Morgunblaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 8. janúar 1968 Frá afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavikurborgar: Minnihlutaflokkarnir gerðu ekki tillögu um laekkun útsvarsupphæðar — Kommúnistar vilja auka skattabyrði Reykvikinga SÍÐARI umræðu um fjárhags- áætlun Reykjavíkur fyrir árið 1966 var fram haldið að loknu matarhléi kl. 21.30 síðastliðið fimmtudagskvöld, og stóð fund- urinn sleitulaust þar til á sjö- unda tímanum á föstudagsmorg- un. Fyrsti ræðumaður að loknu matarhléi var Kristján Bene- diktsson (F). í upphafi ræðu sinnar ræddi hann nokkuð fram kvæmdir borgarinnar. Sagði hann, að timi væri til kominn, að lokið yrði við Borgarsjúkra- hús, hitaveituáætlunin hefði ekki staðizt. Skólastofur væru þrísetnar og engin veruleg lóða- úthlutun hefði farið fram á liðnu ári. í ársbyrjun 1965 hefðu mal- argötur í borginni verið 13 kíló- metrum lengri en malbikaðar götur, þ.e. 54% gatnanna væru malargötur, 46% malbikaðar. — 1940 hefði 43% gatna verið mal- argötur, en 57% malbikaðar. — Heildarárangur á 25 ára tíma- bili er að hlutfall malbikaðra gatna hefur lækkað, sagði borg- arfulltrúinn. Þá vék borgarfulltrúinn að fjárhagsáætluninni sjálfri, og sagði, að framlög til byggingar barnaheimila ættu ekki að hækka um eina krónu, og til skóla um aðeins 15%. Breyting- artillögur Framsóknarmanna gerðu ráð fyrir hækkun á tekju- lið, sem næmi 8 milljónum 950 þúsundum, en lækkun á gjalda- lið, sem næmi C milljónum 750 þúsundum. Það fé, sem þarna fæst vilja Framsóknarmenn veita til skólabygginga 15 millj., barnaheimila og leikvalla 6 milljónir og 700 þúsund til kaupa á ýmsum tækjum. Óskar Hallgrímsson (A) ræddi ýmis atriði fjárhagsáætlunarinn- ar, og gerði grein fyrir breyting- artillögum sínum við hana. Hann sagði, að ráðgerð hækkun á gatnagerðargjöldum gengi of langt. Minnihlutinn hefði boðið samkomulag um 15% hækkun, en þessu tilbóði var hafnað í borgarráði. Kvaðst borgarfull- trúinn gera tillögu til vara um, að greinarmunur yrði gerður á raðhúsum, sem byggð væru á tveimur hæðum innan ákveðinn- ar stærðar, og að heimilt yrði að lækka gatnagerðargjald um al'lt að 30% í þeim tilvikum. Eftir að hafa rakið breytingar- tillögur Alþýðuflokksins við fjár hagsáætlunina, ræddi Óskar Hall grímsson tillögu sína um fram- kvæmdaáætlun borgarinnar til fjögurra ára. Slík áætlanagerð er vandaverk, en þó á að vera hægt að styðjast nokkuð við reynsl- una af þjóðhags- og fram- kvæmdaáætluninni. Gera má ráð fyrir, að samningu þessarar áætl- unar geti orðið lokið það tíman- lega, að hún verði tekin til um- ræðu í borgarstjórn fyrir lok aprílmánaðar 1966. Tel ég, að hægt sé að Ijúka verkinu á þess- um tíma. í nútíma stjórnsýslu er áætlunargerð nauðsynlegt hag- stjórnartæki, sagði borgarfulltrúi Alþýðuflokksins að lokum. Næstur tók til máls Einar Ágústsson (F). Hann sagði, að þessi fjárhagsáætlun væri sú langhæsta, sem séð hefði dagsins ljós. Hækkunin á einu kjörtíma- bili væri orðin 160%. Skylt er að viðurkenna, sagði borgarfull- trúinn, að þetta hafa verið velti ár, en samt er ljóst að borgin er virkur þátttakandi í hrunadansi verðbólgunnar. í fyrra var reynt að halda útsvörum niðri