Morgunblaðið - 16.11.1965, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.11.1965, Qupperneq 19
?>rf?fjudagur 16. nóv. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 OPIÐ BREF til dómsmdlardðherra, Jóhanns Hafstein GREIN ÞESSA taldi Mbl. rétt að birta þótt lengd hennar sé í litlu samræmi við þýðingu hennar. Þar sem höfundur getur þess að Mbl. hafi ekki viliað b'irta aðra grein hans, fylgir hér með mynd af bréfi frá hon- um, sem henni fylgdi, og skilur væntanlega bæði hann og aðrir að blaðið hefur annað og betra við rúm sitt að gera en birta slikar greinar, sem áður hafa komið í öðrum blöðum. — Ritstj. Hafið þökk, herra ráðherra, fyrir það hugrekki að hafa reynt í Morgunblaðinu að verja embættisveitinguna í Haf nar- firði. Fólk er nefnilega ekki vant þvi, að stjórnmálamenn svari alltaf rökstuddri gagnrýni é umdeild stjórnarstörf. Treyst er heldur á tóm þagnarinnar og gröf gleymskunnar. Þar sem ég hætti mér út á þá braut að deila á veitingu fógefa embættisins í Hafnarfirði í stuttri grein, sem ég sendi Mcrg unblaðinu, en ekki fékkst þar birt, og mig grunar, að sú grein, sem birtist í öðrum blöðum, hafi meðal annars valdið við- brögðum yðar. hlýtur mér að leyfast að senda yður nokkrar línur. Þá þess heldur sendi ég yður þetta bréf, þar sem fram kom í téðri grein minni, að á- stæða væri fyrir yður að verja málstað yðar varðandi embætt isveitinguna. Þér hafið nú skil- eð vörn í málinu, og langar mig því að svara: Ég fagna, að þér eruð mér sammála um hæfni Björns Sveinbjörnssonar til að gegna embættinu áfram. Hinsvegar harma ég, að skoðanir okkar um verðleik umsækjendanna til stöðunnar fara' ekki saman. Þér verjið miklu rúmi til að verja og réttlæta gerðir yðar. Vil ég nú með nokkrum orðum rök- Styðja efasemdir mínar gagn- vart réttmæti niðurstöðu máls yðar, þegar þér segið: „Ég tel, að hún (embættisveitingin) fái mjög vel staðizt, ef menn gera sér rétta grein fyrir málavöxt- um og meta málið af sann- girni“. — Svo mörg eru þau orð —. Hverjar eru svo forsendur yðar? Þér segið: „Setning í embætti skapar hvorki lagalegan, venju- bundinn né siðferðilegan ,rétt til skipunar í embætti . . . Það er rétt, að engin venja er til um •vo langa embættissetningu, og Björn Sveinbjörnsson hafði, enda er hún algert einsdæmi hér á landi. Hinsvegar gátuð þér ekkert fordæmi bent á til réttlætingar verkum yðar, enda mun ekkert dæmi um það hér- lendis, að embættismanni með góðan starfsferil að baki hafi verið vikið úr starfi með þess- um hætti. Varðandi lagahlið í bókstafs- túlkun skal játað, að Bjöm var settur, en ekki skipaður. Hitt vil ég fullyrða, að öll réttsýni og sanngirni hlýtur að mæla með því að nær 10 ára seta í slíku embætti geti í eðli sínu jafngilt skipun. Munurinn er nánast formsatriði. — Okkur var báðum kennt í háskólanum, að rás tímans og aðgerðarleysi aðilja gæti haft áhrif til sköp- unar réttar eins aðilja og um leið réttarmissis annars. Finnst yður það fráleitt eða ósann- gjarnt að halda því fram, að þegjandi samþykki fjögurra dómsmálaráðherra á svo löng- um setutíma í embætti geti skapað rétt handa Birni Svein- björnssyni, siðferðilegan eða lagalegan, og um leið valdi því glötun réttar yðar að taka af honum embættið og veita það öðrum? Hvenær og hvernig stofnast þá almennt séð siðferðilegur réttur í augum til réttarsköpun- ar fyrir einstakling? í gildandi lögum eru engin á- kvæði um lengd setningar í em- , bætti. Hinsvegar eru í dönsk- um lögum, sem hafa á ýmsum sviðum verið fyrirmynd okkar lagasmíði, ákvæði, þar sem tírna lengd setningar í dómaraem- bætti er bundin við eitt ár, sem síðan má framlengja tvisvar um eitt ár í senn, þannig að há- markstími setningar í dómara- embáetti verður þrjú ár. Talar þetta ekki sínu máli um rétt- mæti þess málsstaðar, sem ég vil