Morgunblaðið - 14.01.1966, Side 15
' Fösttidagur 14. janúar 1968
MORGU N BLAÐIÐ
15
Gunnar Fr iðriksson:
Iðnaðurmn við
ALMBNN skýrslusöfnun um
iðnaðarframleiðslu er enn of
skammt á veg komin til þess
að unnt sé að gefa fullkomið
tölulegt yfirlit um þróun fram-
leiðslu verksmiðjuiðnaðarins,
fyrr en að nokkrum tíma liðn-
um. >ó mun óhætt að fullyrða,
að á árinu 1965 hafi þróun
hinna ýmsu greina hans verið
mjög misjöfn. Á sumum sviðum
hefur orðið fr^nleiðsluaukning,
svo sem í steinefnaiðnaði,
drykkjavöruframleiðslu, fram-
leiðslu smjörlíkis, húsgagnafram-
leiðslu, framleiðslu á hreinlæt-
isvörum, málningarframleiðslu,
sútun og ullariðnaði. í öðrum
greinum hefur orðið nokkur
samdráttur, meðal annars í fata-
iðnaði, sælgætisframleiðslu svo
svo ög framleiðslu veiðar-
færa og umibúða. Framleiðsla
umbúða getur raunar verið
nokkrum sveiflum háð, vegna
mismunandi nýtingar á fiskafla
frá ári til árs. Að öðru leyti
hefur framleiðslumagn verið
mjög líkt og á árinu 1964, og
á það einnig við um kexfram-
leiðslu, þó hún hafi að undan-
förnu átt við verulega örðug-
leika að etja, sakir erlendrar
samkeppni.
Á árinu 1964 tóku erfiðleikar
að gera vart við sig í ýmsum
greinum verksmiðjuiðnaðarins.
Stöfuðu þeir af stórauknu frjáls
ræði í innflutningi, lækkun toll-
verndar með nýjum tollalögum,
sem sett voru á miðju ári 1963
og vegna örrar hækkunar fram-
leiðslukostnaðar. Þessi þróun
hélt að nokkru leyti áfram á
árinu 1965 með aukningu á frí-
lista, en síðast en ekki sízt fór
framleiðslukostnaðurinn enn
mjög hækkandi. Þessi aukni
framleiðslukostnaður lenti með
fullum þunga á þeim iðnaði,
sem keppa verður við innflutt-
ar iðnaðarvörur eða flytur fram
leiðsluvörur sínar á erlenda
markaði. Gagnstætt því, sem
verið hefur um verðlag á út-
fluttum sjávarafurðum, hefur
verðlag á iðnaðarvörum á
heimsmarkaðinum að mestu hald
izt stöðugt og jafnvel á sumum
sviðum farið lækkandi vegna
aukinnar tækni. Verksmiðjuiðn-
aðurinn hefur því yfirleitt ekki
I Framleiðsla smjörlíkis jókst á árinu og hafin var framleiðsla
á nýrri tegund, jurtasmjörlík is. Meðfylgjandi mynd sýnir
stjórntöflu í smjörlíkisverksm iðju, en sjálfvirkni er mikið
notuð við þá framleiðslu.
ur þó haft sín áhrif á gang þess-
ara mála.
Unnið hefur verið að því að
vinna íslenzkum iðnaðarvörum
markaði erlendis og á árinu hófst
útflutningur á ullarbandi í stór-
um stíl, sömuleiðis á nýrri teg-
und niðursoðinnar síldar. Þá hef-
ur verið gerður samningur um
útflutning á 250 tonnum af máln-
framkvæmdum, ekki sizt vegna
hins takmarkaða vinnuafls, sem
fyrir hendi er, en treysta verð-
ur því, að viðeigandi ráðstafanir
verði gerðar til þess að jafnvægi
megi haldast.
Tvær rannsóknarstofnanir 1
þágu iðnaðarins tóku til starfa á
árinu, og er ástæða til að ætla
að þegar á næsta ári muni iðn-
getað borið uppi aukinn reksturs-
kostnað með hækkunum á verði
á framleiðsluvörum sínum.
