Morgunblaðið - 25.01.1966, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.01.1966, Qupperneq 27
Þriðjudagur 25. janöar 1966 MORGUNBLADID 27 Hæstu f járlög í sögu Bandaríkja — Rúmur helmingur úigjalda til hernaðarþarfa og landvarna Þyrlan laskaðist ANNAR spaðinn á þyrlu land- helgisgæzlunnar skemmdist um daginn, er þyrlan lenti á þilfari Óðins, en hún var þá í leitinni að flugmönnunum tveimur. Var þyrlan lent á þilfarinu og verið áð stöðva spaðana, sem sveigja er í, og hafa þeir sveigzt það mikið vegna hreyfingar á skipinu eða einhvers annars, að annar rakst í stélið á þyrlunni. Er spaðinn mikið skemmdur og búizt vi'ð að þurfi að fá annan. Myndin er tekin, þegar verið er að flytja þyrluna í land til við- gerðar. — Dularfullt Framhald af bls. 28 gengu nokkrir menn fjörur. Vörður var hafður úti til klukk- an að ganga fjögur. Um tal- stöðvar var haft samfoand við togara, og allir íslenzkir togarar, sem eru á þessum slóðum, gáfu sig fram. Einnig var spurzt fyrir á Siglufirði, en þangað hafði enginn tilkynnt að neitt væri að. Var ’hlustað á öilum stöðvum um nóttina, án árangurs. í gærmorgun sáu Grímseying- ar svo útlent skip, sem lét reka allan daginn þar í nánd. Það Ihafði ekki samband við neinn og ekkert virtist að hjá því. Hafi (það tekið niðri, var að minnsta kosti ekki hægt að sjá að leki hafi komið að því. — Aukakosningar Framhald af bls. 2 manna. Að undanförnu hefur nokkurs klofnings gætt meðal helztu manna stjórnarandstöð- unnar og bar svo við í sl. vikú, að einn „ráðherranna" sagði af sér. Var það Angus Maude, sem fór með nýlendumál, en hann hafði þá nýlega birt harðorða gagnrýni á forystu íhaldsflokks- ins í mikilsvirtum brezkum tíma- ritum. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins í kosningunum í Hull er Kevin McNamara, lögfræði- kennari við háskólann í Hull. Af hálfu íhaldsflokksins á hann í höggi við Lundúnabúa að nafni Toby Jessel, en frambjóðandi Frjálslyndra er kona, frú Laurie Millward. Sennilega væri Mc- Namara sigurinn vís, væri ekki enn einn frambjóðandi — óháð- ur. Er það 27 ára rauðskeggjaður blaðamaður, Richard Gott að nafni sem hugsanlegt er talið að fái eitthvað á annað þúsund at- kvæða og kann þannig að fella McNamara. Gott hefur haldið á lofti róttækri stefnu, ráðizt m.a. mjög á stjórn Wilsons fyrir stuðn ing hans við stefnu Bandaríkj- anna í Víetnam — og kosninga- baráttuna hefur hann rekið af miklum dugnaði, skrifað sjálfur og dreift kosningablaði og sent hverjum einasta kjósanda í borg- inni eintak af stefnuskrá sinni og baráttumálum. Framih. af bls. 1 fara úr vélunum að svo stöddu. Hinsvegar þótti gengið úr skugga um, að óhugsandi væri að nokkur hefði komizt lífs af — nokkur lík sáust, mjög brennd og önnur limlest. Greinilegt var, að brak úr vélinni, farþegar og farangur hafði grafizt í snjósköflum r kring. ♦ Frestaði ferðinni um éinn dag í þotunni voru, sem fyrr segir, 117 manns — 11 manna áhöfn og 106 farþegar. Voru þar á með- al 46 indverskir sjómenn, sem fara áttu til Bremen að sækja skip. Sex farþegar höfðu brezk vegabréf og fjórir bandarísk. Enn fremur voru með vélinni tvö börn, sem ferðuðust ein sér og belgísk barónessa. Einnig voru, sem fyrr segir, meðal farþega ind verski ráðherrann K. L .Rao og fremsti kjarnorkufræðingur Ind- verja, dr. H. J. Bhabha. Hann var formaður kjarnorkunefndar Indlands og hafði lýst því yfir ekki alls fyrir löngu, að Indverj- ar yrðu