Morgunblaðið - 06.01.1966, Page 8
8
MORGU NBLAÐID
Fimmtudagur 6. Janúar 1966
Saknað vinarí stað
i.
„ÞAÐ er þá ei svo erfið þraut að
deyja“. Þessi orð leggur Byron
Bretaskáld Manfred í munn. Mér
koma þau í hug í dag, á útfarar-
degi Ágústs Markússonar. Hann
var æðrulaus maður með hlýtt
hjarta og hugprúða tungu; að
honum var mannfagnaður, svo
lengi sem mig rekur minni til.
Honum fylgir nú þakklæti í orð-
um og útflúri sem hverfur í mátt-
vana þögn andspænis jarðnesk-
um dauða. Nærtækast væri að
vitna í gömul orð, þæfð af langri
notkun og láta þar við sitja —
að ég minnist hans er ég heyri
góðs manns getið. En málið er
ekki svo einfalt, þegar í hlut á
fólk sem lifir áfram með okkur,
þó það hverfi; þó það deyi frá
veröldinni.
k
Ég man ekki eftir mér svo að
dauðinn væri ekki óleyst knýj-
andi gáta — allt að því lam-
andi vandamál. Eitt ár bernsku
xninnar heyrði ég talað um hala-
stjörnu sem nálgaðist hnött okk-
ar með miklum og, að því er
sagt var, örlagaþungum gný. Þá
sátum við krakkar gjarna í ör-
uggu skjóli, að okkur fannst, und-
ir húsveggjum og hlustuðum inn
í þann ókunna heim sem var að
vakna í brjóstum okkar með
ævintýralegum fyrirheitum. Við
heyrðum síðar að hann var kall-
aður veruleiki. Þá var ekkert til
í hugarfylgsnum ungs drengs sem
hét: að vera veraldarvanur, þykk
skinnaður. Þá var sálin opin
kvika eins og jörð í vorleysingu.
Við nánari kynningu hefur
ævintýraljóminn að mestu horfið
og satt bezt að segja fátt eitt
eftir sem hugsazt gæti að kæmi
skemmtilega eða þægilega á
óvart. Þannig fer um allar þær
gátur, sem eiga fyrir sér að leys-
ast og flesta þá drauma sem ráðn
ir verða. Allt missir að lokum
ferskan ævintýrablæ fyrstu
kynna, jafnvel heimsundrið
mikla — sjálfur veruleikinn.
Á tímum válegra tíðinda hala-
stjörnunnar sem var farin að
gera usla í brjósti okkar og ögra
mannheimi nokkrum árum fyrir
styrjöldina, orkaði ævintýrið svo
sterkt á óbeizlað og agalaust í-
myndunarafl ungra vina í Vest-
urbænum, að þeir sátu gjarna og
ortu um sjálfa sig í tilverunni —
og tilveruna í þeim sjálfum; full-
vissir þess að skáldskaparíþrótt-
in yrði ávallt vammi firrð, list
orða og innstu hræringa. En
reynslan, dýrkeypt og einatt misk
unnarlaus, sýnir annað þegar á
hólminn er komið. Jafnvel
skáldskapnum hefur tímans alda
skolað á þangslitna hafnarströnd
borgarinnar, nákvæmlega og
einmitt á þann stað sem skolp-
ræsi lágra hugsana breyta hvítu
freyði stoltustu öldunnar í meng-
að skolp. Þannig bregzt margt
meðan atburðirnir rísa og hníga
allt í kring, eins og flóð og út-
firi — og við getum ekki betur
gert en reynt að vera sæmilega
trú þeirri einu köllun sem okkur
var blásið í brjóst á fyrsta degi:
að lifa, að þreyja þorrann, standa
meðan stætt er. Fyrst svona er
ástatt um ævintýrin í lífi okkar,
fyrst flest fagurt og gott þarf að
hafna í göturæsi fallvaltrar
reynslu, er þá nokkur furða þó
haldinn sé trúnaður við það sem
aldrei bregzt: Esjuna bláa og
hljóða eins og rödd guðs í brjóst-
inu — Jökulinn sem minnir á að
eitt sinn var allt tært og hreint,
hjarnfagurt. Fyrst svo er ástatt,
mundi það þá vera hégómi einn
og fásinna að þakka fyrir þá vini
sem aldrei brugðust —- aldrei
drógu fegurstu draumana niður
í svað heimsmenningarlegrar
móðursýki eða hrokafullrar öf-
undar. Einn slíkra vina var
Ágúst Markússon, kallaður Gústi
Mark. Og nú er hann einnig all-
ur. Auðvitað hann, eins og oft er
gott að eiga að slíka sem hann,
þegar sækja úr ólíkum áttum
viðskotaillar halastjörnur geigs
og fyrirlitningar — ekki af himrl-
um sendar eins og þegar gátan
var enn óleyst og draumurinn
nálgaðist ævintýri þess alfull-
komna — heldur halastjörnur í
mannsmynd, með munn og ein-
hvers konar eyru og brigð í
brjósti, brynjaðar ýmsum vopn-
um öðrum til að vega og biytja
niður það sem við héldum að
ætti rétt á sér í fjölbreytileik
mannlífsins, ekki síður en guðs-
græn náttúran býr yfir ýmsum
öðrum teiknum og stórmerkjum
en fíflum og hundasúrum. En
Ágúst var ekki dómharður mað-
ur. Hann tileinkaði sér sannleik
þess sem skrifað steridur: „Hver
sem hatar bróður sinn er bölvað-
ur“, sagði Kristur. Kærleikurinn
var nærtækari lausn á persónu-
legum vandamálum. Um sálar-
heill slíkra þarf ekki að óttast.