verja? Þá teljið þér, að viðurkenn- ingin á siðferðilegum rétti Björns Sveinbjörnssonar um- fram annað geti ,,verið mikil misbeiting réttar gagnvart mörg um öðrum, sem hvorki hefir verið gefinn kostur á að vera settur né að sækja um veitingu fyrir embættinu, meðan það var laust til umsóknar“, eins og þér komizt að orði. Ég virði slíkar réttlætishugmyndir yðar, en þær verða bara blekking ein við skoðun á þeirri embættis- veitingu, sem þér verjið af kappi. Haldið þér ekki, að fleiri úr hópi hinna mörgu ungu sýslu manna og bæjarfógeta úti á landi, dómarafulltrúa og starf- andi lögmanna, hefðu viljað sækja um embættið, ef þeir hefðu vitað um réttlætisást yð- ar? En enginn af þessum mönn- um sótti nema sá, sem náðina fann,- og það á síðustu stundu, að því er sagt er. Það skyldi þó ekki vera, að siðgæðishug- myndir þeirra, sem ekki sóttu um embættið, hafi verið eitt- hvað öðruvísi en þær, sem þér hafið sýnt með embættisveit- ingunni? Þér segið ennfremur: „Ég hafði ekki minnstu löngun til að níðast á nokkrum". Þótt á- setning skorti, geta gáleysisverk oft haft sömu afleiðingar. Það getur ekki hafa farið framhjá yður, að fólki finnst hafa verið níðzt á Birni Sveinbjörnssyni. Léiði ég sem vitni í því sam- bandi til dæmis alla átta hrepp- stjórana í Gullbringusýslu, sem sendu yður mótmælabréf, þar sem þeir m.a. telja „ósæmilegt að vísa svo góðum dreng og á- gætum embættismanni burt úr starfi eftir svo langan og mis- takalausan embættisferil“, sbr. bls. 2 í Morgunblaðinu 13. nóv. ember. — Sannar ekki stormur almenningsálitsins gegn verki yðar, að loftv^g hins pólitíska siðgæðis hefir staðið lágt þeg- ar þér í skyndi eftir lok um- sóknarfrestsins veittuð embætt- ið? Ekki batnar hlutur yðar, þeg- ar við nú komum að meðferð þeirri. sem eitt virðulegasta og merkasta yfirvald þessa lands, herra Jóhann Gunnar Ólafs- son, bæjarfógeti á ísafirði, fær við embættisveitinguna. Ég við- urkenni fúslega, að skipun hans í embættið hefði verið verjandi að vissu marki, þótt það sé skoð- un mín, að Björn hefði ekki þurft að víkja fyrir honum. En með því að ganga einnig fram- hjá Jóhanni Gunnari finnst mér ranglætið í þessu máli full- komnað. Hann hefir að baki 22 ára starfsaldur sem bæjar- fógeti á ísafirði auk þess að hafa verið hátt á fjórða ár full- trúi við bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði, og því kunnugur í umdæminu, og settur bæjar- fógeti um tíma við það em- bætti og víðar. Það eru ekki frambærilegt rök fyrir mann í yðar stöðu að réttlæta höfnun svo góðs embættismanns með því einu, að þér teljið hann „helzt til fullorðinn“. Hann er nú 62 ára að aldri. Þér fáið ekki breytt þeim lögbundna rétti hans að mega sitja í embætti rúm 7 ár til viðbótar eða allt til 70 ára aldurs. Fyrst þér lát- ið viðgangast, að hann star.fi sem bæjarfógeti á ísafirði gátuð þér rökrétt ályktað hann hæfan til að flytjast milli embætta. — Tll Rltstjóra Morgunblaðsins, Revk.iavlk. Mistök ollu því, a8 meBfylgjandi grein mln, eem birtist I dag I Tímanum og AlþýBublaBinu, var ekki yöur einnig send i gœr, en þaB var ætlun min. Pyrir því .sendi ég yBur nú þaB eintak greinarinnar, sem MorgunbláBiö étti aö fá £ von um , aö hún veröi birt og þd einkúm þar sem fýölraargir lesendur blaösins hafa án> ðskaö eftir þvi viö mig « íyllst, Það hefir aldrei þótt til vegs — eða virðingarauka að tala tung- um tveim. Því segi ég þetta hér, þar sem ég man ekki betur en þér hafið áður talið háan aldur ekki gildandi rök fyrir höfnun manns í virðingarstöðu, og ekki ætti virðing yðar fyrir ellinni að minnka með árunum. Eða er það ekki rétt, að þér voruð fremstur í flokki þeirra, sem vilduð gera séra Bjarna Jónsson á áttræðisaldri að for- seta þjóðarinnar? — Finnst yð- ur annars ekki, ef vel er að gáð einhver eðlisskyldleiki vera á