Morgunblaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 12. nóv. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Mér finnst það nú líkara ,,snjó“, eins og þeir kalla það, sagði Bob íbygginn. Hann gafst svo upp og leit kring um sig vonsvikinn. — Þetta er meiri kellingin, þessi Lavalle-kvenmaður. Ég er ekki frá því, að hún þyrfti að gera talsverða grein fyrir sér, þegar við náum í hana. — Já, ef það verður nokkurn- tíma, sagði ég og fitlaði við gler kúlurnar. og fór aftur að hugsa um þessa dásamlegu rödd. Ég fyrir mitt leyti skal aldrei á- fellast hana. Fyrir mér má hún haga sér nákvaemlega eins og hún sjálf vill. Ef ég hefði haft rödd eins og hún og misst hana, hefði ég ekki verið að belgja mig upp á svona óþverra — held ur væri ég ;búinn að stökkva í ána fyrir löngu. — Kannski hefur hún einmitt gert það? Ég varð allt í einu bálvondur og ég vissi,":að ef okkur skyldi takast að hafa hendur í hári hennar, skyldi ég fyrir mitt leyti verja hana þangað til yfir lyki. En ég fann, að ég vonaði, að hún væri dauð. Ég flýtti -,mér að sópa þessu rusli saman'og fól það Saunders á héndur — hann mundi vita, hvað hann aetti að gera við það. Hann sagSi: — Eigum við að fara yfir það, sem eftir er af húsinu núna? Bob sagði allt í einu, rétt eins og honum -væri nú fyrst að detta það í' hug, að hann yrði að fára. Fyrst að borða og síðan til vinnu sincnar aftur. Litla frú jClein var fyrir neð- an stigann og sagði okkur, að kaffið væri 'tilbúið, ef við vild- um fá það. - Og þetta var gott gekk út, veifandi til okkar glað- lega, og bað að heilsa öllum. Ég óskaði þess með sjálfum mér, að honum gæti svelgzt almenni- lega á þessum mat sínum. Við Saunders fengum engan hádegisverð þennan dag. Við þræluðumst gegn um allt húsið, þó ekki mjög vandlega, það var meira formsins vegna, en við vorum að því framundir klukk- an þrjú. Frú Klein var að snigl- ast kring um okkur, með á- hyggjusvip á andlitinu, en hringdi öðru hverju í skrifstofu húsmóður sinnar, og án þess að fá svar. ....... □-------------------------□ 24 □-------------------------D — Hefur hún marga viðskipta menn? spurði ég, og fór að hugsa um alla þessa atvinnu- lausu leikara, sem alltaf voru að heimsækja þessa umboðsmenn sína. — Nei, það gekk aldrei vel, sagði hún, — og heldur ekki meðan maðurinn hennar lifði. — Hún treystir ekki á það ... ég á við með afkomuna? — Hjálpi mér, nei! Hún vann sér inn stórfé meðan hún var á hátindinum. Óperusögnvarar — þeir beztu — eru geysihátt laun aðir. Og hún kunni líka vel með fé að fara. Hún festi mikið fé í hlutabréfum og fasteignum og ekki enn leitað í herberginu mínu? þessháttar . . . og gimsteinum .... sem hún hafði nú fyrst og fremst áhuga á. ,,Gimsteinar falla aldrei í verði“ var hún kaffi. Bob fór í 'yfirhöfnina sína og ORVALSVÖRUR Ó. JOHNSON & KAABER HF. vön að segja. Hún hikaði ekki við að fara í búðir með gim- steina á sér, sem hefðu getað keypt flestar búðirnar út. Já, hún elskaði gimsteina. Ég minntist fingranna á henni, sem voru hkiðnir hringum. Og ég minntist líka löngutangarinn ar á vinstri hendinni á henni, sem var hringlaus. — Hvar geymir hún skart- gripina sína? Við höfum ekki rekizt á neina? — Mest af því dýrasta er í bankageymslu, en ég lít eftir hinum. Henni finnst þeir vera öruggari í herberginu minu. Viljið þér sjá þá? Þeir eru af- skaplega fallegir sumir. Ég hristi höfuðið. — Ég held ekki, en viljið þér hafa auga með þeim. Annars dettur mér í hug, að það gæti verið ráð ef þér vilduð setja þá alla í banka geymsluna, þangað til við vitum hvað orðið er af ungfrú Lav- alle. Hún brosti. — Þér hafið víst —Nei, það höfum við ekki, svaraði ég, hálf-skömmustuleg- ur. — Þér megið það, ef þér vilj- ið. — Nei, við höfum séð nóg í bili, þakka yður fyrir, frú Klein. En þér skuluð ekki láta neinn annan leita hérna. Og ef einhver skyldi koma hingað og vilja fara