Morgunblaðið - 28.12.1965, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. des. 1965 ]
Lokað
vegna vaxtareiknings 29., 30. og 31. des.
Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis
Eiginkona mín,
SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR,
Hólaveg 5, Siglufirði,
andaðist að heimili sínu 24. desember.
Sigurjón Björnsson.
Konan mín og móðir okkar,
EMILÍA ÞORGEIRSDÓTTÍR,
Laugavegi 4, andaðist að heimili sínu 24. desember.
Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 30. desember kl.
1,30 frá Dómkirkjunni.
Gísli Eiríksson, Kristín Gísladóttir,
Gylfi Gíslason.
Werner Hanns Gusovius,
heildsali, Kaplaskjóli 7,
andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 15. þ.m. Útför hans
fer fram frá Fossvogskirkju'mánudaginn 3. jan. 1966,
kl. 13.30. —
Vinir hins látna.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ORMUR ORMSSON,
rafvirkjameistari, Borgarnesi,
andaðist 26. þ. m.
Hélga Kristmundardóttir, börn og tengdabörn.
Eiginmaður, faðir og sonur,
HÁKON JÓHANNES KRISTÓFERSSON,
• andaðist að kvöldi 25. desember.
Ragnheiður Bjarnadóttir og hörn,
Ingibjörn Gestsdóttir,
Kristófer Kristófersson.
Móðir mín og tengdamóðir,
ESTER RÖED,
Sand, Vestfold, Noregi,
andaðist að heimili sínu föstudaginn 17. desember sl.
Jarðarförin fór fram frá kirkjunni í Svelvik, þriðju-
daginn 21. desember.
Ragnhild Röed, Sverrir Kjartansson.
Bróðir okkar,
JÓN SIGURÐSSON,
Garðbæ, Höfnum,
andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur 26. desember.
Fyrir hönd systkina minna,
Helga Sigurðardóttir.
Sonur okkar og bróðir,
TÓMAS BÖÐVARSSON,
Garði, Stokkseyri,
lézt í Borgarspítalanum 26. desember. —
Ingibjörg Jónsdóttir,
Böðvar Tómasson og systkini hins látna.
Maðurinn minn,
HELGI HJÖRVAR
rithöfundur,
lézt á jóladag, 25. desember.
Rósa Hjörvar.
Maðurinn minn og faðir okkar,
JÓHANN KRISTJÁNSSON
frá Skógárkoti,
andaðist aðfaranótt 25. þ.m.
Ólína Jónsdóttir og bömin.
ÞÓRUNN EVA EIÐSDÓTTIR
verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
29. des. kl. 10,30. — F.h. móður og barna.
Gunnar A. Magnússon.
Horoldur Steinor Guðmundsson
írú Humruendum
Haraldur Steinar Guðmunds-
son frá Hamraendum í Miðdöl-
um var lagður í hinzta jarð-
neska hvílurúmið 21. des. að
Kvennabrekkur í Dölum.
STEINAR var sviplega á
burtu kvaddur þann 15. des. að-
eins 27 ára að aldri. Okkur sem
eftir stöndum skilst ekki sá ör-
laga þungi sem á bak við býr,
þegar sigð dauðans burt sníður
lífsrót þeirra ungu og uppvax-
Lokað
í dag til kl. 1 vegna jarðarfarar.
Gleraugnav. Optik
Hafnarstræti 18.
Jarðarför móður okkar og tengdamóður,
sigrIðar sigurðardóttur,
frá Eyrarbakka, Ránargötu 36,
fer fram frá Eyrarbakkakirkju miðvikudaginn 29. þ.m.
kl. 1,30 e.h.
Margrét Jóhannesdóttir, Ólafur Jónsson,
Sigurjón Jóhannesson, Vilborg Eiríksdóttir.
Jarðarför föður okkar,
BJARNA GUÐJÓNSSONAR,
kaupmanns, Borgarnesi,
fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 29. des-
ember kl. 14.
Freyja Bjarnadóttir,
Baldur Bjarnason.
Útför eiginkonu minnar og móður minnar,
AUÐAR AÐALSTEINSDÓTTUR,
frá Húsavík,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. des.
kl. 13,30.
Friðþjófur Pálsson,
Aðalheiður Friðþjófsdóttir.
