Morgunblaðið - 28.12.1965, Page 3

Morgunblaðið - 28.12.1965, Page 3
ÞriSjudagur 28. des. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 mm&M Við ióSatréð iútvarps- Á JÓLADAG var bamatími í útvarpinu milli kl. hálfsex og sjö, sem nefndist „Við jólatréð“ og Pétur Pétursson stjórnaði. Fjöldi barna var þá saman kominn í útvarpssal til Jólasveinninn hét Gáttaþefur, en við getum ekki að því gert, að okkur finnist talsverður svipur með honum og Ómari Ragnarssyni. Eins og sjá má á þessari mynd var mikil og góð stemning meðal unga fólksins. Mikil þröng var í salnum — svo mikil að nokkur böm urðu að stiga upp á sjálfan útvarpsflygilinn til þess að geta fylgzt með því sem fram fór á sviðinu. þess að skemmta sér og nutu þar ýmissa skemmtiatriða. Börn úr Landakotsskóla sungu undir stjórn séra Ge- orgs og við undirleik Kjartans Sigurjónssonar organleikara. Gáttaþefur (ómar Ragnars- son) kom í heimsókn, og hon- um til aðstoðar voru börn úr Langholtsskóla og Kópavögs- skóla. Hermann R. Stefánsson, danskennari, stjórnaði göngu kringum jólatréð, Herdís Þor- valdsdóttir, leikkona, las jóla- ljóð eftir Gunnar Dal, Stefaní Anna Christophersson söng „Jesús, þú ert vort jólaljós“, og Auður Eir Vilhjálmsdóttir, cand. theol., ávarpaði börnin. Einnig komu þeir Baldur búk- talari og Konni í heimsókn og skemmtu börnunum. Jóhann Pálsson, leikari, söng vísur eftir Stefán Jónsson, Pétur Pétursson las kafla um jóla- hald fyrr á árum eftir Eyjólf á Hvoli, Soffía frænka (Em- ilía Jónasdóttir) las sqgu fyrir börnin, og hljómsveit lék und- ir stjórn Carls Billichs. Myndirnar hér á síðunni eru teknar við þetta tækifæri. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.). Börnán fylgdust með skemmti atriðunum af athygli. Stöðusvipting vegna gagnríni á flokkinn Berlín, 27. des. NTB. • Austur-þýzka fréttastofan ADN segir frá því í dag, að a,- þýzki vísindamaðurinn, prófessor Robert Havemann, sem nýlega hvatti til þess, að komið yrði upp skipulagðri stjórnarandstöðu í A.-Þýzkalandi, hafi verið svipt- ur stöðu sinni í vísindaakademíu landsins. • Fyrir skömmu birtist grcin eftir Havemann í vestur-þýzka tímaritinu „Der Spiegel", þar sem fram kom all hörð gagnrýni á kommúnistaflokkinn í A-þýzka landi. Nú og auðvitað lét Soffía frænka sig ekki vanta, á jafn merkilega skemmtun og þessa, SIAKSTHMH G eimf erðaaf rek Bandaríkjamanna Síðustu afrek Bandaríkja- manna á sviði geimferða hafa vakið mikla og verðskuldaða at- hygli um heim allan og hafa er- lend blöð skrifað mikið um þau. Blaðið „Daily Telegraph“ í Lund únum sagði m.a. um þau: „Með fyrsta stefnumóti geimfara hefur mikilsverður áfangi náðst. Flókn ir rafeindaheilar kunna að hafa verið ómissandi við stjórn geim- faranna, en það voru geimfararn ir sjálfir, sem unnu mikilvægasta verkið. Bandaríkjamenn geta nú sett saman geimstöðvar í geimn- um, og eru þar með komnir hálfa leið til tunglsins“. Hið virta þýzka blað „Die Welt“ í Ham- borg segir: „Bandarískir geimfar- ar hafa unnið ólýsanlegt afrek. Bandaríkin hafa nú tekið forustu í geimferðum. Þannig virðist hin mikla barátta geimveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovét ríkjanna, smátt og smátt vera að enda í bandarískum sigri. En þótt Bandaríkjamenn kunni að vera ánægðir með þennan árangur skyldu þeir gæta þess að van- rneta ekki keppinaut sinn á þessu sviði.“ Og fréttaritari Isvestia í New York sagði: „Bandarískir geimfarar, vísindamenn, verk- fræðingar og tæknimenn unnu mikinn sigur með fyrsta stefnu- móti geimskipa í geimnum. Walt- er Schirra á sérstakan heiður skilið“. Af þessum tilvitnunum er ljóst að allir eru sammála um, að Bandaríkjamenn hafa hér unn ið mikinn sigur, og verður ekki annað sagt en að þeir hafi náð sér mjög myndarlega á strik eftir fyrstu ófarir sinar af hendi Sov- etríkjanna í geimferðum. Verðlagshöft Alþýðublaðið birti forystu- grein fyrir nokkru, þar sem liarmað er, að verðlagshöft eru ekki strangari hér á landi en raun ber vitni nú orðið. Þetta mál hefur raunar verið rætt svo oft og ítarlega, að ástæðulaust er að f jölyrða um það að ráði. Verð lagshöft tilheyra liðnum tíma, þegar stjórnmálamenn töldu að hægt væri að hafa eftirlit með öllu, sem í þjóðfélaginu gerðist með nógu miklum höftum. Þau hæfa hins vegar ekki þeim tím- um, sem við nú lifum á, og það sem enn er eftir af þeim eru að- eins leifar þess sem einu sinni var. Auðvitað er sjálfsagt að fylgjast með því, að óhófleg á- lagning eigi sér ekki stað, og það er alveg rétt, sem Alþýðublaðið segir í nefndri forustugrein, að nauðsynlegt er að stórauka upp- lýsingar , um verðlag og hvetja neytendur þannig til meiri að- gætni. Slík ráð eru líkleg til þess að bera einhvern árangur, en hin gömlu og úreltu verð- lagshöft hafa margsinnis sýnt að þau halda verðlagi ekki niðri, og þess vegna ber að afnema þau með öllu. Togaraútgerðin Vísir ræðir vandamál togara útgerðarinnar í forustugrein í gær og segir þar m.a.: „Nokkuð er nú í tízku að tala um að togaraútgerðin eigi enga framtíð fyrir sér og hana eigi að ieggja.niður hér á landi. Er það undarlegt tal, þegar haft er í kuga að allar nágrannaþjóðirnar gera út togara á fjarlæg mið og telja sér augljosan hag af þeirra útgerð og notkun þessara veiði- tækja. Því er hins vegar ekki að leyna að af fyrrgreindum ástæð- um hefur togaraútgerðin átt í miklum kröggum hérlendis. Spurningin er hvort lausnin felst ekki í byggingu nýrra togara af nýtízkugerð, þar sem sjálfvirkni takmarkar mjög stærð áhafnar, en við það sparast mjög stór kostnaðarliður . . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.