eitthvað að snuðra, þá látið þér okkur vita, tafar- laust. Við fórum loks í frakkana og gengum til dyra, en þá hélt hún aftur af mér sem snöggvast. — Heyrið þér fulltrúi, hvern- ig fannst yður söngurinn henn- ar? Ég hikaði. — Ég er lögreglu- maður, frú Klein, og geri þess- vegna lítið af því að nota há- stig, en persónulega fannst mér söngurinn stórkostlegur og ég vildi bara óska, að ég hefði get- að heyrt hana sjálfa. Það hefði verið viðburður. Tárin komu aftur fram í augu hennar. Hún lagði höndina á ermina mina. — Þér finnið hana er það ekki? Ég tók snöggvast í hönd henn ar. — Hafið engar áhyggjur, við skulum finna hana. 6. kafli. Ég sat í bílnum og hleypti brúnum, en loksins kom ég orð- um að því, sem ég var að hugsa. — Ef þeir hafa kálað Yvonne, hví í ósköpunum gengu þeir þá ekki frá íbúðinni hennar ,sem þeir hafa hlotið að vita, að var sneisafull af allskonar upplýs- ingum? — Kannski er hún bara stung in af? sagði Saunders. — Sé svo, hefði hún átt að hreinsa íbúðina. Ég finn ekkert vit út úr þessu. Við fórum í bankann við Slo- antorgið og töluðum við deild- arstjórann, sem sagði okkur, að Lavalle væri vön að taka út miklar upphæðir í einu, líklega til þess að kaupa skartgripi fyr- ir, bg engar athugasemdir væru gerðar við þessar úttektir hennar þar eð „starfsfólkið þekkti hana vel.“ Við fengum að líta á inneignina hennar og Saund- ers glennti upp augun, er hann sá upphæðina, sem stóð á hlaupa reikningnum hennar. Ég depl- aði bara augunum. Hún var sýni lega forrík kona, því að eign hennar í skartgripum einum var meira en 115 þúsund punda virði. , Úti í bílnum sagði ég við Saunders: — Hvernig lízt þér á alla þessa peninga? Hann hristi höfuðið, dapur í bragði. — Ég vildi bara óska að hún mamma hefði látið mig halda áfram í söngtímum forð- um. — Hvað fannst þér um söng- inn hennar? — Hann var dálítið skrækur, en það er ekkert -við því að segja, ef menn halda upp á þannig lagaðan söng. En annars hef ég eitt að athuga við þessa óperusöngvara — maður veit aldrei um hvað þeir eru að syngja . . . og hann leit hvasst á mig. — Ég skildi ekki eitt einasta orð af því, sem hún söng. — Það er nú ekki að marka .... það getur hafa verið ít- alska. Hann leit á mig, eins og hann héldi, að ég væri að gera gys að sér, en svo andvarpaði hann og kinkaði kolli nokkrum sinn- um, eins og honum létti eitt- hvað. Ég sagði honum að aka til Forum-kvikmyndahússins við Fulhamveginn. — Eigum við að fara á bíó? spurði hann vonglaður. — Mér datt nokkuð í hug í sambandi við þessa miða, sem voru í vasanum hennar Úr- súlu. Lögreglumaður glápti á okkur þegar við stönzuðum við um- ferðarljósin úti fyrir Forum. Ég skauzt út úr bílnum og hann lallaði í áttina til okkar en ég sagði Saunders að færa sig fyr ir hornið, annars kæmumst við í bölvun. — Halló, kallinn! sagði ég við lögreglumanninn vingjarnlega um leið og ég fór framhjá hon- um. — Andartak! sagði hann ólund arlega. Ég vissi svo sem alveg, að hann myndi ekki sleppa okk ur svona alveg orðalaust. Ég sagði honum af ferðum okkar. Þetta var almennilegur og hraustlegur náungi, sem hefði áreiðanlega verið til í að standa þarna og rabba allan dag inn, en ég beit hann af mér og gekk inn í kvikmyndahús- ið. Hann hefur sjálfsagt haldið, að ég ætlaði að fara að hafa það náðugt meðan hann rölti þarna fram og aftur til að halda glæpamönnunum í skefjum. Forstjórinn tók mér vinsam- lega og bauð mér meira að segja upp á tesopa, sem ég afþakkaði, en þáði vindling hjá honum I staðinn. Ég sýndi honum mið- ana og spurði, hvort hann gæti sagt mér, hvenær þeir hefðu verið seldir um kvöldið 16. apr- íl, þ.e. á fimmtudaginn var — daginn sem Úrsúla dó. Miðasal- an lokaði klukkan níu, svo að það hlaut að hafa verið skömmu fyrr. DÖNSK sófasett NORSK sófasett ÍSLENZK sófasett Op/ð til kl. 10 í kvöld Laugavegi 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.