Morgunblaðið - 06.01.1966, Page 23
í'immtudagur 6. janúar 1966
morgunblaðið
23
Kína mótmælir
brottvísura sendiherra síns
frá Dahomey
Peking, 5. anúar, NTB, AP.
K'ÍNA bar í dagr íram harðorð
mótmæli við Dahomey fyrir „ein-
hliða og ósanngjarna ákvörðun
um að slíta stjórnmálasambandi
landanna“.
í orðsendingu frá kínverska
Loon aftur
d íslandi
Lóan, De Havelandvélin hans
Bjorns Pálssonar, fyrrverandi,
var aftur komin til íslands í
gær. Hún var seld til Kanada,
sem kunnugt er en fór héðan
til Bretlands, þar sem átti að
fara yfir hana. Og nú er hún á
leið til tilvonandi heimkynna
sinna í Kanada.
Undanfarnar vikur hafa verið
stöðug óveður á Atlantshafi og
Lóunni því ekki gefið til flugs
milli landa. Hún flaug til Fær-
eyja á mánudag og átti að koma
til Reykjavíkur á þriðjudags-
kvöld. Þá var aftur komið af-
takaveður og lenti flugmaðurinn
að lokum á Hornafirði, þar sem
hann beið færis í gær, að fljúga
til Reykjavíkur.
Lýst eftir
ökumanni
I»AÐ SLYS varð fimmtudag-
inn 16. desember s.l. um kl.
12.15 á Vesturgötu á móts við
húsið nr. 29, að drengur á sendi-
sveinshjóli lenti utan í jeppa-
bifreið og féll á götuna. Annað
framhjól bílsins mun hafa kom-
ið við andlit drengsins, þar sem
hann lá á götunni, og við það
brotnuðu í honum tvær tennur.
Ökumaðurinn tók drenginn
upp og ók honum heim til hans,
en fór ekki inn með honum og
hafði ekki samband við foreldra
hans.
Nú vill rannsóknarlögreglan
vinsamlegast biðja viðkomandi
ökumann að hafa samband við
hana sem fyrst.
Hafnarfjörður
sigraði Akranes
1skákkeppni
BÆJAKEPPNI í skák milli
Hafnarfjarðar og Akraness fór
fram 2. janúar s.l. og teflt í
Flensborgarskólanum í Hafnar-
firði.
Keppt var á 10 borðum og
hlaut Hafnarfjörður 7 vinninga
gegn 3.
Á eftir bæjakeppninni fór
fram hraðskákskeppni og þar
unnu Hafnfirðingar með 5914
vinningi gegn 4014 vinningi hjá
Akurnesingum.
Missögn leiðrétt
SÚ missögn var í frétt blaðs-
ins í gær frá Egilsstöðum, að
sagt var að Stefán Pétursson
frá Bót, nú til heimilis að Birki-
hlíð, Egilsstöðum, hafi gefið Eg~
ilsstaðakirkju 50 þúsund krónur.
Gefandinn var Stefán Gísla-
son, sem einnig er frá Bót og til
heimilis að Birkihlíð.
Afmæli
STEINGRÍMUR Magnússon,
fiskimatsmaður, Stangarholti 34,
er 75 ára í dag.
JÓHANNES Mortensen, rakará
meistari, Freyjugötu 24, er átt-
ræður í dag.
utanríkisráðuneytinu var sagt að
Kínastjórn liti mjög alvarlegum
augum á málið.
Utanríkisráðherra Dahomey,
Emile Berlio Zinsou, skýrði frá
því á mánudagskvöld að kín-
verska sendiherranum hefði
verfð vísað úr landi og gert að
verða á brott innan þriggja daga.
Utanríkisráðherrann bætti því
við að stjórn hans hefði enn
ekki gert það upp við sig hvort
hún skyldi taka upp aftur stjórn-
málasamband við kínversku
þjóðernissinnastjórnin á For-
mósu. Dahomey sleit stjórnmála
sambandi vfð Formósu í apríl
1964 og viðkenndi Peking-stjórn-
ina í nóvember sama ár. Vin-
slitin við Peking urðu svo eftir
að herinn tók í sínar hendur öll
völd Dahomey í byltingunni sem
þar varð í fyrra mánuði undir
forystu Christophe Sogloni.
Viðræðufundur
um kjör verzlun-
armanna
Viðræðufundur milli samn-
inganefndar Verzlunarmannafé-
lags Reykjavíkur og viðsemj-
enda þess hefst klukkan 10 á1'-
degis í dag.
