Morgunblaðið - 13.11.1965, Síða 8

Morgunblaðið - 13.11.1965, Síða 8
8 MORGU N BLADIÐ L'augardagur 13. nóv. 1965 lan Smith og Rhódesía IAN Smith hefur nú gert alvöru úr því að lýsa ein- hliða yfir sjálfstæði Rhódes- íu. Að morgni dags s.l. fimmtudag hélt hann fund með stjórn sinni, en gaf síð- an út yfirlýsingu, þar sem sagði, að héðan í frá væri ný stjórnarskrá í gildi fyrir Rhódesíu, en samkv. henni væri landið sjálfstætt ríki innan brezka samveldisins. Maðurinn, sem stóð fyrir sjálfstæðisyfirlýsingu Rhodes íu s.L fimmtudag, Ian Smith hefur án afláts unnið að sjálf stæði landsins, frá því að hann varð forsætisráðherra þess fyrir 19 mánuðum. Af- staða hans gagnvart Bret- landi og hin ósveigjanlega barátta hans fyrir hagsmun- um hvítra manna í Rhodesiu, hafa gert hann að hetju í augum þeirra. Ian Smith hefur aldrei gef ið mikinn gaum að hótunum Bretlands og samveldislanda þess um gagnráðstafanir, ef Rhodesia lýsti yfir sjálfstæði sínu einhliða. Strax eftr að hann komst til valda, lét hann hafa eftir sér, að gagn- ráðstafanir vegna þess myndu ekki standa lengur yf ir en fáeina daga. Síðar hef- ur hann svo hvað eftir annað verið á fremsta hlunn kom- inn með að lýsa yfir sjálf- stæði nýlendunnar, en hætt við það á síðustu stundu. í sumar varð hann hins vegar vegna krafna óþolinmóðra stuðningsmanna sinna að skuldbinda sig til þess að hafa náð sjálfstæði á einn eða annan hátt fyrir næstu áramót. Viðhorf Smiths kom glöggt fram í ræðu, sem hann hélt s.l. laugardag fyrir hóp af skólapiltum. „Þið megið aldrei láta af hendi það land, sem þið hafið fengið að erfð- um“, sagði hann. ,,Rhodesíu- menn verða að vinna að því, að næsta kynslóð þeirra hljóti enn betra land en það, sem þeir hafa erft.“ Ian Smith er 46 ára að aldri, hávaxinn og myndarlegur maður. Hann hefur áður ver- ið orrustuflugmaður og eig- andi að búgarði. Hann er fyrsti forsætisráðherra Rhód esíu, sem fæddur er þar í landi. Á skólaárum sínum var hann snjall rugbyleikari og kappróðramaður. Hann lauk prófi frá Rhodesháskóla í Suður-Afríku og barðist í brezka flughernum í síðari heimsstyrjöldinni. Tvisvar var flugvél hans skotin nið- ur og slasaðist hann þá á andliti, svo að framkvæma varð margsinnis á því skurð- aðgerðir. Ber hann þess nokkur merki. Er hann kom heim aftur 1946, fór hann að gefa sig að stjórnmálum og var kjörinn þingmaður 1948. Hann gekk úr flokki sínum, Sameinaða sambandsflokknum 1961 og stofnaði síðan sérstakan flokk Rhódesíuhreyfinguna, sem vann í kosningum 1962. Tveimur árum síðar tók hann við forsætisráðherraembætt- inu af Winston Field. ★ í Rhodesíu munu nú vera um 217Ö0Ö0 hvítir menn en um 4.020.00 af öðru kyni, að langmestu leyti svertingjar. Þrátt fyrir þetta hafa hvítir menn verið alls ráðandi í land inu og meinað hinum inn- fæddu nær öll afskipti af stjórnmálum landsins, Samkv. stjórnarskrá þeirri, sem í gildi var í landinu þar til nú, réðu innfæddir að- eins yfir 15 þingsætum af 65 alls, en sú stjórnarskrá tók gildi 1961. Menntun svertingjanna er bágborin og stjórn hinna Kort af Rhodesíu. Bústaðir hinna svörtu standast hvitu, en munu þó vera betri viða annars staðar í Afríku. illa samanburð