Morgunblaðið - 28.12.1965, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.12.1965, Qupperneq 10
10 MORCU N EiLAÐJÐ Þriðjudagur 28. des. 1965 Eldflaugar — Tunglflaugar — Fallhlífarblys Sprengikúlur — Bengalblys — Stjörnuljós HATTAR KNOLL Allt fyrir gamlárskvöld. GOTT VERÐ — MIKIÐ ÚRVAL Garðastræti 2. — Sími 16770. Kristmann Guðmundsson á torginu Kristmann Guðmundsson: TORGIÐ. — Skáldsaga. — Bókfellsútgáfan 1965. ÉG les aldrei svo bók eftir Krist- mann Guðmundsson, að ég minn ist þess ekki, hve hrifinn ég varð af Fattige barn, fyrstu sög- unni í Islandsk kjaerlighet. Það sem hreif mig, var hin hreina og tæra stemning, sem er yfir lýsingunni á börnum, ástum ieirra og leikjum, sú hugljómun sem er hinn heiltæki blær allrar þessarar sögu. Og ávallt síðan hef ur mér þótt mest til þess koma í bókum Kristmanns Guðmunds- sonar, jafnt ævisögunni sem skáldsögunum, þar sem hann fjallar um það í mannlífinu og náttúrunni, sem hann ann og dá- Ég var hrifinn af endurskoðun hans á Ármanni og Vildísi, og í lok umsagnar minnar um þá bók, gat ég þess stuttlega, hvað mér virðist honum láta bezt, en það reyndi ég, þegar ég sem óvanur þýðandi og í ígripum aýddi Morgun lífsins, hve erfitt er að ná í þýðingu þeim hug- hrifum, sem koma fram í stíl Kristmanns, þegar hann túlkar tæra fegurð og leggur sig eftir að fá fram hin viðkvæmustu og fíngerðustu blæbrigði_ tilfinninga lífsins. En eftir að Ármann og Vildís hafði á ný farið yl og gleði, sársauka og þjáningu um hans hugarheima, hugsaði ég með mér: Skyldi hann nú ekki í nýrri skáldsögu fjalla um eitt- hvert það efni, þar sem beztu og sérstæðustu hæfileikar hans sem sagnaskálds fá bezt notið sín? Svo kom þá hin nýja saga, Torgið. Af ofangreindum sökum greip ég hana með meiri eftir væntingu en ella hefði orðið, og sú eftirvænting var enn meiri vegna þess, að ég veit, hve vá- legir eldar hafa um höfundinn leikið. Ég hef þekkt Kristmann Guðmundsson í rúma fjóra ára tugi, og ávallt hefur farið vel á með okkur. Ég hef ávallt kunn- að að meta ljóðabók Jóns heit- ins Magnússonar um Björn á Reyðarfelli, og ég hef kynnzt mönnum, greindum og fordóma- lausum, sem þekktu vel þann mann — og skildu hann. Og ég get ekki hugsað mér miklu lík- ari menn að gerð en þennan fá tæka, en stolta bónda og dóttur- son hans, skáldið Kristmann Guðmundsson. Hið sama við- kvæma hjarta, hin sama stoltara lega uppreisn gegn vanmati og misskilningi, hin sama óþrotlega eðlisbundna þrá til upplifunar draumsins, þess, sem ekki verð- ur höndlað, hvað sem sú þrá kann að kosta af sársauka og stundum ólíkindum! Og það er hvötin til varnar og uppreisnar, sem hefur ráðið því, að Kristmann hefur skrifað Torgið, og einmitt þess vegna er sagan ekki jafngott skáldverk og ella. Lesandanum verður það meir og meir fyrir, eftir því sem lengra líður á lesturinn, að líta á hana sem sjálfsvörn höfundar gegn ókindum slúðursins — og á Gest Grímsson sem persónugerv- ing skáldsins, sem státar þarna á Faxa sínum eins og Björn á Reyð arfelli. Svo hlakkaði þá líka í hræfugli Þjóðviljans, þegar hann framreiddi sína sadistísku súpu í tilefni sögunnar, súpu, sem var honum sjálfum hunang í munni og hann vissi, að fjöl- margir hans líkar mundu kjamsa á. Þá er það torgið, miðdepill sögusviðsins. í rauninni er það glettilega vel til fundið tækni' legt atriði í gerð sögunnar, en sakir þess, hve Reykjavík er smá, nýtur það sín ekki