Morgunblaðið - 23.01.1966, Page 3

Morgunblaðið - 23.01.1966, Page 3
| Sunnudagtfr 29. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 « Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Hver er sú hönd? 1 1 spádómsbók Jesaja segir: „Ég hertýgjaði þig, þótt þú þekktir mig eigi“. Við hvem mælir Drottinn svo? Við einhvern guðsmanninn eða eitt hinna góðu barna, sem á hann trúðu? Nei, þetta segir Drottinn við heiðíngjann Kyros Persakonung. Hafði drottinn þá hertýgjað hann, veitt honum handleiðslu, heiðingjanum, stutt hann? Kyros játaði heiðna guði Babyloníumanna. Um Jahve vissi hann lítið og hirti um hann ennþá minna. Og þó segir drott- inn Jahve við þennan mann: „Ég hertýgjaði þig“, Vér erum þrásinnis hertýgjuð, vernduð og leidd, af valdi sem vér þekkjum ekki. Vér nutum þeirrar verndar fyrr, en vér erum alla ævi að njóta hennar, þiggja leiðsögn, sem vér vitum ekki hvaðan kemur. Og þessi hönd leiðir oss oft inn á vegi blessunar, sem vér hefðum aldrei valið sjálf, að verkefnum, sem vér hefðum aldrei haft vit á að velja. Kyros Persakonungur varð óaf- vitandi tæki í hendi Guðs til að leysa mikið hlutverk af hendi: ísraelslýður hafði með ofbeldi verið herleiddur úr landi sínu. Sú herleiðing var þjóðinni ægilegt böl, þótt í smáum stíl væri hjá þeim herleiðingum smá- þjóða, sem framkvæmdar hafa verið í Evrópu á vorri öld. Kyr- os leysti ísrael úr ánauðinni og gaf honum heimfararleyfi. Hann hafði enga hugmynd um, hvert hlutverk í heimssögunni beið þessarar litlu þjóðar. Hann varð óafvitandi tæki í hekdi Guðs. En Kyros vissi ekki, hvað hann var að gera eða hver var að leiða hann. Drottinn hertýgjaði hann samt. Er Guð aðeins í verki með þeim, sem vitandi vits biðja hann og játa? Væri svo, þá næði hönd hans skammt. Hvað er um vísindamennina suma, sem eru önnum kafnir við að leysa mikinn vanda? Á þess- um sunnudagsmorgni eru margir þeirra að. verki í rannsóknastof- um sínum en ganga ekki í helgi- dómana til guðsdýrkunar. Raun- ar hygg ég að þessir ágætu menn væru ennþá betur hertýgjaðir til afreka sinna, ef þeir opnuðu sál sína fyrir innblæstri og hand- leiðslu að ofan með bænaiðju. En Guð á fleiri leiðir en ég þekki og hann kánn að segja við manninn sem trúir ekki á hann en vinnur afrek öðrum til bless- unar: „Ég hertýgjaði þig, þótt þú þekkir mig eigi“. Menn benda stundum á það, hve margir þeirra, sem ekki eru taldir tfúaðir, gangi hvað djarf- legast fram fyrir skjöldu í bar- áttunni gegn fátæktinni, hungr- inu, kynþáttakúguninni og margs konar öðru böli, — menn benda stundum á þetta því til sönnun- ar, að unnt sé að lifa göfugu lífi án Guðs og guðstrúar. Er óhugsandi, að Guð líti á þessi mál frá nokkuð öðrum sjónarhóli en tíðast er gert, og að hann sé ekki skilyrðislaust sammála góða, trúaða barninu sínu, sem aldrei hefir horfzt svo hreinskilniSlega í augu við grimmdarlegar og kaldar stað- reyndir, að trúin hafi lent í eld- raun, sem henni varð ofurefli? Hvert er ég nú að fara? Er ég áð lofa það sem eitthvert ágæti, að menn trúi ekki á Guð og hafi viljandi ekkert samfélag við hann? Nei, vissulega ekki. Ég held, að sá, sem ekki hefir meðvitað