við hús hinna en bústaðir svartra manna ivítir menn við kúluleik i Sallsbury, höfuðborg Rhódesíu. l bak við sér í fögur háhýsi borgarinnar, en þar er veimeg- n mikil. hvítu hefur verið það lítið áhugamál að auka hana, þar eð slíkt kynni að verða yfir- ráðum þeirra hættulegt. Mikl um meiri hluta svartar manna er einungis leyft að njóta skólavistar fram að menntaskóla en ekki lengur, hljóta ,,þjónsmenntun“, eins og haft er eftir einum þeirra. Úr hópi innfæddra eru aðeins til þrír lögfræðingar, 12 lækn ar en ekki einn einasti maður í æðri embætti. Hinir fáu innfæddu ,sem sitja á löggjaf arþinginu, eru einskis megn- ugir og hræddir, því að lög, sem hæfa lögregluríki, heim- ila ríkisstjórninni að fang elsa sérhvern þann, sem vandræðum veldur að henn- ar áliti án nokkurra skýringa og í fullkomlega ótiltekinn tíma. Hinir innfæddu þing- menn voru þar að auki til- nefndir af flokkum, sem hvít ir menn ráða að miklu leyti Hinir tveir helztu stjórnmála flokkar innfæddra hafa verið bannaðir fyrir löngu. Annar þeirra er Afríski alþýðuflokk urinn (ZAPU), en leiðtogi hans séra Joshua Nkomo, 48, hefur verið í gæzluvarðhaldi síðan í apríl á síðasta ári í fangabúðum skammt frá landamærum Mosambík. í enn öðrum fangabúðum dvelst séra Ndabaningi Sit- hole, 45, en hann sleit sam- starfi við Nkomo 1963 til þess að stofna Afríska þjóð- arsambandið, sem er hinn að- alflokkur hinna innfæddu. Samkv. lögum njóta hvítir verkamenn forréttinda um- fram hina svörtu. Meðaltekj- ur hinna svörtu eru um 70 sterlingspund á ári en með- altekjur hvítra manna aftur á móti um 700 pund. Hinir síðarnefndu eru í öllum á- byrgðarstörfum en svertingj- arnir alls staðar í undir- manns stöðum. Bæir og borgir hinn inn- fæddu eru samt hreinir og vel skipulagðir og enda þótt fá að húsum þeirra hafi raf- magn eða vatn, eru þau mun betri en hinir rotnandi smá- skúrar fátækrahverfanna í Suður-Ameríku, Asíu og öðr um löndum Afríku. Svertingj ar Rhodesíu gera sér hins vegar þetta síðasta atriði ekki ljóst, því að hið eina sem þeir sjá. er að bæjarhverfi þeirra standast hvergi nærri samanburð við hin vel hirtu bæjarhverfi hinna hvítu, þar sem þeir eiga oft leið um. En svertingjarnir taka gjarn- lan Smith. an þessari annars flokks stöðu sinni með þolinmæði. Skort- ur á ‘menntun, rótgróin auð- sveipni og hin öfluga ríks- lögreglan valda því, að þeir eiga engra annarra kosta völ. Ian Smith heldur því fram, að hann stjómi með hags- muni hinna innfæddu fyrir augum jafnt sem hvítra manna, því að hinir inn- fæddu myndu augljóslega ekki vera þess megnugir að stjórn sér sjálfir. Hann bendir hreykinn á þá stað- reynd, að lífskjör hinna inn- fæddu eru betri í Rhodesíu en á meðal nokkurra svert- ingjaþjóðanna, sem búa fyr- ir norðan Rhodesíu. Hsinn státar af því, að um 85% af öllum bömum á skólaaldri séu raunverulega í skóla og að nýtízku sjúkrahús séu til fýrir svertingja bæði í Salisbury og Bulawayo. ,,Svörtum mönnum og hvít- um kemur vel saman“, segir hann. Aðstaða hinna svörtu mun hins vegar fara versnandi. Stjórnin hefur fyrir skömmu hert enn á löggjöf þeirri, sem fjallar um rétt svartar til þess að eiga fasteignir I Salisbury, höfuðborginni. Stjórnin