Morgunblaðið - 06.01.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.01.1966, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ' Fimmtudagur 6. janúar 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ARASIRNAR Á VÍSINDAMENNINA Tllanuðum saman hafa ýms- ir af andstæðingum stór- iðjuframkvæmdanna haldið uppi látlausum árásum á þá vísindamenn, sem undirbúið hafa Búrfellsvirkjun, og hafa þó kommúnistar með Magnús Kjartansson, ritstjóra, í broddi fylkingar gengið lengst í dylgjum og rógi um starfs- menn raforkumálaskrifstof- unnar og aðra vísindamenn, sem að þessum málum hafa unnið. Svo langt hefur þessi maður gengið, að krefjast þess í blaði sínu hinn 30. des- ember, að sérfræðingar ríkis- stjórnarinnar um þessi mál yrðu reknir. Vísindamönnum er yfirleitt ekki ljúft að þurfa að standa í blaðadeilum út af störfum sínum, en þó hefur Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, ekki geta orða bundizt vegna þessara árása og aðdróttana, og hefur hann ritað skilmerki lega grein til andsvara þeim áróðri, að illa hafi verið unn- ið að undirbúningi Búrfells- virkjunar, og allt sé þar byggt á ótraustum grunni. Hann seg ir m.a. um skýrslu sem tveir norskir sérfræðingar hafa geft: „Skýrslan, sem fjallar um ísmyndanir á Hvítár- og Þjórsársvæðinu og ráðstafan- ir gegn þeim, eru almenns og fræðilegs eðlis. Engar kostn- aðartölur eru settar fram, ekki tillit tekið til kostnaðar yfirleitt og hvergi rætt um, hvernig Búrfellsvirkjun skuli úr garði gerð. í skýrslunni kemur hinsvegar fram, eins og allir eru sammála um, að bezta ráðið gegn ísmyndun á umræddu vatnasvæði sé að minnka kæliflöt ánna og byggja stór uppistöðulón. Þetta er það, sem stefnt verð- ur að af forráðamönnum Búr- fellsvirkjunar, en af fjárha'gs- legum ástæðum er ekki hægt að ráðast í heppilegustu lausn frá fræðilegu sjónarmiði við fyrstu virkjun í Þjórsá. Eins og oft hefur verið skýrt frá áður er því ætlunin að byggja fyrst rennslisvirkjun við Búr- fell, sem styðjist við vara- stöðvar, samfara nokkrum aðgerðum til minnkunar á kælikerfi árinnar, ofan virkj- unarinnar og nokkurri miðl- un í Þórisvatni. Eftir því sem vttkjunum miðar áfram á vatnasvæðinu er svo ætlunin að ráðast smám saman í svip- aðar aðgerðir og dr. Devik ræðir um á fræðilegum grund velli í skýrslu sinni“. Og Jakob Gíslason, raforku- málastjóri, segir ennfremur: „Eins og vitað er hefur ver- ið unnið að tilraunum í Þránd heimi undanfarið með inn- taksmannvirki Búrfellsvirkj- unar, og hafa þau verið könn- uð í samræmi við niðurstöður tilraunanna. Um þessar til- raunir, sem gefið hafa góða raun er ekki fjallað í áður- nefndri skýrslu, enda er hún ekki bundin við sérstaka virkjun og tilhögun hennar, heldur almenns og fræðilegs eðlis eins og áður segir. Það er ekki hægt að segja að í skýrslu norsku sérfræð- inganna komi neitt óvænt fram, enda unnu þeir rann- sóknarstörf sín hér í náinni samvinnu við sérfræðinga á raforkumálaskrifstofunni og notuðu í ríkum mæli eldri skýrslur um veðurathuganir Veðurstofunnar og vatnamæl- ingar og ísaathuganir raf- orkumálastjórnarinnar. Þeir ræddu við ýmsa sérfræðinga um þessi mál og skýrðu í sam- ræðum sínum við þá í megin- atriðum frá hugmyndum sín- um um aðferðir til að draga úr ísamyndun í ám, þar á meðal Þjórsá og Hvítá. Upp- lýsingar í skýrslu þeirra um magn ískrapa á Búrfellssvæð- inu eru í samræmi við þær- athuganir, sem áður höfðu verið gerðar og áætlanir Búr- fellsvirkjunar byggjast á. Skýrslan gefur því ekki til- efni til sérstakrar endurskoð- unar á þeim forsendum eða grundvelli áætlananna að þessu leyti“. Þannig hrekur raforkumála stjóri í eitt skipti fyrir öll all- an hinn margþvælda áróður Framsóknarforingjanna og kommúnista um það, að und- irbúningi Búrfellsvirkjunar sé mjög ábótavant. íslenzkir sérfræðingar hafa áður sýnt að þeir eru mjög hæfir til starfa, og í þessu tilfelli hefur auk þess unnið að undirbún- ingi málsins heimsþekkt er- lent verkfræðifirma. Er því auðvitað beinlínis broslegt, þegar einhverjir sjálfskipaðir ísmyndanasérfræðingar ætla sér að segja til um það, hvað sé rétt og hvað rangt í þessu efni. Að sjálfsögðu verða bæði stjórnmálamenn og almenn- ingur að byggja á niðurstöð- um og áliti vísindamannanna í tilviki eins og því, sem hér um ræðir, enda hefur það verið gert og verður gert. INNFLUTNINGUR TILBÚINNA HÚSA ¥ áramótaávarpi sínu vék dr. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, að ýmsum ráð- stöfunum, sem ríkisstjórnin hyggst gera til þess að vinna „Ég vil heldur horfa á Önnu í „strip-tease“ en á Soffíu Loren“ segir ítalski kvik- Anna getur alit. myndaleikarinn Vgo Togn- azzi, sem hafði Önnu að mót- leikara í kvikmynd nú fyrir skemmstu. Anna þessi, sem Ugo Togn- azzi lízt svo vel á, er ekki nein venjuleg kvikimynda- stjarna, ekkert smástirni á uppleið, sem vill braða ferð- inni með því að fækka fötum. Nei, Anna Moffo leikur bara á kvikmyndum að gamni sínu svona við og við og þá helzt fyrir manninn sinn. Anna Moffo er ein frægasta sópransöngkona ítala um þess ar mundir, stendur á þrítugu og hefur að því er aðdáendur hennar segja, rödd Renötu Tebaldi í líkama Marylin Monroe. Anna Moffo er yndi og eftirlæti óperugesta aust- an hafs og vestan. ÞeSar hún syngur hlutverk Violettu, Mimi, Manon og allra hinna er ekki einasta að söngelskir aðdáendur láti hrífast, heldur er hún öllum hinum, sem ekki hafa hundsvit á söng en koma bara af því konan heimtar að þeir lifi menningar lífi og fari í óperuna, verðug umbun fyrir erfiðið. Anna Moffo afsannar með öllu þá gömlu firru, að ann- aðhvort verði söngkonur að verja rödd sína með spiki ellegar, láti þær það eftir sér að grennast, missa röddina. Hún þræðir hinn gullna með- alveg svo öllurn líkar — og þá ekki sízt eiginmanninum, Mario Lanfranchi, sem er sjón varpskvikmyndaframleiðandi. Anna kemur oft fram í kvik- myndum hans og synSur dæg urlög í ítalska sjónvarpinu við engu síðri undirtektir en Anna Moffo .... | . . . . á leið í baðið. I óperuhlutverkin á La Scala og Metropolitan. I Marguerit Higgins látin # Ein kunnasta blaða. kona Bandaríkjanna, Margu- erit Higgins, lézt í dag í Walt er Reed-hersjúkrahúsinu í Washington, 45 ára að aldri. 1 Ekki er kunnugt, hvert varð banamein hennar, en vitað er, að hún hefir átt við veik- indi að stríða í nokkra mán- uði. SMarguerit Higgins var fædd í Hong Kong. Faðir hennar var bandarískur flug- maður en móðirin frönsk. Háskólanám stundaði hún við ramótaiþanikar úr Skagafirði 4 University of California en gerðist síðan blaðamaður og ferðaðist víða. Hún var kunn sem stríðsfréttaritari, fyrst í heimstyrjöldinni síðari og síð ar í Kóreustyrjöldinni, en þá starfaði hún fyrir „New York Herald Tribune". Árið 1945 sæmdi klúbbur blaða kvenna í New York Margu- erit Higgins verðlaunum sem bezta fréttaritara þeirrá er voru starfandi erlendis fyrir frásagnir hennar af fangabúð um Þjóðverja í Dachau og Buchenwald. Síðustu árin hefur Marguerit Higgins skrif að fasta þætti sem birtir hafa verið í mörgum blöðum. Marguerit Higgins var gift William Hall, fyrrverandi hershöfðingja í flughernum. Moskvu, 3. jan. NTB. I • Sovétstjórnin hefur vísað i úr landi einum starfsmanni J v-þýzka sendiráðsins, Alois Mertes að nafni, vegna meintr 1 ar ólöglegrar starfsemi. Segir i að hann sé „persona non , grata“ í Sovétríkjunum og skuli verða þaðan brott hið 1 fyrsta. Talið er víst, að hér sé um að ræða mótleik Sovét- stjórnarinnar vega brottrekst- J urs starfsmanns sovézka ræð- I ismannsskrifstofunnar í Bonn i 15. des. .1., en hann var einn- | ig sakaður um að hafa rekið i „ólöglega starfsemi" fyrir , stjórn sína, í V-Þýzkalandi. á móti verðhækkunum, og til að stemma stigu við áfram- haldandi verðbólguþróun. Meðal ráðstafana þeirra, sem ríkisstjórnin hefur á prjónunum, er að beita sér fyrir lækkun tolla á tilbúnum húsum og húshlutum. Það leikur ekki á tveim tungum, að ein meginástæða verðþenslunnar er vinnuafls- skorturinn í byggingariðnað- inum og hið háa verðlag íbúð- arhúsnæðis, sem af honum hefur leitt, ásamt stöðugum skorti húsnæðis, þrátt fyrir gífurlegar byggingarfram- kvæmdir. Nú er mjög um það rætt að hefja innflutning tilbúinna húsa og húshluta. Ef slíkar tilraunir heppnast, mundi þetta leysa úr húsnæðisskort- inum og e.t.v. geta lækkað verulega íbúðarhúsnæði. Við eigum nú sem kunnugt er mikla gjaldeyrisvarasjóði, og getum því varið nokkru fé til kaupa á tilbúnum húsum. Tollalækkun sú, sem ríkis- stjórnin hyggst beita sér fyr- ir, mun án efa leiða til þess að margar tilraunir verða gerðar í þessu efni, og vissu- lega væri það geysiþýðingar- mikill árangur, ef unnt reynd ist á þennan hátt að leysa íbúðaþörfina og lækka hús- næðiskostnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.