Morgunblaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLADIÐ
Fostudagur 12. nóv. 1985
n
Þórdís Gísladóttir
— Minningarorð
HÚN var fædd að Valdasteins-
Btöðum í Bæjarhreppi, Stranda-
sýslu, þ. 29. maí 1872. Foreldrar
íhennar voru Gu'ðrún Hannesdótt
ir og Gísli Magnússon, sem þar
Ibjuggu lengi, en siðast að Saur-
um í Miðfirði. Ólst hún upp hjá
Ifioreldrum sínum og dvaldist
með þeim, meðan bæði lifðu.
Þegar ég, sem þessar línur
lita, var tveggja ára gömul,
mi'sti ég móður mína. Faðir minn
fcom mér þá fyrir á Saurum.
IÞórdís var þá í foreldrahúsum
og hjálparstoð mó'ður sinnar. Það
varð n>ú eitt af hennar verkum að
taka að sér móðurlausa barnið,
sem komfð var á heimilið, en
ekkert stóð hjarta hennar nær,
en litlu börnin og þeir, sem veik
ir voru og hjálparvana. Henni
var því ljúft að annast mig og
gerði það af kærleika. Hún var
ríkuglega gædd kostum góðrar
Ihjúkrunarkonu, enda var hún oft
kvödd að beði sjúkra og deyjandi
það þurfti jafnvel ekki alltaf að
fcvaka til hennar, svo hún veitti
liðsinni sitt. Hún var ætíð kær-
fcomin og hjúkrun hennar og
Ihuggun reyndist mörgum ómetan
leg, bæði sjúklingnum og ástvin-
sm hans. Guð styrkti hana í
starfi.
Er hún var ortSinn fullorðin,
stóð henni til boða að helga sig
Ijósmóðurstörfum og læra þau
íræði, en sú þrá hafði frá æsku
brunnið henni í brjósti. Af því
igat þó ekki or'ðið. Alloft var
Ihennar þó síðar vitjað til sæng-
urkvenna og lánaðist aðstoð
Ihennar jafnan vel. Sársaukalaust
var henni ekki að hafna þessu
mámsboði. Þó sá hún ekki eftir
Iþeirri ákvöi'ðun, því móðir henn
ar var farin að heilsu og þurfti
dkSttur sinnar með. Bar hún líka
gœfu til, að annast móður sína,
að síðustu og hjúkra henni í
langri og strangri sjúkdómslegu,
unz hún lézt fáum árum eftir að
ég kom á heimilfð. Nokkru síðar
kom Jósef heitinn Guðmundsson
aifi minn að Saurum og þau fóru
Ifióru að búa saman hann og hún
„Dísa mín“, sem ég kallaði hana,
en það gælunafn var mér einkar
kært. -
Afi minn hafði orði’ð fyrir
þungum raunum. Hann hafði á
skömmum tíma mist foreldra
sína og einn bróður, eiginkonu
og sex börn af átta. Síðast dó
móðir min, þá var líka reynslu-
bikarinn barmafullur. Þá kom
Dísa mín sem vermandi sólar-
geisli inn í líf afa míns. Guð gatf
þeim tvo efnilega syni, Loft
Þórarinn og Gúðjón Daníel. Önn
ur börn afa míns, sem lifðu og
náðu fullorðinsaldri, auk móður
minnar, eru Kristín sem giftist
Magnúsi Pálssyni, hreppstjóra að
Staðarhóli í Höfnum og gengdi
þar Ijósmóðurstörfum um 40 ára
skei'ð og Guðmundur, sem þar
var hreppstjóri að mági sínum
látnurn.
Fyrsta búskaparár sitt bjuggu
þau á Saurum, en jörðin er lítil
og ekki til skiptanna, en Magnús,
bróðir Þórdísar, var þá giftur og
farinn að búa. Tóku þau þá á
leigu hálfa jörð Súluvelli á Vatns
nesi. Þar bjuggu þau nokkur ár
og síðan á ýmsum stöðum á
Vatnsnesi þar sem þau gátu feng
fð leigða jarðarhluta, eins og fá-
tækt fólk mátti hafa í þá daga.
Fylgja slíkum hrakningum mikl
ir örðugleikar, sem sá veit gjörst
sem reynir.
