Morgunblaðið - 17.02.1966, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. feHrúar 1966
Blý
Kaupum blý hæsta verði.
Málmsteypa Ámunda
Sigurðssonar, Skipholti 23.
Sími 16812.
Húsmæður athugið
Afgeiðum blautþvott og
stykkjaþvott á þrem til
fjórum dögum. Sækjum —
sendum. Þvottahúsið Eimir
Síðumúla 4. Sími 31460.
Kaupið 1. flokks húsgögn
Sófasett, svefnsófar, svefn-
bekkir, svefnstólar. 5 ára
ábyrgð. Valhusgögn, Skóla
vörðujtig 23. — Simi 23375.
Klæðum og gerum við
bólstruð húsgögn. 1. flokks
vinna. Sækjum og sendum.
Valhúsgögn, Skólavörðu-
stíg 23. Sími 23375.
Nýlegur upphlutur
til sölu. Tækifærisverð. —
Sími 22854.
Reglusamur maður
óskar eftir innheimtustarfi,
hefur bíl til umráða. —
Sími 51772.
Get tekið að mér
málningarvinnu.
Sími 24639.
Byggingarfélagar!
Ef ykkur vantar einn með
ykkur í væntanlega um-
sókn á lóð undir stigahús,
þá vinsamlegast hringið í
síma 31448.
Lítið trésmíðaverkstæði
til sölu. Hentugt fyrir einn
eða fleiri laghenta menn,
sem vildu skapa sér sjálf-
stæða aukavinnu. Uppl. í
síma 41783.
Peningar
Hver getur lánað 50 til 100
þús. gegn öruggri fasteigna
tryggingu í eitt ár. Tilboð
merkt „Öruggt 434 — 8644“
sendist afgr. f. föstudagskv.
Til sölu
er ný Rolleiflex myndavél
með penta prism og F. 2,8
80 mm plonor linsa. Uppl.
gefnar í síma 51964 eftir
kl. 8 sd.
V erkstæðispláss
Trésmiður getur fengið
leigt húsnæði og afnot af
vél með öðrum. Tilboð
merkt „88 — 8647“ sendist
Mbl. fyrir 20. febrúar.
Hjálp
Óska eftir góðu fólki, sem
getur tekið 214 árs dreng í
fóstur í óákveðinn tíma. —
Tilboð merkt: „Hjálp —
8585“ sendist Mbl.
Píanó til sölu
Nýuppgert pianó til sölu,
hentugt fyrir byrjendur.
Verð kr. 8500,-. Uppl. í
Hljóðfæraverkstæðinu, Óð-
insgötu 4 frá 5—7 í dag og
næstu daga.
Tvær enskar stúlkur
óska eftir atvinnu, t.d.
verksmiðju eða skrifstofu-
vinnu. Eru vanar að skrifa
verzlunarbréf. Vélritun. —
Tilb. sendist Mbl. strax,
merkt: „Atvinna — 8648“.
Kristniboðsvikan í Hafnarfirði
Á þessari mynd sést, hvar verið er að koma með sjúkling til
kristniboðsstöðvarinnar í Konsó.
Kristniboðsvikan, húsi KFUM, Hafnarfirði.
1 kvöld talar Jóhannes Ólafsson, læknir, og sýnir litmyndir frá
Eþíópín, en þar hefur hann verið héraðslæknir. Samkoman
hefst kl. 20,30. Allir eru velkomnir.
50 ára er í dag séra Kristinn
Hóseason, Heydölum, Breiðdal.
Laugardaginn 12. febrúar s.L
opinberuðu trúlofun sína ung-
frú Matthea Sturlaugsdóttir,
skrifstofustúlka, Vesturgötu 32
Akranesi og Benedikt Jómunds-
Akranesi,
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína, Ásgerður Harðardóttir,
Goðabraut 16, Dalvik og Gunn-
þór Sveinbjörnsson, sjómaður,
Hauganesi.
23. desember s.l. voru gefin
saman í hjónaband af séra Grími
Grímssyni, ungfrú Guðrún
Guðnadóttir hjúkrunarkona og
Kári Sigfússon, viðskiptafræðing
Son minn, litilvirð eigi ögnn Drott-
ins, og lát þér eigi gremjast um-
vöndnn hans (Orðsk. 3.11).
I dag er fimmtudagur 17. febrúar
og er það 48. dagur ársins 1966.
