Morgunblaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 20
20 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 8. janúar 1966 SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJÓRAR: SIGURÐUR HAFSTEIN OG VALUR VALSSON FJOLÞÆTT STARFSEMI F.U.S. f ÁRNESSÝSLU TfelNDAMENN síðunnar leit uðu fyrir skömmu upplýsinga um vetrarstarf F.U.S í Ámes- sýslu og kom í Ijós að þróttmik ið starf hefur verið hjá félaginu í vetur, m.a. fundahöld, útgáfu- estarfssemi og skemmitikvöld. Fyrir áramót hélt félagið fund 1 Iðnaðarmannahúsin.u á Selfossi. Frummælendur /oru Ingólfur Jónsson ráðherra og Magnús Óskarsson, hæstaréttarlögmaður. Fundarstjóri var Óli Þ. Guð- bjartsson og fundarritari Sig- urður Guðmundsson húsasmáða- meistari á Selifossi. Landbúnaðarráðherra ræddi stjórnmálaviðlhoríið almennt og kam mjög víða við í ræðu sinni. M.a. ræddi hann um land'búnaðar mál. I þrví sambandi gat hann tímabundinna og tiibúinna örð- ugleiika, sem voru við ákvörðun búvöruverðs á sl. hausti, en í þeim atburðum kom vel fram, Ihvernig feommúnistar reyna gjarnan að stofna til ófriðar milli stétta. En athyglisverðari væru þó viðbrögð framsóknar- manna gegn bráðabirgðalögun- um sem sett voru vegna þessara atlburða. Ágúst Þorvaldsson lýsti á Aílþingi afstöðu framsóknar- manna til þessa máils og sam- feværot henni átti lausnin að vera sú, að landbúnaðarráð- herra segði af sér, en kjaramál bænda væru látin reka á reið- reiðanum! Með bráðabirgðalöig- unum væru bændum Ihins vegar tryggð kjör á sama grundvelli og með seinasta samikomuilagi, jafnframt því að unnið væri að frambúðarlausn þessara mála á samvinnugrundvelli þeirra að- ila, sem hlut eiga að máli. Höfuðáherzlu lagði ráðherrann á skýrt markaða stefnu Sjálf- stæðisflokksins í landbúnaðar- málum, sem er að búa sem bezt og skynsamlegast að þessum elzta atvinnuvegi landsmanna, þannig að hann verði áfram styrkust stoð þjóðfélagsins inn á enn fremur um mennita- og tryggingamáil. 1 seinni bluta ræðu sinnar ræddi ráðlherra um samgöngu- mál fyrr og nú, um nýbygigingu vega, vegaáætlunina, vegatoll og fleira. í því sambandi minntisit hann m.a. á lagningu Austurvegar, sem væri sá þáttur þessara máila ,sem Sunnlendingar hefðu að sjálfsögðu mestan áhuga á. Langt væri síðan rætt hefði verið um framtíðarvegarstæði Austurvegar. Lokið væri við að undirtoyggja veginn um Þrengsli. Svipmynd af fundi FUS í Arnessýslu. Ingólfur Jónsson flytur ræðu. við, jafnframt því, að honum verði gert kleyft að standa á eig in fótum út á við og afla gjald- ejris án útflutningsbóta í fram- tíðinni. Annanð viðhorí væri á van- mati byggt eða vanþekkin.gu. Síðan ræddi hann um efnahags- mál og fjárlagafrumvarpið, og Stóm FUS, Heimis í Keflavík. Fremri röð, frá vinstri: Sigurð- ur Eyjólfsson og Jón Sæmundsson, formaður. — Aftarí röð: Árai Ragnar Árnason, Gunnar Jónsson og Jón Pétur Guðmunds son. Aðalfundur Heimis í Keffuvík HEIMIR, FUS í Keflavík hélit aðaifund sinn sunnudaginn 5. desember sl. í Sjálfstæðishúsinu í Keflaviik. Formaður