milli forsetakosninganna árið 1952 og embættisveitingarinnar í Hafnarfirði? Er það ekki rétt munað, að fjöldi fólks vildi ekki hlíta forsjá yðar í þeim sögu- frægu kosningum? Þá höfðu flokksforingjar löngun til að velja fyrir fólkið. En fjöldinn sagði: Þetta látum við ekki bjóða okkur. Sama segir almenn ingur í dag gagnvart embætt- isveitingunni í Hafnarfirði. Það hljótið þér að hafa fundið. Málsstaður yðar veikist enn, þegar þér svarið þessari spurn- ingu Morgunblaðsins: „Hvert' er þá viðhorf yðar til Einars og Björns“? „Ég tel báða hæfa til starfans“ svarið þér, og enn- fremur: ......valdi ég Eipar Ingimundarson en ekki Björn Sveinbjörnsson, þar sem Einar Ingimundarson hefur verið skip aður bæjarfógeti í 13 ár, en Björn settur í rúm 9 ár“. Þessi samanburður yðar á starfsaldri er bæði rangur og villandi. Við nánari athugun kemur nefnilega í ljós, að Einar var þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Siglu- fjörð 1953 — 1956 og fyrir sama flokk í Norðurlandskjör- dæmi vestra frá 1959 og síðan. Vægt áætlað hefir Einar því verið fjarverandi úr embætti sínu vegna þingmennskunnar suður í Reykjavík í þágu Sjálf stæðisflokksins í a.m.k. 4—5 ár. Sé samanburðinum haldið á- fram, kemur í ljós, að Einar byrjaði hjá tollstjóranum Reykjavík 1." nóv. 1944, unz hann hóf starf hjá sakadómar- anum í Reykjavík 1. jan. 1946, en þar var hann, unz hann var skipaður bæjarfógeti á Siglu- firði. — Björn Sveinbjörnsson byrjaði hinsvegar við embættið í Hafnarfirði sama árið og hann ’lauk lögfræðiprófi eða haustið 1945, og hefur starfað hér í Hafnarfirði við embættið alla tíð síðan eða rúm 20 ár. Munurinn á heildarstarfsaldri Björns og Einars er því svo til enginn. Það er drengilegt af yður að feta ekki í fótspor staksteiná Morgunblaðsins og reyna að verja embættisveitinguna með því, „að öðrum hafi tekizt mið- ur“, eins og þér komizt að orði enda var okkur báðum kennt : fræðum réttvísinnar, að mis- gjörð eins verði ekki afsökuð með annarra misgjörðum. Þó endurtek ég, að jafnvel þótt þér vilduð þannig réttlæta gerðir yð ar, er það ekki hægt þar sem embættisveitingin á sér alls ekk ert fordæmi. í lýðræðisþjóðfélagi verða ráð herrar að sætta sig við, að gerð ir þeirra sæti rökstuddri gagn- rýni, og henni geta þeir ekki svarað með því einu að segja: Það er ég, sem valdið hef. Þess vegna tel ég ekki rétt hjá yð- ur að tala um. að verið sé „að svívirða“ yður með skrifum um þetta mál. Þér hafið vafalaust lesið Reykjavíkurbréf Morgunblaðs ins sunnudaginn 14. nóvember, en höfundur þess er sagður vera forsætisráðherra Bjarni Bene- diktsson, og er hér gengið út frá því. Hann segir þar m.a. um gagnrýnina: „Eðlileg gagn- rýni er öllum holl“. Þessu til áréttingar segi ég við yður: Því aðeins þjónar^lýðræðið og frels- ið tilgangi sínum, að hvort tveggja sé virt í verki. Því að- eins eigum við skilið að njótá mannréttinda, að við virðum annarra rétt. Það er því ekki sæmandi kollega yðar, Bjarna Benediktssyni, að óvirða rétt al- mennings til að gagnrýna í verki brottrekstur Björn Sveinbjörns- sonar með því að skrifa eftir- farandi í Reykjavíkurbréfinu: „Siðleysið lýsir sér í því að hafa uppi ósannar ásakanir og beita óhæfilegum þvingunarráð- söfunum". Vill forsætisráðherra bera ábyrgð á slíkum skrifum? Er ekki of langt gengið, þegar æðstu menn þjóðarinnar lýsa þegnum sínum sem iðkendum siðleysis fyrir það eitt að hafa haft manndóm til að sýna þá sterkustu gagnrýni gagnvart ranglæti yðar með því að fórna starfi sínu? Lögleg viðbrögð þessa fólks .