Morgunblaðið - 25.01.1966, Síða 13
' Þriðjudagur 25. janílaT 1966
MORGUNBLAÐIÐ
13
Selma Sigþóra Vigbergsdóttir
F. 22/2 1940. — D. 18/1 1966
„Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta... .M
SVO skyndilega dró ský fyrir
sólu, þegar fregnin um andlát
Selmu barst. Svo ung, lífsglöð
og dugleg. — Og allt í einu er
stundin komin. — Selma er ekki
lengur á meðal vina sinna og
vandamanna, hún er farin yfir
landamærin miklu. Alla setur
hljóða. Hvers vegna fór hún
svona fljótt?
Selma ólst upp hjá foreldrum
sínum, Elínborgu Þórðardóttur
og Vigbergi Einarssyni, ásamt
systrum sínum tveim, Eddu, er
lézt fyrir um það bil 11 árum
og Ástu, sem ásamt manni sín-
um stundar nám erlendis, en náði
þó að koma heim nokkrum dög-
um fyrir andlát systur sinnar.
Þær hafa jafnan verið mjög sam
rýmdar og milli þeirra og for-
eldra þeirra hefur ávallt ríkt hið
mesta ástríki.
Æviferill Selmu varð ekki
langur, en henni auðnaðist þó
að afkasta meiru þann stutta
tíma, sem hún hafði yfir að ráða,
en mörgum með fjölda ára að
baki. Hún gekk að öllum sínum
störfum með einstakri ástundun
©g áhuga, hvort heldu það var
nám, skyldustörf eða félagsstörf.
Hún varð stúdent frá M;R. 1960,
og var dúx í máladeild. Árið eft-
ir stundaði hún nám í Kennara-
skóla íslands og lauk þaðan prófi
og’jafnframt prófi úr Heimspeki-
deild Háskóla íslands, vorið 1961.
Að því loknu stundaði hún nám
við Edinborgarháskóla og lauk
þaðan M.A.-prófi í ensku og ensk
um bókmenntum.
Að loknu námi hóf hún
kennslu við Hagaskóla, og hafði
nýbyrjað annað starfsár sitt þar
er hún varð að hætta sökum veik
inda í nóv. s.l.
Selma mín, þegar ég nú sezt
niður til þess að reyna að skrifa
nokkur kveðju- og þakkarorð
frá okkur skátasystkinum þín-
um, þá finnst mér sem ég sjái
þessi orð úr 23. Davíðssálmi lýsa
éins og geislabaug yfir höfði
þér. Við höfum átt svo margar
og góðar samverustundir, allt
frá því að þú varst barn að aldri
og hófst þinn skátaferil, þó að
ég kynntist þér bezt, sem ungri
stúlku með ákveðinn vilja og
fastmótaða lífsskoðun.
Allar minningar frá samveru-
stundum okkar eru mér sérstak-
lega hugljúfar, og mun svo vera
um fleiri vini þína. Þó ber ein
þar af, því þá skynjaði ég á sér-
stakan hátt, hvað í þér bjó, og
hvað þú varst mikið og gott
foringjaefni, og ekki aeðins for-
ingi, heldur og leiðtogi. Það var
á Úlfljótsvatni, þú áttir í fyrsta
sinn að sjá um helgistund við
fánann um morguninn. Þú spurð-
ir mig, hvort þú mættir velja
teksta sjálf. Og svo — þegar orð
þín hljómuðu í omrgunkyrrðinni
-— milt — en þó með festu:
„Drottinn er minn hirðir, mig
mun ekkert bresta. .“ Þá varstu
eins og lýsandi viti í hópi þeirra
ungmenna, sem á þig hlýddu.
En, það var ekki einungis þá.
Hvar sem þú komst, barstu með
þér birtu og hlýju, sem ornaði
þeim, er umgengust þig, inn að
hajrtarótum.
Við erum öll harmi lostin við
hina skyndilegu burtför þína
héðan úr þessum heimi. Við eig-
um svo bágt með að trúa því,
að þú sért horfin sjónum okk-
ar. Við getum ekkert sagt ann-
að en: — ÞÖKK — ÞÖKK fyr-
ir allt, sem þú varst okkur. —
Við vitum, að birtan frá þér á
eftir að lýsa ástvinum þínum
og vinum um mörg ókomin ár.
Við trúum því, að þú hafir verið
köluð „heim“ til meiri starfa
Guðs um geim. — Drottinn er
þinn hirðir, þig mun ekkert
bresta. —
Þetta vissir þú einnig, þegar
kveðjustundin nálgaðist, og þú
vissir að hverju stefndi. Þú baðst
ástvini þína að vera ekki hrygga,
því þú sjálf óttaðist ekkert, þú
varst örugg og viðbúin.