með því að hækka fasteignagjöld, nú er enn reynt að draga úr hækkun útsvara með því að taka upp til- lögu Framsóknarmanna frá því í fyrra um hækkun aðstöðu- gjalda. Stjórnarstefnan sem nú ríkir er íhaldssósíalismi: Til þess að draga úr þenslu að því er sagt er, er dregið úr opinberum fram- kvæmdum, svo að aðrir geti hald ið sínum framkvæmdum áfram. Þá ræddi borgarfulltrúinn um rafmagnsmálin, og býsnaðist yfir raforkuskattinum, sem ylli 10% hækkun á rafmagnsverði í Reykjavík. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði, að greinilegt hefði verið á andrúmsloftinu í salnum í upp- hafi fundar, að minnihlutinn væri að komast í kosningaham. Ræðumenn hefðu verið stórorð- ir og lángorðir, en ætla hefði mátt, að minnihlutinn legði sig fram um að koma fram með nýja stefnu og nýjar hugmyndir í fjár málum og verklegum fram- kvæmdum borgarinnar. Þetta reyndist hins vegar ekki vera. Þá vék borgarfulltrúinn að um mælum Guðmundar Vigfússonar um útsvarsmál, og sagði, að hann hefði farið þar með vísvit- andi ósannindi. Guðmundur Vig- fússon hafði haldið því fram í ræðu ,að borgarstjóri hefði í des. 1964 lofað 20% afslætti af útsvör um, en í raun hefði þetta orðið 4%, og ítrekaði ræðumaður að engin breyting hefði verið gerð á útsvarsstiga á þessu tímabili. Vitnaði Birgir Gunnarsson í ræðu borgarstjóra frá því í des- ember 1964 um þetta, og sagði síðan: „Útsvarsstiganum var breytt á síðastliðnu vori. Frá þeim stiga reyndist unnt að veita 4% af- slátt, en samkvænn mati fróðustu manna og úrtökum, sem gerð voru, þýðir það 24—26% afslátt frá gamla setiganum. Guðmund- ur Vigfússon fór því hér með algjör ósannindi." Þá sleppti Guðmundur Vigfús- son einnig að minnast á gatna- og holræsagerð er hann ræddi verklegar framkvæmdir, og byggði mál sitt á þeim grund- velli. Sá maður er í nauðum staddur, sem grípur til slíkra ósanninda, sagði borgarfulltrú- inn. Birgir Gunnarsson ræddi síðan breytingartillögur minni- hluta flokkanna við fjárhags- áætlunina, og sagði, að þessar tillögur væru líkar frá ári til árs. Klipið er af einstökum lið- um, 100 þúsund krónur hér og 200 þúsund kr. þar, af handa- hófi, þótt borgarráð hafi dögum saman setið yfir fjárhagsáætlun- inni og reynt að koma hinum einstöku liðum hennar eins langt niður og hægt hefði ver- ið. Sparnaðartillögur minnihlut- ans nema frá 0.6 til 1,7% af heild argjöldum borgarsjóðs. Þá vék hann að afstöðu Fram- sóknarmanna til rafmagnsverðs- ins og sagði: „Framsóknarmenn vilja jafnt rafmagnsverð um land allt. Þetta þýðir, að íbúar Reykjavíkur og þéttbýlisins verða að taka á sig auknar byrðar til þess að lækka rafmagnsverð dreifbýlisins. Sam kvæmt ráðstöfunum til þess að bæta hag Rafmagnsveítna ríkis- ins er lagt á rafmagnsnotendur í Reykjavík gjald, til þess að standa að hluta undir rafmagns- verði í dreifbýlinu. Á Alþingi gerði Einar Ágústsson það að skilyrði fyrir stuðningi við raf- magnsskattinn, að Reykjavík tæki á sig enn auknar byrðar til þess að standa undir verð- jöfnun á rafmagni í dreifbýlinu. Það er því hámark hræsninnar, þegar Einar Ágústsson mótmælir svo í borgarstjórn Reykjavíkur þeim byrðum, sem rafmagnsskatt urinn leggur íbúum þéttbýlisins á