Morgunblaðið - 28.12.1965, Síða 6
6
MORCUNHLAtilÐ
Þriðjudagur 28. des. 1965
Sóttu 35 kindur suður
undir Vatnajökul
Helgi Hjörvar látinn
ÞÓRÐUR Benediktsson, skóla-
stjóri á Egilsstöðum, skýrði frá
því í útvarpinu í gærkvöldi að
í vikunni fyrir jól hefðu 5 menn
úr Hrafnkelsdal farið fram á
Vesturöræfin suður undir Vatna-
jökul að leita kinda. Fundu þeir
á þessu svæði 35 kindur, þar af
14 úr Fljótsdal, og komust með
þær niður í Glúmsstaðadal, en
urðu þar að skilja þær eftir. Var
HINN 1. janúar n.k. tekur gildi
ný gjaldskrá um póstburðargjöld
Kemur hún í stað gjaldskrár um
póstburðargjöld, sem gilt hefur
frá 1. október 1963 eða í rúm
tvö ár. Verður minnsta burðar-
gjald innanlands kr. 4, til Norð-
urlanda kr. 5 og til annarra
landa kr. 5.50.
Auk breytingar á burðargjöld-
um hafa verið gerðar nokkrar
breytingar varðandi viðtöku
skilyrði hinna ýmsu sendinga og
tvær tegundir póstsendinga hafa
verið felldar niður, verzlunar-
skjöl og póstinnheimtur. Er þetta
í samræmi við ákvæði nýrra al-
þjóðapóstsamninga, sem gilda
frá áramótum. Frá og með 1.
janúar verður því ekki tekið við
verzlunarskjölum til flutnings í
pósti, né póstinnheimtum. Báð-
ar þessar sendingategundir hafa
sem kunnugt er sama og ekkert
verið notaðar.
Á hinn bóginn bætist við ný
tegund bréfapóstsendinga, sem
þó er aðeins tekið við til útlanda,
þ.e. smápakkar (petit paquet,
small parcel, páckohen, smá-
pakke, brevpakke). Þar sem hér
er um nýmæli að ræða, þykir
rétt að gera hér nokkru nánar
grein fyrir þeim:
Smápakkar eru ein tegund
bréfap>óstsendinga og flytjast í
pósti á sama hátt og prent og
sýnishorn. Þeir geta eins og aðr-
ar bréfapóstsendingar verið bæði
almennir og í ábyrgð. Ábyrgð
póststjórnarinnar takmarkast að
sjálfsögðu aðeins við smápakka
í ábyrgð og bætur geta ekki orð-
ið hærri en fyrir glataða ábyrgð-
arsendingu þ.e. kr. 350,00. Smá-
pakkar mega þyngstir vera 1 kg
og burðargjald þeirra hefur ver-
ið ákveðið kr. 2.50 fyrir hver 50
g, þó þannig, að minnsta gjald
er kr. 11.00. Við þetta burðar-
gjald bætist svo að sjálfsögðu
fluggjald, ef þeir eiga sendast
í flugpósti. Fluggjaldið er það
sama og fyrir prent og sýnis-
horn (AO sendingar).
Um umbúnað smápakka gilda
sömu reglur og um umbúnað
prents og sýnishorna, þ.e. að um-
búðir séu þannig, að auðveldlega
megi kanna innihaldið. Þeir
mega ekki innihalda neitt það,
sem í eðli sínu eru bréfaskriftir
(t.d. ekki sendibréf), heldur ekki
frímerki, hvorki stimpluð né ó-
stimpluð, ekki peninga, dýra
málma, skartgripi né verðskjöl.
í þá má þó láta vörureikniriga og
afrit af utanáskriftinni og nafni
sendanda.
komið myrkur og hrímþoka og
tveir þeirra, sem á undan höfðu
farið til bílanna, fundu þá ekki
aftur. Allir komust Þó að kvöldi
í Aðalból og á Þorláksmessu
náðu þeir í féð í Glúmstaðadal.
Jafnfallinn snjór var á heið-
inni og slæmt göngufæri og úti-
vist mannanna löng og ströng.
Kvað Þórður það ekki á allra
færi að fara slíkar svaðilfarir.
Skylda er að rita nafn og heim
ili sendanda utan á smápakka og
á þá skal líma hinn sérstaka
tollmiða, grænan að lit, sem póst
húsin láta í té og tilgreina þar
innihaldið annað hvort á frönsku
eða öðru tungumáli, sem skilst í
ákvörðunarlandinu. Þá ber og að
líma á smápakka sérstakan miða
með áletruninni SMÁPAKKI —
petit paquet, sem pósthúsin láta
sendendum í té.
Við afhendingu smápakka frá
útlöndum ber viðtakanda að
greiða sérstakt afhendingargjald
kr. 7.00.
