Morgunblaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. Janúar 1966 18,500 tonn af freðsíld og freð- síldarflökum seld MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna eftirfarandi upplýsingar um freðsíldarsölur: Frá vertíðarbyrjun í haust Ihefur verið seld freðsíld og freð- síldarflöik, aðallega af Suð-Vest- urlandsafla, sem ihér segir: Fólland 3000 tonn TétokósJóvafcía 5500 — Austur-iÞýakaland 4000 — Riúmenía 3000 — Vestur-Þýzkaland og önnur lönd í Vestur- Evrópu 3000 — AiEs eru þetta 18.500 tonn. Búizt er við nokkrum viðtoót- arsölum til ofangreindra landa. Ennþfá er ósamið við Ráðstjórn- arríkin, en samifcvæont núgitd- þau, eru afsetningarmöguiieikar á íslenzkri freðsíld þar minni en undanfarin ár, þar eð nú er að- eins gert ráð fyrir 5000 tonna söilu í vöruskiptasamningum, en 12-000 tonn-um áður. Yfirleitt hefur borið á nofck- urri tregðu í samibandi við síld- arkaup hjá viðskiptalöndunum í austri, .og áhugi á heilifrystri síld farið minnkandi. Hins veg- ar hefur eftirspurn eftir síldar- ílökum aukizt. Síðustu dagana virðist eftir- spurn effir freðsíld til reykingar í Vestur-Þýzkalandi og öðrum Vestur-Evrópulöndum hafa farið noklkuð í vöxit, og mun það standa í beinu samlbandi við afla brest á síldveiðum, sem verið hefur í Norðursjó á síðustu vik- andi vöruskiptasamningi við um. Aflar 27,6 milljarða í erlendum gjaldeyri HREINAR gjaldeyristekjur norska verzlunarflotans árið 1965 urðu 4.6 milljarðar norskra króna (um 27,6 mill- jarðar ísl. kr.) og höfðu þær vaxið úr 4,2 milljörðum n.kr. árið 1964. Norski verzlunar- flotinn hefur aldrei aflað jafn mikils gjaldeyris og á s.l. ári. Stærð flotans er 15,8 millj. brúttótonna, en var 14,5 millj. tonna árið 1964 og hafði hann því vaxið um 1,3 milljónir tonna. Talið er að verzlunar- flóti heimsins sé nú 165 millj. br.tonn. í lok ársins 1965 höfðu Norð menn gert samninga um smíði skipa, sem alls verða 6 millj. tonna að stærð og verða þau flest afhent á árunum 1966 og 1967. Þann 1. nóvember s.l. störf uðu 50.800 manns á norskum skipum í utanlandssiglingum, en 6900 á skipum í strandsigl- ingum heima fyrir, eða 63,700 manns samtals. Þar af starfa 14.400 útlendingar á norska flotanum, eða tæp 25%, og fjölgaði þeim um 1100 á s.l. ári. Stærsta skip norska verzlun arflotans er Bergen Pilot, sem er 98 þúsund tonn og er eign útgerðarfélagsins Sigval Berge Starfsrncnn SH og hraðfrystihúsanna í hagræðingarmálum, talið frá vinstri, fremri röð: Benedikt Sigurðsson, Hjalti Einarsson, Valdimar Þórðarson og Markús Waage. Aftari röð: Jón Skúli Sig- urðsson, Isaf., Kjartan Kristjánsson, Vestmannaeyjum, Magnús Bjarnason, Vestm., Jens Erlings- son, Rvík, og Óskar Einarsson, Vestm. Stefnt aö aukinni hagræöingu hjá öllum hraðfrystihúsum S.H. SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna og einstök frystihús innan samtakanna hafa varið miklu fé tii menntunar og þjálfunar sér- fræðinga í hagræðingarmálum á undanförnum árum. Starfa nú að þeim 9 menn á vegum þeirra. Einnig hefur verið unnið að breytrngum á skipulagi