herðar. Það verður eftir því tekið, sagði Birgir Gunnarsson, að í desember sagði þingmað- urinn Einar Ágústsson að raf- magn ætti að lækka í dreifbýl- inu og þéttbýlið taka á sig aukn- ar byrðar vegna þess. Síðan kem ur borgarfulltrúinn Einar Ágústs son í janúar og mótmælir þá þeim álögum sem Reykvíkingar verða að taka á sig í þessu efni. — „Gott er að hafa tungur tvær — og tala sitt með hvorri." — Framsóknarmenn tala öðru máli upp til sveita en í Reykjavík, sagði borgarfulltrúinn. Þá vék hann að tekjustofnum sveitarfélaga, og sagði, að Fram- sóknarflokkurinn hefði alltaf beitt sér gegn föstum tekju- stofnum sveitarfélaga, og sú bar- átta þeirra hefði gengið svo langt, að Eysteinn Jónsson hefði gert það að fráfararatriði úr ríkisstjórn. * Fastur tekjustofn var ekki tryggður fyrr en núverandi ríkis stjórn tók við völdum. Hann benti á, að Einar Ágústssön hefði ekki flutt tillögur um tekju- stofna sveitarfélaga á Alþingi, en flytti nú tillögu í borgar- stjórn um áskorun á Alþingi í þessum efnum. Adda Bára Sig- fúsdóttir (K), sagði að síðasti ræðumaður ætti erfitt með að átta sig á þeim ágreiningi sem ríkti með meirihlutanum og minnihlutanum í borgarstjórn. Ágreiningur okkar Alþýðubanda lagsmanna við meirihlutann er um félagslegar þarfir og hvernig bregðast á við þeim. Á hverju ári drögumst við aftur úr þeirri þró un, sem verður í félagslegum þörfum, sagði Adda Bára, og rakti síðan nauðsyn á nokkrum slíkum framkvæmdum, svo sem byggingu leiguíbúða, dagheimila, leikvalla og fleira. Gísli Halldórsson (S), ræddi í upphafi ræðu sinnar fullyrðingar borgarfulltrúa Framsóknarflokks ins um, að lóðaúthlutun hefði lítil verið á síðastliðnu ári. — Sjaldan eða aldrei hefur bygg- ingarstarfsemi verið í jafn ör- um vexti og nú, sagði Gísli Halldórsson. Árið 1962 var úthlutað lóðum undir 708 íbúðir. árið 1963, 543 íbúðir, árið 1964, 1221 íbúð og árið 1965, 500 íbúð ir. Samtals eru þetta lóðir fyrir um það bil 3000 íbúðir, eða 750 íbúðir á ári hverju, sem er nokkru meira en þörfin er á ári. Á síðastliðnu ári voru samþykkt- ar teikningar að 1140 íbúðum hjá bygginganefnd, og er það vafa- laust meira en nokkru sinni áður. Á árinu 1965 voru framkvæmdir hafnar við rösklega 1100 íbúðir, og 1964 til 1965 voru 900 íbúðir í byggingu. Á s.l. ári voru því yfir 2000 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Ekkert annað háir því að lokið verði við fleiri íbúð- ir en vinnuaflsskortur, sagði Gísli Halldórsson. Samkomulagið við verkalýðsfélögin um innflutn ing á tilbúnum húsum sýnir að þau hafa viðurkennt, að það er vinnuaflsskorturinn, sem hamlar franxkvæmdum. Þá ræddi Gísli Halldórsson hækkun á aðgangseyri sund- staða, og sagði, að afstaða íþrótta ráðs væri sú, að eðlilegt væri að reka sundstaði með hóflegum aðgangseyri á hagkvæman hátt. Ráðið hefði verið sammála um, að halli ætti ekki að fara fram úr 40% af rekstrarútgjöldum. Athugun hefði farið fram á bætt um rekstri sundstaðanna, en að- eins í Sundhöllinni hefði verið hægt að fækka starfsfólki. Iþróttaráð væri nú sammála um að hækka þyrfti aðgangseyri sundstaða vegna kauphækkana. Samt sem áður væri verðið nú sambærilegt við sundstaði á flest um stöðum á