lífs- samfélag við föðurinn himneska, missi af því, sem lífið á allra1 verðmæta bezt að gefa mannlegri sál. En jafnframt trúi ég því, að Guð leiði fleiri en þá, sem biðja um handleiðslu hans og lifa í trúarsamfélagi við hann. Ég held að Guð eigi miklu fleiri leiðir inn að mannssálunum en þær, sem mennirnir beinlínis opna honum eða biðja hann að fara. Ég held, að þrásinnis séum vér, líkt og heiðinginn Kyros, leidd af valdi, sem vér vitum ekki af, leidd eins og börn að markmið- um, sem vér sjáum ekki sjálf fyrr en vér förum að nálgast þau, — og markmiðum, sem vér - ætluðum sjálf aldrei að keppa að. Vér sjáum það stundum löngu síðar, að vér völdum sjálf hvorugt, — veginn né markmiðið. Hver er sú hönd, sem þannig leiðir? Guð er sú hönd. Þessum þræði ætla ég að halda áfram í næstu sunnudags- grein með þeim, sem vilja fylgja mér örlítið lengra. Úr flugi um heiminn - í kennslu í reiölist HESTAMENSKA fer nú mjög í vöxt, sem kunnugt er. En nú á dögum laerir fól'k ekki lengur að sitja á hest- baki næstum um leið og það fer að ganga og fær svo sína þjálfun af reynzlunni í upp- vextinum og tilsögn í reið- listinni hjá pabba eða afa. Því þarf eitthvað annað að koma til. I Reykjavík hefur í tvo vetur verið efnt til slíkr- ar kennslu á vegurn hesta- mannafélagsinis Fáks. En kennarinn, Rosemary Þorleifs dóttir, er nú orðin bóndakona austur í Hreppum. Og þá kemur til önnur ung hesta- kona, Ragnheiður Sigurgríms- dóttir frá Holti í Flóa, og ætl- ar að kenna börnum og full- orðnum reiðlistina á vegum Fáks, frá febrúar í vetur og fram í júnílok. Þó Ragnheiður sé svo að segja alin upp á hesti, hafi riðið um mýrarnar í Flóanum að sækja kýrnar 6 ára gömul, og hafi meira að segja frá því hún flutti til Reykjavíkur 1957 og gerðist flugfreyja haft sína eigin hesta við höndina, þá hefur hún nú verið í reiðskóla í Þýzkalandi í eitt ár og er nýkomin heim. Við spurðum hana því hvað hún hefði lært í reiðskólanum og hvað hún ætli að kenna hér. — Þessi reiðskóli er heima- vistarskóli í Wulfrath í Rínar- löndum og ætlaður reiðkenn- urum og tamningamönnum, sem eru þar í 3 ár og vinna sér fyrir uppihaldi og vasa- penihgum, sagði Ragnheiður. En svo eri. líka haldin þar fjögurra vikna námskeið allt árið. Skólakrakkar nota þau í fríunum sínum, sumarfríum, jólafríum og páskafríum, og í haust var t.d. sérstakt stúd- entanámskeið. Á veturna kem ur þar mikið af fólki af sveita bæjum, þegar minna er að gera þar. Þeir sem eiga hesta koma með þá. Fastir kennar- ar eru þarna, en við hin feng um æfingakennslu. f skólan- um eru nemendur látnir hugsa alveg um hestana sjálfir, en í Þýzkalandi er mikið um það að hafa hestana sína heima. Krakkarnir læra því í skól- anum að fóðra hesta, hirða þá og vita ef eitthvað er að þeim. Og mi'kil áherzla er lögð á að maður þekki líkamsbyggingu hestsins, viti hvernig beinin liggja og vöðvar og sinar vinna. Einnig er kennt hvern- ig góður hestur þarf að vera byggður og eins á maður að læra að átta sig á svipnum á honum. Tamning er líka kennd og allskonar reglur, sem gilda í sambandi við keppnir, sýningar og þess háttar. — Hvernig hestar eru þarna? Er