Morgunblaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 28. des. 1965 Þao gengur sæmilega, segir Halldór Gröndal um rekstur lceland Food Centre lokum um leið og hann spurði um veðri'ð hér heima. Myndirnar, sem hér birtast eru írá opnun veitingastaðar- ins hinn 16. des. sl. ★ Ein myndin sýnir 5 af hin- um 8 framreiðslustúlkum, sem ganga um beina í veitingahús inu. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra og til flugfreyja. — Fengu þær sérstaka þriggja imánaða þjálfun hér heima áð ur en þær héldu utan. Auk enskuþjálfunar var þeim kennd saga íslands og íslenzkr ar menningar og að sjálfsögðu framreiðsla. „Hugmyndin var áð stúlkurnar væru einskon- ar sendiherrar lands okkar ekki síður en framreiðslustúlk ur“, lét Halldór Gröndal um mælt, er hann kynnti þær. ★ Á myndinni eru stúlkurnar í þjóðbúningi, sem þær bera við þjónustustörfin. — Frá vinstri talið: Kristín Richards- dóttir, Kristín Kristinsdóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, og Hildur Pálsdóttir. ★ önnur mynd sýnir tvo heið ursmenn við barinn. Eru þáð brezkir þingmenn, sem báðir hafa komið hingáð til lands. T.v. Mr. Caster Jones, Verka- mannaflokksþingmaður og t.h. Dr. Bennett, þingmaður íhalds flokksins, en hann var for- maður þingmannanefndar Breta, sem kom hingað til lands. ★ Þá er mynd af Halldóri Gröndal, forstjóri Iceland Food Centre, þar sem hann sýnir einum gestanna kalda borðið ,en á því má sjá kæst- an hákarl, laufabrauð svið (heila hausa), brauð hvers- konar, súrmat á fati, heilan hrygg og fleira góðgæti. Enn er mynd af arkitekt- inum, sem teiknaði staðinn og gekk frá öllu útliti, Jóni Har- aldssyni þar sem hann held- ur á einu ljóskeranna, sem staðinn prýða. ★ Og loks er mynd af vín- korti staðarins, en á því er vakin sérstök athygli á ís- lenzika brennivíninu, og er það selt á sama verði og hin- ir dýru erlendu veigar svo sem viský og koníak. Framan á kortinu er merki staðar- ins, tveir drekar, og neðst nafnið, Iceland Food Centre, með fornri stungu, en á bak- hlið hinn gamalkunni flösku- miði af brennivnísflösku. — REKSTUR veitinga- hússins hefir gengið sæmi- lega er óhætt að segja, þessa viku, sem það hefir nú verið starfandi, sagði Halldór Gröndal, forstjóri Iceland Food Centre, í Lon- don, er blaðið átti stutt samtal við hinn í gær. — í heild hefir allt gengið hér vel og árekstralaust. Það vekur mikla athygli hve staðurinn er allur smekk- legur og snotur að öllum búnaði, bætti hann við. Við spyrjum nú hverjir hafi aðallega sótt staðinn það sem af er. — Það má heita, áð ein- göngu Englendingar, sem ver ið hafa hér á ferð um götuna, sem komið hafa inn, allskonar fólk, sem hefir verið í jóla- önnum. — Og hvaða réttir eru vin- sælastir? — Lambakjötið í hinum ýmsu myndum, sem það er hér framleitt, kótelettur eru mjög vinsælar. Við settum auð vitað hangikjötið á jólamat- seðilinn, en það fór ekki mikið af því. — Var um einhverja sér- staka jólaskreytingu að ræða hjá ykkur? — Já, við skreyttum glugg- ann og þótti þáð takast vel. Sem sagt er mér óhætt að fullyrða að staðurinn vekur sérstaka athygli fyrir smekk- legt útlit, sagði Halldór að f I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.