl þess að fagna því, þegar einn af elztu kaupstöðunum hér á landi hefst handa um slíka menningarstarfsemi. Hér mun um að ræða fyrsta listasafnið sem stofnað er utan höfuð- borgarinnar. Þarf ekki að efa að hinu nýja listasafni ísafjarðar muni verða vel til liðs. Slík menningarstofnun mun ekki aðeins verða íbúum bæjarins til gleði og menn- ingarauka. Hún mun verða sjálfu bæjarfélaginu til sóma og eflingar. SKIPULAG REYKJAVÍKUR- BORGAR TTin fróðlega ræða Geirs 4 4 Hallgrímssonar, borgar- stjóra, á síðasta Varðarfundi gaf góða hugmynd um það geysimikla starf, sem unnið hefur verið að hálfu borgar- yfirvaldanna undanfarið að skipulagsmálum borgarinnar. Borgarstjóri gat þess að aðal- skipulagið nái yfir tuttugu ára tímabil, árin 1962 til 1983. Hinir mörgu þættir skipu- lagsins hafa nú verið felldir saman í eina heild. Geir Hall- grímsson kvað$t vona að hið nýja skipulag yrði grundvöll- ur að vexti og viðgangi Reykjavíkurborgar í framtíð- inni. Bætt skipulag byggðarinn- ar hefur að sjálfsögðu fjöl- þætt áhrif á líf og starf fólks- ins. Það er ekki sízt þýðingar- mikið fyrir þróun umferðar- innar. Borgarstjóri gat þess, að árið 1962 hefðu hverjir 1000 íbúar Reykjavíkur átt 103 bíla, en árið 1983 væri gert ráð fyrir að bifreiðaelgn Reykvíkinga næmi 330 bílum á hverja þúsund íbúa, eða einum bíl á hverja þrjá borg- arbúa Þ A Ð mun enn flestum í fersku minni, er sagað var íöfuðið af „Hafmeyjunni“, kunnustu styttu í Kaup- mannahöfn. Sá atburður vakti heimsathygli, enda var um að ræða fáheyrt skemmdarverk. Um síðustu helgi voru framin spjöll á mörgum styttum af konungum. — Voru 'á þau máluð ýmis slagorð, sem einkum var beint gegn konungdæminu í Danmörku, svo og haka- krossar. Enn hefur ekki tekizt að hafa hendur í hári spell- virkjanna, þótt þeir hafi haft sig í frammi á torg? um í miðborginni, og víða, þar sem mikil umferð er. ’ Hafa þessir atburðir vak- ið mikla athygli í Dan- mörku. „Lifi lýðveldið" — „Niður með konungdæmið“ var mál- að með stórum, rauðum og gulum stöfum á styttu Frið- Stytta Kristjáns sjöunda eftir spellvirkið. Spellvirki í K-höfn: „Lifi lýðveldiö „Niður með konungdæmið" Styttur í miðborg Kaupmannahafnax málaðar að næturlagi — óvíst, hverjir voru að verki riks sjöunda, við Kristjáns- borgarhöll, aðfaranótt mánu- dags. Málningin hafði ekki enn náð að þorna, er lögregl- an kom á vettvang. Málað var á fleiri konunga- styttur í miðborginni, alls kon ar slagorð og tákn, en engin lýsing mun þó enn hafa feng- izt á spellvirkjunum. Öll stytta Kristjáns tíunda, við Sct. Anæ torg, var máluð. Stytta hestsins, á Kongens Nytorv, var útmáluð í haka- krossum ,og slagorðum. í»ar fann lögreglan málningardós, sem rannsökuð hefur verið, m.a. vegna fingrafara. Málaður var hakakross fyr- ir framan sendiráð S-Afríku, og setningin „Niður með Ver- woerd“, „Lifi frelsið" og „Nið- ur með einræðið“. Spellvirkjarnir settu ein- kennisstafi sína á allar stytt- ur, sem þeir máluðu, „Gr. 61“. Það verður mikið verk að þrifa stytturnar, og sumar verður að fægja, með miklum tilkostnaði. Mjög erfitt reyndist t.d. að ná málningunni af styttu Kristjáns sjöunda. Þá hafði liturinn festst illa á stein- styttu Kristjáns tíunda, enda stafirnir stórir, allt að hálfs metra háir. Langt er síðan slík skemmd- arverk hafa verið framin í stórum stíl í Kaupmannahöfn, og engin vísbending enn feng- izt um, hverjir þar voru að verki. Allsherjarþingið: Miklar umræður um aðild Kína New York 9. nóv. — NTB. SOVÉTRÍKIN kröfðust þess í gærkvöldi að Kín,a yrði þegar samþykkt sem fullgildur með- limur í Sameinuðu þjóðunum, og réðust um leið harkalega á stefnu Bandaríkjanna í SA-Asíu. Á fundi Allsherjarþingsins í dag lagðist fulltrúi Madagascar gegn því að Kína fengi aðild að sam- tökunum. Sagði fulltrúi Mada- gacar að SÞ myndu spilla fyrir sjálfum sér með því að útiloka Formósu úr samtökunum eftir að landið hefði unnið dyggilega og vel í samtökunum í tvo ára- tugi. Full'trúinn, Louis Rakotomala- la, sagði að skoðun Madgascar væri sú, að Kínverska alþýðu- lýðveldið uppfyllti ekki þau skii- yrði, sem sett væru fyrir þátt- töku í SÞ, þar eð Kína hafi opin- berlega sýnt fyrirlitningu sína á samtökunum, ógni friðnum og styðji undirróðursstarfsemi . í lxjndum, sem ekki eru á sama máli og Peking. Fulltrúi Alsír lagði áherzlu á það ástand, sem hann taldi að ríkti á meðan Kína stæði utan samtakanna, og taldi hann það vera gróft brot á sáttmála SÞ, sem kvæði svo á um að stór- veldin fimm skuli tryggja heims- friðinn. Hann sakaði Bandaríkin um að hafa hafið sig upp yfir sáttmálann með því að beita rauniverulegu neitunarvaldi tid Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.