Okkur verður oft fyrir að
hugsa til þess, hve margir frægir
menn eru lítt merkir og lítil-
sigldir í viðkynningu. En þá er
sagt til afsökunar, að þeim sé
nauðsyn á mörgum og ólíkum
eðlisþáttum — andstæðum, til að
bera uppi margslunginn persónu-
leika. Kannski er engin ástæða
að ámast við því. Hitt er engu
minni staðreynd, að margir ó-
frægir menn á veraldarvísu sem
við hittum og kölsum við í tíma-
leysi gróandi þjóðfélags, eru
merkari en margur hyggur; ó-
gleymanlegir, sannir eins og
pérlan skínandi. Frægð gerir eng
an heilsteyptari. Hana þola þeir
einir sem hafa sterk bein og góð-
an skilning á kjarna og hismi.
Gróður jarðar vex og dafnar í
djúpri þögn. Beztu menn eru
ekki endilega flugeldar eða him-
insólir, heldur slíkur gróður,
sterkur og lífseigur eins og mos-
inn, en eins og hann litbrigða-
ríkir, eftir þvi hvernig ijós og
skuggar falla. Einn slíkur maður
var Ágúst Markússon, harðger
gróður á hraunbreiðu viðmóts-
kaldrar auðnar mannlífsins. í
glímunni við hversdagsleikann ó-
missandi bakhjall, en enginn nú-
tímalegur Björn í Mörk. Þannig
lifði hann og þannig kvaddi hann
þetta líf, æðrulaus en traustur i
lífi og köllun. Minning hans lifir
með okkur, hljóð og eðlileg, eins
og fyrirheit nýs vors í nöktum
greinum. Og látinn er hann meira
skjól, hlýlegra og eftirsóknar-
verðara athvarf en margur sem
lifir — og lifir hátt með glans og
herbrestum. Einhvern veginn
minnti hann ljóðþyrstan skáld-
pilt, sem fyrr á tíð leitaði þrá
sinni einverustunda undir veggj-
um kaþólsku kirkjunnar í Landa-
koti eða steingörðum Þórarins
gamla á Melnum, á þá uppbyggi-
legu staðreynd að gruggið eitt
rennur ekki út í hið mikla enda-
lausa haf. Þangað leita einnig
tærar lindir með bláhvít augu og
yndi fugls við hólma og vík.
IL
Ágúst Markússon var fæddur í
Keykjavík 30. júlí 1891 og var
því á 75. aldursári þegar hann
lézt. Foreldrar hans voru Markús
Þorsteinsson, söðlasmiður, og
kona hans Jóhanna Sveinbjarn-
ardóttir, Ási í Ytrihrepp, Jóns-
sonar, eins og sagt er í heimild-
um. Engin skil kann ég á ættum
hans, en ef rétt er, að maðurinn
geymi andblæ liðins tíma í blóði
sínu, þarf ekki að fara 1 grafgöt-
ur um að þar kennist á meðal
gott fólk og hreinlundað. Ágúst
nam veggfóðraraiðn og stundaði
þá grein alla tíð stétt sinni til
sóma. Hann var listhagur í hvers-
dagslegum störfum og smekk-
maður svo af bar, og sýndi það
ávallt í verki.