Orð eru oft svo fátækleg og
sjaldan, ef ekki aldrei er auð-
velt að koma orðum að því sem
helgast er og innilegast.
En okkur langar til að þakka
þér af alhug, öll þín blíðu bros,
hjálpsemi og hjartahlýju. Þakka
þér öll þín miklu og margvíslegu
skátastörf, og allt það góða, sem
þú hefur þar látið af þér leiða.
Við biðjum góðan Guð að leiða
þig og blessa um eilífð alla.
Við biðjum hann að blessa for-
eldra þína, systur þína, mann
hennar og alla þína ástvini, og
gefa þeim styrk og trúartraust.
Blessunaróskir og bænir fylgja
þér heim, sólskinsskáti.
Friður sé með þér.
Hrefna Xynes.
Þegar ég kom £ stutta heim-
sókn til höfuðborgarinnar í
haust, hitti ég Selmu frænku
mína á heimili foreldra hennar,
Njálsgötu 15. Þetta var fyrsti
kennsludagur hennar á nýbyrj-
uðu skólaári og Selma var full
tilhlökkunar að hefja störf sín
á ný eftir yndislegt sumarfrí,
heima og erlendis. F|in rifjaði
upp a,tburði dagsins, glaðleg og
hlý að vanda og ljómaði af á-
nægju. Hvoruga okkar grunaði
að þetta yrði okkar síðasti fund-
ur, að rúmum tveiim mánuðum
síðar gripi hana illkynjaður
sjúkdómur, sem legði hana að
velli á fimm vikum.
Selma var dóttir hjónanna
Elínborgar Þórðardóttur og
Vigbergs Einarssonar verk-
stjóra, og ól allan sinn
aldur á Njálsgötu 15, að
undanskildum þeim árum, sem
hún dvaldi við nám erlendis.
Hún var önnur í röðinni af þreim
dætrum, eldri systir hennar,
Edda Svanhildur, lézt vorið 1955
og var jarðsett á 21. afmælisdegi
sínum. Dauðastríð hennar mark-
aði djúp spor í persónuleika
Selmu og yngri systur hennar,
Ástu Önnu, sem gift er íslezkum
námsmanni í Þýzkalandi en kom
upp eftir áramótin til að lifa
síðustu stundirnar með systur
sinni. Þær systur voru óvenju
samrýimdar og unnu hvor ann-
arri heitt.
Selma Sigþóra, eins og hún
hét fullu nafni, er einhver sú
gallalausasta mannskja sem ég
hef kynnzt um ævina. Þetta er
ekkert eftirmælaraup, eins og
ókunnugir kynnu að halda, enda
sýnir æviferill hennar, þó stutt-
ur væri, að þar var enginn með-
almaður á ferð. Hún gekk ung
að árum í skátahreyfinguna og
starfaði þar af lífi og sál alla
tíð, stjórnaði m.a. skát'askólan-
um á Úlfljótsvatni á sumrin,
eftir að hún var komin í mennta
skóla. Hún lauk stúdentsprófi
frá M.R. vorið 1960 með hæstu
eikunn í máladeild það ár. Hafði
hún mestan áhuga á að leggja
stund á náttúruvísindi, en að
íhuguðu máli settist Iþn í Kenn
araskólann árið eftir og lauk
þaðan kennaraprófi, sigldi síðan
til Skotlands og lauk prófi frá
háskólanum í Edinborg, með
ensku sem aðalgrein, vorið 1964.
Um haustið sama ár réðst hún
sem enskukennari við Hagaskól-
ann í Reykjavík og starfaði þar,
meðan henni entist áldur, eða í
rúmt ár.
En það voru ekki námshæfi-
leikar og afrek Selmu heitinnar,
sem ég og aðrir mátu mest í fari
hennar, heldur heillandi fram-
koma hennar, sem einkenndist
fyrst og fremst af háttvísi og
góðmennsku. Mér fannst á tíma-
bili skrítið, að jafn hæglát og
prúð stúlka og Selma ætti létt
með að stjórna stórum hópi
galsafenginna skátastúlkna og
unglinga. En það var henni leik
ur einn. Þó hún væri ekki marg
málug að jafnaði, tóku allir til-
lit til þess sem hún sagði, enda
allt í einláegni mælt og tilfinn-
ingamál annarra ekki höfð í
flimtingum.