• Hinn 14. febrúar verður
haldin í London ráðstefna um
gerð nýrrar stjómarskrár fyr-
ir brezka verndargæzluríkið
Beohuanaland. Er hún liður í
undirbúningi að sjálfstæði
landsins, en fyrinhugað er, að
það fái sjálfsstjóm í septem-
ber nk. Forsætisráðlherra
Beohuanalands, Seratse
Khama, hefur sagt, að hann
miuni berjast fyrir því að
landið verið sjálfstætt ríki í
brezika samveldinu og hljófi í
framtíðinni nafnið Botswana.
'k Ljósadýrð
Þá erum við aftur byrj-
uð að strita eftir jólahátíðina.
Ég efast ekki um að þetta hafi
verið ánægjuleg jól hjá öllum
fjöldanum. Ekki spillti veðrið
fyrir því að svo gæti orðið —
og borgin var fagurlega skreytt.
Þeir, sem ekið hafa um nýju
fjölbýlishverfin í austurbænum
hafa sennilega aldrei séð meiri
ljósadýrð um jólin hér hjá okk-
ur. Og fallegur jólasnjór var
yfir öllu.
Eftirminnileg
hugvekja
Við blaðamennirnir öfund-
um starfsbræður okkar hjá út-
varpinu ekki yfir því að þurfa
að vinna yfir jólin. Þeir eru
hins vegar ekki einir um að
starfa á jólunum, eins og glöggt
kom fram í ágætum útvarps-
þætti Árna Gunnarssonar,
fréttamanns, á jóladag. í heild
fannst mér dagskrá útvarp6ins
í stuttu
máli
London, 26. des. NTB.
Elizabet drottning hvatti í
jólaræðu sinni, sem hún held-
ur samkvæmt venju á ári
hverju á jóladag, þegna
Brezka samveldisins til þess
að halda áfram þolinmóðir
starfinu í þágu friðarins,
enda þótt svo gæti virzt, að
aldrei myndi verða unnt að
skapa fullkomlega frið í
heiminum. Ef við höldum
ekki áfram að fjarlægja or-
sakir deilna milli þjóðanna,
munum við ekki ná neinum
áfanga á leið friðarins, sagði
drottningin i sjónvarps- og út
varpsræðu sirrni.
Stokkhólmi, 27. des. NTB.
• Að minnsta kosti 500
búðarþjófar voru staðnir að
verki í jólaösinni í Svíþjóð
síðustu tíu dagana fyrir jólin.
Þjófnaður í sænskum stór-
verzlunum hefur farið ört
vaxandi að undanförnu og er
talið, að fjöldi þeirra, sem
handteknir hafa verið á árinu
muni komast upp í 800 manns
áður en gamlársdagur rennur
út.
Sérstök eftirlitssitofnun í
Stokkhólmi hefur gefið þær
upplýsingar, að lausafregnir
um, að konur séu flestum
fingralengri í verzlunum, eigi
ekki við rök cð styðjast. Hafi
mikill hluti þeirra, sem hand-
teknir voru í Stokk/hólmi í
jólaösinni, verið karlmenn á
fimmtugsaldri. Þá segir eftir-
litsstafnunin, að mjög hafi
dregið úr þjófnaði ungs fólks
— undir tvítugsaldri — og er
það m.a. þakkað sérstakri
herferð skólanna gegn þjófn-
aði skólanema.
yfir jólin mjög góð — og greini
lega var mikil vinna lögð í
hana.
Ræða biskupsins á jólanótt
var eftirminnileg hugvekja,
jafnsnilidarleg og hún var ein-
föld og hnitmiðuð. Ég geri ráð
fyrir að fleiri útvarpshlustend-
ur hafi hlustað á hana en aðrar
helgistundir í útvarpinu yfir
jólin — m.a. vegna þess að
um miðnætti á aðfangadag er
orðið rólegt hjá foreldrum, sem
mikið þurfa að sinna börnum
sínum. Víða gefst ekki ailt of
gott næði til að hlusta á út-
varpið á daginn — einkum þar
sem ung böm eru á heimili.
^ „Létt“ dagskrá
Þáttur Andrésar Björnsson-
ar á jóladag var skemmtilegur
og Svavar Gests sveik engan,
sem hlusta vildi á létt gaman
það kvöld. Ég man ekki til þess
að útvarpsdagskráin hafi verið
jafnlétt að kveldi jóladags. Hér
er greinilega um stefnubreyt-
HELGI Hjörvar, lézt í sjúkra-
húsi á jóladag. Hann var fæddur
20. ágúst 1808 og því 77 ára að
aldri er hann lézt.
Helgi var frá Drápuhlíð í
Helgafellssveit, sonur Salómons
Sigurðssonar, bónda þar, og Guð-
rúnar Sigurðardóttur, konu
hans. Hann var kennari að
mennt og kynnti sér kennslu-
mál á Norðurlöndum að afloknu
kennaraprófi árin 1916-17 og
1926-27. Hann var kennari við
barnaskóla Reykjavíkur 1911-34,
námsstjóri kaupstaðaskóla utan
Reykjavíkur 1930-32 og gegndi
störfum fræðslumálastjóra um
hríð 1928 og 1929. í stjórn Sam-
bands ísl. barnakennara var
Helgi 1922-1933, þar af formað-
ur í 4 ár og var fyrsti heiðurs-
félagi þess félagsskapar.