eins og það hefði gert ella. Lesandinn ber saman við það, sem hann gjörþekkir, og gerir athugasemd ir í huganum. En hvað sem þessu tvennu líður, þar sem hið fyrra er veiga mikið atriði, en hitt aukaatriði, er síður en svo, að þessi saga Kristmanns hafi ekki sitthvað til síns ágætis. Hún er vel skrifuð, málið lipurt og stíllinn viðfelld- inn. Kristmann hefur náð því valdi á blæbrigðum íslenzks máls, að ekki verður séð að hann gjaldi lengur langdvalar erlend- is og þeirrar þrekraunar, sem það var, að ná listrænum tökum á erlendri tungu. Persónurnar eru dregnar skýr- um dráttum — og þá ekki sízt hinar fimm mjög svo ólíku kon- ur, sem koma allmikið við sögu, hin kalda, harða og viljasterka Vala Hansen, Lulla Ragnars, við- kvæm, hlý, en dul og á vissan hátt hlédræg sakir þeirra örlaga sem hún veit sér búin af ósjálf- ráðum orsökum; hin breyska, Jóra synd, sem er hið innra heil og óskemmd; þvottakonan, hrjúf, en raunsæ og meiri og stærri en lífið hefur gefið henni færi á að sýna — og loks frú Hallbera, sem dylur sár sín í skel kulda og fálætis, stolt kona, mikillar reisn ar og heitra tilfinninga. Lýsing- arnar á karlmönnum sögunnar gera þá vart eins eftirminnilega og kónurnar. Gestur geldur þess, sem höfundurinn Jiefur ætlazt til, að hann nyti, Odd Fanndal þekkjum við vel að lestri lokn- um. Hann verður þó hlutlaus- um lesanda vart eftirminnilegur En bæði blómasalinn, án tillits til fyrirmyndar, og gamli maður- inn, sem situr löngurrs á bekkn- um á torginu, verða lesandanum hugþekkir, og Spekingurinn, sem reynist sérstæð og eftirminni leg persóna, etfir að hafinn er hinn náni kunningsskapur hans og Jóru. Okrarinn Teitur er skýr að lestri loknum, en sakir þeirr- ar andstyggðar, sem höfundurinn hefur á honum, verður hann frekar persónugervingur vissrar manntegundar, sem hefur sagt skilið við allt jákvætt, heldur en sérstæður einstaklingur. Svo er það lýsingin á börnunum tveim, hún glitrar og glóir, svo sem ævinlega, þegar Kristmann fjallar um börn. i Enginn vafi er á, að þessi saga verður lesin, og hún mun seinna verða merk heimild um höfund- inn og þá ekki síður viðhorfin í höfuðstað íslands við einka- málum hans — og raunar að nokkru leyti annarra. En þó að Kristmann Guðmundsson hafi margt vel gert í þessari sögu, vænti ég þess af honum, að hann sem skáld fari sínu fram jafn- óháður óþefnum úr slúðurræsum borgarinnar og þegar hann ræð- ur ráðum sínum á vettvangi einkamála sinna. Guðm. Gíslason HagalÍD \ Akranesií Akranesi, 27. des.: — FYRIR mánuði síðan kom ma'ð- ur inn á lögregluvarðstofuna. —■ Þótti honum undarlega hljótt þarna inni, en þar voru allir lög- regluþjónarnir sjö að tölu sam- ankomnir. Bókin var opin á borð inu — spilin ekki snert, menn- irnir uppsettir á skákborðinu, sem enginn hreyfði við. Maður- inn vék sér a'ð öðrum varðstjór- anum, sem Björn heitir, og spurði hverju þetta sætti. — Björn hvísl aði í eyra hans: — Póstmennirnir eru búnir að fá nýja búninga. — Oddur. að auglýsing i útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt. Gamanleikurinn Endasprettur hefur verið sýndur 5 sinnum, og hlaut ágæta dóma. Aðalhlutverk ið er leikið af Þorsteini Ö. Stephensen, en hann hefur ekki leikið um margra ára skeið á sviði Þjóðleikhússins. Xæsia sýning á þessum leik verður miðvikudaginn 29. desember. Myndin er af Þorsteini í hlut- verki sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.