Hann var einkar músíkalskur
og samdi lög á yngri árum, sem
þá hlutu vinsældir. Minntist hann
oft á þessi hugðarefni sín og var
þá fastur fyrir í skoðunum, en
féll ekki í nýjustu tízku að því
leyti, að honum þótti engin
minnkun að því að viðurkenna
það sem honum fannst fagurt
eða vel gert. Hjarta hans hefur
því líklega ávallt verið í nánari
tengslum við uppruna sinn, róm-
antískt skin aldamótaáranna, en
kaldhyggju nútímaviðhorfs. Mér
skilst að fyrr á dögum hafi þótt
eftirsóknarvert að gleðja fólk
með fögrum hlutum, nú þykir
slíkt kerlingavæl og viðkvæmni.
Þetta listfengi hefur Hörður
sonur Ágústs, kunnur listmálari
af yngri kynslóðinni, erft í rík-
um mæli. f því meðal annars
fann Ágúst stolti sínu viðnám.
Þannig er til þess ætlazt að við
höldum til streitu arfahlut okkar
og ávöxtum hann, eins og upp-
lag og umhverfi gefa tilefni til.
Eins og ný grös spretta úr vetrar-
fölu túni, þannig vaxa börn úr
frjóum akri þess lífs sem var
góð móðir og sterkur og um-
hyggjusamur faðir. Og eins og
túnið eflist af árum sínum,
auðgumst við af reynslu þeirra
sem gegna í lífi okkar sama hlut-
verki og fyrningar í búskap bónd
ans. Sá sem nærist ekki á kjarn-
gresi fortíðar sinnar kemst ekki
til þroska, hvorki í samtíð né
framtíð. Það er einföld staðreynd,
en gleymist oft í fánýtisgarra
hversdagshlaupanna.
Kynni við Ágúst Markússon
voru mér slík næring. Hann var
tilfinningaríkur skapmaður, en
enginn aukvisi. En hann agaði
lund- sína að hætti þeirra sem
vitrir eru og hafa tamið sér há-
speki grámosans. Hann vílaði
ekki fyrir sér þá kvöð einstakl-
ings í frjálsu mannlífi að taka
afstöðu og halda í skoðun sína.
En hann lét sér nægja að bera
ábyrgð á sjálfum. sér og ekki
öðrum. Spámannleg ofbeldis-
hneigð í orðum og afstöðu var
jafn fjarlæg geði hans og skil-
yrðislaus krafa um það, að hann
einn lumaði á lausn lífsgátunnar.
Það fór ekki hjá því að maður
smitaðist ósjálfrátt af svo ó-
væntri og ómeðvitaðri geðró, svo
yfirtakanlegu lífsjafnvægi. Ég
j sakna stundum þessarar stóisku
afstöðu í fari minnar eigin kyn-
slóðar. En hún hefur ekki þurft
að rækta með sér þolgæði þeirra
sem skiluðu örmagna þjóð á
sauðskinnsskóm heilu og höldnu
inn í heimsmenninguna. Hún hef-
ur aðeins lifað þann fögnuð án
böls og rauna. En nú telur hún
áer trú um, þrátt fyrir sagga-
fullt og sífrandi vonleysi sumra
sem ættu sérvizkulaust að fagna
upprisu lands og þjóðar, að hún
sé þess umkomin að halda í
horfinu, sækja fram af heiðar-
leik og drengskap við sjálfa sig
og fortíðina. Þessa trú höfum við
tekið í arf frá óbreyttu fólki eins
og Ágústi Markússyni. Þó sumir
kynslóðarbroddarnir í æsku hans
hafi lifað og leikið í samræmi við
boðskap Sturlunga eins og oft
vill verða á umbrotatímum — og
ekki er laust við enn í dag — þá
hefur postulinn Páll einnig átt
sín ítök, og ekki sízt í leitandi
mönnum, sem vinna ekki að fullu
bug á efasemdum varðandi trú
og sálarheill. Ágúst var einn í
þeirra hópi og stóð hjarta hans
ávallt nær Páli en Sturlungum.
Að kærleikurinn sé mestur, að
hann umberi allt, var of samgróin
vitneskja lífi hans og reynslu til
að um þyrfti að fjalla. Því við-
horfi var í senn gott og hollt að
kynnast í æsku — og þá ekki sízt
í samskiptum við svo karlmann-
legt og einhvern veginn verald-
legt viðmót, sem fylgdi honum
og persónu hans, að manni
fannst.