búnir að smíða kjarn- orkusprengju innan átján mán- aða. Dr. Bhabha var á leið á ráð- stefnu Alþjóða kjarnorkumála- nefndarinnar í Vínarborg. K. L. Rao, sem verið hefur áveitumála- ráðherra Indlands, var á leið á ráðstefnu í Genf á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Frú Indira Ganhi, forsætisráð- herra Indlands, lýsti í kvöld harmi sínum vegna þessa hörmu- lega flugslyss, sem er hið mesta í sögu Indlands. Um dr. Bhabha sagði Indira, að fráfall hans væri rnikið áfall fyrir Indland — og sjálf hefði hún orðið fyrir persónulegum missi. Og fram- kvæmdastjóri Alþjóða kjarnorku málanefndarinnar, Sigvard Ek- Heyflutningar úr Borgarfirði Akranesi, 24. jan. UNDANFARIÐ hafa menn verið að binda hey uppi í Borgar firði handa bændum á kalsvæð- unum Austanlands. Nú eru þeir komnir í Skorradalinn og binda hey á Grund og fleiri bæjum í dag. Heyinu er ekið ofan úr Borgarfjarðarhéraði hingað til geymslu í húsakynnum Fiski- vers h.f. Seinna kemur skip gagn gert til að taka bundna heyið og flytja á Austfjarðahafnir, sem næst áfangastöðum. — Oddur. Síld við Surtsey lund, lét svo um mælt, að með dr. Bhabha hefði heimurinn misst óvenju mikilhæfan vísindamann. Dr. Bhabha var formaður kjarn- orkuráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem haldin var í Genf árið 1955 .í NTB-frétt segir, að dr. Bhabha hafi ætlað til Evrópu deginum fyrr, en orðið að fresta ferðinni á síðustu stundu. Hann. var 55 ára að aldri. ♦ Sjötta Boeing 707 slysiff á f jórum árum Sem fyrr segir er þetta í ann- að sinn, sem flugvél frá „Air India“ rekst á Mont Blanc. Fyrra slysið var árið 1950 er flugvél sem nefndist „Malabar prinsessa" fórst með öllum farþegum og áhöfn. Þotan, sem nú fórst, var ein af átta Boeing 707 þotum félagsins. Þotur af þessari gerð hafa ver- ið í förum frá því árið 1958. Hef- ur AP-fréttastofan eftir tals- manni Boeing-verksmiðjanna, að 599 slíkar þotur hafi verið seld- ar. Á síðustu árum hafa orðið nokkur slys á slíkum þotum. 3. júní 1962 varð mesta flugslys sem orðið hefur, þar sem ein flugvél átti í hlut — en þá fórst frönsk Boeing 707-þota í nágrenni Par- ísar með 130 manns. 22. júní 1962 fórust 113 manns, er frönsk far- þegaþota af sömu gerð rakst á hæð eina í Vestur-Indíum. 1. marz 1962 fórst enn ein Boeing 707 skömmu eftir flugtak i New York. Hrapaði hún í sjóinn og 95 manns fórust. 8. desember 1963 sló eldingu niður í slíka þotu yfir Maryland með þeim af- leiðingum, rað 82 fórust. Loks rakst Boeing 707 þota á fjall á Leeward-eyjum 17. september sl. með þeim afleiðingum, að 30 manns fórust. — Pósfur Framhald af bls. 28. þeir bílinn austur á veginum um miðnættið, en hann var þá yfir- gefinn. Var vel gengið frá hon- um. Seinna komust menn að raun um að hann var bensínlaus. Ekki er vitað hvert Auðunn hefur ætlað að ganga, en 5—6 km leið er til næstu bæja, hvort sem farið er í austur eða vestur, en Kollavík. sem er undan veðri að fara eða Sveinungsvík og Ormalóni, sem er í áttina heim | fyrir Auðunn. í fyrstu gekk erf- iðlega að ná sambandi við Kolla- vík og fleiri bæi, því símalína j var slitin, en það náðist með því að koma inn á línuna beint og fara um fjarlæga staði. Hefur Auðunn hvergi komið fram. í dag leitaði fjöldi manns. Hríð hefur verið og 14 stiga frost, en nú er að birta upp. Átt hefur breyzt á þesum tímsa og snjór er barinn í skafla, sem gerir erf- Washington, 24. jan. — AP — NTB — t í DAG lagði Lyndon