stjórnar- innar, Sigurður EyjóLfsson, bæj- arritari, stjómaði fundinum. Að lakinni starfsskýrslu fonmanns og umræðum um hana fór fram etjórnarkosning. Bað&t Sigurður Eyjólfsson eindregið undan end- urfeosningu, og var Jón Sæmunds eon, útgerðarmaður, kosinn for- maður í hans stað. Með honum 1 stjórn voru kosnir: Árni Ragnar Árnason, bankamaður, Gunnar Jónason, skrifstofumaður, Jón Pétur Guðmundsson, bankamað- ur og Sigurður Eyjólfsson, bæjar ritari. í varastjórn voru kosnir: Gunnar Alexandersson, nemi, Ómar Steindórsson, flugvéla- virki og Ragnheiður Steindórs- dóttir, verzlunarmær. Fulltrúar Heims í kjördæmis- ráð sjáifstæðisfélaganna í Reykja neskjördæmi voru kjörnir: Krist- ján Guðlaugseon, Jón Sæmunds- son og Sigiurður Eyjólifsson. Á fundinum voru rædd næstu verkefni féilagsins og var mikill áhugi hjá félagsmönnum um blómlega starísemi félagsins. Fram hefðu komið a.m.k. þrjár 'hugmyndir um vegarstæðið: 1. Brú í Óseyrarnesi og veg- urinn um hana. 2. Vegurinn um forirnar á stefnu á Kögunarhól. 3. Brú hjá Kaldaðarnesi og vegurinn um hana. Seinni hugmynidirnar tvær hefðu báðar augljósa ókosti, sem væri hið ótryigga vegarstæði og Mklega enginn möguleikinn tímabær lausn, þó að brú í ós- eyrarnesi kæmi eflaust í fram- tóðinni. Trúlega myndi vegurinn fylgja hraunbrúninni í Ölfusinu. Við ákvörðun á vegarstæðinu þar, myndu hagsmunir Hvera- gerðis hafðir í huga. Þessi mál væru í atíhugun í vetur og e.t.v. myndi endanleg ákvörðun einn- ig tékin 1 vetur. Að lokinni ræðu landbúnaðar- ráðherra flutti Magnús Óskars- son hrl. erindi um fundarsköp. Erindi hans var mjög greinagott og fræðandi yfirlit um það efni. M.a. ræddi hann um fundar- stjóra, veriksvið hans og vald. Ennfremur um tillögur ýmiss konar og meðferð þeirra. 1 seinni hluta erindisins gerði hann grein fyrir atíkvæðagreiðsl- urn og ýrnsu í sambandi við þær. Að loknu erindi Magnúsar drukku fundarmenn kaiffi í Tryggvaskála og síðan var kvikmyndasýning. Á vegum Félags ungra sjálf- stæðismanna í Árnessýslu var 1 desembenmánuði gefið úit aug- lýsingablaðið „Víðsjá“, Þetta er annað árið, sem „Víðsjá“ er gef- in út. Auglýsendur hafa tekið þessari þjónustu mjög vel og gert er ráð fyrir að halda útgáf- unni áfram, en e.t.v. í breyttu sniði. FUS í Arnessýslu etfndi til þriggja skemmtikrvölda í nóvem- ber og desember. Tvö voru haldin í Trygigvaskiála á Selfossi og eibt í Hótel Hveragerði. Þar var spiilað bingó og hijómsveit Þorsteins Guðmundssonar og Mánar léku fyrir dansi. Yfirleibt voru samikomur þess- ar vel sóttar og fóru prýðilega fram í hvívetna. í skemmtinefnd FUS í Árnes- sýslu eiga nú sæti: Sigurður Guðmundsson forrn., Björn Arnoldsison gjaldkeri, Ölöf Guð- roundisdóttir og Ragnheiður Arn- oldsdóttir. Ráistefnur S.U.S. um sjávarútveg og fiskveiðar I sl. mánuði voru haldnar tvær af þeim sex ráðstefnum, sem Samband ungra Sjálf- stæðismanna fyrirhugar að halda um sjávarútveg og fiski iðnað. Voru ráðstefnur þessar haldnar í Keflavík og Vest- mannaeyjum. KEFLAVIK. Samband