Morgunblaðið - 16.11.1965, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.11.1965, Qupperneq 2
2 MORCUNBLAÐIB Þriðjudagur 16. nóv. 1963 Stúlka tekin kverkataki Giit kallað á hfálp — árásar- maðurlnvi fflýði KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 15. | tökum, ráðizt þar á stúlku og nóv. — Aðfaranótt fimmtudags i teki'ð hana kverkataki. Stúlkan var kært til lögreglunnar hér j gat slitið sig lausa og kallað á kl. 2,30, að maður hefði ráðizt hjálp, en þá flúði árásarmaður- inn í íbúðarbragga hjá Aðalverk- inn út í myrkrið Stúlkan þekkti manninn ekki, en talur að hana hafi sagt eitt- hvað við sig á ensku. Var farið með stúlkuna til læknis. Hún er ekki alvarlega meidd, en þó með marbletti á hálsi Hún er nú farin að vinna. Á stáðnum fannst réykjarpípa, sem talið er að árásarmaðurinn hafi týnt. Ekki er hægt að segja með vissu hvort maðurinn var íslenzkur éða útlendur. Málið er í rannsókn hjá lögreglunní. — B. Þ. Lát á síldveiðunum — rýmkast hjá verksmiðjunum M ?ría Júlía i fiskiranu- sóknir MARÍA Júlía fer í dag í leið- angur til fiskirannsókna í Faxa- flóa. Er þetta liður í hinum reglu bundnu fiskirannsóknum í flóan- um. Gunnar Jónsson, fiskifraeð- ingur fer í leiðangurinn fyrir hönd Fiskideildar. Skipherra á Maríu Júlíu er Gunnar Ólafsson. I legum erindum. Fyrir helgina Þyrlan við rannsóknar störf á hálendinu ÞYRLA landhelgisgæzlunnar hefur verið mikið á ferðinni undanfarna daga og í ýmis- í GÆR var mikil hæð yfir Grænlandi, og þess vegna norðaustlæg átt á Grænlands- hafi og íslandi. Frost var inn til landsins, mest 8 stig á Hveravöllufn. En úti við sjó- inn var víðast frostlaust. Hæð in breytist lítið, svo búast má við frosti næstu dægrin. Út af Biscayflóa er kraft- mikil lægð, sem veldur þar ofsaveðri á stóru svæði. Hún vai á hreyfingu NA og mun valda stormi og roki á suð- vestanverðum Bretlandseyj- um og Frakklandsströnd. Veðurhorfur í gærkvöldi. — Suðvesturland til Brefðafjarð ar og miðin: NA-gola, stinn- ingskaldi í Borgarfirði, bjart- viðri. Vestfirðir og miðin: NA gola, iéttskýjað sunnantil. — Norðurland til Austfjarða, mfðin og Austurdjúp: NA-gola eða kaldi, smáél. Suðaustur- land og miðin: NA-gola, bjart viðri. Veðurhorfur á miðvikudag: NA-átt, smáél norðanlands, einkum á annesjum, en bjart viðri sunnanlands. Frost um allt land fór hún í eftirleit með bændur á Tvídægru og Holtavörðuheiði, eins og frá er sagt annars staðar. Á sunnudag fór þyrlan yfir há- lendið með tvo fulltrúa frá Sam- einuðu þjóðunum, Norðmann og Rússa, svo og verkfræðing frá Raforkumálaskrifstofunni. Var verið að sýna útlendingunum, sem eru sérfræðingar um raf- virkjanir, heildaráætlunina um virkjun á Þjórsá og Þórisvatni. I gær fór svo þyrlan með Sigurjón Rist, vatnamælinga mann og Sigurð Steimþórsson, jarðfræðing og var ætlunin að reyna að komast að mælinga- möstrum í 1200 m. hæð á Vatna- jökli, ef skilyrði væru hagstæð. Ekki varð af því, en farið var að vatns- og regnmælum á há- lendinu, sem aðgæta þurfti. Höfðingleg gjöf þökkuð LISTMÁLARINN Jóhs. Sv. Kjarval hefur gefið Bakkagerðis kirkju í Borgarfirði eystra kr. 50.000 til viðhalds og viðgerða. Vil ég fyrir hönd safnaðar Bakka gerðissóknar þakka af alhug þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýhug sem að baki henni býr. Sverrir Haraldsson. sóknarprestur. HAGSTÆTT veiðiveður var á síldarmiðunum fyrir austan á sunnudag og fram til miðnættis, en þá tók að kalda og í gærmorg un voru 6 