Morgunblaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 6
6 MORGU NBLAÐIÐ Laugardagur 8. Janúar 196ð Mestu vetrarhörkur og Svíþjöö frá því LÍTIÐ lát virðist enn á því vetrarríki, sem Norðurlanda- búar hafa átt við að búa að undanfömu og valdið hefur þeim geysilegum erfiðleikum. Hefur sumsstaðar snjóað an til, en þar megi á hinn bóg inn búast við meiri snjókomu. í Danmörku hefur veðrið mildast nokkuð síðustu dag- ana en þar er líka snjór yfir öllu og mikil hálka á vegum. að að sligast undir þungan- uim. Starsfólk ýmissa ' fyrir- tsekj a hefur stundum verið langan tíma að grafa sig inn á vinnustaði á morgnana og víða hetfur orðið að loka skól- hófst á ný. Á fhigvöllum stór borganna hafa orðið alls kon- ar tafir og véilar verið langt á eftir éaetlunum vegna snjó- moksturs á brautunum. í helztu borgunum, eins og til dæmis Stoklkhókni, hefur fannkoman vaidið borgaryfir- völdunum gífurlegum fjárút- látum. Áætlað er, að kostað hafi sem nemur um þrem milljónum íslemakra króna á dag, að ryðja götur Stokik- hólmsborgar og við það hafa unnið hátt á tvö þúsund manns með u.þ.b. 7-800 bif- reiðar og mokstursvélar. Þó búa Stokkháfmsbúar að þvi leytinu vel, að þeir hafa mjög góða neðanjarðarbraut, sem hefur að mestu gengið eftir óætlun. Eitt af þeirn vandamálum, sem frosthörkurnar og snjó- þyngslin hafa haft í för með sér, er að halda liífinu í ýms- um viltum dýrum, m.a. dódýr- um og fasönum. Reynt hefur verið að fóðra dýrin með ýmsum hætti og höggva upp vatnsból og tjarnir svo að þau nái í vatn ,en það hefur verið miklum erfiðleikum bundið. Þar við bætist, að refir eru farnir að leggjast á dýrin og hefur sums staðar verið grip- ið til þess að fóðra reíina. Víða hefur verið komið að stórum fuglahópum frosnum í ís. Er það máil manna, að í norðurhlutum Svíþjóðar og Noregs hafi ekki aðrar eins hörkur gert frá því veturinn 1941. emm meira og minna daglega allt frá því um miðjan nóvember og snjólag víða frá 1 metra upp í 5 að dýpt. Á fimmtudag hermdu fregnir frá Suður- Noregi, að skyndilega hefði hlýnað um tíu stig, úr 3-4 stiga frosti í 7 stiga hita, en i gær, föstudag var hitinn aft- ur að læðast niður fyrir frost- mark og frosthörkurnar hinar sömu í narðurhluta Skandi- navíu. Veðurfræðingar þar spá áframhaldandi hörkum norðan til, heldur hlýrra sunn Snjóþyngslin hafa komið nniklu róti á aUar áætlunar- ferðir, bæði bifreiða og járn- brautarlesta: Algengt hefur verið, að lestir væru a.m.k. 1-2 klst. á eftir áætlun og sumar hafa stöðvazt með ödlu. Smábíla hefur yfirleitt lítið þýtt að hreyfa norðan til enda hefur hundruð bifreiða fennt alveg í kaf. Fólkið hef- ur orðið að grafa sig út úr hús um á morgnana og sumsstað- ar orðið að eiga í snjómokstri af húslþökunum sem hafa ætl um þar sem nemendur kom- ust ekki á áfangastað. Al- gengt hefur þó verið að nem- endur færu á skíðum í skól- ana. Og ekki hefur mikið verið á flugtæknina áð treysta í þessum hörkum. Sums staðar hefur ekki verið hægt að fljúga döguim saman vegna fannkomu sem síðan hefur lokað öllum flugvöllum — og þess eru dæmi að ekki væri fyrr búið að moka af flug- brautunum en snjókoman SIÉiSÍIÍSS Það er eins gott að vera vel búinn til fótanna, þegar frostið fer allt niður í 40—50 stig eins og sums staðar í Norður- Noregi og Svíþjóð. Og það erekki aðeins mannfólkið, sem verja þarf kuldanum — heimilishundamir, sem vanir eru stofuhlýjunni verða líka að fá eitthvað á kroppinn, eins og þessi sem er í vellþykkum ullarsakkum. Ölfrumvarpið Kristinn Stefánsson áfengis- vamarráðunautur skrifar eftir- farandi: ,,í Velvakanda 4. þ.m. er birt bréf undirritað H.J., og