Morgunblaðið - 17.02.1966, Side 11
Fimmtudagur 17. febrúar 1*66
MORGUNBLAÐIÐ
11
Pétur Sigurðsson
prófessor — sjötugur
I.ikan. sem sýnir afstöðu Iðnskólans tii annarra bygg’inga á Skólavörðuholtinu. Hallgrímskirkja
á miðri mynd, Austurbæjarskólinn lengst til vinstri og næstur honuim Iðnskólinn. Nýja álman
er lengst til hægri og tengd skólahúsinu með milliálmu.
ráði við viðkomandi stétt sett
upp verkleg námskeið þar fyrir
utan og í sumum tilfellum svo-
kallaða forskóla, og eru nemend
urnir iþá vitaskuld teknir af
meistaranum á meðan.
Endurskipun fræðslusviðsins
á lieild.
— Hvernig verður þetta með
tilkomu nýju laganna?
— í sem skemmstu máli: Gert
er ráð fyrir endurskipan þessa
fræðslusviðs í heild. Pláðgerð er
samræming á iðnnámi um allt
land á vegum sameiginlegrar yfir
Btjórnar skólanna, jafnframt því
eð þeim yrði fækkað úr um 20
í 8—10 þegar fram líða stundir.
Enda væri þá auðveldara að búa
ihvern þeirra tækjum þeim, sem
nauðsynleg eru og nýta kennslu-
krafta betur. — Jafnframt er
fyrirhugað að svokallaðir verk-
6tæðisskólar verði settir á stofn,
þar sem nemendur komi til verk
legs og bóklegs náms í heilt skóla
ér í senn, í upphafi námstímans.
Skal þá leggja áherzlu á stað-
góða þekkingu á vélum og verk-
færum og efnum, sem úr er unn-
ið, j^fnframt þjálfun á kerfis-
bundinn hátt. Bóknám verður
tniðað við kennslu í 1. og 2. bekk
iðnskóla, svipað og nú er. Síðan
er ætlunin að nemarnir verði tvö
ár í þjálfun hjá meistara í at-
vinnulífinu, en komi jafnframt
eftur í iðnskólá, eins og verið
hefur, eftir því sem við á í hverri
grein, í 3., 4. eða 5. bekk. Með
þessu fyrirkomulagi styttist náms
tími iðnnema um 1 ár.
Fylgzt með hinni
öru framþróun.
— í sambandi við samvinnuna
við iðnstéttirnar, er rétt að koma
*neð svolitla útskýringu, segir
í>ór ennfremur. — Skólanum er
ekipt í 3 deildir, í stórum drátt-
um þannig: í fyrsta lagi hvort
þær heyra undir íistiðnað eða
ýmislegan þjónustuiðnað; í öðru
lagi það sem við kemur raf-
magni, og í þriðja lagi tré- og
málmiðnað. Yfir hverri deild er
yfirkennari, sem hefur samstarf
við fyrirsvarsmenn viðkomandi
iðngreina í borginni. Það fellur
m.a. í hlut þessara yfirkennara
að fylgjast með nýjungum og
framförum í iðngreinunum og
vinna að endurbótum á kennsl-
unni. Þetta eru þeir Jón Sætran,
Helgi Hallgrímsson og Sigurður
Kristjánsson, og hafa þeir unnið
mikið ög gott starf á iþessu sviði.
Framþróun er svo mikil í mörg-
um iðngreinum, að þær eru eins
og á hverfihjóli. Öllum nýjung-
um þyrfti að koma í kennslu
jafnört og þær berast til landsins.
Þrátt fyrir þessa viðleitni, má
búast við að við drögumst aftur
úr, ef við getum ekki undið okk
ur í meiri verklega kennslu og
eukið sérmenntun 1 ýmsum grein
um. Og það getum við ekki fyrr
en við fáum byggingarnar í lag.
Ennfremur eru alveg nauðsynleg
í mörgum greinum framhalds-
námskeið fyrir útlærða iðnaðar-
menn, svo þeir megi fylgjast með
þróuninni.
— Jó, telur Iðnskólinn það sitt
hlutverk að halda námskeið fyrir
aðra en nemendur í skólanum?
Hvernig er annars með öll þessi
námskeið, sem sjást hér skráð
á stundatöfluna og eru í gangi
langt fram á kvöld?
— Já, fyrir því er heimild og
framfarir, eru þá ekki vand-
kvæði á að hafa bækur, sem ekki
eru úreltar?
— Iðnskólarnir á íslandi hafa
með sér samband, sem heitir Sam
band iðnskóla á íslandi. Það er
í DAG er Pétur Sigurðsson
prófessor sjötugur að aldri.
Hann fæddist í Ánabrekku á
Mýrum 17. febrúar 1896, sonur
Sigurðar Péturssonar fangavarð-
ar og konu hans Guðríðar Gils-
dóttur. Þó að hann sé traustum
böndum tengdur við Mýrarnar,
hefur hann þó dvalizt mestan
hluta ævinnar í Reykjavík og
þekkti þar hvern mann, meðan
þess var nokkur kostur fyrir
mannfjölda sakir. Hann er mað-
ur glaðlyndur og mannblendinn
og ágætlega vinsæll, prýðilegur
nágranni og á allan 'hátt hinn
umgengilegasti maður.
I störfum sínum hefur hann
verið firna fjölhæfur, statfsmað-
ur mikill og ágætlega verki far-
inn til hivers sem hann gekk.
Þegar á stúdentsárunum
komet hann í að semja skrá um
nýjar íslenzkar bækur. Árið
1925, tveim árum eftir að hann
tók meistarapróf við Háskóla ís-
lands, varð hann starfismaður við
Landsbókasafn og gerði hann á
þeim árum margar bókaskrár.