Samningar verzlunarmanna
runnu út um síðustu áramót og
hafa nokkrir viðræðufundir ver-
ið milli aðila.
— Sexþraut
Framhalt af bls. 22
Þreltfþj álf un og tækniæfingar.
Þjálfari: Benedikt Jakobsson.
Mánudaga og föstudaga kl. 9:
Þrefaþjálfun og tækniætfingar fyr-
ir stúlkur. Þjálfari Benedikt
Jakobsson.
Miðvifeudaga kl. 7.45: Sameigin
leg þrektþjéi'fun fyrir allar deild-
ir féilagsins. Þjélfari: Benedikt
Jakobsson.
Miðvifeudaga kl. 6.55: Tækni-
þjállfun og keppni fyrir 17 ára og
eldri. Þjálfarar: Benedikt Jakobs
son og Þórarinn Ragnarsson.
Laugardaga kl. 4.30: Tæfeniæf-
ingar og keppni fyrir 16 ára og
yngri. Þjálfarar: Benedikt Jakotos
son og Þórarinn Ragnarsson.
UtanhúsSþjálfun fyrir hlaupara
ifer fram frá íþróttahúsi Háskól-
ans daglega frá kl. 6 ti)l 9 í sam-
ráði við þjálfarana, en ennfrem-
ur lyftingaþjálfun í KR-húsinu.
Stjórn Frjálsíþróttadeildar KR
— /00 Jbús.
Framhald á bls. 22
drætti. Væri vont veður drægi
íiljótt úr aðsókn, en kostnaðurinn
ar sá saimi og því fljótt að bregða
til beggja vona.
1. deild
Tekjur 1. deildar urðu um 1.6
millj. kr. Af því komu inn i Rvilk
1.040.170 kr., á Akranesi 151.705
kr., á Akureyri 216.010 kr. og í
Keflavík 168.708 kr.
Hagnaður að greiddium kostn-
aði var skipt milli 1. deildar lið-
anna sex og kom 114.552 kr. í
hilut hvers. Auk þess fengu liðin
greidda ferðastyrki sem samtals
jam um 211 þús. kr. Varð hlufur
Akureyringa í honum stærstur
enda mest um ferðalög hjá þeim.
★ Bikarkeppnin
Tekjur af bikarfeeppninni námu
485.875 kr. og varð hagnaður 185
þús. sem feom til skiptanna auk
90 þús. kr. í ferðakostnað.
Tefejur 2. deildar voru miklu
minnstar og lítið kom til skipt-
anna miilli, þátttökuliðanna, en
augiljóst að mörg þeirra lögðu í
gífurlegan kóstnað til að komast
tiil leiikstaða og þjálifunarstanfs.
Kosygin forsætisráðherra Sov étríkjanna tekur á móti Lal Bah adur Shastri, forsætisráðherra
Indlands á flugvellinum í Tasjkent 3. janúar, þangað komnu m til viðræðna við Ayub Khan
forseta Pakistans um deilumá 1 Indiands og Pakistans. Mann f jöldi var á flugvellinum að
fagna komu Shastris.
Athugasemd frá
Sambandi
garðyrkjubænda
VEGNA greina, sem skólastjóri
Garðyrkjuskólans, hr. Unnsteinn
Ólafsson, hefur skrifað í dag-
blaðið Þjóðviljann, svo og við-
tals, er blaðamaður sama blaðs,
átti við hann nýverið, þar sem
skólastjóri veitist ómaklega að
garðyrkjustéttinni og garðyrkju-
bændum sérstaklega, vill Sam-
band garðyrkjubænda, leyfa sér
að mótmæla harðlega slíkum ó-
rökstuddum „krifum og ummæl-
um, er þar hafa komið fram.
Jafnframt verður að furða sig
á því, að skólastjóri skuli lýsa
því yfir, að hann þekki ekki til
starfsemi félagssamtaka garð-
yrkjustéttarinnar. Er slíkt næsta
ámælisvert af þeim opinberum
embættismanni, sem gegnir
æðstu stöðu, varðandi menntun
garðyrkj ustéttarinnar.
Að gefnu tilefni vill stjórn
Sambands garðyrkjubænda enn-
fremur koma á framfæri óánægju
sinni yfir því, að þeirri skóla-
nefnd, sem skipuð var við Garð-
yrkjuskólann, skuli ekki hafa
verið gert fært að starfa allt sl.
ár, eins og vonir stóðu til. Treyst-
ir stjórn sambandsins því, að á
þessu verði nú þegar ráðin bót.