segir Velvakandi, að þetta sé íslend- ingur, sem dvelst í Stokkhólmi. Bréfritari fagnar því að komið er fram á Alþingi frum- varp til laga um bruggun og sölu sterks öls í landinu og tel- ur að án efa muni bjórinn bæta „drykkjumenningu1* landsmanna. Menning er fag- urt hugtak, en óneitanlega finnst mér bilið milli menning- ar og ómenningar stundum vera mjótt, og nokkur vafi leika á, hvort orðið nota skuli. Ég mun aldrei tala um bjór- menningu eða áfengismenn- ingu yfirleitt. Þess vegna bregð ur mér óþægilega við, þegar höfundur bréfsins telur mig vera í flokki þeirra, sem vilja fá sterkt öl í landið, og ber fyrir sig ummæli eftir mig hér í þessum dálkum sl. haust. Ég get fullvissað bréfritarann um, að bindindishreyfingin á íslandi mælir ákveðið gegn öl- bruggi, en hér er ekki rúm til að ræða það mál frekar að sinni. Ég hafði í áðumefndum pistli rrúnum m.a. bent á, að ástandið í áfengismálunum í Stokkhólmi og Sviþjóð yfir- leitt, hefði gerbreytzt til batn- aðar. meðan áfengisverzlunin þar var lokuð 1963 og vitnað í öruggar heimildir því til sönnunar. Bréfritari viðurkenn ir þetta rétt vera. en heldur því jafnframt fram, að allan lokunartímann, eða tvo mán- uði, hafi verið birgðir af sterk- um bjór í landinu og sé þetta ,,mesta bjórdrykkjutímabil Svía“. Þrátt fyrir bjórinn ríkti þetta fyrirmyndarástand í á- fengismálum um alit Svía- veldi! Hér þarf ekki frekar vitnanna við um ágæti sterka ölsins! Þessar fullyrðingar koma illa upp um þekkingarskort bréf- ritara á fyrirkomulagi áfeng- ismála í Svíþjóð. Bmggun á sterku öli er að mestu eða öllu leyti á vegum einkaframtaksins. Hins vegar fór þá sala á sterku öli ein- göngu fram í útsölustöðum á- fengisverzlunar ríkisins (Syst- embolaget) og á veitingahús- um, er fengið höfðu söluleyfi. En ölbirgðir í áfengisverzlun- um ríkisins og veitingahúsum voru af skornum skammti og þurru á fáum dögum, og var þá ekkert öl til að selja. Auðvitað var eitthvað flutt inn af öli, en það skipti litlu máli, enda eru Svíar engin öl- drykkjuþjóð. Framlag H.J. í hinu svokall- aða ölmáli okkar íslendinga virðist ekki vera þungt á met- unum.“ Tillitsleysi Gamli skrifar: ,,Þú hefur örugglega veitt því athygli, hve margir menn eru tillitslausir gagnvsurt ná- unganum, en rjúka svo upp hinir verstu verði einhverjum á að gera á þeirra hlut. Ég er nokkurn veginn viss um, að fjöldi þessara manna gerir sér ekki grein fyrir þessu, þetta er aðeins komið upp í leiðin- legan vana. í umferðinni er þetta tillitsleysi til dæmis eitt- af aðalvandamálunum. En tilefni þess að ég skrifa þessar linur er það, að ég átti leið í banka á miklum anna- degi, þar sem allir voru að flýta sér. Ég sá að afgreiðslan gekk vel og þóttist sjá að bið- in yrði mér ekki til baga, en raunin varð önnur. Næst á und an mér var kona með fullar hendur fjár í bókstaflegri merkingu, því hún rétti að gj aldkeranum mikla seðla- hrúgu. Þar ægði saman fimm- krónu seðlum, þúsund króna seðlum og allt þar á milli, allt óbúntað. Gjaldkerinn réðst á seðlahrúguna með æðruleysi, en þetta var ekkert áhlaupa- verk og tók sinn tíma. Konan, sem kom með þessa peninga- hafði sýnilega ánægju af þvi að sjá gjaldkerann stafla seðl- unum hennar eftir verðgildi áður en talning gat hafizt, en ég og aðrir ,sem þiðum og höfð um nauman tíma bölvuðum í hljóði þessu tillitsleysi við ná- ungann að hafa ekki áður búnt að seðlana til hægðarauka og flýtis fyrir gjaldkerann. — Mér sárnaði þetta verulega kannski ekki sízt vegna þess, að hér átti í hlut fulltrúi líkn- arstofnunar, sem mér er hlýtt til. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.