landinu. Gísli Halldórsson ræddi síðan tillögu kommúnista um aukna hækkun á framlögum til bygg- ingarsjóðs. Hann sagði, að þessi framlög hefðu hækkað árlega undanfarin ár, og hækkuðu nú úr 15 millj. í 20 millj. samkv. þessari fjárhagsáætlun. Bygging- arsjóður hefur 55 milljónir kr. til ráðstöfunar, 31 milljón til nýrra framkvæmda, en afgang- inn til að ljúka framkvæmdum við Kleppsveg og Austurbrún. í sambandi við tillögu komm- únista um byggingu 500 leigu- íbúða á næstu þremur árum, benti Gísli Halldórsson á, að borg arstjórn tæki þátt í byggingar- áætlun ríkisins og verkaiýðsfé- laganna, en þar væri gert ráð fyrir að byggja 250 íbúðir á ári, og þar af 50 sérstaklega á vegum borgarinnar. Byggingaráætlun fyrir næstu þrjú til fimm ár væri í undirbúningi, og í undirbúningi væri bygging 100 íbúða fyrir aldrað fólk. Þórir Kr. Þórðarson (S) ræddi um dvalarheimili aldraðs fólks, að gefnu tilefni frá Guðmundi Vigfússyni. Hann sagði, að síðla sumars og í haust hefði verið hafizt handa um undirbúnings- starf að þessum byggingum. Guð mundi Vigfússyni væri vel kunn- ugt um, að í nágrannalöndum okkar er keppt að því, áður en framkvæmdir hefjast að undir- búa öll atriði nákvæmlega áður en hafizt er handa um teikning- ar. Kvaðst Þórir hafa lagt áherzlu á, að þessi vinnubrögð yrðu við- höfð hér og myndi því sú fjár- veiting, sem nú væri gert ráð fyrir, nægja til undirbúnings- starfs á þessu ári. Síðan verði hafizt handa um teikningu og byggingu hjúkrunarheimilis sem væri hið fyrsta, sem Reykjavík- urborg byggði, en vonandi ekki það síðasta. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri gerði grein fyrir nokkrum breyt- ingum sem borgarráð hefði gert á frumvarpi að fjárhagsáætiun- inni, en þar var um að ræða hækkun á framiögum til almanna trygginga, framlagi til Sinfóníu- hljómsveitar og hækkun styrkj- ar farfugladeildarinnar í Reykja- vík, myndlistarskólans og Hafnar búða. Þá væri tillaga um 20 þús. kr. framlag til Hjálparsveita skáta og 40 þús. kr. til Hins ís- lenzka biblíufélags. Þá hefði áætlunin um aðstöðugjöld verið hækkuð í 132 millj., þar af var ein milljón samkv. útreikning- um sem hann hefði gert grein fyrir, og 1 millj. gengi í vanhalda álagið. Mundi þetta vega að miklu leyti á móti þeim breyt- ingum, sem hann áður hefði gert grein fyrir. Þá vék borgarstjóri að tveim- ur tillögum Óskars Hallgrímsson ar um framkvæmdaáætlun borg arinnar og gatnagerðargjöld. — Ekki er ágreiningur um áætlun- argerð í samibandi við fram- kvæmdir Reykjavíkurborgar, sagði borgarstjóri. Ágreiningur- inn stendur um það hvort gera eigi áætlanir af hálfu opinberra aðila fyrir hönd einstaklinga og knýja þær síðan fram með vald- boði. Sjálfstæðismenn aðhyllast áætlunargerð opinberra aðila og eru samþykkir því, að hið opin- bera geri sér í höfuðatriðum grein fyrir efnahagsþróuninni og framkvæmdum. í samræmi við þessa afstöðu fellst ég í megin- atriðum á tillögu Óskars Hall- grímssonar og flyt við hana breytingartillögu. Gerði borgar- stjóri síðan grein fyrir breyting- artillögu sinni og sagði, að sú framkvæmdaáætlun, sem unnið hefði verið að væri svo langt komin, að tímabært væri að taka hana til umræðu í