Morgunblaðið - 06.01.1966, Page 24

Morgunblaðið - 06.01.1966, Page 24
Langstærsta og íjölbreyiiasta blað landsins Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Grúfu sig í fðnn uppi á fjallinu Bmðvíkíngar í hrakningum í ofsaveðri Neskaupsta, 5. janúar. f GÆRMORGUN fóru tveir xnenn frá Skuggahlíð í Norð- fjarðarsveit gangandi til Hellis- fjarðar og einnig tveir menn úr Breiðvík til að leita að kindum. Þeir munu hafa fundið þrjár kindur í Heilisfjalli og Skugga- hiíðarmennirnir iögðu af stað með kindurnar áleiðis til Norð- fjarðar. Urðu þeir að fara yfir fjallgarðinn, en þá skall á þá ofsa veður, svo þeir urðu að gefast upp við að fara með féð yfir fjöll in og skiidu það eftir. Þeir héldu sjálfir áfram ferð- inni og þegar þeir komu trl Skuggahlíðar spurðust þeir fyrir um Breiðvíkingana, sem lögðu af stað heim til sín á svipuðum tíma, en þeir voru ekki komnir þangað. Þegar Skuggahlíðarmenn fréttu það leituðu þeir aðstoðar björg- unarsveitar slysavarnadeildarinn ar hér og fóru menn héðan á- samt Skuggahlíðarmönnum seint JENS JÓNSSON, skipstjóri á Röðli í gærkvöidi á báti til Hellisfjarð- ar. Leitarmenn fundu enga þar og héidu þá til Viðfjarðar, en þar fundust Breiðvíkingarnir ekki heldur. Þá var farið til Hellis- fjarðar á ný og urðu leitarmenn varir við ljós á fjaliinu. Var þá gengið í ijósið og þar fundu þeir Breiðvíkingana tvo, sem höfðu grafið sig í fönn á meðan versta veðrið gekk yfir, bleytuhríð. Þegar slotaði veðrinu seint um nóttina héldu Breiðvíking- arnir aftur til byggða og hugð- ust fara til Heilisfjarðar, en þar eru kofar, sem hægt er að leita skjóls í. Breiðvíkingarnir höfðu verið í 13 klst. í þessum hrakningum og voru orðnir mjög blautir og kald- ir, er leitarmenn fundu þá. Allur hópurinn hélt á bátnum til Norðfjarðar og komu þeir hingað kl. 4,30 í morgun. Ekki mun Breiðvíkingum eða Skugga- hlíðarmönnum hafa orðið meint af hrakningunum. — Ásgeir. Hér sjást þrjár dropóttar gærur úr tilraununum á Hólum. Gæran lengst t. v. er módropótt, en hinar svartdropóttar. Hér getur að líta \izkupelsana eins og þeir eru í dag. (Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.) Líkur til að rækta megi dropóttan lit á fé í SAMTALI er Mbl. átti við Stefán Aðalsteinsson, búfræð ing, nm rannsóknir hans á sérstöku litafyrirbrigði á ís- lenzku sauðfé, sem nefnt er Gosið sást ekki Óveðrið heldur því ntðri SÍÐAN hraungosið byrjaði suðvestur af Surtsey hefur verið aftaka- veður á staðnum og ekkert af því frétzt. Vísindamenn hala haft hug á að fljúga á staðinn, en flugvélum ekki gefið. Flugstjóri á Kaupmannaháfnar flugvél Flugfélagsins í gærmorg- un var Snorri Snorrason, sem mikið hefur fylgzt með Surts- eyjargosinu og tekið margar myndir þaðan. Ætlaði hann að reyna að fljúga nálægt gosstaðn- um og athuga aðstæður. Hann talaði við flugturninn í Vest- mannaeyjum og sagði að gosið á nýja staðnum sæist ekki nú, þar bryti aðeins á eyju. Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur, tjáði blaðinu, að ekki væri þar með sagt að hætt væri að gjósa þarna. Ofsaveður og mikil alda gætu haldið gosinu niðri, svo að gysi niðri í sjónum. f gærkvöldi var heidur farið að iægja, og verður þá vonandi hægt að átta sig á hvað þarna er að gerast. dropóttur litur. Sagði hann að miklar líkur væru til að hægt væri að finna ákveðnar regl- ur til að rækta þennan lit eft- ir. Sem kunnugt er eru þess- ar gærur mjög verðmætar sem pelsgærur. Stefán hefir haft með höndum tilraunir með þenhan lit á fé á Hólum í Hjaltadal frá haustinu 1961. Fjárfjöldi í þessum tilraunum hefir verið mjög takmarkaður og ekki verið settar á alls nema 12 gimbrar og 5 hrútar, ein- göngu vegna þessa litar frá því tilraunir hófust. Eigi að síður reyndist svo í haust að á Hóluin komu 12 lömb dropótt, sem með framúrskarandi fallegar gærur. Þessi dropótti litur fyigir oft flekkóttum lit, en æskilegast er að féð sé bíldótt þ.e.a.s. með að- eins svartan eða mórauðan lit á hausnum, belgurinn sé hvítur til að sjá, en þelið alsett dökkum dropum, sem koma í ljós þegar gæran e.r klippt. Bæði er til að droparnir séu svartir og mórauð- ir. Þegar báðir foreldrar eru með þessum lit, eru miklar líkur á að hann erfist til afkvæmanna, en liturinn virðist vera víkjandi fyr- ir flestum öðrum litum. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að gefa nákvæmari leiðbein ingar um ræktun dropótta iitar-' ins, og væri æskilegt að geta gert miklu víðtækari tilraunir, en hægt hefir verið fram að þessu, sagði Stefán Aðalsteinsson. Metverð í Bretlandi Skyndilegur leki komaðtogaranum ÞÝZKI togarinn Fehmarn frá Kiel, sem er nýsmíðaður, kom við í Reykjavík á leið sinni ■ fyrstu veiðiferðina. Héit tog- arinn héðan um hádegi í gær. Skeyti barst frá Fehmarn í gærkvöldi og var hann þá á leið aftur til Reykjavíkur, þar sem leki hafði komið að hon- um og höfðu dælur ekki und- an. Seint í gærkvöldi var ekki vitað, hvernig leki kom að togaranum, en hann var vænt- anlegur til Reykjavíkur um kl. 2 um nóttina. Togarinn Röðull fær hæsta með alverð sem f engizt hefur erl. FIMM íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis s.J. þriðju- dag, þar af fjórir í Bretlandi en einn í Þýzkalandi. Lang- bezt var sala Hafnaríjarðar- togarans Roðuls, sem fékk hæsta meðalverð á hvert kíló, sem íslenizkt fiskiskip hefur nokkru sinni fengið á erlend- W markaði. Á þriðjudagsmorgun seldi Kaldbakur í Grímsby 104,3 tonn fyrir 13.520 sterlings- pund (kr. 15,6ö fyrir kg.). Þann dag seidu einni Haf- liði í Grimsby 104,7 tonn fyrir 11.620 pund (kr. 13,36 pr. kg.), og Marz í Hull 96,4 tonn fyrir 12.467 pund (kr. 15,59 pr. kg.). Loks seldi Röðull í Grimsby á þriðjudagsmorgun 53,7 tonn fyrir 8.566 pund og var því meðalverð fyrir hvert kg. kr. 19,23. Er hér um að ræða lang- hæsta meðalverð, sem islenzkt fiskiskip, þar með taldir fiski- bótar, hefur nokkru sinni fengið á eriendum markaði. Skipstjóri á Röðli er Jens Jónsson. Þegar hann iét úr höfn fór hann fyrst vestur fyr ir land í von um að fá þar fisk hentugan fyrir brezka markaðinn, en hvorttveggja var, að veðux var vont og afli lítilL Fór hann þá suður fyrir iand, og austur með, eftir að hafa tafizt við vesturförina. Mun það vera skýringin á þvi, hve lítill afli togarans reynd- ist. Þess ber að geta, að tölu verður hluti aflans, sennilega ríflega helmingur, var flat- fiskur og ýsa. Á þriðjudagsmorgun seldi Úranus í Cuxhaven 152,5 tonn af síld fyrir 117,341 mark og 60,7 tonn af öðrum fiski fyrir 60.658 mörk. Er það ágætis sala. Undanfarið hafa islenzku togararnir flutt til Þýzkalands töluvert magn af sild, sem þeir hafa lestað á Neskaup- stað. Hefur sú síid reynzt mjög góð og hefur því fengizt fyrir hana ágætt verð á þýzka markaðinum. Frægir skákmeistarar á Reykjavíkurmótinu Það hefst 12. janúar n.k. - meðo/ Jbátttak- enda verða Vassjukov, Böök, REYKJAVÍKURMÓTIÐ i skák 1966 hefst miðvikudaginn 12. janúar og lýkur föstudaginn 28. janúar. Mótið verður haldið í Lidó, en að því standa Skáksam- band íslands og skákfélögin í Reykjavík. Meðal 12 þátttakenda í mótinu verða a.m.k. 4 erlendir skákmeistarar. Hinir erlendu gestir verða Vassjukov, sem oft hefur verið Moskvumeistari í skák og er al- þjóðlegur skákmeistari, Eero Böök frá Finnlandi, sem er al- þjóðlegur skákmeistari, belgiski stórmeistarinn O’Kelly, sem var heimsmeistari 1 bréfskák 1960—. 1964, R. G. Wade frá Englandi, •em tók þátt 1 Reykjavíkurmót- FramhaM A bla. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.