Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 23
Sunnudagur 12. des. 1965 MORGUNBLAÐID Ungur og reiður öldungur Snæbjörn Jónsson: Lokasjóður, 260 bls. ísafoldarprentsmiðja h.f.. - 1965. SÚ KYNSL.ÓÐ rithöfunda, sem kom fram á þriðja tug þessarar aldar, hefur oft verið kölluð hinir reiðu ungu menn. Snæbjörn Jóns son fyrrum bóksali var orðinn reiður ungur maður tuttugu ár- um fyrr og er það enn. Það mætti kveða fastar að orði og segja, að hann vaeri rauðglóandi, ýmist af reiði og vandlætingu eða af ást og aðdáun, því að hann er mikill vinur vina sinna og 6ker lof þeirra og hróður aldrei við neglur. Það er alltaf gaman að því að fylgja þessum geðsveifl um hans, því að maðurinn er mjög vel ritfær og stíll hans er aldrei bragðíaus, heldur ýmist með römmum eða ljúfum keim, oft og einatt í sömu grein. Hann hefur. skrifað fjöldann allan af greinum um menn og málefni og gefið út söfn þeirra, nú síðast það, er hér skal getið og hann kallar Lokasjóð. Það sem einkum kemur mér til eð benda á þessa bók, er sú óherzla, sem höfundur leggur á að kynna þýðingar íslenzkra ljcla á enska tungu. Hér heima hefur því verið alltof lítill gaum- ur gefinn, að vestan hafs eru til menn, sem hafa leyst slíkar þýð- ingar af hendi með snilldarbrag. Margir kannast að vísu við prófessor Watson Kirkconnell, því að hann var gestur Háskóla íslands fyrir tveimur árum og flutti þar fyrirlestur. Fæstir á- heyrenda nutú hans að vísu vel, því að prófessornum liggur mjög lágt rómur, en enginn hátalari var í salnum og hljómburður þar er frekar lélegur. Dr. Kirk- connell er manna hagmæltastur og frábær málamaður, les flest eða öll Evrópumál, tók sér fyrir he»dur að gefa út þýdd ljóðasöfn af 36 tungum og byrjaði á íslenzk unni með bók sinni The North American Book of Icelandic Verse. Auk þess hafa birzt eftir hann ýmsar ljóðaþýðingar af ís- lenzku í öðrum bókum og gefið hefur hann út smásagnasafn, þar sem íslendingar eru höfuðper- 6ónur í einni sögu, en hann var um tíma kennari við Manitoba háskóla og hefur kynnst íslend- jngum þar. Þá getijr Snæbjörn nokkuð ítarlega annars manns, sem er mikið skáld, bæði á íslenzku og enska tungu og hefur þýtt margt íslenzkra ljóða. Það er jafnaldri hans, Páll Bjarnason í Vancouv- er. Páll ræðst ekki á garðinn, þar sem hann er lægstur, því að hann hefur m.a. þýtt mörg af kvæðum Einars Benediktssonar ©g lætur sig ekki muna um það að halda bæði höfuðstöfum og Stuðlum í þýðingunni. Til dæmis ekal hér tekin upp þýðing hans ó fyrsta erindinu -í „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum“: What chains our mind to the mundane scheme, Since men hve Eternal lesas? Pretending to live, as we loll and dream, We last till the feigning ceases. We shudder at death and his darkling stream, Though dying our life increases. Ég heimsótti þennan nafna minn fyrir 1S árum og við höf- um stundum skrifazt á síðan og skipzt á bókum. Páll er mað- ur yfirlætislaus og nokkuð ein- rænn og það hefur háð vinsæld- um hans vestan hafs, að hann er mjög ákveðinn kommúnisti. En hvað um það, hann er snillingur, sem á heiður skilið af löndum sínum og væri þess verður, að honum yrði boðið heim, ef hann treystir sér til slíkrar farar. Hann er fæddur þar vestra og ég veit ekki, hvort hann hefur nokkurn tíma til