fram- leiðslunnar og vinnuframkvæmd. í nokkrum hraðfrystihúsum hef- ur verið tekin upp ákvæðis- vinna og hefur það gefizt mjög vel. Hafa viðkomandi hraðfrysti- hús, og starfsfólk þess, verið á- nægð með árangurinn af þeirri skipulagsbreytingu. í nokkrum hraðfrystihúsum hefur þetta fyrirkomulag verið reynt í ein 3 til 4 ár, en hvað heildina snertir má segja að þessi mál séu enn í deiglunni. Stefnt er að því, að sögn for- ystumanna SH, að hagræðingar- starfsemin verði orðin almenn og komin til framkvæmda hjá öllum frystihúsum innan samtak anna áður en um langt líður. Nokkrir sérfræðingar starfa að hagræðingarmálum hjá fram- leiðnideild SH^Í Reykjavík, en auk þess hafa hraðfrystihús úti á landsbyggðinni komið sér upp staðbundinni þjónustu með ráðn- ingu svonefndra „hagræðinga“. Þrír slíkir sérfræðingar starfa í Vestmannaeyjum á vegum hrað frystihúsanna þar, einn starfar á Isafirði vegna hraðfrystihúsanna á Vestfjörðum og loks vinnur einn sérstaklega fyrir hraðfrysti- húsin í Reykjavík. Togararnir seldu síld fyrir 15,4 millj. Rýrnun síldarinnar hefur reynzt Samkomulag varð í yfirnefnd Verðlagsráðs um fiskverðið, og fara bátarnir nu að miðin. Þeir hafa verið í höfn að undanförnu. Myndina tók Ól. K. M. í Reykjavík fyrir 2 dögum. allt frá 8-247o ÍSLENZKU togararnir fóru í 18 söluferðir til Þýzkalands í nóv- embermánuði og seldu þar 1850 tonn fyrir 15.7 milljónir króna. í þeim mánuði seldu togararnir að auki í Þýzkalandi 1050 tohn af síld fyrir 6.5 milljónir króna. í nóvember féru togarnir 7 söluferðir til Bretlands og seldu þar 817 tonn fyrir 8.3 milljónir króna. í desembermánuði fóru þeir í 11 söluferðir til Þýzkalands og seldiu 1107 tonn fyrir 10.4 millj. króna. Þá seldu þeir þar einnig 903 tonn af síld fyrir 7.1 milljón króna. Til Bretlands fóru togararnir í desember í 12 söluferðir og seldu þar 1200 tonn fyrir 12.8 milljónir króna. íslenzku togarnir hafa á þrem s.l. mánuðum selt í Þýzkalandi 2.253 tonn af síld fyrir 15.4 mill- jónir króna. Meðalverð á síldinni hefur því verið kr. 6.85 á hvert kg. Verð þetta á síldinni er mjög gott, enda mun síldin, sem öll er tekin um borð í togarana á Neskaupstað, vera sérlega hentug fyrir þýzka markaðinn. I Togaraeigendur munu hins végar telja tiltölulega lítinn á- vinning fyrir fyrirtæki sín að flytja síldina þannig á erlendan markað, þar sem hráefnisverðið hér heima sé of hátt, eða kr. 2.38 pr. kg. Við það bætist rýrn- un síldarinnar, sem er að öllu jöfnu talin eðlileg um 8%, en hefur orðið allt frá 8—24%. Stafar þetta er af því, að síld- in hefur verið mæld í kröbbum (gröbbum) úr bátunum og um borð í togarana og hefur sú mæling reynzt röng í flestum til fellum. Medo/verð kr. 15.07 pr. kg TOGARINN Harðbakur seldi afla sinn í Grimsby í gærmorgun, alls 108.8 tonn, fyrir 13.318 sterlings- pund. Meðalverðið er kr. 15.07 á hvert kg. Þetta var síðasta sala íslenzks togara erlendis í þessari viku, en í næstu viku er gert ráð fyrir að 5 togarar selji erlend- is, þar af 3 í Bretlandi en 2 i Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.