ungra sjálfistæðis- manna og Heimir, félag ungra sjálffstæðismanna í Keflavik effudu til ráðstefnu um sjávar- útveg og fiskiðnað, þriðjudag- inn 7. desember sl. Af háifu fundarboðenda setti Kristján Guðlaugsson, verzlunar maður í Keflavík, ráðstefnuna. Beruti hann m.a. á þýðingu Kefla víkur í útflutningi sjáwrafurða, en Kefflavíkurhöfn er nú þriðja stærsta útflutningshöfn sjávar- afurða, og um hana fóru á sl. ári um 40.000 tn. af sjávarafurðum. Fyrsti framsögumaður var Árni Grétar Finnsson fonmaður S.U.S., gerði hann grein fyrir giidi sjávarútvegsins fyrir þjóð- félagið, hvernig hann hefði byggst upp og þróazt í höffuð- dráttum til þess að vera þýðing- armesti atvinnuvegurinn í dag Guðmundur H. Garðarsson við skiptafræðingur, ræddi viðhorf- in í fiskiðnaðinum í dag og mark- aðsmöguleiika fiskiðnaðarins og dró niðunstöðu af þekn helatu blikum, sem eru á icffti á þessu sviði. Gat hann m.a. um sívax- andi þýðimgu fiskjar og fiskaf urða í heiminium. Þriðji framsögumaður var Jón Sæmundsson, útgerðanmaður í Keflavík. Ræddi hann einkum um hin helztu áhugamál þeirra, sem stunda sjávarútíveg í dag. Meðal þeirra vandamáta, sem •hann drap á voru öryggismál sjómanna, byltingu á tækjum við síldveiðarnar, sem aftur heffði leitt af sér ný vandamál, eins og t.d. fjarlægðina frá fiskimiðunum til lands. Taldi hann mikla þörí á hjálparskipi fyrir fiskveiðiflotann, líikt þeim sem erlendar þjóðir haffa 'hér við land. Hann ræddi einnig mis- munandi afkorou bátanna eftir veiðiaðferðum og stærð, og sér- staiklega lélega afkomu bátanna af stærðinni 40-120 tn. Mestu erfiðieikana taldi hann verð- bólgiuna hafa skapað, en vax- andi vinnuaflsskortur ylli einn- ig margvíslegum erfiðleikum. Auk framsögumanna tóku til máis: Ásgrímur Pálsson, Páll Axelsson, Zakarias Hjartarson, Kristján Guðlaugsson og Matthí- as Óskarsson. Ræddu ' þeir hinar ýmsu hliðar fundareffnisins, og varð þó einkum tíðrætt um þá mikiu samkeppni, sem sjávarút- vegurinn og fiskiðnaðurinn verður að heygja við aðrar at- vinnugreinar. Bentu þeir á, að fiskiðnaðurinn getur ekki veit af sér rakstrarkostnað og hækk- unum inn í verðlagið hér, en væri hinsvegar 'háður erlendu verðlagi, þar sem ekki væri spurí um verðbólgu á íslandi, heldur um verð og gæði á ai- þjóðllegum markaði. Var það skoðun ræðumanna, að nauðsyn bæri trl að móta fastari stefnu í vinnuaflsmálum í framtíðinni. Væri stefnt í ógöngur, einkum, þegar hafðar eru í huga fyrir- hugaðar framkvæmdir í stóriðju og stórvirkjanatframikvæmdum. Væri nauðsynlegt að rækileg könnun yrði gerð á vinniumark-r aðinum og tryggt verði í fram- tíðinni, að sjávarútvegurinn og fiskiðnaðurinn hafi nægu vinnu- affli á að skipa. Að lokum tóku framsögu- menn aftur til máls og svöruðu fyrirspurnum. VESTMANNAEYJAR. Hinn 5. desember si. var í Vestmannaeyjum ’haldin fyrsta ráðsitefnan af sex um sjávarút- veg og fiskiðnað, sem S.U.S. beitir sér fyrir að haldnar verði í nokkrum helztu útvegstoæj unj Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.