Morgunblaðið - 17.02.1966, Qupperneq 8
8
Fimmtudagur 17. feb'rúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
FRA ALÞINGI -------
verði úr raforkuþörf
Bætt
V-Skaftfellinga
Ragnar Jónsson mælti í gær
fyrir þingsályktunartillögu er
hann flytur ásamt þeim Guð-
laugi Gíslasyni og Sigurði Ó.
Ólafssyni. Er tillagan svohljóð-
andi: Alþingi ályktar að skora á
rfkisstjórnina að láta rannsaka
til fullnustu, hvernig hagkvæm-
ast muni vera að leysa raforku-
þörf Vestur-Skaftfellinga þeirra,
sem búa austan Mýrdalssands, og
vinna að framgangi þess máls
svo fljótt sem auðið er.
Eramsögumaður gat þess, að
fyrir nokkrum árum hefði ver-
ið lokið við að leggja rafmagns-
línu frá Soginu austur til Vík-
ur í Mýrdal, en þar hefði verið
stanzað og hefði hin langa
og ótrygga leið yfir Mýrdals-
sand sjálfsagt verið orsök þess.
Engin áætlun um áframhald-
andi rafvæðingu þessa héraðs
mundi vera fyrir hendi enn sem
komið væri, og væri það áhyggju
efni margra. I>að hefði verið
vonbrigði fyrir íbúa sveitanna
miiili sanda, þegar ekki var unnt
að teygja Sogslínuna lengra aust
ur en til Víkur, og þessi von-
forigði yrðu því meiri sem lengra
liði. Raforkuþörfin yrði meiri
með hverju ári sem liði, bæði
kölluðu niútíma búskaparhættir
á aukna raforku og einnig væri
hitt að fólk sætti sig ekki til
lengdar við, að vera afskipt um
þau þægindi sem meginþorri
þjóðarinnar byggi nú við.
Þingmaðurinn vék að því að
á sírnum tíma hefðu Skaftfell-
ingar verið brautryðjendur um
rafvæðingu á bæjum sínum og
hefðu þeir komið upp sjálfir
heimilisrafstöðvum á mörgum
bæjum. En þótt víða hefði hag-
að vel til að reisa slíkar stöðvar
hefðu margir orðið afskiptir.
Heil hreppsflélög væru þannig
staðsett, að engin tök væru á því
að reisa þar vatnsaflsstöðvar þar
sem fallhæð vantaði. Mætti
nefnda Meðalland og Álftaver í
því sambandi.
í dag væri ástandið þannig
komið, að í 5 hreppum af 7 í
Vestur-Skaftafellssýslu, byggju
menn ýmist við gamlar og úr-
eltar einkavatnsaflsstöðvar, sem
væru óvirkar langtímunum sam-
an, vegna þess að vatnið í lækj-
unum gengi til þurrðar í frost-
um að vetrinum og í þurrkum að
sumrinu, — eða þá að fólk hefði
reynt að koma sér upp smáum
diselstöðvum, meira og minna
ófullnægjandi.
Flutningsmaður sagði, að það
væri verk sérfræðinga að segja
til um hvernig bezt yrði leyst úr
þessum málum, þar sem augljós-
lega væri við mörg vandamál að
etja. Vék hann að því, að nokkru
eftir að þingsálytunartillaga þessi
var lögð fram, kom fram frum-
varp til laga frá 6. þingmanni
Suðurlands um rafvæðingu allra
byggðra býla í Álftaveri, Leið-
vallahreppi, Skaftárfeungu,
Kirkjubæjarhreppi og Hörgs-
landshreppi og skyldi henni vera
lokið fyrir árið 1958 með raf-
magnslínu frá Soginu. Sagði
Ragnar, að það væri ánægjulegt
að finna áhuga hjá sem flestum
uim þetta mál, en gæta bæri þess
að ekki lægi fyrir neitt álit sér-
fróðra manna um það, að raf-
magnslína frá Vík austur yfir
Sanda væri sú eina og bezta
lausn á þessu máli væri. Nauð-
synlegt væri að fá fyrst af öllu
úr því skorið hvaða leið væri
heppilegust til þess að tryggja
fyrrnefndum sveitum raforku.