Þá vill stjórn Sambands garð-
yrkjubænda, lýsa ánægju sinni
yfir, að við Garðyrkjuskólann
skuli nú þegar hafin bygging nýs
skólahúss, en átelur jafnframt, að
skipulagsuppdrættir af þeim
byggingum, skuli hvorki hafa ver
ið opinberlega kynntir garðyrkju
bændum, né öðrum þeim aðilum,
sem mál þessi varða.
Reykjavik, 30. desember 1965.
Stjórn Sambands
garðyrkjubænda,
Arnaldur Þór, form. (sign)
Aðalsteinn Símonarson (sign)
Ólafur Gunnlaugsson (sign)
Þórhallur Steinþórsson (sign)
Jón V. Guðmundsson (sign).
Dagfari o" Nátt-
fari farnir út
HÚSAVÍK, 5. janúar. — Síldar-
skipin Dagfari og Náttfari, sem
hér lágu í heimahöfn yfir hátíð-
arnar, hafa nú báðir látið úr
höfn. Náttfari fór í gær áleiðis
til Molde í Noregi, þar sem hann
er byggður. Á nú að lengja skip-
ið úm 414 m, og því vérki að
vera lokið í fyrri hluta marz. —
Dagfari fór í dag til síldveiða á
austurmiðum. — FréttaritarL
— Adenauer
Framhald af hls. 1
á sjö börn, sex þeirra gift og
fjölda barnabarna.
Fyrir hádegi hélt flokkur
Adenauers, kristilegi demókrata-
flokkurinn móttöku fyrir for-
mann sinn og afhenti þar hinu
níræða afmælisbarni 90 flöskur
af 90 ára gömlu púrtvíni. Eftir
hádegi var Adenauer haldin
veizla í þinginu og var þar mætt
margt fyrirmanna, með doyen
erlendra sendimanna, fulltrúa
Páfastóls, í broddi fylkingar.
Síðar um daginn var haldinn
ríkisráðsfundur í tilefni dagsins
og í kvöld er Adenauer búin
veizla í höll Liibke forseta og
loks var á dagskrá flugeldasýn-
ing hermanna um miðnætti hinni
öldnu kempu til heiðurs.
— Bandar'ikin
Framh. af bls. 1.
hafa undanfarna daga milli álit-
legs herafla Viet Cong og her-
manna frá Suður-Kóreu í Phu
Yen-héraðinu um 400 km norð-
austan Saigon. í þeim viðskipt-
um eru sag’ðir fallnir 288 af
skæruliðum.
— Frægir
Framhald af bls. 24
inu 1964 og vann þá m.a. bæði
Friðrik Ólafsson og Inga R. Jó-
hannsson.
Reynt hefur verið að fá banda-
rískan stórmeistara á mótið og
fyrir milligöngu Upplýsingaþjón-
ustu Bandaríkjanna hér stóð til
að A. Bisguier kæmi, en í gær-
morgun barst skeyti frá honum,
þar sem hann skýrði frá því, að
kona hans hefði skyndilega
veikzt mjög hættulega og því
gæti hann ekki komið. Reynt er
nú að fá annan í staðinn fyrir
milligöngu Upplýsingaþjónust-
unnar, en óvíst er hvort það tekst.
Þá stóð til að rússneski stór-
meistarinn Spasskí keppti á mót-
inu, en hann mun ekki geta kom-
ið.
í Reykjavíkurmótinu taka
einnig þátt íslenzki stórmeistar-
inn Friðrik Ólafsson, Freysteinn
Þorgergsson, sem verður nýkom-
inn frá skákmótinu í Hastings,
Guðmundur Pálmason, íslands-
meistarinn Gúðmundur Sigur-
jónsson, Reykjavíkurmeistarinn
Björn Þorsteinsson, og landsliðs-
mennirnir Jón Kristinsson og
Jón Hálfdánarson.
Skákstjóri verður Guðmundur
Arnlaugsson og mótsstjóri Gunn-
ar Kr. Gunnarsson.
Iðnaðarhúsnæði
ca. 500 ferm. að Ármúla 5 til leigu.
Upplýsingar í síma 36-000 eða 33-6-36.
Jarðýta til sölu.
T.D. 14 A
Upplýsingar gefur Þorbergur Jóhannsson,
Þórshöfn.
Byggingarlöð
úr erfðafestu í Garðhúsahverfi í Árbæjarhverfi er
til sölu ef samið er strax. — Upplýsingar í síma
35471.