í þágu réttlætisins verða ekki flbkkuð undir „sið- leysi“ hvað sem Hður skoðun- um stjórnlagafræðingsins Bjarna 3enediktssonar. Skoðanir ykkar Bjarna Bene- diktssonar virðast stangast nokk uð á, þegar þið metið hinn sið- ferðilega rétt Björns Svein- björnssonar til embættisins, og hæfir það málstað ykkar. Af ummælum Bjarna í Reykjavík urbréfinu verður ráðið, að hann telji, að setning í embætti geti aldrei skapað þeim, sem settur er, siðferðislegan rétt til stöð- unnar ef hún losnar. Hinsvegar hafið þér, herra dómsmálaráð- herra, að því er virðist viður. kennt siðferðilegan rétt Björns Sveinbjörnssonar til að geta komið til mála í vali yðar á manni í stöðuna, sbr. fyrrgreind ummæli yðar hér að framan’ í þættinum um starfsaldur Björns og Einars. Þegar svo er komið málsstað ykkar, að þið eruð ósammála um, hvernig ranglætið skuli var- ið, er ekki að furða þótt mál- gagn yðar hafi talið þann kost vænstan að kalla á heimilislækni sinn til hjálpar, Pál V.G. Kolka Eins og góðs læknis er von og vísa, brá hann skjótt við, og kemst að sjúklegu ástandi hjá einum málspartinum, og kallar það „andlegt kölduflog“. Hann sálgreinir á síðum Morgunblaðs- ins sunnudaginn 14. nóvember sjúklinga sína á sýsluskrifstóf- unni í Hafnarfirði og úrskurðar þá standa á svipuðu þroskastigi og vökukona nokkur norður Blönduósi, sem sinnaðist við lækninn á sínum tíma. Svo að jafnræði málsaðilja sé fullnægt, finnst mér, herra ráðherra nú vanta í málsskjölin úrskurði um sálarástand fleiri aðilja, t.d. yð- ar og Bjarna Benediktssonar. Kannske Kolka læknir eða ein- hver annar vilji bæta úr því? Annars talar þessi læknisvitjun á Morgunblaðið skýru máli um ástandið í herbúðum yðar þessa dagana og hvernig eigin menn virða málsstað yðar í embættis- veitingunni. Að lokum leyfi ég mér að draga ályktanir af því, sem fram hefir komið í málinu. Ég tel ómaksins vert fyrir yður, ráðherra dómsmála, eða aðra, að kanna fræðilega þann lögmætis- grundvöll, sem þér viljið byggja á embættisveitinguna til Einars Ingimundarsonar. Sú stjórn- valdsráðstöfun yðar verkar þann ig á mig og fleiri, að það hafi verið pólitískar og persónulegar ástæður, sem réðu því, að hann hlaut embættið. Verði svo talið, er að mínum dómi um vald- níðslu að ræða í lagalegum skilningi. Vegna þeirra lesenda, sem eru ólögfróðir, skal upp- lýst, að valdníðsla er ein ástæða fyrir ógildi stjórnvaldsráðstaf- ana, en í flokki þeirra teljast embættisveitingar. Fræðilega skilgreint telst það valdníðsla, þegar stjórnvald lætur gerðir sínar ráðast af ólögmætum sjón- armiðum, t.d. pólitískum eða persónulegum. Dómstólar hér á landi hafa ekki til þessa dæmt um tilvik, þar sem reynt hefir á lögmæti embættisveitinga sem st j órnvaldsr áðstöf unar. Hvað sem líður lögmæti hinn- ar umdeildu embættisveitingar, tel ég dóm almennings í mál- inu vera afdráttarlausan. Hann vitið þér um, og við hann verð- ið þér að sætta yður, hvort sem yður líkar betur eða verr. Hafnarfirði, 14. nóv. 1965, Árni Gunnlaugsson. Bréf þetta var sent öllum dag- blöðunum samdægurs til birting ar. Ný bók: Gjafabókin handa vinum og kunniingjum erlendis. Fögur myndabók um fuglalíf á íslandi. Listrænar myndir. Mjög góð prentun. Myndir: Harmann Schlenker. Texti: Broddi Jóhannesson og Stein- dór Steindórsson. —- Bókin er þegar komin í bókaverzlan ir með enskum og þýzkum texta. Hún heitir: Wings over Iceland (enskur texti) Island-V ogelland (Þýzkur texti) Siðar í þessum mánuði er bókin væntanleg með íslenzk- um texta. Bókaútgáfa Menningarsjóðs fegfoiiTft 4 €RB RIKISINS M.s. Esja fer vestur um lsmd í hring ferð 13. þ.m. Vörumóttaka i dag til Patreksfjarðar, Sveins eyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísa- fjarðar, Siglufjarðar, Akur- eyrar, Húsavíkur, Raufarhafn ar Og Þórshafnar. Farseðlar seldir á miðvikudag. Kæru bræður og systur í Drottni Við óskum eftir trúuðum samherjum á vettvangi landbúnaðarins. Sveita- menningunni má ekki hnigna. Vinsamlegast send- ið Mbl. nöfn yðar, merkt: „Norðurljós—6153“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.