Morgunblaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2S. janúar 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 Fimm af bílunum norður á Kili á leið írá Hveravöllum. — (Ljósmynd: R. Guðm.). Inn á Hveravelli á þorra MANNMARGT var á Hvera- völlum um síðustu helgi. Alls komu þanga'ð sjö bílar, allt jeppar að sjálfsögðu, og með þeim 18 menn. Hjá flestum var þetta eingöngu skemmti- keyrsla, en nokkrir voru auk þess að heimsækja veðurathug unaríólkið þar nyrðra. Veður var hið fegursta og færðin ágæt mikinn hluta leið arinnar. Hægt var að aka við stöðuiaust eftir frosnum jarð- veginum, gljá eða hjarni allt að Gránunesi á Kili, en eftir það urðu nokkrir skaflar á vegi ferðalanganna og þæf- ingsfærð við og við, en þó ekki til neinnar alvarlegrar hindrunar. — Þetta er bezta færðin, sem ég hef fengið inn á Hvera velli í vetur sagði einn bíl- stjórinn, Ragnar Guðmunds- son, en þetta er í þriðja sinn, sem hann fer þangað eftir að leiðir fóru að spillast. Þeir voru núna rúma 9 tíma frá Reykjavík, en rúma 16 tíma í fyrri tvö skiptin. Þá var Blá- fellshálsinn erfíðasti farar- tálminn, en nú var þar engin fyrirstaða. Hveravallabúar una hag um þar hið bezta, þótt ein- angraðir séu, nokkur „hús- dýr“ hafa þeir haft þau hafi verið nokkuð vistinni og aldrei Tvær tófur skutu þar upp koll inum af og til fyrr í vetur, en hurfu svo. Nú gerir ein sig þar aftur á móti allheima- komna og hirðir úrgahga, sem til falla. Hrafnar tveir héldu þar og til um tíma, en nokkuð f er síðan þeir sáust. Rjúpa er r einnig í nágrenninu og jafnvel smáfuglar hafa sézt þar á sveimi. Mikils er um vert, þegar ek ið er þannig inn á hálendið að vetrarlagi, að útbúnaður sé góður og menn kunnugir öll- tim stáðháttum, því fljótt skip- ast veður í lofti. Þá er og nauð syniegt að talstöðvarbíll sé með í íeiðangrinum svo menn geti látið heyra til sín, ef nauð syn krefur. Margar hendur voru á lofti, ef bíll festist og þurfti að að- stoða hann. STAKSTFINAR Fátt kemur á óvart Stjórnmálaskrif Framsóknar- málgagnisins eru með þeim hætti, að þar kemur fátt á óvart þeim, sem að jafnaði fylgjast með þeim. Fer ekki hjá því, að mcnn furði sig á því, að dagblaðið Tíminn skuli ekki einu sinni getað skrifað um umferðarmál, án þess að vera með skæting í garð borgaryfirvalda Reykjavík- ur í því sambandi, eins og gert var í forustugrein síðastliðinn sunnudag. Pólitiskt ofstæki og örvæmting valdalausra manna er svo mikil hjá þeim, sem um pennann halda á þeim stað, að þeim er fyrirmunað að skrifa um nokkurt það efni, hversu fjarlægt stjórnmálum, sem það er, án þess að blanda inn í það pólítískum árásum. Ef Framsóknarmenn vilja leggja eitthvað gagnlegt af mörkum til aukins öryggis í umferðarmálum, ættu þeir að byrja á því að blanda ekki ómerkilegu stjóm- málaþrasi inn í þær umræður. Þegar þeir hafa náð því marki er e. t. v. hægt að taka upp skyn- samlegar umræður við þá um ráðstafanir til aukins öryggis í umferðinni. Hófsemi í orðum Hófsemi í orðum, er ekki sú dyg'gð, sem ung kona að nafai Guðrún Helgadóttir, leggur mik- ið upp úr. í grein, sem hún skrif- ar í „Þjóðviljann“ síðastliðinn sunnudag, er m.a. þessi klausa tekin af handahófi: „Þessa dagana skrifa meni Kjörnefnd kosin a Fulltrúaráðsf undi í gær A ALMENNUM fundi Fulltrúa ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gærkvöldi var kos- inn kjörnefnd, sem gera á tillög- ur um skipan framboðslista Sjálf stæðisflokksins við borgarstjórn- arkosningarnar í vor. Sjálfkjörnir í kjörnefnd eru: Baldvin Tryggvason, formaður fulltrúaráðsins, Hörskuldur Ólafs son, varaformaður þess, Gróa Pétursdóttir, borgarfulltrúi, Sveinn Guðmundsson, formaður Varðar, Maria Maack, formaður Hvatar, Guðmundur Guðmunds- son, formaður Óðins og Styrmir Gunnarsson, formaður Heimdall ar. Tilnefndir af stjórnum Sjálf- stæðisfélaganna eru: Sveinn Björnsson frá Verði, Sverrir Haukur Gunnlaugsson frá Heim- dalli Kristín Magnúsdóttir frá Hvöt, og Sigurður Sigurjónsson frá Óðni. Á fulltrúaráðsfundinum í gær- kvöldi voru síðan kjörnir fjórir fulltrúar í kjörnefnd og hlutu þessir kosningu: Sigurður Haf- stein, Geirþrúður