Og nú er þessi góða stúlka
gengin til feðra sinna, löngu
fyrir aldur fram. Dauða sínum
tók hún með stillingu, þó hún
þráði að lifa lengur, og kom það
raunar engum á óvart. Lífsgleði
hennar var hljóðlát og hún var
gædd innra jafnvægi og þroska,
sem lyfti henni yfir síðustu og
örðugustu hjalla mannsævinnar.
Ég sendi móðursystur minni,
Elínborgu, manni hennar og
dóttur, innilegustu samúðar
kveðjur frá mér og fjölskyldu
minni. Ekkert hefði ég fremur
kosið en vera örlítið nær þeim
þessa erfiðu daga og deila sorg
þeirra. Það er gleði og gæfa
allra foreldra að eignast góð og
mannvænleg börn, en þeim mun
sárara er að sjá þeim á bak.
Samt er okkur öllum Kuggun
í þeirri vissu, að Selma gekk
sitt æviskeið til góðs, og starf
hennar bar ávöxt í hjörtum
þeirra ungmenna, sem hún leið-
beindi.
Akureyri, 21. jarliar.
Halldóra Gunnarsdóttir.
Ungt fólk í blóma lífsins. Að
baki eru glaðvær og áhyggju-
litil bernsku- og unglingsár, ár
leiks og náms. Alvarlegri verk-
efni kalla að og eru mótunar-
tími þroska og ábyrgðartilfinn-
ingar. Framtíðin blasir við og
býður upp á fleiri tækifæri og
möguleika en nokkru sinni fyrr.
Allt leikur í lyndi.- En þá slær
skyndilega þögn á hópinn. Ung-
ur liðsmaður í blóma lífsins er
kallaður burt. Enn er sláttumað-
urinn mikli á ferðinni og færir
okkur óumræðilega sorg.
Þessar myndir koma mér fyrst
í huga, er ég minnist minnar
kæru skólasystur og vinkonu
Selmu Vigbergsdóttir, sem í dag
er kvödd hinztu kveðju í þess-
um hverfula heimi. Og
ótal fleiri myndir bætast
við frá liðnum árum sam-
eiginlegrar skólagöngu og vin-
áttu, myndir, sem geymast í
dýrmætum sjóði minninganna
um hugljúfar samverustundir.
Við urðum snemma samferða-
menn. Mér er enn minnisstæð-
ur dagurinn, sem leiðir okkar
lágu fyrst saman. Það var fyrsti
skóladagurinn okkar beggja, er
við vorum aðeins 6 ára gamlar.
Og nú síðast, fyrir aðeins ör-
fáum' vikum sóttum við sömu
kennslustund í háskólanum.
Selma hlaut í vöggugjöf af-
bragðs námsgáfur, bæði mikinn
skýrleik og gott minni, enda var
hún að jafnaði dux síns bekkj-
ar. En ekkert var henni þó fjær
skapi en að láta aðra finna, að
með gáfum sínum og dugnaði
stæði hún þeim framar, og á-
vallt var hún reiðubúin til þess
að rétta okkur hinum hjálpar-
hönd við flókið námsefni, hvort
sem um var að ræða tungumál
eða stærðfræði, en hvorttveggja
lá jafn auðveldlega fyrir henni
sjálfri.
Selma lauk stúdentsprófi frá
imáladeild Menntaskólans í
Framh. á bls. 16
MAX-vetrar sjóstakkurinn
er ein mesta bylting á sviði sjóhlífarfata
í 40 ár. — Hann er framleiddur úr kæl-
hertum VINYLEFNUM, sem gefa honum
einstakt frostþol og mjög aukið slitþol.
FÆST UM LAND ALLT
Verksmiðjan IVfAX h.f.
Reykjavík.
Bóka-
útsala
ísafoldar
í dag kemur í verzlunina listi
yfir allar bækurnar, sem eru
á bókaútsölunni. Listinn er
24 bls.
Á útsölunni eru mörg
hundruð bækur um
margskonar efni, Ævi
minningar, þjóðlegar
fróðleiksbækur, kl.
skáldsögur, þýddar
skáidsögur, ljóð og
leikrit, og mikið úr-
val af barnabókum.
Bókaútsalan stendur í nokkra
daga ennþá. Biðjið um bóka-
listann og kynnið yður hann
rækilega. Þér munuð koma
um hæl og kaupa góðar og
ódýrar bækur.
Fólk úti á landsbyggðinni get-
ur skrifað og beðið um listann,
og við munum senda hann á
meðan upplagið endist.
Bókaverziun
Issfoldar