Eftir lifa 317 dagar. ÁrdegisháflæSi
kl. 2:22. Síðdegisfaánæði kl. 14:50.
Upplýsingar um læknapjon-
ustu i borginni gefnar í sim-
svara Læknafélags Reykjavíkui,
Simin er 18888.
Slysavarðstofan i Heilsuvernd-
arstöðinn). — Opin allan sóUr-
kringma — simi 2-1.2-30.
Næturvörður er í Reykja-
víkurapóteki vikuna 12.—19.
febr.
Næturlæknir í Keflavik 17. 2.
til 18. 2. Kjartan Ólafsson sími
1700, 19. 2. til 20. 2. Arnbjörn
Ólafsson sími 1840, 21. 2. Guðjón
Klemensson sími 1567 22. 2. Jón
K. Jóhannsson sími 1800, 23. 2.
Kjartan Ólafsson sími 1700.
Næturlæknir í Hafnarfirði er
Guðmundur Guðmundsson siml
50370.
Kópavogsapótek er opið alla
virka daga frá kl. 9:15—20. laug-
ardaga frá kl. 9:15—16, helgidag*
frá kl. 13—16.
Framvegis verður tekið á mótl þelm«
er gefa vilja blóð i Blóðbankann, sena
hér aegir: Mánudaga, þrtðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11
f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frA
kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra ki. 9—11
fJti. Sérstök athygll skal vakin á mið-
vikndögum. vegna kvöldtímans.
Holtsapótek, Garðsapótek, Soga
veg 108, Laugamesapóte.k og
Apótek Keflaviknr eru opin alla
virka daga kl. 9. — 7., nema
laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi
daga frá kl. 1 — 4.
Bilanasími Rafmagnsveitu Beykja-
vikur á skrifstofntima 18222. Nætur
og helgidagavarzla 18230.
Upplýsingaþjónusta AA samtak
anna, Hverfisg. 116, sími 16373.
Opin alla virka daga frá kl. 6-7
Orð lifsins svarar 1 sima 10000.
I.O.O.F. 5 = 1472178% = F.U
Aldarhragur
i.
Enn steðja að þér hörð
örlög, mín fósturjörð.
Valda því vondra manna
vélráð, sem dæmin sanna.
Ekkert má islenzkt heita.
Útlenzkir rjómann fleyta.
Ein heitir alúmín
argasta plágan þín,
af svissneskum send og mögnuð,
við sérgróðra mikinn fögnuð.
Þvílikt mun þrældóm boða,
þjóðernið setja í voða.
Gleymist hver gömul dyggð,
guðsótti, hógværð, tryggð.
Bankamir bjóða lánin,
burgeis verður hver sláninn.
Kaupfélög falla saman,
fer þá að káma gaman.
Af þessu sést með sann,
að svoddan eitt reynast kann
meira en meinlaust glingur,
mun og hver Þingeyinugr
í sönnum samvinnu-anda
sækja gegn þessum fjanda.
K e 1 L
8ýnið gætni í umferðinni
Systrabrúðkaup.
29. des. voru gefin saman í
Neskirkju af séra Jóni Thorar-
enssyni ungfrú Freyja Haralds-
dóttir og Árni Gíslason og Ið-
unn Haraldsdóttir og Jón
Pálsson. (Lj ósmyndastofa Þór-
is).
VÍSIJKORN
Þótt ytra borðið tryggðum tálmi
tekist hefur oft að sanna
að gallar undir glæstum hjálmi
geta hulizt sjónum manna.
Markús í Borgareyrum.
Guðrún Gjúkadóttir
Gott var eðli Guðrúnar.
Grætt við heiðnar rætur.
Sæl í faðmi Sigurðar
svaf hún margar nætur.
Brynhildur Buðladóttir
Heiðin kona, heilög ást.
Hyggin mjög í vana.
Sverð, er hennar sæla brást,
Sigurði, að bana.
Kristín Sigfúsdóttir
frá Syðri-Völlum.
Spakmœli dagsins
Það er hvorki reykelsið né
fórnin, sem Guði er þóknanlegt,
heldur einlægni og heigun fórn
færendanna. — Seneca.
Gdð heilsa
Tíminn virðist hafa áhyggjur af heilsufari Alþýðuflokksins þessa dagana, en þó grunar ýmsa,
að þar muni vart falla annað en krókódilstár. — (Alþbl. 6. 2. 66).