marz- mánuði. Aðalskipulagið felur einnig í sér möguleika til að gera áætlanir á ýmsum sviðum borgarlífsins. Boi garstjóri vék síðan að vara- tillögu Óskars Hallgrímssonar um gatnagerðargj öld og sagði að til mála gæti komið að byggingar- áætlun ríkis, borgarstjórnar og verkalýðsfélaga reisti 2ja hæða raðhús, sem tækju lítið rými með fram götu og væru af ákveðinni stærð. Eftir að hafa haft samband við Óskar Hall- grímsson og Gísla Halldórs- son, sem sæti eiga í fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar, kvaðst hann geta fallist á, að samþykkja tillögu Óskars um heimild til að veita afslátt af gatnagerðargjöldum vegna bygg- ingar slíkra íbúða. Þá ræddi borgarstjóri framkvæmdir við skólabyggingar, og sagði, að áætl að væri að framlög til þeirra hækkuðu nú um 15%, og væri alveg ijóst, að það fé yrði að nýta mjög vel. í greinargerð fyr- ir fjárhagsáætlun síðastliðins árs voru nefndir 15 iiðir í sambandi við skólabyggingar. Að átta lið- um var unnið eins og til stóð. Veitt væru ákveðin framlög til fjögurra liða, en ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum við þá liði. Framkvæmdir við Æfinga skóla kennaraskólans eru á veg- um ríkisins þótt borgin eigi að greiða til hans og fé til þess ætl- að og eru þá eftir tveir liðir. Við Vogaskóla var ekki unnið, þar sem teikningar voru ekki til- búnar og svo seint við Lang- holtsskóla að ekki þótti fært að bjóða það út. Voru fjárframlög til hinna átta fyrrnefndu liða aukin í samræmi við það. — Borgarstjóri ræddi síðan þrísetn ingar í skólastofum og sagði að þrísett væri í 16 kennslu- stofur barnaskóla, einsett væri í 7 stofur en tvísett í 142 stofur. Raunverulega var því þrísett í níu stofur, ef hægt hefði verið að dreifa skólasókn betur, en bú- seta barna gerði það að verkum, að það þótti ekki heppilegt. f gagnfræðaskólum er einsett í 52 stofur og tvísett í 63 stofur, sagði borgarstjóri. Þá benti borgar- stjóri á, að ekki væri rétt að segja, að byggðar væru einungis almennar kennslustofur, þegar benda mætti t.d. á, að leikfimi- hús var tekið í notkun í Réttar- holtsskóla og sérkennslustofur húsnæði fyrir heilbrigðisþjón- ustu og skólastjórn við Álfta- mýrarskóla, þar sem aðeins væri búið að kenna í tvö ár. Árang- urinn í skólabyggingum síðasta áratuginn hefði orðið svo mikill, að kennslustofum hefur fjölgað tvöfalt meira en nemendum. Þá ræddi borgarstjóri byggingu barnaheimila og sagði, að það væri alvörumál, þegar kostnaður inn við þau væru kominn á fimmta þús. kr. á rúmmetra, og kvaðst borgarstjóri ekki taka á sig þá ábyrgð, að hefja byggingu slíkra heimila, sem kostuðu fjög ur til fimm þús. á rúmmetra. Kvaðst hann ætla að Reykvík- ingar ætluðust til þess af borgar- stjórn, að fé þeirra yrði ekki eytt á þann veg. Þegar borgarstjóri vék að ræðu Kristjáns Benediktssonar sagði hann að borgarfulltrúinn 'hefði lofað meiru fyrir hönd meirihlut ans en meirihlutinn hefði sjálfur lofað. Stóru orðin ,sem Kristján Benediktsson sagði, að ekki hefði verið staðið við voru hans eigin orð. Borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins hafa leikið ein- kennilegan samleik í kvöld, Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.