Ekki þýddi að blekkja sjálfan
sig með því að loka augunum
fyrir þeirri staðreynd að öll
mannvirki á Mýrdalsisandi væm
í hættu ef Katla skyldi taka upp
á því að gjósa enn einu sinni.
Með m.a. þetta í huga hefðu
flutningsmenn þessarar tillögu
talið heppilegiustu leiðina, að
hreyfa málinu á Alþingi í formi
Þingsályktunartillögur:
Kaup lausaf jár, skipting
landsins í fylki, dvalar-
heimili fyrir aldrað fólk
Ágúst Þorvaldsson (F) mælti
í gær fyrir þingsályktunartil-
lögu um dvalarheimili fyrir
aldrað fólk. Flutningsmenn til-
lögunnar auk Ágústs eru Karl
Kristjánsson, Ásgeir Bjarnason,
Jón Skaftason og Ingvar Gísia-
son. Er tillagan svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að skipa sjö manna
nefnd til að athuga og gera til-
lögur um, hvernig hagtfelldast
væri fyrir ríkið í félagi við
Tryggingastofnun ríkisins, sveita
félög og sýslufélög að koma upp
á hentugum stöðum víðs vegar
um land dvalarheimilium fyrir
aldrað fólk.
Skal nefndin þannig skipúð,
að þingflokkarnir tiinefni sinn
nefndarmanninn hver. Trygg-
ingastofnun ríkisins einn mann,
Samband íslenzkra sveitafélaga
einn mann. Sjöunda manninn
skipi ríkisstjórnin án tilnefning-
ar og verði hann formaður nefnd
arinnar.
Nefndin skal m.a. sérstaklega
athuga möguleika á því, að
hreppsfélögin með aðstoð frá
ríki og almannatryggingum geti
látið byggja færanleg íbúðarhús,
sem aldrað fólk (t.d. hjón) í
sveitum geti fengið leigð til notk
umar á þeim stað, er þau kjósa.
Enn fremur skilyrði til, að sýslu-
og bæjarfélög með aðstoð sömu
aðila láti reisa dvalarheimila-
hverfi á jarðhitasvæðum til af-
nota fyrir aldrað fólk úr við-
komandi sýslu- eða bæjarfélög-
um. Nefndin skili tillögum sín-
um til ríkisstjórnarinnar. Kostn-
aður við störf nefndarinnar
greiðist úr ríkissjóði.
Flutningsmaður sagði að með
þessari þingsályktunartillögu
væri drepið á þríþætt verkefni,
sem sveitarfélöguim, ríki og al-
mannatryggingiunum bæri að
leyisa. Væri það í fyrsta lagi að
koma upp færanlegum litlum
íbúðum fyrir þá, sem kysu að
búa 1 nánd við sín fyrri heimili,
meðan heilsan leyfði. í öðru lagi
að stofna íbúðarhverfi á jarð-
hitastöðum fyrir aldrað fólk og
í þriðja lagi að reisa hæli á
slíkum stöðum fyrir þá, sem
væru ósjálfbjarga. Slikt verk-
efni yrði ekki leyst án athug-
unar, og auðvitað yrði slíkt við-
fangsefni að þróast í samræmi
við ný viðhorf á hverjum tima.
Ólafur Jóhannesson (F) mælti
í gær fyrir tillögu til þingsálykt-
unar sem hann flytur ásamt Jóni
Skaftasyni. Er tillagan þannig:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta semja frum-
varp til laga um kaup lausafjár
með afborgunarkjörum og leggja
það frumvarp ' síðan fyrir Al-
þingi.