Ágúst var vel að manni og tví-
henti hvern sem var, og þótti það
góður kostur meðan ungmennafé
lagshugsjónin var upp á sitt
bezta. Hann unni íþróttum og
var einn af stofnendum Ung-
mennafélags Reykjavíkur. Heil-
brigð sál í hraustum líkama —
það var eftirsóknarverðasta tak-
mark þeirrar upptendruðu kyn-
slóðar, sem tók við skyrbjúgs-
þreytu kúgaðrar nýlendu, en
gerði þá kröfu til sjálfrar sín að
annast endurreisn íslands og
hefja nýja gullöld — ekki i for-
pokaðri fjarlægð frá öðrum þjóð-
um né reista á mannfyrirlitningu
og heimóttarhætti, heldur á eðli-
legum og upplitsdjörfum sam-
skiptum við samtíð sína í öðrum
löndum. Kynslóð Ágústs Markús-
sonar á þetta óttalausa viðhorf í
blessunarríkum mæli. Hún
þekkti þann tíma andlegs og lik-
amlegs volæðis, þegar sá þótti
einhver athyglisverðasta persóna
á „ísa köldu landi“, sem braut
upp á þeim nýmælum einn góð-
an veðurdag, að draga sokkinn
yfir aðra skálmina og stika þann-
ig um landið þvert og endilangt.
Hvílík guðsblessun að hafa ekki
þurft að vera uppi á þeim tímum
nóg er nú samt.
Ágúst Markússon hlaut góðan
lífsförunaut, Guðrúnu Guðmunds
dóttur, en hún lézt á miðjum
aldri. Þau eignuðust fjögur börn,
Kristínu, Jóhann og Erlu, auk
Harðar sem fyrr er nefndur.
Ágúst bjó konu sinni og börnum
fallegt og hlýtt heimili að Frakka
stíg 9, en auðvitað bar það í
mörgu fremur svip Guðrúnar,
hinnar mestu dugnaðarkonu. Eft-
ir lát hennar var reynt að halda
í horfinu, en svo fór að lokum,
að þetta litla vinalega timburhús
skaddaðist mjög af eldi og brann
þá margt fagurt og óbætanlegt,
bæði eftir Kjarval og aðra. Var
það mikið áfall fyrir Ágúst, en
æðruleysið barg honum þá frá
örvílnan eins og alltaf þegar á
reyndi.
Ágúst var gleðimaður og hafði
ánægju af mannfagnaði. Það var
í senn upplag og arfur frá þeim
tímum æsku hans, þegar tónlist-
in svall og dunaði og allt var
söngur og músík. Þá stofnaði
hann ásamt nokkrum öðrum fé-
lögum sínum lúðrasveitina
Hörpu, og léku þeir á skemmt-
unum, dansleikjum og við ýmis
tækifæri önnur, mig minnir ég
hafi heyrt þeir hafi einnig leikið
fyrir skautafólk á Tjörninni. Á
þeim árum var alltaf gott veður
í Reykjavík, eins og sést bæði á
ljósmyndum og málverkum. Og
þá voru oft ógleymanleg kvöld
við Tjörnina, ekki sízt þegar
haustgulur máni óx eins og blóm
úr tærum spegli vatn^ins. Það
var ævintýri líkast. Páll Isólfs-
son sagði við mig á nýársdag:
Það er ómögulegt að lýsa fyrir
ungu fólki þeim kyrrláta unaði
sem ríkti í heiminum, þegar ég
fór til Þýzkalands fyrir fyrra
stríð. Þá var mannlífið einn ilm-
andi blómagarður. — Við sem
höfum ekki kynnzt þessum héimi
getum aðeins nálgast hann í
minningu þeirra sem þá voru svo
gæfusamir að eiga æsku sinni
ljóðrænan bakhjall Steingríms og
Þorsteins Erlingssonar. Þá var
hrunadans heimsstríðanna enn ó-
þekkt fyrirbæri og engum bauð
í grun að „nóttin aumkast yfir
þínum rústum".