Hefur þetta orðið til þess að
veikja samkeppnisaðstöðu ýmissa
framleiðslugreina, sem átt hafa
1 harðri samkeppni við erlenda
framleiðslu. Harðast hefur þetta
bitnað á veiðarfæraiðnaði, skó-
og fatagerð svo og raftækja-
framleiðslu.
Uppbygging og vöxtur ýmissa
iðnaðargreina hélt þó áfram á
órinu og voru tekin í notkun
nokkur ný versmiðjuhús og
faafnar framkvæmdir við nýbygg-
ingar. Takmarkað fjármagn hef-
Samið var um útflutning á 25 0 tonnum af málningu á árinu
1966. Framleiðsluaukning varð á málningu fyrir innlendan
markað. Myndin er af málxiingu, sem flytja á út til Rússlands.
ingu á næsta ári. Mikið og vanda
samt starf liggur að baki þess
árangurs, sem náðst hefur í út-
flutningi á iðnaðarvörum og ber
að fagna hverjum áfanga, sem
þar næst.
Unnið var að framhaldsathug-
aðurinn fara að njóta árangurs
af starfi þeirra.
Lánveitingar Inðlánasjóðs hafa
verið svipaðar ög árið áður. Hef-
ur endurskipulagning hans haft
hina mestu þýðingu fyrir iðn-
aðinn og kemur það æ betur í
ljós með hverju árinu sem líð-
ur. Vöxtur Iðnaðarbankans var
einnig mjög hagstæður á síðast-
liðnu ári. Opnaði hann útibú á
Akureyri, en nýlega hafði hann
stofnsett útibú í Hafnarfirði.
Þegar horft er fram á við til
hins nýbyrjaða árs, hlýtur það
að valda verksmiðjuiðnaðinum
nokkrum kvíða ef enn verður
framhald á aukningu framleiðslu
kostnað'ar. Útflutningsframleiðsl-
an og sá iðnaður sem keppa
þarf við innfluttan varning fær
litlu ráðið um verð á fram-
leiðslu sinni, gagnstætt því sem
á sér stað um mikinn hluta ann-
arra atvinnuvega. Ef þessi fram-
leiðsla á ekki að leggjast nið-
ur, á hún ekki annarra kosta
völ en að mæta hinum vaxandi
framleiðslukostnaði með tækni-
legum ráðstöfunum. Fyrir þenn-
an iðnað er því brýn nauðsýn
að hann öðlist tækifæri til þess
að hagnýta sér nýjustu tækni í
sem ríkustum mæli. Þessvegna
ber að stefna að því að lækka
tolla af vélum, sem ekki eru
framleiddar í landinu og stuðla
þannig að aukinni vélvæðingu
og sjálfvirkni. Finna þarf við-
unandi lausn á því, hvernig iðn-
aðurinn geti átt greiðan aðgang
að tæknilegum leiðbeiningum.
Kanna ætti leiðir til aukins sam-
starfs og jafnvel samruna fyrir-
tækja í stærri heildir og gera
þau með þeim hætti öflugri og
sterkari í samkeppni við er-
lend fyrirtæki. Vinna þarf ötul-
lega að aukinni hagræðingu í
iðnaðinum, hvar sem henni verð
ur við komið. Tryggja þarf fjár
magn til þess að ráðast í nauð-
synlega uppbyggingu og endur-
bætur, og að’framkvæmdir þær,
sem ráðizt er í komi sem fyrst
að fullum notum. Nauðsynlegt
er að vinna að lækkun hráefnis-
tolla, sérstaklega í þeim grein-
um iðnaðarins, sem eiga í mest-
um erfiðleikum, og tryggja ótoll-
vernduðum iðnaði, svo sem veið
arfæraiðnaði hliðstæða aðstöðu
og sams konar iðnaður nýtur í
viðskiptalöndum okkar. Loks
ber að stefna að því að auka
og bæta tæknimenntunina í land
inu sjálfu svo að Tækniskóli ís-
lands verði þess megnugur að
útskrifa fullgilda tæknifræðinga.