vindstig. Ekkert veiði- veður var í gær, en í gærkvöldi voru bátarnir komnir á miðin og farnir að kasta. Höfðu 24 skip tilkynnt 21 þús. mála afla á mánudagsmorgun. Undanfarna viku hefur borizt geysimikið magn af síld til Aust- fjarðaverksmiðjanna, og verið vandræði vegna löndunarbiðar. Leituðu skip til Raufarhafnar, og mun aldrei hafa borizt svo mik- ið magn þar á land á jafn skömm um tíma eins og 6 sl. daga. Og jafnvel fóru 4 bátar til Húsavík- ur nú um helgina. Þetta hlé, sem nú hefur orðið á veiðunum, hefur gert það að verkum, að verksmiðjurnar fyrir austan hafa heldur haft undan. Mbl. hafði samband við nokkra fréttaritara sína og fara frásagn- ir þeirra hér á eftir: Raufarhöfn, 15. nóv. Síðastliðina sex daga hefur síldarverksmiðjan hér tekið á móti 77.300 málum síldar, og mun aldrei hafa borizt jafnmikið magn á land á svo skömmum tíma. Hér er nú blíðalogn og ekki er vitað af neinum síldar- báti á leidinni. hingað. Nóg er af vinnuafli i verksmiðjunni núna, enda slátrun lokið og margir sveitamenn byrjaðir að vinna I síldinni. — Einar. — ★ — Neskaupstað, 15. nóv. Bræla er nú á miðunum og flestir bátar komnir í höfn. Nokk uð hefur rýmkazt hjá síldarverk- smiðjunum og þá fyrstu bátar að landa annað kvöld. Verksmiðjan hefur nú tekið á móti um 460.000 rrjálum og tunnum og er unnið dag og nótt og nóg vinnuafl, VERKALÝÐSRÁÐSTEFNA SJÁLFSTÆÐISMANNA UM SfÐUSTU helgi efndu Sjálf- atæðismerm í launþegasamtökun um til verkalýðsráðstefnu, sem jafnframt var aðalfundur Verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. — Ráðstefnan var haldin í Valhöll og sóttu hana 92 fulltrúar frá mörgum verkalýðsfélögum og öðrum launþegasamtökum. Gerðar voru margar samþykkt- ir á ráðstefnunni um ýmis mál, er sérstaklega varða launþega svo sem kaupgjalds- og verð- lagsmál, tryggingar og öryggis- mál, húsnæðismál og atvinnu- mál pg fl. Verður þessra álykt- ana getið síðar. Ráðstefnan hófst á föstudags- kvöld og ávarpaði formaður Sjálf stæðisflokksins dr. Bjarni Bene- diktrson, fcrsætisráðherra, fund- armenn í upphafi og óskaði þeim heilla í störfum. Þá flutti Gunnar Helgison, form. Verkalý'ðsráðs, skýr :!u stjórnarinnar og að henni lokinni voru frjálsar umræður. Að síðustu voru nefndir kjörnar. Fundarstjóri á þessum fundi var: Pétur Sigurðsson, alþm., en rit- arar ráðstefnunnar voru kjörnir: Magnús L. Sveinsson, skrifstofu- stjóri V.R. og Einar Jónsson, vara form. Múrarafélagsins. Á iaugardag hófst fundur kl. 2 e.h. með þvi að Pétur Sigurðsson alþm. flutti erind: um vandamál innleridrar og eriendrar verka- lý'ðshreyfir.gar. Síðan var gert kaffihlé, en að því loknu hófust umræður um verkalýðsmál og tóku margir til máls. Fundarstj. á þessum fundi var: Guðmundur H. Garðarsson, form. Verzlunar- mamiaféiags Reykjavíkur. Síðasti fundur ráðstefnunnar hófst kl. 2 á sunnudag. Fundar- stóri var Sigurður Sigurjónsson, form. Vörubílstjórafélagsins Þróttar. Á þessum fundi.voru tek in fyrir álit nefnda og afgreiðsla mála, en áð lokum fór fram stjórnarkjör og voru eftirtaldir menn kjöinir í stjórn Verkalýðs- ráðs- Gurrnar Helgason, form. Meðstjórnendur: Pétur Sigurðs- son, Hilmar Guðlaugsson, Guð- jón Sv. Sigurðsson; Guðmundur Guðmundsson, Sigur'ður Sigur- jónsson, Egill Hjörvar, Guðmund ur H Ga'-ðarsson, Jóhann Sig- urðsson, Sverrir Hermannsson og Magnús Jóhanntsson.. Varastj.: Haraldur Sumarliðason, Þórir Einarsson, Valdiinar Ketilsson, Halidóra Valdimarsdóttir, Bjarni Guðbrandsson, Sverrir