Þórdis fióstra mín var greind
kona, glöð í lund, sagði meiningu
sína, en ætíð með hlýleik og
skilningi. Hún var hagmælt vel,
en fór dult með. Ég læt hér tvær
vísur sem hún gerði fyrir fiáum
árum og lýsa henni vel:
„Ég elska sólskin, yl og fri'ð,
æskugleði sanna.
Bláan himin, blóm og klið,
blíðu vordaganna."
og
„Höndin mín er beinaber,
bráðum þrotinn máttur.
Nær sem Drottinn þóknast þér
þagnar andardráttur."
Hún var framúrskarandi söng
elsk og hafði mikla og fagra
rödd. Kunni hún og ógrynni
laga, og var eftirsótt við kirkju-
söng. Á heimili hennar var les-
inn húslestur bæði á sunnudög-
um og eins á föstunni og voru
þá sungnir Passíusálmar og
kunni hún lög vi'ð þá alla, Bók-
hneigð var hún og las mikið eftir
því sem tími og ástæður leyfðu.
Hún var ríkulega gædd frásagn-
arhæfileika og sagði svo frá, að
unun var á að hlýða. Mikil var
tilhlökkun okkar krakkanna til
rökkurstundanna, Þá tók hún
prjónana sína og sagði okkur sög
ur og æfintýri svo ógleymanlegt
varð hverjum þeim er á hlýddi.
Ég var á heimili þeirra til árs
ins 1920, að ég giftist Þórhalli
Bjarnasyni og stofnaði mitt eig-
ið heimili. Nokkrum árum síðar
kvæntist eldri sonurinn, Loftur,
Margréti Gúðmundsdóttur frá
Gnýstöðum. Voru þau með for-
eldrum hans og tóku smásaman
við búi. Þau festu kaup á jörð-
inni Ásbjarnarstöðum og fluttust
þangað vorið 1936. Þanga'ð flutt-
ist fjölskyldan öll og var fögnuð
ur foreldranna mikill, að sjá
þar fram á framtíðarheimili son-
anna beggja. En um sumarið dó
svo afi minn, nær 82 ára að aldri.
í þrjátíu og eitt ér höfðu þau,
fóstra mín og hann, þá búið sam-
an og deilt kjörum í blíðu og
stríðu.
Skömmu síðar kvæntist Guð-
jón, yngri sonurinn, Sigrúnu Sig
urðardóttur frá Katadal. Fengu
þau hálifa jörðina og byggðu þar
nýbýlið Ásbjarnarstaðir 2. en
öll bjuggu þau fyrst í sama bæn
um, þótt þröngt væri um, en
allt gekk vel, þvi mikið ástríki
var með bræðrunum alla tíð og
fullkomin eining ríkti á heimil-
unum bá'ðum, sem eitt væri.
Þau hjón, Sigrún og Gúðjón,
hafa eignast sex efnileg börn,
sem nutu ástríkis og umhyggju
ömmu sinnar, Sat hún tíðum við
litla rúmið þeirra, þegar með
þurfti og þerraði tár af kinn,
ef móti blés, það veitti henni
mikla ánægju a’ð mega hafa þau
hjá sér og taka þau í kjöltu sína,
segja þeim sögur og stytta þeim
stundir á annan hátt. Og gott
þótti þeim líka að hlaupa inn til
„gömlu ömmu“ og láta hana
verma kalda hönd eða greiða úr
vanda.
Frá fyrstu tíð var fóstra mín
mjög nærsýn. Ágerðist sjóndepr-
an með aldrinum svo hún var
nærri blind, þá var og heyrnin
svo farin, að hún heyr’ði ekki
nema með heyrnartæki. Þótt hún
næði háum aldri, var hún ekki
heilsu hraust um æfina, gekk
m.a. undir stóra uppskurði. Á
síðari árum var hún oft mjög
veik og alveg rúmföst nokkur
þau síðustu. Andlegri reisn hélt
hún til hins síðasta og var jafn-
an glö'ð í lund sem fyr. Naut hún
ætíð ástúðar og umhyggju tengda
dætra sinna beggja og annarra
vandamanna. Sonarbörnin lásu
fyrir hana til skiptis, henni til
mikillar ánægju. Komu þau jafn
an kvölds og morgna að bjóða
ömmu sinni góðan dag og góða
nótt, með kærleiks kossi. Svo
gera a'ðeins góð börn góðri
ömmu. Hún var alla tíð á heim-
ili Lofts sonar síns og Margrétar
og hlaut hjá henni ágæta hjúkr-
un, en þung raun var það henni
þegar Loftur lézt fyrir meira en
ári, eftir þungbær veikindi.