En fyrir skemmstu vann hann
fyrir Landsbókasafnið að því að
skrá gamlar íslenzkar bækur og
prent, fornprent, eða þá skákrit
eða jafnvel smárit um „and-
skotalaust rusl“, og var sumt af
því kyndugt. Háskólaritari varð
hann 1929 og gegndi því starfi
fram undir þetta; það var æði
margbrotið, en þó hafði hann
tíma til að bæta á sig á tímabili
verki forstjóra Happdrættis Há-
skólans og HáSkólabíós. Þessi
miklu skrifstofustörf léku í hönd
um hans. Merkilegast af öllu var
þó, að hann lét aldrei fræði-
iðkanir á hilluna með öllu (en
gerði þó að vísu of lítið af þeim).
Merkast þess, sem hann skrifaði
um slík efni var bók um fslend-
Skosmiðaneminn situr við leistinn og siumar skó undir eftirliti
Þorvalds Helgasonar. En nýlega var tekin upp verkleg kennsla
í skósmáði í Iðnskólanum.
að sumu leyti er til þess ætlazt
að við höldum slík námskeið og
við höfum gert það. Fyrir utan
námskeiðin í sjálfum skólanum
fyrir iðnnema reynum við að
hafa námskeið í sérstökum verk-
efnum fyrir útskrifaða sveina.
Og svo er meistaraskólinn, sem
starfar nú í 3 deildum. Allir sem
ætla að sækja um löggildingu til
byggingaryfirvalda til að standa
fyrir byggingarframkvæmdum í
borginni, hafa hér 4—5 tíma
kennslu á dag í 3Mí mánuð. Einn
ig þurfa þeir að leggja fram
meistarabréf. Auk þess eru hér
til húsa aðrar stofnanir, sem
halda áfram kennslu á kvöldin,
allt fram yfir kl. 11, eftir að
okkar kennslu lýkur. Til að gefa
hugmynd um þessi námskeið,
væri kannski rétt að telja upp
nokkur þeirra, sem þegar hafa
verið í gangi á skólaárinu. Það
eru 1. og 2. sjónvarpsvirkjanám-
skeið, námskeið fyrir rafvirkja-
nema, 4 námskeið fyrir hár-
greiðslunema, sérstök námskeið
voru haldin í samráði við borg-
aryfirvöldin fyrir starfsmenn
hitaveitu Og vatnsveitu, nokkur
námskeið fyrir bifvélavirkja, og
verklegur skóli fyrir málara.
Hér hafa verið 249 nemendur
á námskeiðum í vetur, fyrir utan
383 í undirbúningsdeildum í
september.
Iðnskólaútgáfan útvegar
bækur o.fl.
— í fögum, þar sem svona
mikil hreyfing er og svo miklar
til húsa hér í skólanum. Það starf
rækir hina svonefndu Iðnskóla-
útgáfu, sem einnig er stjórnað
héðan. Framkvæmdastjóri er
einn af kennurum skólans, Helgi
Hróbjartsson. Iðnskólaútgáfan
rekur hér búð, þar sem leitazt
er við að útvega iðnskólanemum
hvar sem er á landinu nauðsyn-
legar bækur, pappír, teikniverk-
efni, áhöld og annað nauðsynlegt
við námið. Nýlega var gert mikið
átak við að taka saman náms-
efni og gefa út fyrir nemendur
í 5. bekk flugvélavirkja. Þessi
útgáfa er orðin stórt fyrirtæki,
sem krefst mikillar vinnu og
tima. Stjórnin er skipuð skóla-
stjórum iðnskólanna í Reykjavík,
Hafnarfirði og Selfossi, og hún
hefur framkvæmdastjóra, sem
fyrr er sagt.
Ýmislegt fleira bar á góma
í samtalinu við skólastjóra Iðn-
skólans í Reykjavík, því þar er
mikið um að vera og vandamál-
in margvísleg, eins o.g ofangreint
viðtal gefur kannski svolitla hug
mynd um. Að lokum sagði Þór
Sandholt: — Ég vil leggja á-
herzlu á nauðsyn aukningar á
verklegu iðnnámi. Það er dýrt.
En ég held að fáu fé sé betur
varið en því sem fer til að reyna
að mennta iðnaðarmennina, svo
óendanlega mikið af framkvæmd
um í borginni á eftir að fara um
þeirra hendur og óhemju fjár-
magn.
— E. Pá.
ingasögu Sturlu Þórðarsonar
(1933-35), prýðisgott verk, seim
leiddi margt nýtt í ljós, enda
er Pétur dugandi Sturlungumað-
ur. Margar nýtar ritgerðir
skriifaði hann aðrar um íslenzk
fræði, og þegar hann var sæmd-
ur pró(essorsnafnbót í heiðurs-
skyni fyrir þau, var það að
maklegleikum.
Eitt af því, sem Pétur hefur
yndi af, eru íþróttir ( og ihef ég
raunar aldrei skilið, hvernig
hann gat haft gaman af þeim);
hann var á yngri árum kappsam-
ur knattspyrnumaður og um
tíma í stjórn íþróttasambands
íslands.
Þessum ágæta og f jölnýta
manni óska allir vinir hans ein-
læglega heilla og hamingju á
sjötugsafmælinu og þakka hon-
um og þeim hjónum báðum fyr-
ir góða og gamla tíð.
E.Ó.S.
Pétur Sigurðsson dvelur um
þessar mundir úti á landi.
Stefanía Olafsdóttir kennir nemanda hárgreiðslu i Iðnskólanum.
Innheimtumaður
Óskum að ráða innheimtumann nú
þegar. — Upplýsingar í síma 24380.
Kjólefní - pilsefni
MIKIL VERÐLÆKKUN.
R. Ó. búðin
Skaftahlíð 28 — Sími 34925.