mjög ólíkt að ríða þeim og temja þá miðað við íslenzku hestana. — í skólanum voru hestar af öllum stærðum, allt frá að eins stærri hesfum en okkar og upp í 1.80 sm. háa. Stóru hestarnir eru mjög frábrugðn ir okkar, þeir hafa miklu grófari hreyfingar, svo það er sérstök skólun að læra að sitja þá. Að mörgu leyti er taming á þeim svipuð og okk- ar. En tamningamenn eru miklu varfærnari með þá og temja þá lengur en gert er almennt við íslenzka hesta. Áherzla er lögð á að hestur- inn hlýði af þægð en ekki ótta. Því ef til átaka kemur milli manns og hests, þá hlýt- ur hesturinn alltaf að hafa bet ur, ekki satt? Þess er vand- lega gætt að ró sé í kringum unga hesta og mikið gert að því að hæna þá að sér í tamningunni. Mér finnst tamning á hestun- um okkar alltof hröð og hrana Ragnheiður lætur hestinn stökkva yfir hindrun á skólavellinum. Ragnheiður og vinkona hennar horfa á kennslu í skólanum í Þýzkalandi. fallega ásetu á hestinum, og kenna nemendum að hirða reiðtygin og hestinn. Þjóðverj ar segja, að reiðmaður eigi að þekkja hestinn sinn eins vel og bílstjóri bílinn sinn, og mig langar til að nemendurn- ir kunni skil á líkamsbygg- ingu hestsins, og átti sig á lyndiseinkun hans. Og einnig, að krakkar þekki heiti á hlutumun, þegar talað er um hesta. Hindrunarhlaup? Já, otnig langar langar til þess. En það tekur sinn tíma að koma því á. Fyrst þurfa hestarnir að vera alveg örugg ir, áður en fólkið getur lært að láta þá stökkva. — Svo þú ert semsagt hætt að fljúga út um allan heim og ætlar að láta þér nægja þarfasta þjóninn? — Já, ég er komin niður á jörðina, og ætla að reyna mig við þetta, í bili að minnsta kosti. leg. Það þarf að gefa sér tíma og leggja mikla vinnu í tamninguna. Við okkur í skól- anum var sagt að maður ætti að vinna hestinn svo vel, að hann treysti manni alveg, og vissi að húsbóndinn færi aldrei með hann út í neina vitleysu. Og um fram allt, að krefjast ekki of mikils af hon um í byrjun. — Og nú ætlarðu að fara að kenna hjá Fáki. Ætlarðu að kenna eitthvað svipað og það sem þú lærðir? — Já, ætlunin er að hefja kennslu eins snemma í febrú- ar og tíð leyfir. Ég er að byrja að liðka hestana. Ætl- unin er að kenna tvo tíma fyr ir hádegi og tvo eftir hádegi, hafa 6—7 í hverjum flokki og láta þá koma 2var til 3var í viku. Þegar dag lengir, get ég gjarnan tekið fólk í reið- tíma eftir vinnu og þá á eigin hestum, ef vill. Ég hefi hugsað mér að leggja áherzlu á Evrópuidðsþing í Strossbourg Ráðgjafarþing Evrópuráðsins heldur fundi í Strasbourg 24.- 28. janúar. Einn íslezkur alþing- ismaður, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, mun sækja þingið að þessu sinni. Meðal mála, sem á dagskrá eru, má nefna við- horfin í stjórnmálum og efna- hagsmálum í Evrópu, þar á með- al starfsemi EFTA og ágreining- urinn innan Efnahagsbandalags- ins milli Frakka og annarra að- ila þess. Þá verður rætt um hús- næðismál, ýmis lögfræðileg at- riði og fleiri mál. Meðal ráð- herra, sem sækja þingið, eru Lemass forsætisráðherra írlands og frú Elisabeth Schweigaard Selmer dómsmálaráðherra Nor- egs. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.