Guðvarð- arson, Magnús Geirsson, Gestur Sigurjónsson og Erla Ágústs- dóttir. Auk þess voru kjörnir tveir menn í stjórn fyrir hvern lands- fjórðung og tveir til vara: Fyrir Suðurland: Magnús Guðmunds- son, Garðahr. og' Gunnar Guð- mundsson, Hafnarfirði. Til vara: Jón X’orgilsson, Hellu og Júlíus Daníelsson, Grindavík. Fyrir Vesturland: Einar Magnússon, Akrariesi og Björn Arason, Borg- arnesi. Varamenn Ólafur Rósin- karsson, ísafirði og Kristbjörn Guðlaugsson, Arnarstapa. Fyrir Norðurland: Karl Sigurðsson, Hjalteyri, Ingibergur Jóhannes- son, Akurevri og til vara: Jónas Björnsson, Siglufirði og Pálmi Sigurðsson, Sau'ðárkróki. Fyrir Austurland: Sigurður Einarsson, Egilsstöðum og Hrollaugur Mar- teinsson, Nesjahr. Til vara: Jón Guðmundsson, Neskaupstað og Hafsteinn Steindórsson, Seyðis- firði. Fulltrúar á verkalýðsráðstefnu Sjalfstæðismanna. a.m.k. eins og stendur. Rússneska móðurskipið Nog- insk kom inn í morgun með fár- veikan mann og var hann strax fluttur í sjúkrahúsið. Hann er nú í rannsókn og vildu læknar hér ekki gefa upp hvað að mannin- um gengi, fyrr en rannsókn er um garð gengin. — Ásgeir. Fáskrúðsfjörður, 15. nóv. Hér er allt fullt af síld og verða bátar að bíða allt að hálf- um sólarhringi eftir löndun. Er- lend og innlend flutningaskip koma í höfn á hverjum degi og taka saltsíld og aðrar síldaraf- urðir. Góðar gæftir hafa veriS undanfarið en búizt er við brælu í dag eða nótt. Alls hafa verið saltaðar um 50.000 tunnur síldac hér á Fáskrúðsfirði og í bræðslu hafa farið um 150.000 mál og tunnur. — Ólafur. Reyðarfjörður, 15. nóv. Búizt er við 3000 málum síldar til Reyðarfjarðar á morgun, þar sem þróarrými losnar hjá síldar- verksmiðjunni. Annars hefur allt verið yfirfullt af síld og talsverð löndunarbið hjá bátunum. í dag er norðaustan stinningskaldi og tæplega um nokkra veiði að ræða hjá síldarbátum. Saltað hef ur verið í 23.000 tunnur hér á Reyðarfirði og verksmiðjan hef- ur tekið á móti um 200.000 mál- um og tunnum. — Arnþór. Háskólafyrirlcst- ur um laxeldi Svíþjóð UM þessar mundir er staddur hér á landi sænski fiskifræðing- urinn dr. Erik Montén, en hann er yfirmaður laxeldisstöðva sænsku raforkumálastjórnarinn- ar. Dr. Montén er kominn til landsins að tilhlutan landbúnað- arráðuneytisins til þess að kynna sér laxeldismál. Svíar eru mjög framarlega í laxeldi, og hafa byggt upp margar fullkomnar laxeldisstöðvar nú síðustu árin. í kvöld kl. 8.30 mun hann flytja erindi í 1. kennslustofu Hóskól- ans um laxeldi í Svíþjóð, og enn- fremur mun hann sýna kvik- mynd frá sænskum eldisstöðvum, Kvikmyndin heitir „Laxens barnkammare". Mun dr. Montén tala á sænsku. Erindið er fyrir almenning. Vfirlýslng VIÐ undirritaðir herppstjórar f Kjósarsýslu lýsum því hér mð yfir, vegna fréttar í Morgunblað- inu s.l. sunnudag, að til okkar hefur ekki verið komið með neitt skjal til undirskriftar í sambandi við veitingu sýslumannsembættís ins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði. Af þessu gefna tilefni viljum við lýsa því yfir, að af kynnum okkar af Birni Sveinbörnssyni, hefðum við engan fremur kosið í embættið. Sigsteinn Pálsson hreppstj. Mosfellshrepps Gísli Andrésson, hreppstj. Kjósarhrepps Guðmundur Ulugason, hrepps tj. Seltj arnarhr. Þá bfður Ólafur Bjarnason, hreppstjóri í Kjalarneshreppi, þess getið, að afstaða hans hafi komið fram áður, og sjái hann ekki ástæðu til að endurtaka hana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.