Þess vil ég geta, að héraðslækn
arnir á Hvammstanga, sérstak-
lega Hörður Þorleifsson og Þór-
arinn Ólafsson, en til þeirra
þurfti oftast að leita, áttu margar
fer’öir til fóstru minnar, í veikind
um hennar og sýndu þar einstaka
alúð og lofsverða hjálpsemi. Og
þegar veikindi herjuðu á Marg-
réti, sem lengi hefir verið heilsu
veil, þá var leitað til vinkonunn
ar Hólmfríðar Levy, sem brá þá
við og annaðist gömlu konuna af
sérstakri hlýju og nærgætni. Oft
heimsótti hún líka þessa öldruðu
vinkonu sína ,enda var vinátta
þeirra einlæg og traust.
Það, sem mér finnst, að ein-
kenndi fóstru mína mest, var
góðvild hennar í allra garð. Hún
vildi færa allt til betri vegar.
Merk kona í Miðfirði sagði eitt
sinn um hana: „Ef allir væru
eins og hún Þórdís, sem ætíð sér
það góða í hverjum og einum og
allt vill bæta, þá væri heimurinn
betri, en hann er“. Hún eignað-
ist marga vini og góðkunningja,
ekki síður þá er miður máttu sín
og ýmsar vinkonur hennar bundu
við hana æfilanga tryggð og trú
naðarvináttu. Hún var líka ein-
læg og staðföst í trú sinni á
guðlega forsjón og handleislu.
Þetta var hinn trausti þáttur í
lífi hennar, sá þáttur, sem bar
uppi allt hennar líf. Og fer það
ekki einmitt saman, trúin á Guð
og góðvild í dagtfari?
Hinn þriðja dag aprílmán. s.L
sofnaði svo þessi góða kona í rúm
inu sínu, sem hún hafði gist i
svo mörg og löng ár. Þar hafði
hún líka þráð að mega deyja.
Hún var jarðsett að Tjörn Þ. 14.
s.m., að viðstöddum fjölmörgum
vinum. Hún var mér, manni mín
um og dætrum, alla tíð sem um-
hyggjusöm og bezta móðir. Allir,
sem henni kynntust, báru til
hennar hlýjan hug og sakna henn
ar. En hvíldin var orðin henni
nauðsyn og férðin yfir landa-
mærin örugg og heimvonin góð.
Svo kveð ég þig að síðustu,
hjartkæra fóstra mín og ástvinir
þínir allir.
Far þú í friði
Friður Guðs þig blessi
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þóra Sigvaldadóttir
Heimilistæki
Iðnaðartæki
Ferðatæki
Kosangas
Sölvhólsgötu 1.
Sími 17171.
v ' ' . /
Pétur ‘ Kósan
Bezt að auglýsa
1 Morgunblaðinu
IJnglingstelpa
óskast til sendiferða á skrifstofu vora.
Vinnutími 1—6 e.h.
JÍiprgaiiilíWiiib
Systrafélagið ALFA
Reykjavik
heldur sinn árlega bazar mánddaginn 15. nóvember
i Góðtemplarahúsinu við Templarasund.
Bazarinn hefur á boðstólum hlýjan ullarfatnað barna
og einnig ýmislegt til tækifæris- og jólagjafa. —
Allt, sem inn kemur fyrir bazarvörurnar, fér til
hjálpar bágstöddum.
Bazarinn verður opnaður kl. 2. — Allir velkomnir.
STJÓRNIN.
Prjónanælonsioppar
Hvítir krónur 248,00.
Mynztraðir krónur 275,00.
Miklatorgi — Lækjargötu 4.
<3B>ávaxtasúpa
SVESKJUSÚPA
<ffi> APRIKÓSUSÚPA