Morgunblaðið - 17.02.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 17.02.1966, Síða 3
Fimmtudagur 17. febrúar 1966 MORCU NBLAÐIÐ 3 ÓHEMJU mikiU snjór hefur verið á Austfjörðum og er enn. Fréttaritari Mbl. í Nes- kaupstað, Ásigeir Lárusson, gekk út einn daginn og tók þessar myndir, sem hér birt- ast. Ekkert hefur hlánað síðan snjórinn tók að safnast fyrir, enda jafnan frost. Neskaup- staður er alveg lokaður frá öðrum landshlutum vegna ó- færðar. Nú er þó búið að ýta af flugvelilnum og kom fyrsta flugvél til Neskaupstaðar á þriðjudag eftir 3 vikur. Og Snjóýta búin að ýfca frá bifreiðiun, sem fennt hefur í kaf. að koma til hjálpar, til að moka að útidyrum húsanna, svo íbúarnir kæmust út. Nú eru ekki bein vandræði af neinu tagi. Mjólkin er sótt út í sveit á ýtu með sleða aftan L aftur var flogið þangað í gær. Með flugvélinni komu m. a. þriggja vikna skammtur af blöðum. Á götunum í kaupstaðnum hefur snjónum verið ýtt af akbrautunum, svo víða eru djúpir skorningar og erfitt fyrir bíla að mætast. Fólk hefur mokað sér göng að hús dyrum sínum víðast hvar í bænum. Þegar mest snjóaði þurftu nágrannar sums staðar Krakkarnir kunna vel við sig í snjónum. Magn hans má dæm a eftir húsinu, sem sést lengst til hægri. Öhemju snjdr á Norðfirði STAKSIFI^AR Stendur a svari Eiltthvað stendur í Tímtium að svara þeim fyrirspurnum, sem að gefnu tilefni voru bornar fram í forystugrein Mbl. s.l. þriðjudag. Eftir stóryrðin og órökstuddar fullyrðingar um „kverkatök“ ríkisstjórnarinnar á iðnaðinum lyppast Tíminn niður, þegar hann er beðinn að finna þessum fullyrðingum stað með rökum og staðreyndum. En rök og stað- reyndir hafa aldrei verið hin sterka hlið þeirra, sem um penn- ann halda í Skuggasundi. Þess vegna standa þeir rökþrota og mállausir, þegar þeir hafa verið reknir upp að vegg og eru krafðir sagna. Þeir menn í hópi atvinnurekenda á þessu landi, sem Framsóknarmenn hafa i smjaðrað hvað mest fyrir að und anförnu ættu að veita því athygli að þegar til þess kemur að svara nokkrum einföldum spurningum um málefni iðnaðarins, stendur eitthvað í Tímanum. Málgagn Framsóknarflokksins hefur lagt á flótta og eftir fylgir stóryrða- vaðall og gífuryrði þeirra um málefni iðnaðarins, sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Komirni heim Hinn viðförli sendisveinn Ein- ars Olgeirssonar, stjórnmálarit- stjóri „Þjóðviljans" er nú enn einu sinni kominn heim og tek- inn til við að skrifa daglegan slúðurdálk í blað sitt. Að þessu sinni var hann hvorki í Pekimg eða Moskvu, heldur brá hann sér til ítalíu til þess að læra list- ina að stjórna kommúnista- flokki, þótt öllum kenningum kommúmismanns hafi verið varp að fyrir borð eins og þeir hafa gert samherjar hans á Ítalíu. Væntanlega hefur förin orðið ár- angursrík. Vera má að einhverra tíðinda sé að vænta úr herbúðum kommúnisfca og fylgifiska þeirra innain skamms, og kannski hafi kynni slúðurdálkahöfundarins af ítölskum kommúnisturn gert hann og höfuðpaurinn sjálfan svolítið liðlegri í sammingum við samstarfsmennina, sem að und- anförnu hafa alveg verið að gef- ast upp á áratuga gömlu sam- starfi. Við sjáum hvað setur. Maður að ntoka gömg, svo komizt verði heim að húsinu. Nýtt erindasafn eftir Grétar Fells Nýlega barst Mbl. nýtt erinda safn eftir Grétar Fells rithöf- und. Safn þetta, sem gefið er út á kostnað höfundar hefur að 'geyma fjórar ritgerðir og fyrir- lestra, sem Grétar Fells hefur flutt í útvarp nema þann fyrsta. Mbl. hitti af þessu tilefni höfund inn að máli, og rabbaði stuttlega við hann. Hvað viltu segja um efni bók- arinmar Grétar? — Það má segja að aðallega er litið á málin frá sjónarmiði guðspekinnar og spíritismans að nokkru leyti. Lítið er um full- yrðingar og engum :|>stum skoð- unum haldið fram. Málið er íhugað, og vissar staðreyndir at- hugaðar, og er þetta yfirleitt fyrir hugsandi menn. í kverinu eru ýmsar merki- legar sagnir um drauma og sál- farir, og virðist sumt af því vera nokkuð sterkum rökum stutt. Fyrsti fyrirlesturinn fjallar um Guðspekifélagið og forystumenn þess. Einnig um eðli og anda Guðspekifélagsins sem slíks. Það hafa margir sýnt þessu á- huga, og viljað eiga erindi á prenti, og því réðst ég í þessa útgáfu. — Grétar Fells — Ég vil sérstaklega taka fram, að félagið er ekki trúar- félag eins og svo margir virðast halda. Heldur er það fræði og Framhald á bls. 21 Þegja enn Uppreisnarmennirmir sjö, som Eysteinn kúgaði til fylgis við sig í alúminmálinu þegja enn. Frá þeim hefur hvorki heyrzt hósti né stuna síðan þanm örlagaríka desemberdag, þegar Eysteinn smellti handjárnunum á. Þó er það ekkert einkamál þessara manna að þeir hafi verið kúgað- ir til þess að skiptn um skoðun. Það er ekkert einikamál þing- mannsinrs úr Kópavogi, að hann snýst gegn mestu atvinnufram- kvæmd í kjördæmi sínu. Það er ekkert einkamál þeirna né anm- arra Framsóknarmanna, að þeir vilja leggja hærra raforkuverð á Islendinga en þörf er á. Þeir menn, sem margoft hafa í ræðu og riti lagt áherzlu á nauðsyn þess að koma hér upp orkufrek- um iðnnði með erlendu áhættu- fjármagni, geta ekki ósköp ein- faldlega látið hann Eystein stinga svo upp í sig, að þeir hafi ekkert frekar um málið að segja. Þeir þegja enn þessir sjö, en hvað halda þeir að hægt sé að þegja lenigi, þegar um er að ræða eitt mestia hagsmunamál íslenzku þjóðarinnar, mestu atvinnubylt- ingu, sem um getur um margra áratuga skeið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.