Morgunblaðið - 23.01.1966, Page 25
! Sunnuðfagttr 23. janúar 1966
MORGUNB LAÐIÐ
25
Svona er Mireille þegar sólin skin.
Arftaki Edith Piaf
Fyrir tæpum sex vikum var,
Mireille Mathieu bara ósköp
venjuleg ung stúlka suður . í
Avignon í Frakklandi og hafði |
nógu að sinna alla daga utan
skólatíma þar sem voru yngri
systkini hennar, tólf talsins. Það
þarf töluvert til að halda aga í
slíkum systkinahóp að Mireille
var orðin ótrúlega raddsterk og
dálítið hás eftir áralanga bar-
átu við „tólf óþekka anga“, eins
og segir í kvæðinu.
Það heyTðist líka betur í
henni en í flestum félögum henn
ar í óperukórnum, sem hún söng
heima í Avignon og þótti sum-
um nóg um raddstyrkinn og
hentu á lofti orð eins og Wagn-
og valkyrju. Slíkt og þvílíkt fór
þó ekki hátt — því Mireille er
ekki nema hálfur annar metri
á hæð og þyngdin aðeins 43 kíló
og fátt um valkyrjur í þeim
þyngdarflokki. En þegar Mir-
eille raulaði dægurlög svona að
gamni sínu vöknaði mörgum
fullorðnum um augu og minnt-
ust Edith Piaf, frægustu vísna-
söngkonu Frakka sem lézt 1963
aðeins 47 ára gömul harmdauði
öllum löndum sínum.
Svo komu einhverjir sjón-
varpsmenn suður til Avignon á
dögunum til að taka upp þáttt
um tónlistina og unga fólkið í
Frakklandi og einhvern veginn
varð það úr að Mireille hlypi
undir bagga með þeiim og syngi
þar eitt lag. Þátturinn kom í
sjónvarpinu 21. nóvember síðast
liðinn, og nú veit hvert manns-
barn í Frakklandi hver Mireille
Mathieu er
Þeir sem til þekkja segja að
þessi nítján ára gamla stúlka
með djúpu röddina — sem minn
ir á hunang'og hnetur, djúp og
dálítið hrjúf og með suðurfrönsk
um hreiim — sé verðugur arf-
taki hinnar heittelskuðu Edith
Piaf.
„Hana vantar bara sorgina,
lífsreynsluna," sagði einn gam-
all aðdáandi Piaf sem heyrði
Mireille syngja fyrsta sinni. „Og
lífið verður fljótt að ráða á því
bót, tijúi ég“.
Eins og er leikur þó allt í
lyndi fyrir hinum nýuppgötvaða
arftaka „Spörfuglsins“ fræga.
Mireille syngur nú í París og
hefur á prjónunum áform um
að fara vestur um haf einhvern
tíma bráðum. Hún hefur látið
klippa sig eftir nýjustu tízku og
klæðir sig í Courreges-stíl — en
JAMES BOND —>f— ~>f —>f— Eftir IAN FLEMING
Ó, það er dásamlegt, að vera aftur orð-
ln hrein. Það er komið að þér núna, James.
Mér líður líka vel eftir þessa máltíð.
Honey, það er ekki siður, að ganga
svona um!
Ég er bara að velja mér einn af þessum
Kimonoum, James. Mundir þú vilja hafa
mig í hvítum, með bláum fuglum á?
J Ú M B Ö --K—< —-V— —-k— —-------K—
Teiknari: J. M O R A
— En það er ennþá eitt, sem þú hefur
ekki gefið mér svar við, Fögnuður, sagði
Júmbó. — Hvers vegna lagðir þú líf þitt
í hættu til þess að bjarga mér úr höndum
smyglaranna? — Nú, mér líkaði svo vel
við þig, að ég gat ekki hugsað mér, að
enúa við þér bakinu á örlagastund, svar-
aði Fögnuður.