í ræðu sinni gat framsögu-
maður þess að það tíðkaðist hér-
lendis í vaxandi mæli að lausa-
fjárkaup færu fram með þeim
hætti að kaupandi greiddi að-
eins lítinn hluta kaupverðs þegar
í stað, en greiddi síðan eftir-
stöðvarnar með tilteknum af-
borgunum á ákveðnum gjald-
dögum. Jafnframt því væri oft
svo um samið, að seljandi héldi
eignarrétti sínum að hinuim selda
hlut, þar til kaiupverðið væri að
fullu greitt. Sem dæmi um slíka
sölu mætti nefna, notaðar bifreið-
ir, húsgögn, hljóðfæri og sjón-
vörp. Við slík afborgunarkaup
reyndi á ýmis atriði, sem ekki
kæmu til, þegar um venjulega
lausafjárkaup væri að ræða. Hér
á landi væru samt engin sér-
stök lagaákvæði um sölu laiusa-
fjár með afborgunarkjörum.
Slík lög hefðu þó verið sett
fyrir löngu í nágrannalöndum
okkar, og hefðu verið sett þar
I um svipað leyti og lög um lausa-
fjárkaup. Lög þessi hefðu verið
undirbúin af norrænni sam-
starfsnefnd. Að áliti flutnings-
manna væri fyllilega tímabært
að sett yrðu hér á landi sérstök
lög um afborgunarkaup, því
æskilegt væri að sem allrar
fyrst yrðu settar fastar reglur
með þessa tegund lausafjár-
kaupa.
Karl Kristjánsson (F) mælti
í gær fyrir þingsályktunartillögu
um skiptingu landsins í fylki,
er hafi sjálfstjórn í sérmálum.
Meðflutningsmaður Karls að til-
lögunni er Gísli Guðmundsson
(F). Tillagan er um að Alþingi
álykti að fela ríkisstjórninni að
skipa á árinu 1966 tíu manna
nefnd til þess að athuga og
rannsaka, hvort ekki sé rétt að
skipta landinu í fylki með sjálf-
stjórn í sérmálum. Komist nefnd
in að þeirri niðurstöðu, að þetta
sé rétt, skal hún gera tillögu um
fylkjaskipunina.
í fylkjunum verði fylkisþing
og fýlkisstjórar, er fari með
sérmál fylkjanna og taki þar
með við nokkru af störfum Al-
þingis og ríkisstjómar, enda
verði í tillögunum ýtarlega um
það fjallað, hver sérmálin skuli
vera og eftir hvaða reglum fýlk-
in skuli fá ríkisfé til ráðstöfun-
ar.
Fjórir nefndarmennirnir skiulu
skipaðir eftir tilnefningu þing-
flokkanna, einn frá hverjum
flokki. Aðrir fjórir skulu skip-
aðrir skulu skipaðir samkvæmt
tilnefningu landsfj órðunganna,
einn frá hverjum fjórðungi. í
þeim landsfjórðungum, sem hafa
Fjórðungssambönd og fjórðungs
þing, skulu menn þessir tilnefnd
ir af fjórðungsþingunum, en
annars af sýslunefndum og bæj-
arstjórnum sameiginlega í fjórð-
ungi hverjum.
Reykjavík tekur ekki þátt í
tilnefningunni með sínum lands
fjórðungi, en borgarstjómin til-
nefnir einn fulltrúa af hennar
hálfu. Félagsmálaráðuneytið
skipar tíunda manninn í nefnd-
ina, án tilnefningar, og er hann
formaður. Nefndin skili áliti og
tillögum svo fljótt sem henni
er unnt og kostnaður við störf
nefndarinnar greiðist úr ríkis-
sjóði.
þingsálytktunartillögu, þar sem
skorað væri á ríkisstjórnina að
láta fara fram fullnaðarrannsókn
á því hvað hagkvæmast og ör-
uggast væri að gera.
Að lokum sagði flutningsmað-
ur að sér væri kunnugt um, að
farið hefðu fram í sveitum þess-
um undirskriftasöfnun undir á-
skorun til stjórnarvaldanna að
láta án tafar gera áætlun um
rafvæðingu sveitanna aiustan
Mýrdals og mundu nær allir á-
búendur og umráðamenn jarða á
þessu svæði hafa ritað undir
áskorunina.