Ég tel ennfremur brýna nauð-
syn bera til þess að athugað
verði hvort ekki sé tímabært að
auka kennslu í verkfræði við Há-
skóla íslands, þannig að hægt
verði að ljúka hér almennum
lokaprófum í þessari fræðigrein.
Fyrir svo fámenna þjóð sem ís-
lendingar eru, er það lífsskilyrði,
að hún sé fljót til að hagnýta
sér alla tækni, eins og hún er
mest og bezt á hverjum tíma.
í sambandi við þróun á sviði
fjármála vil ég láta þess getið,
að iðnaðurinn hefur fullan skiln-
ing á nauðsyn þess, að hamlað
Gunnar J. Friðriksson
sé gegn ofþenslu með aðhaldi'á
sviði peningamála. Hann telur
þó, að slíkar ráðstafanir beri þá
fyrst tilætlaðan árangur, að
fyllsta réttlæti ríki í fyrir-
greiðslu lánastofnana við at-
vinnuvegi landsins. Þá er ekki
síður nauðsynlegt að varúðar sé
gætt á sviði fjármála ríkis, bæjar
og sveitafélaga. Þessir aðilar
verða að hafa mikla gát á fjár-
reiðum sínum og ber þeim að
leggja áherzlu á niðurskurð 4út-
gjalda áður en atvinnurekstrin-
um er íþyngt með nýjum álög-
um.
Þótt iðnaðurinn eigi nú við.
ýmsa erfiðleika að etja, hlýtur
iðnvæðing hér á landi sem ann-
ars staðar, að vera undirstaða
sóknar til aukinnar velmegunar.
Er þess að vænta, að þjóðin
kunni að meta það starf, sem
unnið er til uppbyggingar iðnað-
ar í landinu og sýni fullan skiln-
ing á þeim vandamálum, sem
iðnaðurinn á nú við að glíma.
Hér að framan var farið nokkr
um orðum um rannsóknir í þágu
iðnaðarins. Ég get ekki nóg-
samlega brýnt það fyrir mönn-
um hversu mikilvægar slíkar
rannsóknir eru fyrir allar fram-
farir í landinu, ekki einungis á
sviði iðnaðarins heldur og at-
vinnulífsins í heild. Án grund-
vallaðrar þekkingar og
kunnáttu verða engar fram-
farir. Kunnátta og þekking eru
frumskilyrði þess, að í framtíð-
inni megi þróast þróttmikið og
glæsilegt menningarlíf hér á
landi. Og ég vil að lokum
af heilum hug taka undir þau
orð, er hinn kunni og merki
athafnamaður Haraldur Böðvars
son á Akranesi hefur eftir Thor
Thors sendiherra í nýútkominni
ævisögu sinni: „Þið hafið nú
fyrst og fremst í huga sjávarút-
veg og landbúnað, en annars er
það ykkur sjálfsagt eins Ijóst
og mér, að við komumst ekki
langt án bráðrar iðnþróunar, og
hamingjan hjálpi okkur á því
sviði, ef rannsóknir verða van-
ræktar“.
un á stórvirkjun við Búrfell og
samkomulag náðist í megin at-
riðum við erlenda aðila um bygg
ingu og rekstur aluminverk-
smiðju. Þótt hætta sé á því að
stórframkvæmdir þessar valdi
ofþenslu á vinnumarkaðinum,
verður þó að teljast rétt að í þær
sé ráðist, þar sem þær munu
stuðla að auknum skilningi á
þýðingu iðnaðar í landinu, auk
þess sem flytjast mun til lands-
ins ný tækni, er verða mun öll-
um íslenzkum iðnaði til góðs
þegar fram í sækir. öllum eru
að sjálfsögðu ljósar þær hættur
sem stafað geta af slíkum risa-
Fullkomin ullarverksmiðja var tekin í notkun á árinu og haf inn var útflutningur á ullarbandi
og er áætlað að flytja út 150—200 tonn á árinu 1966. Myndin er af spunavélasamstæðu í
ullarverksmiðju.