★
Ég hef skrifað lengra mál en
ætlunin va_r í upphafi. En minn-
ingin um Ágúst Markússon, sem
var kjölfesta í óvissri æsku og
óbilandi vinur í lífskaldanum, er
áleitin og skýrir marga drætti í
þeim veruleikamyndum sem máli
skipta. Hann var, eins og margt
annað gott fólk af hans kynslóð,
örlagavaldur í lífi okkar sem
yngri erum. Hann átti sama
sterka og jákvæða viljann til að
koma okkur til nokkurs þroska
eins og Erlingur Skjálgsson, ef
tnia má því sem skráð er á gömul
skinn. Minningin um Ágúst Mark
ússon kallar ekki á harmatölur,
þær eru andstæðar geði hans og
viðleitni. í lífi sínu vakti hann
með manni viljaþrek og karl-
mennsku, og í dauðanum óvænta
von — að það sé þá „ei svo erfið
þraut að deyja“. En mundu þá
ekki forsendur þeirrar niður-
stöðu vera þær að hafa kunnað
sitt hlutverk, að hafa gert sér
sæmilega grein fyrir því — að
það er vandi að lifa.
Matthías Johannessen.
Góð afkoma
í Færeyjum
Torshavn, Færeyjum, 1. jan.
(Frá fréttaritara Mbl.)
Á ÁRINU 1965 var fiskmagn
Færeyinga og útflutningsverð-
mæti meira en nokkru sinni
fyrr. Fyrra metið var sett á ár-
inu 1962 þegar fiskmagnið var
143.500 tonn, en á árinu 1965
varð það rúmlega 144 þúsund
tonn. Og útflutningsverðmætið
1962 nam 126,3 milljónum króna
(um 790 millj. ísl. kr.), en árið
sem leið náði það 172 milljón-
um (1.075 millj. ísl. kr.). Þessi
mikla aukning útflutningsverð-
mætisins stafar af stórhækkuðu
verði á saltfiski og saltsíld og
nærri tvöföldun framleiðslunn-
ar á frystum flökum.
Miklar launahækkanir urðu á
árinu sem leið. Meðaltekjur sjó-
manna um borð í fiskiskipum
var á árinu 1964 um 53 krónur
á dag (um 330 kr.), en hækkuðu
á árinu 1965 um nærri 25%.
Einnig hefur orðið mikil aukn-
ing á mjólkurframleiðslu land-
búnaðarins, og horfur á enn
meiri aukningu 1966.
Gerð var tilraun á árinu til
laxveiða í net á miðunum við
Vestur Grænland. Eitt fiskiskip
gerði þessa tilraun, og véiddi um
42 tonn af laxi. Var laxinn seld-
ur til Kaupmannahafnar, og
fengust fyrir aflann 800 þúsund
krónur (ísl. kr. 5 millj.).
Hinn 31. desember 1965 taldi
færeyski flotinn 215 skip yfir 20
lestir, eða alls um 41.500 tonn.
í nýársræðu sinni skýrði Hak-
un Djurhus, lögmaður, frá því
að útlit væri fyrir því að frum-
vaip það um breytingu á heima
stjórnarákvæðunum, er lagt
hefur verið fyrir þingið, verði
samþykkt. Einnig lét hann í Ijós
von um að samningaviðræður
um póstmál leiddu til þess að
stjórn þeirra yrði fengin Fær-
eyingum þannig að á árinu 1966
verði færeysk frímerki tekin í
notkun.
Siglufjarðar-
kirkju berast
UM jólin bárust Siglufjarðar-
kirkju ýmsar góðar gjafir, og er
þar fyrst a'ð geta tveggja fag-
urra kertastjaka, sem gefnir
voru til minningar um frú Sig-
ríði Lárusdóttur Blöndal, prest-
frú á Hvanneyri. Hún var kona
síra Bjarna Þorsteinssonar tón-
skálds, en 100 ár voru liðin frá
fæðingu hennar 11. apríl s.l. Þá
gaf Þorbjörg Guðmundsdóttir á
Akureyri kirkjunni 5000 kr. til
minningar um foreldra sína, Guð
mund S. Th. Guðmundsson póst-
meistara og Sigurlaugu Bjarna-
dóttur, en 100 ár voru liðin frá
fæðingu Guðmundar í desember
sl. Kirkjunni bárust og 5000 kr.
áð gjöf frá Ágústi Stefánssyni og
aðrar 5000 kr. frá ónefndri konu
og biður sóknarpresturinn Ragn-
ar Fjalar Lárusson, fyrir þakkir
til gefanda. — Stefán.
ÁRAMÓTIN fóru mjög vel
fram hér í Borgarnesi. Á gaml-
ársdag gengust unglingar fyrir
brennu við íþróttaleikvanginn,
en þaðan fóru Lionsmenn blys-
för til kirkjunnar, sem þeir’
höfðu látið lýsa mjög skemmti-
lega upp. Héldu þeir þar flug-
eldasýningu. Síðan var svo dans
leikur, sem fór mjög vel fram.
— Uörður.