Bernhöft, Ágúst Hafberg og Stefán Gunn- laugsson. Umræðuefni á þessum Fulltrúa ráðsfundi var „Æskan og Sjálf- stæðisflokkurinn“ og frummæl- endur þrír ungir Sjálfstæðismenn Ármann Sveinsson, menntaskóla nemi, Birgir ísl. Gunnarsson, borgarfulltrúi og Styrmir Gunn- arsson, formaður Heimdallar. Var gerður góður rómur að máli frummælenda. — Bjargbelti Framh. af bls. 1 búið að ganga hana, en þá var ekkert rekið þar. Ætluðu Norð- firðingar að leita frekar fjör- urnar í gær, en veður hamlaði. Þar var norðan hvassviðri og 13- 14 stiga frost. Verður farið strax og lægir. Mbl. átti tal við Agnar Kofo- ed Hansen, flugmálastjóra, í gær. Sagði hann, að leit væri hætt að hinni týndu flugvél. Hún hefði verið sú ýtarlegasta, sem gerð hefði verið hér, í lofti, á landi og á sjó. Hefðu leitar- skilyrði verið góð og oft verið flognar 100 flugstundir á dag. Fyrir utan flugumferðarstjórn- ina hefðu fjölmargir aðilar átt þar hlut að máli og lagt mjög að sér við leitina, hvorki sparað sig né fjármuni sína við það. Þetta hefði verið mikið átak og unnið sérstaklega vel og elsku- lega. Og það væri mikils virði, þegar svo sorglega vildi til, að leitar væri þörf. Heyrðu í vélinni áður? Meðan á leitinni stóð bárust Séð út Norðfjörð. Flugvöllurinn og stefna hans sést upp af botni fjarðarins á miðri myndinni. _ Norðfjarðahorn til hægri. Sandví kin er næsta vík fyrir sunnan hornið. heyrt í flugvél á ýmsum stöð- um, einkum heyrðu margir í flugvélinni á Seyðisfirði eða jafnvel sáu hana. En þess ber að gæta, að ekki líður langur tími frá því að heyrzt geti í þessari sömu flugvél á leið til Norðfjarðar. Þarf ekki að skeika svo ýkja miklu um tíma, að fólk á Seyðisfirði geti heyrt í Bjargbeltið úr flugvélinni fannst rekið í Sandvíkinni þar sem krossinn er á kortinu. henni áður en hún kemur til að- flugs á Norðfirði. Flugvélin fer frá Egilsstöðum kl. 9.39 áleiðis til Norðfjarðar og tilkynnir flug- maðurinn að hann sé yfir radio- vitanum á Norðfirði kl. 9.56. Níu mínútum síðar segir flug- maðurinn að allt sé í lagi og síð- an heyrist ekki til hans í 7 mín- útur eða til kl. 10.12, þegar hann kveðst vera að lækka flug- ið úti fyrir Norðfirði og sjái orðið niður. Þær 16 mínútur, sem líða frá því flugvélin er yfir radiovitanum og þar til Iján kemur inn til lendingar getur hún sveimað hring, þannig að Seyðfirðingar hafi þá heyrt hana eða séð. undir loforð „að viðlögðum dren.gskap“, að þeir liafi farið rétt með tölur á skattskýrslunni sinni. Rikisvaldið virðist vita betur en skattayfirvöldin, hversu mikill drengskapur er enn með þjóð vorri, og e.t.v. veit það líka það, sem ég veit, að dreng- skapur er enginn til og æran er farin. Það er ógerningur að missa heiður sinn og æru af því við lifum í siðlausu þjóðfélagi. Orð og gerðir eru ómerk að jöfnu. Þess vegna mega sögurnar um heiður og æru vera kyrrar í Danmörku mín vegna. Menn sem uppvísir hafa orðið af óráð- vendni og óheiðarleik eru kyrrir í háum embættum og depla ekki auga í ráðherraveizlum. Hvers- vegna skyldum við hin ekki stela eftir mætti líka? Og þegar við stelum eftir mætti, skyldu þá ekki krakkapíslirnar reyna að krækja í það, sem stuttir hand- leggir þeirra ná til í sjoppugat- inu? Réttvísin í landinu hefur gefizt upp, skólarnir hafa gefizt upp, foreldramir h>afa gefizt upp. Og óaldarlýðurinm veður um, börn sem fullorðnir". Til allrar hamingju fyrir þessa ungu konu á hún auðvelt með að finna „sólskinsblett í heiði“, og hann finnur hún í menmtaskól- anum í Reykjavík, enda er hún starfandi þar. Það hlýtur að vera mikil kvöl fyrir heiðarlegt fólk að lifa í „siðlausu Iandi“, þar sem æna og drengskapur þekkj- ast ekki lengur. En þeir, sem telja sig þess umkomna að fella slíkan dóm yfir landi sínu og þjóð, verða líka að gæta þess að til þeirra eru einnig gerðar nokkr ar kröfur, t. d. um heiðarleika, sanngirni og réttsýni í opinber- um skrifum. Þess verður ekki vart í skrifum þessarar ungu konu, en það er kannski bara eðlileg afleiðing þess, eins og hún segir sjálf, að „ég er fædd um það leyti sem æran dó“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.