— Þakka þér fyrir, sagði Júmbó hrærð-
ur, — þetta var fallega gert. En hvað
heldurðu að við verðum lengi hér á eynni?
— Yfirboðari minn ætlar víst að láta okk-
ur dveljast hér yfir veturinn, sagði Fögn-
uður dapur í bragði. *
— Allt í lagi. Veturinn er langur, og við
verðum þá strax að hefjast handa um að
safna eldiviði til þess að eiga yfir veturinn.
— Já, veturinn er langur, tautaði Fögn-
uður. — Ég er þó alltaf heppinn að eiga
nóga vindlinga.
\PIB'
^VIKSJÁ
Fröðleiksmolar til gaans og gamans
Ravidat, fengið þá hugmynd, að
þeir ættu að líta nánar á litla
gjótu á ákveðnum stað, sem
hafði komið, þegar tré var rif-
ið þar upp með rótum fyrir 30
árum . Gömul kona, sem
eitt sinn hafði grafið múldýr í
holunni og lá alla leið að höll-
holunni hafði sagt frá gangi
sem átti upptök sín í holunni,
og lá alla leið að höll
inni við Lascaux-hæðina. Það
var enginn vandi að stökkva
einn meter ofan í holuna, en
þaðan hélt gangurinn áfram og
þrengdist mjög næstum því lóð-
réttur í jörðinni. Litlir steinar
sem skoppuðu niður, virtust
aldrei ætla að ná botni, og ljós-
kerið, sem Marcel hafði lýsti
ekki niður. En Marcel lét sig
óhikað renna niður, og er hann
komst til botns kallaði hann á
hina og kveikti á lugtinni aftur.
jorir drengir finna helli.
Þegar fjórir 15-18 ára gamlir
drengir voru að leika sér þann
12. sept. 1940 í héraðinu kring-
hm litla bæinn Montignac í Suð-
vesutr-Frakklandi, — Dordogne,
baföi hinn elsti þeirra, Maroel
. . . . en þegar kvöldar skiptir
hún um ham.
þegar hún kemur farm á sviðið
í Olympía í svarta kjólnum og
syngur „La Vie en rose,“ eða
„Je ne regrette rien‘ ‘er eins og
Edith Piaf sé þar ljóslifandi
komin. Það finnst að minnsta
kosti löndum hennar, sem flykkj
ast í Olympía svo þar er hús-
fyllir öll kvöld.
Tvær konur hittust á götu.
Önnur sagði:
— Nú er ég skilin við mann-
inn minn.
— Hvers vegna?
— Hann reykti alveg eins og
skorsteinn, og ég sagði loks við
hann að nú yrði hann að velja
milli mín- og sinnar súru pípu.
— Og það gerði hann.
Roskin vingjarnleg kona gaf
sig á tal við litla stúlku.
— Hvað ertu gömul, spurði
gamla konan.
— Fjögra ára, svaraði sú litla,
en verð bráðum fimm.
— Og hvenær er það.
— Þegar ég á afmæli, auðvit-
að.
Piparsveinar vita meira um
konur en þeir kvæntu. Það er á-
stæðan fyrir því, að þeir kvæn-
ast ekki.
— Þegar ég var skorinn upp
um daginn, skildi læknirinn inn
í mér heilan svamp.
— Og hefurðu ekki fundið
fyrir neinum óþægindum?
— ó|á, ég verð stundum svaka-
lega þyrstur.
Maður nokkur fór í kvik-
myndahús og sat fyrir framan
kærustupar, sem ræddist svo á-
kaflega við, að hann heyrði
ekki, hvað sagt var í kvikmynd-
inni. Hann sneri sér að þeim og
sagði:
— Eg heyri bara ekki eitt ein-
asta orð.
— Það er heldur ekki til þess
ætlazt, svaraði pilturinn. — Ég
er að ræða einslega við stúlk-
una mína.