Helgi Bergs (F) sagði að í
þessu sambandi vildi hann láta
í Ijós undrun sína á, að ekki
skyldi vera búið að gera sér
grein fyrir hvernig rafvæða ætti
þessar sveitir. Sagðist hann hafa
átt tal við sérfræðinga á Raf-
orkumálaskrifstofunni sem ekki
töldu sig sjá aðra leið en að
tengja þessi svæði við aðalorku-
veitusvæðið.
Ingólfur Jónsson raforkumála-
ráffherra, sagði m.a. að á um-
ræddu svæði væru 70 einkaraf-
stöðvar og það hefði fyrst verið
á síðasta ári að komið hefði
fram, að einkarafstöðvar þessar
væru ónógar og
að bændur vildu
almennt leggja
þær niður og
fá rafmagn frá
samveitum. Fyr-
ir um það bil
viku síðan hefði
sér borizt und-
irskriftarskjal
það er fram-
sögumaður hefði getið um, og
kæmi þar fram, að Vestur-Skaft
fellingar teldu sig fúsa að leggja
niður heimilisrafstöðvar, en
slíkt yrði að teljast frumskilyrði
þess að þeir fengju rafmagn frá
samsveitum. Eðlilegt væri að til
laga þessi hefði komið fram, og
vissulega yrði að gera sér grein
fyrir því hvort hagkvæmari væri
önnur leið, en að leggja línu
yfir sandinn.
Ráðherra sagði að það væri
rétt sem komið hefði fram, að
með tilkomu laga um landsvirkj
un hefi verið breytt um stefnu
í virkjunarmálum. Með þeim
lögum hefði verið tekin upp sú
stefna að virkja stórvirkjanir
þar sem ódýrast og hagkvæmast
væri, en með því væri vitanlega
ekki skotið loku fyirr að rann-
saka hvort ekki væri hagkvæm-
ara að virkja smávirkjanir sér-
staklega fyrir afskekkt byggðar
lög. Eðlilegast væri, að sérfræð-
ingar rannsökuðu til hlítar með
hvaða hætti hagkvæmast væri
að sjá sveitunum fyrir austan
sanda fyrir rafmagni og slík
rannsókn þyrfti ekki að taka
mjög langan tíma.
Tillögunni var síðan vísað til
allsherjarnefndar með 37 sam-
hljóða atkvæðum.
NY MÁL
í gær var lagt fram stjórnar-
frumvarp um breytingu á lög-
uin um útvarpsrekstur ríkisins.
Er breytingin sem frumvarpið
felur í sér sú, að í útvarpsráði
eigi sæti sjö menn í stað fimm
nú. Ákvæði til bráðabirgða eru
að um leið og lög þessi öðlast
gildi, skal kjósa í útvarpsráð
samikvæmt þeim á þingi því, er
nú situr, og fullur þá jafnframt
niður umboð hinna fyrri útvarps
ráðsmanna.
Þá var einnig lagt fram stjórn
arfrumvarp um breytingu á lög-
um um tekjiustofna sveitarfé-
laga. Breyting sem það frum-
varp felur í sér frá gildandi lög
um eru fólgnar í því, að lands-
útsvör ákveðinna ríkisfyrirtækja
verði ákveðin með saima hætti
og tekjuútsvör félaga, en lands-
útsvar þeirra er nú ákveðið sem
1,5% af heildarsölu þeirra. Enn
fremur er lagt til, að þessi ríkis-
fyrirtæki greiði aðstöðugjald til
þeirra sveitarfélaga, þar sem þau
eru starfrækt, en samkvæmt nú-
gildandi lögum greiða þau ekki
aðstöðugjald.
suaaMflLMSJina
TIL SÖLU
3 lierb.
íbúð við
Raiuðarárstíg
Ólalur
Þorgrímsson
HÆSTAR ÉTT ARLÖGMAÐUR
Fasteigna- og veröbréfaviðskifti
Austursíræíi 14, Simi 21785