er ennfremur tek- in til að reyna að þröngva skólum, þar sem nemendur er blandaðir, þar eða bæði af hvítum og svörtum litar- hætti, til þess að meina hin- um svörtu um skólavist. I>á hefur stjórnin ennfremur hafnað kröfum svertingja um land, sem engirm er eigandi að og gert hefur verið ráð fyrir, að þeim stæði til boða. Einnig hafa verið settar regl ur, sem miða að því að koma í veg fyrir, að svertingjar, sem búa á landsvæðum ætt- flokka sinna, en kynnu að vilja flytjast til borganna, framkvæmi það áform. Á- stæðan að baki þessu öllu er augljóst: ,,Ef svertingjarnir komast til valda á meðan að við erum á lífi“, segir Ian Smith, „þá mun það vera okkur að kenna, af því að við höfum leyft þeim að taka of hröðum framförum“. Kaupfél. Hafnarf j. opnar nyja búð á Hvaleyrarholti Verzlunarskælingar halda skemmtun til styrktar „Herferð gegn Hungri44 KACPFÉLAG Hafnfirðinga varð 20 ára nú í haust, en það var stofnað 11. okt. 1945. Það minn- Ist afmælis síns meðal annars með því, að opna nýja matvöru- kjörbúð að Smárahvammi 2, en það er á Hvaieyrarholti í Hafn- arfirði. Verzlunarlóð að Smára- hvammi 2 ásamt byrjunarfram- kvæmdum að byggingu keypti kaupfélagið á sl. vori af Krist- SÍS af Hákoni Hertervig arki- tekt. Búðin er innréttuð eftir sænskri fyrirmynd og innrétt- ingar sænskar, keyptar af sænska samvinnusambandinu I Stokkhólmi, sem sýndi félaginu þá miklu vinsemd að senda einn af búðasérfræðingum sínum til Hafnarfjarðar til þess að vera kaupfélaginu til ráðuneytis um skipulag búðarinnar. ins, en matvöruverzlun hefur ekki verið þar þangað til nú. Hin nýja matvörukjörbúð var opnuð fimmtudag 11. nóv. og leysir nú af hólmi kjörbúðar- vagninn í þeim bæjarhluta. Eftir að þessi nýja búð tekur til starfa, rekur Kaupfélag Hafn- firðinga 5 matvöruverzlanir, 3 kjörbúðarvagna, raftækjaverzl- un, veiðarfæra- og byggingavöru verzlun, búsáhaldaverzlun og vefnaðarvöruverzlun. Kaupfélagsstjóri er Ragnar Pétursson en formaður félags- stjórnar er Jóhann Þorsteinsson. Aðrir í stjórn eru Þórður Þórð- arson, Stefán Júlíusson, Hall- steinn Hinriksson og Hermann Guðmundsson. MALFUNDAFELAG Verzlun- arskóla Islands hefur ákveðið að halda skemmtun í Háskóla- bíói n.k. miðvikudagskvöld kL 23.00. Skemmtikraftar verða bæði fyrrverandi og núverandi nemendur skólans. Skemmtun þessi hefur verið vei undirbúin og hafa allir þeir, sem hlut eiga að máli, látið vinnu sína í té endurgaldslaust. Dr. Jón Gíslason skólastjóri mun flyta ávarp. Af gömlum nemendum, sem koma fram eru: Guðmundúr Jónsson, Kristinn Hallsson, Ólafur Vignir Albertsson, Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson Núverandi nemendur skólana munu skemmta með söng, eftir- hermum o. fl. Gestur kvöldsins er: Ómar Ragnarsson. Þá hefur forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur ákveðið að láta strætisvagna ganga til kl. 2 e.m. Miðar verða seldir í bókabúð- um Lárusar Blöndal ens Sigurðssyni kaupmanni. — fbúar á Hvaleyrarholtinu og Verziunarhúsið er á einni hæð, nágrenni þess, hafa notið þjón- 360 ferm., teiknað á Teiknistofu ustu kjörbúðarvagns kaupfélags-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.