íslands komið, en ís- lendingur er hann ágætur. En hvers vegna gefur ekki Menning arsjóður út helztu þýðingar hans | minningargreinar, sem mér þykir í stóru upplagi og dreifir þeim mjög merkilegar. Önnur er um út um heiminn? Það væri sann- arlega góð landkynning. Þá er ég Snæbirni þakklátur frændur mína húnvetnska, bræð- urna Ragnar og Guðbjörn Stefáns syni, sem voru skólabræður hans í Flensborg. Þeir voru báðir góð skáld, einkum Ragnar heitinn. Allmörg kvæði hans birtust í Heimskringlu. Þá eru í þessari bók Snæbjarn ar margar æviminningar látinna manna, nokkuð einhliða lýsing- ar, því að þar eru aðeins dregn- ar upp myndir af mannkostum þeirra. Snæbjörn hefur margt lært af Englendingum, m.a. lært það af Nelson að setja sjónauk- ann fyrir blinda augað, þegar það hentar. En þarna eru tvær an hátt en með hálfgerðri lítils- virðingu af skólabræðrum min- um á Hafnarslóðum, Snæbjörn lýsir honum sem dálítið sérvitr- t um, en mjög heiðarlegum manni í vitrænum skilningi, yfirlætis- lausum og sjálfum sér með | andi um takmarkanir sínar, ágæt um íslendingi og góðum dreng, , sem bjó þó jafnan við erfiðar ástæður og aðkast margskonar. | Hin greinin er um Halldór Briem bókavörð, sem okkur, stundendum lestrarsalsins á Landsbókasafninu-í gamla daga þótti heldur skringileg persóna. 1 Snæbjörn dregur hér upp mynd I af ágætismanni, " sem alla tíð | barðist við basl og fátækt, var | gáf„ður og fjölmenntaður, en ein . rænn og dulur að eðlisfari og dró sig lengst af ævi sinnar inn í | skel. Ungur að aldri hafði hann fyrir það, að ein grein hans, mjög lofsamleg, er um tvo samt brugðið við og slegizt í för Boga Th. Melsted, sem ég las með hópi umkomulausra vestur- eftir upphaf rækilegrar íslend- : fara á Sauðárkróki fyrirvara- ingasögu mér til mikils gagns, laust, en með samþykki föður þegar ég var ungur strákur, en 1 síns, Eggerts Briems sýslumanns, heyrði aldrei annars getið á ann- I til þess að verða túlkur þeirra ■ og ráðgjafi og forustumaður, er i vestur kom í óbyggðir Nýja ís- lands. í öllu baslinu og einangr- , unninni í þessari nýlendu var það afreksverk unnið að kaupa | prentsmiðju og gefa út blað, Framfara, og var Halldór rit- , stjóri þess. Snæbjö n á þakkir skilið fyrir að bæta með grein i þessari, að svo miklu leyti sem hægt er, fyrir þann misskilning og vanmat, sem þessi ágætis- maður varð fyrir hér heima á ættjörð sinni, þótt skapgerð hans ætti þar sjálfsagt nokkra sök. Aftast í bókinni, sem er vönd- uð að frágangi, eru 16. bls. með mannamyndir. Hafi svo Snæbjörn þökk fyr- ir þennan lokasjóð sinn, sem inni heldur margskonar mynt, suma slegna úr gulli eða silfri, þótt innan um slæðist koparskilding- ar og jafnvel einstaka spilapen- ingar eða buxnatala. P. V. Kolka. Sjáið hið krystal-tæra VAUTIER munnstykki Hreint og stöðugt í munni yðar, það er með hin- um sérstæða H54 filter — sem gefur yður hreinni og mildari reyk, en þér trúið, að gæti verið mögu- legt. Það er engin furða, hvers vegna svo margir sígarettu-neytendur skipta yfir til VAUTIER vindla . . . þeir eru framleiddir í Svisslandi úi bezta tóbaki, sem völ er á. + Vindlarnir með munnstykki og filter Framleiddir með allri þeirri þekkingu og nákvæmni, sem Svisslendingar eru írægir fyiir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.