Morgunblaðið - 28.12.1965, Page 12

Morgunblaðið - 28.12.1965, Page 12
12 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 28. des. 1965 Fiðluleikarinn frægi, Yehudi Menuhin, fékk líka dálítinn jóla- glaðning daginn fyrir Þorláks- messu, er hann var kvaddur til Utanríkisráðuneytisins brezka að veita þar viðtöku veglegri orðu. Er Menuhin nú „Honorary Knight Commander of the Civ- il Division of the Order of the British Empire“ og má tylla á sig heiðurstáknum þeim, sem í öskjunni eru við hátíðleg tæki- færi. Um miðjan desember hyrja jóiin í Washingíon fyrir aivöru. Þá kveikir Johnson Bandaukja- forseti á fagurlega skreyttu jóía- tré þar í borginni og kallast það „National Christmas Tree Lighting Ceremony“. Meðal gesta við athöfn þessa nú síð- ast var tveggja ára dóttir Jaek Valenti (náins samstarfsmanns Bing gamli var talsvert viðrið- inn sjálfur, en þrír eldri synir hans, fulltíða menn, sem stund- um áður hafa líka reynt að feta í fótspor föður síns, voru þar hvergi nærri þessu sinni. foTsetans), Courtenay, og eins og myndin ber með sér fór hið bezta á með henni og forsetan- um. Sofiu Loren og Carlo Ponti bárust þau tíðindi skömmu fyr- ir jól að Ponti, sem nú er orð- inn franskur ríkisborgari, hefði féngið skilnað frá fyrri konu sinni fyrir frönskum dómstóli. Er þá fátt eftir til fyrirstöðu lögmætu hjónabandi þeirra, sem dregist hefur heldur betur á langinn. Ponti, sem þá var löngu skil- inn við konu sína, gekk reyndar að eiga Sofiu í Mexikó árið 1957 <og var hvorugt þeirra viðstatt athöfnina) en það hjóna band létu þau ógilda síðar til að forða málarekstri á Ítalíu, þar sem Ponti hafði verið sóttur til saka fyrir tvíkvæni (af þarlend- um kvenfélagasamtökum, ef okkur misminnir ekki). En nú er hið langþráða tak- mark loks í augsýn, og það er ekki furða þó þau séu broshýr þarna á listsýningunni, sem þau fóru að skoða í New York tveim dögum fyrir Þorláksmessu, þó svo þau eigi yfir höfði sér heima á Ítalíu ekki einasta tvíkvænis- málið gamla heldur líka mála- Margir höfðu af því gaman vestanhafs á jóladag er sjö ára gamall sonur Bing Crosbys, Harry, kom þar fram í sjónvarp og söng jólasálma. Þetta var í dagskrá frá Hollywood, sem rekstur útaf sköttunum sínum. Carlo Ponti er gert að greiða tæpar tuttugu milljónir króna íslenzkar) í skatt og þykir mik- ið, en meira kvartar þó Sofia, setn samkvæmt opinberum skýrslum er þriðji tekjuhæsti skattgreiðandi í Rómaborg. Hennar skerfur til ríkissjóðs er áætlaður um það bil tuttugu og fimm milljónir íslenzkra króna, en það þykir Sofiu nokkuð hátt áætlað — og er kannske ekki láandi. Þau hjónin hafa bæði kært til yfirskattanel'ndar, að því fregnir herma. Á-x / Jacqueline Kennedy var heið- ursgestur á jólaskemmtun, sem haldin var ungum Bronx-búum í „Hodson Community Center“ í Bronx-hverfinu í New York nokkru fyrir jól. Þarna er hún með Bobby litla Johnson, 4 ára gamlan snáða, í fanginu og horfa bæði hugfangin á atriði úr söngleiknum „On a Clear day you can see forever" sem leik- ararnir frá Brodway komu að sýna börnunum í Bronx þennan dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.