Útför eiginkonu minnar, fósturmóður og ömmu,
MÖRTU JÓNSDÓTTUR,
fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 30. þ.m.
kl. 13,30. —
Björgúlfur Halldórsson, Þórður Björgúlfsson,
Unnur Friðriksdóttir, Björg Þórðardóttir,
Stefán Tryggvason, Friðrik Þórðarson,
Björgúlfur Þórðarson.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐLAUGUR GUÐJÓNSSON,
verður jarðsunginn fimmtudaginn 30. desember. —
Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hans, Skál-
holti, Grindavík, kl. 1. —
Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 11.
Guðmunda Guðnadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
SIGURÐAR SIGURÐSSONAR,
Miðkoti, Þykkvabæ. ■
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól.
Friðsemd Friðriksdóttir,
börn, tegndabörn og barnabörn.
Eiginmaður minn,
ÞORSTEINN EINARSSON
fyrrverandi Lögskráningarstjóri,
Brekku við Sogaveg, áður bóndi á Höfðabrekku,
sem lézt 17. desember sl. verður jarðsettur að Þykkvabæ
í Landbroti þriðjudaginn 4. janúar. — Kveðjuathöfn
verður í Fossvogskirkju mánudaginn 3. janúar kl. 10,30
f.h. — Athöfninni verður útvarpað. — Blóm vinsamleg-
ast afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hans, láti Þykkva
bæjarkapellu eða góðgerðarstarfsemi njóta þess. —
Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna.
Elín Helgadóttir.
1
andi Verður okkur þá hugsað
til orða þess spakvitra skálds
sem sagði: „ónærgætin er að sjá
vor allra hæsta stjórn og tekur
því hinn mæta mann og marga
dýra fórn“.
En við skulum ekki binda hug
ann of þungt eða lengi við sorg-
ina heldur vera minnug þess
að: „aldrei er svo svart yfir
sorgarranni, að eigi geti birt
fynr eilífa trú.“
Steinar var fæddur að Hamra-
endum í Miðdölum 29. júní 1938
og ólst þar upp hjá foreldrum
sínum ásamt þremur systkinum,
einni systur og tveimur bræðr-
um. Fram yfir tvítugsár dvaldi
hann í foreldrahúsum. Eftir
það gjörðist hann þátttakandi í
ýmsum störfum utan heimilis.
Ungur tók hann bílstjórapróf og
fékkst talsvert við bifreiðaakst-
ur og töldu reyndir og æfðir bíl
stjórar hann vera mjög flinkan
bifreiðastjóra. Til sjós var hann
á tímabili og reyndist þar sem
annarsstaðar liðtækur vel og
góður félagL
Steinar var mjög músíkalskur
og átti sérlega vandaða og góða
harmoniku ásamt hljómmagn-
ara. Lék hann oft á samkomum
af miklu fjöri og sannri gleði
við hrifningu og aðdáun sam-
komugesta. Alltaf var fjör og
glaðværð í fylgd með SteinarL
Kæri frændi og vinur, þökk
sé þér fyrir margar ánægjurík-
ar samverustundir. Ég gleymi
ekki ylríkum áhrifum frá þér
er þú komst inn úr dyrunum
með bros á vör og hlýju í
hjarta. Við hjónin minnumst
með ánægju þeirra stunda, er þú
oft leizt inn til okkar og nauzt
þín svo vel hjá okkur sem væri
það þitt annað heimili. Þú auðg-
aðir okkur með góðleik þínum,
og glaðværð sem og alla aðra
er á vegi þínum urðu. Lífsgleði
þín og góðvild var svo hrein og
fölskvalaus. Hafðu hjartans
þakkir fyrir allt.
„Dauðinn hann er Drottins
hinzta gjöf til dauðlegs manns,
sem ferðast hér á jörð. Og fegra
líf þín bíður bak við gröf því
ber að kveðja hér með þakk-
argjörð.“
Mildi kærleikans mýki sökn-
uð ástvina þinna.
Guð blessi þig.
Aðalsteinn Baldvinsson.
BJARNI Beinteinsson
LÖGFRÍÐINGUR
AUSTURSTRÆTI 17 (sillio, VALDII
SlMI 13536
MUifi
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu