Morgunblaðið - 06.01.1966, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 6. janúar 1966
Skáld í önn
Guðmundur Daníelsson:
Þjóð í önn. ísafoldarprent-
smiðja. Reykjavík 1965.
GUÐMUNDUR Daníelisson er
einn af þeim mönnum meðal ís-
ienzkra ritihöfunda, sem telja sig
ekiki ofgóða til að vinna sittihivað
fleira en sikrifa akáldsögur og
yrkja Ijóð. Hann hefur uim 30 ára
skeið gegnit umfangsmiklum
dkólastjórastörfuim, en samit sem
áður skrifað 14 langar skáldsög-
uir, gefið út tvær Ijóða'bæikur,
þrjú smásagnasöfn og eitt leik-
rit — auk þesis farið utan nokkr-
um sinnuim og ýmist dvalið lengi
í senn á sömu slóðum erlendis
eða farið vítt um lendur. Og tvær
langar og vel skrifaðar ferða-
bæikur hafa 'kiomið frá hans
hendi. En auik þessa allls hefur
hann unnið það þrekvirki að
koma til vegis og gengis blaðinu
Suðurlandi og stjórna því á ann-
an áratug, en það blað hefur einik
um sinnt málum og mönnum í
sýslunum þremur rniili Reykjar-
nesfjallgarðs og Skeiðarérsands.
Hefur það blað áreiðanlega
reynzt mikilvægur vettvangur
tii kynningar á sameiginlegum
framfaramálum þessara hóraða
jafnt á sviði aitrvinnu- s©m menn-
ingarmála. Hafa þar ekki sízt
reynzt áhrifamiklir viðtalsþættir
Guðmundar við konur og karla á
ýmsum aldri og ýmissa stétta,
en þeim hefur hann nú safnað í
þrjú stór bindi, sem ísafoldar-
prentemiðja hefur gefið út, í húsi
náungans 1959, Verkamenn í vín-
garði 1962 og nú síðast Þjóð í
önn, en hún kom út í haust sem
leið. í þessum þremur bókum
eru, auk annarra þátta og nokk-
urra hugleiða höfundar, um 70-
80 viðtöl við menn á áðurnefndu
svæði, og nokikra mektarbokka
utan héraðs.
í Þjóð í önn eru yfir 30 við-
töl og þættir, sem fyllla 256 blað-
síður, en aftan við þetta lesmál
er skrá yfir nöfn manna, sem
nefndir eru í öllum þremur bók-
unum, og fyllir hún 33 smáleturs-
síður! Löks er svo efnisskrá yfir
öll bindin. Eru þessar skrár til
ómetanlegs hægðarauka þeim,
sem vilja kynna sér, hvað um er
fjallað í þesisum bókum — og
hverjar heimildir þar er að
finna, og eiga bæði höfundur og
útgefandi þakkir skiildar fyrir
þennan bókarauka.
í þessari bók ræðir Guðmund-
ur við 29 manms, 25 kartla og 4
konur. Konurnar eru allar bú-
settar austanifjalls og upprunnar
þar, en fimm af karlmönmunum
búa eða bjuggu annars staðar, og
sumir hinna eru upþhaflega utan
héraðsmenn, vestan af Snæfells-
nesi og Vesitfjörðum, úr Norður-
landi og austan af Jökuldal. Þá
er þarna stutt grein um Stranda-
kirkju og tvær um jöfur þeirra
Árnesinga, Egill heitinn Thor-
arensen, önnur afmæilisgrein, hin
um hann látinn. Ekki þykir mér
þær greinar jafnast á við viðtöl-
Guðmundur Daníelssou
in, en yfir viðtölunum er ávallt
hressandi blær, — Guðmundur
gengur beint að verki, og hefur
gott lag á að vekja frásagnargleði
viðmælenda sinna og er fundvís
á setningar, sem þeim hrjóta af
munni og kannski vikja ekki að
veigaimiklum atriðum en fela í
sér athyglisverða mannlýsingu.
Ekki þykja mér sízt viðtölin
við konurnar fjórar. Ein þeirra
hefur verið vinnukona hjá sömú
fjölskyldu í 65 ár, þegar Guð-
murndur hittir hana að máli, hef-
ur aldrei verið manni gefin, en
er sáður en svo súr í lund eða
seyrð í máli. Guðmundur spyr:
„Ógefin og barnlaus, eða hvað?“
Og sú áttræða sómákona evarar:
„O-sei, sei, já, ég hef verið laus
og liðug alla ævina og áldrei
óskað mér annars hlutskiptis."
Hún er og engan veginn gleymd
í elli sinni. Fimmtíu manns úr
þremur lögsagnarumdæmum
heimsóttu hana á áttræðisafmœl-
inu og henni voru meðal annars
gafin tvö útvarpstæki og tveir
vindlakassar. „Mér er sama, þó
að ég segi frá því,“ mælir hún
Guðmund, „ég reyki ekki annað
en vindla nú orðið og er ekki
sama hver tegundin er, áður
reykti ég pípu.“ Hún hefur ekki
verið nein meinlætamanneskja.
Hún segir líka: „Ég var í stúk-
unni í Hvoillhreppnum og fór á
marga fundi. Eklki var ég þó
meiri góðteimplari en það, að
aldrei neitaði ég snafsi, ef mér
bauðst hann.“
Þá er það einsetukonan Ólöf
Gunnarsdóttir í Simibaikoti á
Eyrarbakka. Hún er 92 ára, þeg-
ar Guðmundur á tal við hana.
Hún fær ekki að dvelja ein í
kotinu að vetrinum, en er drifin
á Elili/heimilið í Hveragerði. „Lík-
ar þér illa þar?“ spyr Guðmund-
ur. „Já, það segi ég satt. Fólkið
er reyndar gott og veitingarnar,
ég kivarta ekki undan því. En
þarna sésf engin menneskja við
vinnu, og ekki nokkur skepna,
ekki einu sinni köttur.“ Þessu er
vert að taka eftir — að ég held.
Þeir mundu fleiri gömlu menn-
imir, sem svona hugsuðu. Ég fer
svo ekki lengra út í viðræður
Guðmundar við kvenfólkið, og
eru þó viðtölin góð við ekkjurn-
ar Sigríði í Fljótshótum og Ingi-
leiifu í Steinskoti á Eyrarbakka.
1 viðtölunum við karlmennina
kennir margra grasa, enda er
þarna ræitt við menn af ýmsum
stéttum, biskup, klerka, hinn
milkla brautryðjanda vinnuvéla í
Árnesisýslu, sem ungur hafði
meðal annars að atvinnu að spila
á harmioníku á „dansiböllum“,
föður ljósanna, sem þeir kailla
austur þar, ennfremur fram-
kvæmdastjóra, kennara, fanga-
verði — og þó fynsit og fremst
bændur, rneðal annars Helga á
Hrafnkelsstöðum, sem kunnur er
af skrifium sínum um NjálUhöf-
und og er sannfærður um, að það
snilldarverk hcifi enginn annar
skrifað en Snorri S'turluson, svo
að nokkra uppbót þess fær
Snorri, að Benedikt fná Hofteigi
hefur svipt hann Heimskringlu.
Öll viðtölin við bændur og
framkvæmdafrömuði dveija
najög við það, hve mikilll er mun-
ur gamals og nýs, þess sem þeir
og þeirra áttu við að búa í
bermsku og æsku og hins, sem
unnizt hefur á seinustu áraitug-
um .... Og fæstir bera þeir sig
illa bændurnir — eða berja sér.
En hinn gamli framfarabóndi og
áratuga fjallkóngur, Jóhann
Kolbeinsson á Hamarsheiði í
Gnúpverjahreppi segir að lokum:
„Ef þú gætir ráðið fyrir mig
lífsgátuna, þá teldi ég þig góðan
gest. En fyrr má nú kannski
gagn gera“.
Þegar þesisi maður byrjaði
búskap, fóðraði túnið hans 2 kýr
og vetrung, en nú eru 40 naut-
gripir í fjósi og 420 fjár á bæn-
um .... En svo er það þá lífsgát-
an. Já, svona á þettr að vera á
landi hér, að garnlir bændur, sem
miklu hafa orkað til umbóta um
ævina, láti sér það ekki nægja,
heldur halli sér að lífsgátunni
eða standi í ritdeilum við vísinda
menn um bókmenntir! Meðan
þannig er háttað, mundi íslenzik
alþýðuimenning sæmilega á vegi
stödd.
Margur metur nú þegar vel og
maklega þessar bækur Guð-
mundar Daníelssonar, en þær
munu þykja enn girnilegri til
fróðleiks, þegar fram líða stund-
ir.
Guðm. Gíslason Hagalín.
„Sá sem hefur
stgórn á geði
slnu . . .
Jóhannes Helgi: Svört messa.
Helgafell. Reykjavík 1965.
ENGINN, sem las bækur Jóhann-
esar Helga, smásagnasafnið Allra
veðra von og ævisögurnar Hús
málarans og Hin hvítu segl, gat
gengið þess dulinn, ef hann á
annað borð bar nöhkurt skyn á
bókmennitir, að höfundurinn væri
gæddur allríku ímyndunarafli,
glöggskyiggni á menn og um-
hverfi og verulegri stilgáfu.
Ævisögurnar vöktu þó ehki sízt
athygli almennings fyrir þær
sakir, að þar voru mannlýsingar,
sem leiddu til málaferla, þar eð
þær komu i-lla við aðstandendur
láitinna manna, sem frá var sagt,
en einkum í síðari sögunni, Hin-
um hivíitu seglum, voru efnis'tök-
in, stílblærinn og myndauðgin
orðin svo sérstætt og veigamikið
atriði, að listræn geta og frum-
Ifciki höf'Uindarins vom með öllu
ótvíræð.
Svo er þá komin frá hendi Jó-
hannesar Helga ný bók geyisilöng
og viðamilkil skáldsaga, sem heit-
ir Svört messa. Þessi saga
var þannig auglýsit, að þó að
bókamenn séu orðnir vanir því,
að sá maður, sem gefur hana út,
sé oft og tíðum ærið stórorður,
enda ekki síður metnaðargjarn
fyrir sína hönd og þeirra höf-
unda, sem hann hefur tekið trú
á, du'ttu mönnuim helat í hug við
les'tur augiiýsingarinnar þeissi orð
Heilagrar Ritningar: „Spámaður
mikili er upprisinn meðal vor,
— Guð hefur litið í náð til sína
lýðs.“
Ég hafði svo ekki lesið ýkja-
margar blaðsíður í Svartri
messu, þegar mér datt í hug, það
sem Björnsson sagði út af bók
Hamisuns, Mysterier. Hann sagði,
að þráát fyrir það, þótt Hamsun
hefði þar gert öll þau asnastrik,
sem hugsazt gæti að uingur fjör-
kálfur fengi framið í bókmennt-
um, væri Mysterier samt sem áð-
ur mijöig stórbrotin bók. Þegar
Hamsun skrifaði þá sögu, var
hann 32 ára. Ég greip Samtíðar-
menn og fann þar Jóhannes
Framh. á bls. 15
Bötagreiðslur almannatrygging-
anna I Reykjavík
Greiðslur bóta almannatrygginganna hefjast í janúar sem hér segir:
Mánudaginn 10. og þriðjudaginn 11. janúar verður eingöngu
greiddur ellilífeyrir. Til þess að forðast þrengsli, er mælst til þess,
að þeir, sem bera nöfn með upphafsstöfunum K—Ö, og því fá við
komið, vitji lífeyris síns ekki fyrr en 11. janúar.
Greiðsla örorkubóta hefst miðvikudaginn 12. janúar.
Greiðsla annarra bóta, þó ekki fjölskyldubóta, hefst fimmtudag-
inn 13. janúar.
Greiðsla fjölskyldubóta (3 börn eða fleiri í fjölskyldu) hefst
laugardaginn 15. janúar.
Bætur greiðast gegn framvísun nafnskírteinis bótaþega, sem gefið er
út af Hagstofunni, og verður svo framvegis, en útgáfa sérstakra bóta
skírteina er hætt.
Tryggingarstofnun ríkisins
Dansskóli
Hermanns Ragnars,
Reykjnvík
Skólinn tekur til starfa mánudaginn 10. janúar að
loknu jólaleyfi. Þeir nemendur, sem voru fyrir jól
mæti á sama stað og tíma og var áður.
Endurnýjun skírteina fyrir seinni helming skóla-
tímabilsins, 4 mánuði, fer fram í Skátaheimilinu
í dag, fimmtudaginn 6. janúar og á morgun, föstu-
daginn 7. janúar frá kl. 3—6 e.h. báða dagana.
Innritun nýrra nemenda í símum 33222 og 31326
kl. 1—6 e.h.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 0^0