Helgi Hjörvar var starfsmað-
ur í skrifstofu Alþingis 1915-
1930 og þingfréttamaður nær
samfellt eftir það, þar til hann
lét af opinberum störfum fyrir
aldurs sakir. Við Ríkisútvarpið
starfaði Helgi lengi og var kunn-
ur útvarpsmaður. Hann var for-
maður útvarpsráðs 1925-1935 og
skrifstofustjóri útvarpsráðs 1935-
1958.
Helgi vann alltaf mikið að
félagsmálum listamanna og þá
einkum rithöfunda og var um
skeið formaður Rithöfundafé-
lags Islands og í stjórn Banda-
lags ísl. listamanna. Sjálfur var
Helgi rithöfundur og gaf tvisv-
ar út smásögur auk þess sem
LEONID Stein varð skákmeistari
Sovétríkjanna í annað sinn í röð.
Meistaramót Sovétríkjanna fór
fram í Tallin og lauk á Þorláks-
messu.
í sfðustu umferð sigraði Stein
Leningrad-meistarann Edvard
Bukhman í 40. leik. Hlaut Stein
alls 14 vinninga af 19 möguleg-
ingu að ræða, og ég held, að
hún hafi mælzt vel fyrir. Ekki
svk> að skilja að ég sé mótfall-
inn „alvarlegri“ dagskrá um
jólin. Gott er hins vegar að hafa
sitt lítið af hverju. Dagskráin
á jóladag hefur oft verið frem-
ur þunglamaleg — og ekki í
samræmi við jólahaldið á heim-
ilunum.
■jr Jólasveinninn
Og úr því að ég ræði þetta
mikið um útvarpið verð ég að
minnast á jólasveininn í barna
timanum, hann Ómar Ragnars-
son. Hvort sem okkur finnst
það leitt eða ekki, þá virðist
ljóst, að jólasveinninn okkar
er ekki sá sami og hann var.
Það er sennilega mjög eðlilegt,
að hann breytist eins og allt
annað í okkar þjóðfélagi. Jóla-
sveinninn er sem sagt engimn
sveitamaður lengur. Hann er
orðinn sambland af heimsborg-
ara og bandarískum eða brezk-
um krvikmynda- og sjónvarps-
hann ritaði fjölda blaðagreina
og þýddi af erlendum málum og
stóð að útgáfu tímarita. Hann
þýddi og flutti í útvarp fjölda
skáldsagna, m. a. Gróður jarðar
eftir Hamsun, Kristínu Lafrans-
dóttur eftir Sigrid Undset og
Bör Börsson eftir Falkberget og
mun flutningur hans á þessum
verkum bókmenntanna minnis-
stæður útvarpshlustendum.
Kvæntur var Helgi Rósu
Daðadóttur frá Vatnshorni í
Haukadal og lifir hún mann
sinn, ásamt uppkomnum börn-
um þeirra.
um. Taimanov reyndist hættuleg
asti keppinautur hans og hlaut
13 vinninga, en Polugajevski frá
Moskvu hlaut 12,5 vinninga. —
Hugsanlegt er að Polugajevski
nái öðru sæti, þar sem skák hans
og Bronstein í síðustu umferð
varð ekki lokið eftir 4 stunda
viðureign.
leikara. Breytingin hefur ekki
orðið, uim þessi ól. Þetta er
hægfara breyting, sem orðið
hefur á síðari árum. — Jóla-
sveinninn okkar er sem sé
ekki lengur einn af þeim, sem
Jóhannes úr Kötlum orti svo
ágætlega um fyrr á árum.
Gamanvísur
Ómar fór vel með hlutverk
jólasveinsins — jafnvel og hann
fer með fjölmörg önnur hlut-
verk, því að honum er margt
til lista lagt. Það er la igt síðan
það hvarflaði að mér að Ómar
ætti að einhverju leyti eftir að
fylla það skarð, sem verið hef-
ur ófyllt síðan okkar ágæti Al-
freð Andrósson lézt fyrir u.þ.b.
áratug. 1 hvert sinn sem ég
heyri gamankvæði flutt eða sé
góðan gamanþátt minnist ég
Alfreðs, sem var óviðjafnanleg-
ur maður og gleymist aldrei
þeim, sem hann sáu og heyrðu.
Ómar er vafalaust vinsælasti
gamanvísnasöngvarinn, sem við
eigum núna — og ekki er ólik-
legt, að hann eigi eftir að verða
sinni kynslóð það, sem Alfreð
Andrésson var hinni eldri í
gamanvisnasöngvum. Yrði það
ánægjulegt, bæði fyrir Ómar
— og okkur hin.
Höfum flutt verzlun vora og
verkstæði að
LÁGMÚLA 9
Simar:
38820 (9—17)
38821 (Verzlunin)
38822 (Verkstæðið)
38823 (Skrifstofan)
Bræðurnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.
Teknar upp smápakka-
sendingar til útlanda
Ný gjaldskrá um póstburðarg jöld
S/e/n skákmeistari Sovétrikjanna