Morgunblaðið - 17.02.1966, Side 5
iTffTTffTiTiTfT
Fímmtudagur 17. febrúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
Undanfarna daga hefur ver
ið mikil veðurblíða í Reykja-
vík, stillur og sólskin og ekki
laust við að vorhugur kæmi
í suma, og þá helzt í yngstu
borgaranna. Við brugðum
okkur á kreik um borgina,
og fylgdust með leik barn-
anna. Við skólanna voru mik-
il læti í frímínútum. Stelp-
urnar sungu hástöfum „bimbi
rimbi bimm bamm“ og „hæs-
inga læsinga lon don don“,
en strákarnir litu á þær með Sumar voru stríðsmálaðar. Gréta með lengsta trefilinn í bænum.
Börnin leika sér í gdða veðrinu
fyrirlitningu og sögðu hand-
bolta og fótbolta ólíkt
skemmtilegri leiki Við Mið-
bæjarskólann var mikið um
að vera þegar við komum
inn í portið. Við rákumst
fyrst á telpnahóp sem var í
djúpum samræðum. Það
vakti athygli okkar var, að
sumar þeirra voru eins og
stríðsmálaðir indíánar. Við
spurðum hverju þetta sætti,
en fengum aðeins augngot-
ur og fliss. Ein þeirra sagðist
heita Gréta Reimarsdóttir og
eiga lengsta trefilinn í bæn-
um. Virtist það engar ýkjur,
því báðir endar snertu jjörð.
Er við ætluðum að ræða við
þær nánar, var hringt inn og
börnin flýttu sér að stilla sér
upp í fallegar raðir áður en
þau gengu til kennslustof-
anna.
Næst lögðum við leið okkar
suður í Garðahrepp. Þar var
hópur barna á skautum á ísi-
lögðum voginum fyrir neðan
skipasmíðastöðina Stálvík en
•úti fyrir var dráttarbáturinn
Magni að reyna að brjóta sér
leið gegnum ísinn krökkunum
til, mikils ama. En svo fór
að lokum, að hann varð að
hverfa frá, án þess að kom-
ast alla leið. Varð við þetta
mikil kæti meðal krakkanna,
sem gátu nú leikið sér i friði
fyrir öllum skipum.
Á Álftanesi hittum við
unga hestakonu, meira að
segja kornunga. Við urðum al
veg hlessa á þessu, stoppuðum
bílinn og gengum í veg fyrir
hana til að spyrja frétta.
Stúlkan kvaðst vera fjögurra
ára gömul, og heita Birgit
Guðjónsdóttir, og vera alvön
að fara í útreiðatúr þegar
gott væri veður. Ekki leið á
l'ingu þar til við fengum skýr
ingu á þessu, því að í sama
Kornung hcstakona
mund kom móðir hennar frú
Hedi Guðmudsson. En hún
er þaulvön hestakona og er í
þann veginn að setja á stofn
reiðskóla þarna út á Álfta-
nesi. En víst er að margir
jafnaldrar Birgitar munu öf-
unda hana af þessum forrétt-
indum hennar.
Húsnæði óskast
3 herbergi og eldhús, há leiga í boði, góð umgengni.
Má vera í Kópavogi eða Hafnarfirði. Þarf að vera
laust 1. apríl. Tilboð merkt: „Apríl — 8650“ sendist
fyrir 20. febrúar til Morgunblaðsins.
LOGl GUÐBRANDSSON
héraðsdómslögmaður
Laugavegi 12 — Sími 23207.
Viðtalstími kl. 1—5 eJi.
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
Hh
■ RAUÐI KROSS ISLANDS
Reykjavíkurdeild
• •
Oskudagssamkvæmi
að Hótel Sögu 23. febrúar n.k. kl. 19,30 til ágóða fyrir hjálpar-
starf Rauða krossins.
Aðgöngumiðar fást í skrifstofu RKÍ, sími 14658. — Pantanir
óskast sóttar sem fyrst. — Borðpantanir hjá yfirþjóni Hótel
Sögu mánudaginn 21. febrúar kl. 16—18 sími 20221.
Húsinu lokað kl. 20,30. — Samkvæmisklæðnaður.
Heiðursmerki.
Afgreiðslustulka
Afgreiðslustúlka óskast í snyrtivöruverzl-
un um næstu mánaðamót. Tilboð sendist
Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „Snyrtivörur —
8622“.
Notað timbur
2” x 6” og
þakjárn
t i 1 s ö 1 u .
HeiBdverzlunin Hekla hf.
Laugavegi 170—172 — Sími 2-12-40.