B. Johnson forseti fyrir Bandaríkjaþing hæsta fjár- lagafrumvarp, sem um getur í sögu Bandaríkjanna. Er gert ráð fyrir útgjöldum, er nema 112.8 milljörðum dollara, en halli er á frumvarpinu — 1.8 milljarðar dollara. | Rúmur helmingur útgjald anna er ætlaður til hernað ar — og landvarna, eða 60.5 milljarðar dollara. Gert er ráð fyrir aukinni aðstoð við er- lend ríki — þannig að hún nemi á næsta f járhagsári 3.475 milljörðum dollara. Forsetinn sagði, er hann gerði grein fyrir frumvarpinu, að styrjöldin í Víetnam hefði komið í veg fyrir, að fjárlögin gætu Orðið hallalaus að þessu sinni. Af fyrrgreindum 60,5 milljörðum dollara, sem ætlaðir eru til hern- Accra Ghana, 24. jan. NTB. KWAME Nkrumah, -forseti Ghana, vígffi stífluna miklu í Voltafljóti sl. laugardag, aff viff- stöddum um tveim þúsundum gesta víffsvegar aff úr heiminum. Meðal þeirra sem boðið var að vera við vígsluna var frá Jaqueline Kennedy, en hún taldi sér ekki fært að þiggja það boð. Maður hennar heitinn, John F. Kennedy hafði í forsetatíð sinni beitt áhrifum sínum til þess að fé yrði veitt til þess að reisa stífluna, sem er 130 metra há og sér Ghana fyrir fjórða stærsta stöðuvatni heims, gerðu af manna völdum. Orkuverið sem þarna er að rísa mun fullbúið kosta um 150 milljónir sterlings- aðarþarfa og landvarna er gert ráð fyrir, að 10,5 milljörðum verði varið til rekstrar styrjald- arinnar í Vietnam. Johnson sagði, að ekki yrði hjá því kom- izt, að hin þjóðfélagslega vel- ferðaráætlun sem hann hefði nú hafizt handa um að framkvæma, hyrfi nokkuð í skugga þessara miklu hernaðarútgjalda — en Ijóst væri, að ekki einu sinni svo auðugt ríki sem Bandaríkin gæti leyst öll vandamál í einu, Þó sagði forsetinn, að fé yrði veitt til að framkvæma mikilvægustu atriði þjóðfélagsáætlunarinnar. í áætluninni um landvarnir ríkisins er megináherzla lögð á aukna smíði Minuteman- og Polaris-eldflauga, eflingu gagn- flaugakerfisins Nike - x, smíði kjarnorkuknúins móðurskips og smíði flota 210 sprengjuflugvéla af gerðinni FB-111 sem eiga að koma í staðinn fyrir hinar eldri gerðir, B-52 og B-58. Þá lagði forsetinn til að auknir yrðu skattar á bifreiðum, síma- tækju,m benzíni og eldsneyti fyr ir þotur í farþegaflugi. punda. Aflstöðin verður 500.000 kw fuligerð, og mun bæði sjá Ghana og nágrannaríkjunum Fílabeinsströndinni og Efri Volta fyrir rafmagni. Með tilkomu þessa orkuvers er búizt við ger- byltingu í efnahagslífi Ghana. Til þessa hefur landið verið al- gerlega háð útflutningi Kakó- bauna en á síðustu árum hefur verð þeirrar vörutegundar á heimsmarkaði farið lækkandi og gjaldeyristekjur landsins þar af leiðandi minnkað verulega. Við stífluna er sérstök minn- ingartafla, þar sem skráð eru nöfn Bandaríkjaforsetanna fyr- verandi Johns F. Kennedys og Dwights D. Eisenhowers. AKRANESI, 24. jan. — Ólafur iðara fyrir um leit. Allir leití Sigurðsson fékk 2300 og Höfrung j menn eru nú komnir til byggi ur III 1700 tunnur af síld við | en nokkrir verða í nótt á bæji j í Þirstilfirði. Því umfangsmi leit er fyrirhuguð á morgun. E J menn hér á Raufarhöfn að b j sig af stað í hana strax og birt — Einar, Surtsey í fyrrinótt. Lönduðu í Vestmannaeyjum. 16 stiga frost var hér í morgun. Enginn línu- 1 bátanna er á sjó hér í dag. — Oddur. Nwame Nkrumah forseti Ghana og kona hans, Fathía, við vígsluathöfnina á laugardag. STÍFLAN í V0LTA í GHANA VlGÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.