Morgunblaðið - 17.02.1966, Síða 15

Morgunblaðið - 17.02.1966, Síða 15
Fímmtudagur 17. febrúar 19S6 MORGU NBLAÐIÐ 15 Skúli Skúlason: Noregsbréf Einhugur unt eftiríuunuírumvurp — Kuldurnir — Rifist um vegumúl og fleiru 7. febrúar. TJNDANFARNAR vikur hefur varla verið talað um annað en kulda og snjó, þar sem tveir eða fieiri Norðmenn hittast á förnum vegi. En síðan á fimmtu daginn var hefur þó annað mál, sem lílca snertir alla, slæðst inn í hinar umræðurnar. Þann dag lagði ríkisstjórnin nfl. fram frumvarp sitt um „Þjóðartryggingu'* — þ. e. eftir launakerfi, sem nái til allra þegna þjóðfélagsins og tryggi þeim áhyggjulausa elli — fjár- hagslega. Aðrar áhyggjur er ekki hægt að tryggja. Á sínum tíma vakti samskon- ar frumvarp í Svíþjóð svo brennheitar umræður, að riðlun varð í flokkum Ríkisþingsins og við lá, að stjórnin steyptist af stóli. Hér í Noregi varð fram- vinda málsins önnur, því að bæði stjórnarsamvinnuflokkarn- ir fjórir og höfuð-stjórnarand- stæðingarnir — verkamanna- flokkurinn — standa svo að segja einhuga að frumvarpinu. Þetta kann að þykja ein- kennilegt fyrirbæri í stjórn- málum á Norðurlöndum (vegna þess hve sjaldgæft það er) og þessvegna er rétt að greina ofurlítið frá aðdraganda máls- ins. — Þegar John Lyng mynd- aði „borgarastjórn" sína 1963 og gerði grein fyrir stefnu hennar, setti hann þar efst á skrá: al- menn eftirlaun. Gerhardsen svaraði samstundis, að einmitt þetta saman mál væri í undir- búningi af hálfu verkamanna- stjórnarinnar, en að honum væri ekki lokið. En honum hefur ver- ið haldið áfram síðan, og svo enn áfram af núverandi stjórn. Má því segja, að frumvarpið sé sameiginlegt afkvæmi fyrr- verandi Gerhardsens-stjórnar og borgaraflokkastjórnarinnar. Aðalbreytingarnar frá áætlun Gerhardsens varða kjör þeirra, sem eru orðnir svo gamlir, að þeir njóta ekki fullra bóta af æfistaríi sínu. FRAMTÍÐARKJÖR GAMALMENNA Samkv. frumvarpinu er sá „gamalmenni", sem orðinn er 70 ára. Þeim eru ákveðin lág- markseí'tirlaun, 5.400 n. Kr. á ári, ef um einhleypa er að ræða, en hjón fá aðeins 8.100 kr. — Við þessa „grunnpension" bæt- ist svo „Viðbótarpension“, en hún skal reiknuð út eftir því kaupi, sem viðkomandi hefur unnið fyrir þau 20 ár æfinnar, sem hann hefur haft hæst kaup. Það yrði of flókið að gera grein fyrir þeim reglum hér. En aðal- inntak lagafrumvarpsins er það, að þegar kerfið er komið til fullra framkvæmda, skuli gam- almennið fá ellilaun, sem nema kringum % af því, sem það hafði í tekjur að meðaltali síð- ustu 40 árin áður en það varð sjötugt. En um hina, sem eru svo „lítið ungir“, að þeir kom- ast ekki í „unglingaflokkinn“, sem greiðir eftirlaunaiðgjald í 40 ár“ (eins og eitt blaðið hérna orðaði það nýlega), gilda sér- stakar bráðabirgðareglur, sem eru svo margþættar, að ekki er rúm til að rekja þær hér. En aðalbreytingin frá frv. Ger- hardsens til núverandi frum- varps er sú, að þeir sem komnir eru á „elliárin" eða eigi skammt þangað, verða betur settir hvað viðbótareftirlaunin snertir, en ætlað var samkv. frumvarpi fyrrir stjórnar. FYRRI TRYGGINGAR f dag eru eftirfarandi trygg- ingar í gildi í Noregi: Sjúkra- tryggingar: — Lækna- og tann- læknakostnaður, ókeypis vist á opinberum sjúkrahúsum, heilsu hælum og fæðingarheimilum. Ókeypis nauðsynleg lyf, etc. — Atvinnuleysisstyrkur (8—19 n. kr. á dag, eins og fyrir sjúkl- inga). — Barnatryggingar (400 n. kr. fyrir 2. barn, 500 fyrir 3ja og 600 fyrir 4. o. s .frv.) Öryrkjatrygging, Slysatrygging, „Attföringshjelp“ (stoð til starfs orkubóta), Framfærslutrygging barna, Ekkju- og mæðratrygg- ing — og Ellitrygging, sem nú nemur 4200 n. kr. fyrir einstakl- ing og 6300 fyrir hjón. Allar þessar tryggingar falla úr gildi um næsta ár, er þjóðar- tryggingin gengur í gildi. Þó verða ýms sérákvæði sett um einstakar greinar trygginga, enda hefur stjórnin boðað, að fram verði lögð fleiri frumvörp um tryggingamálin bráðlega. En frumvarpið, sem þegar er fram komið, er „þungamiðja málsins". HVER BORGAR? Samkvæmt frv. er ætlast til að einstaklingar þjóðarinnar sjálfrar — þeir sem vinna og þeir sem reka atvinnu — standi undir „afli þeirra hluta, sem gera skal“ — þ.e.a.s. borgi kostnaðinn. Ríki og bæjar- eða sveitafélög greiða aðeins 1.5% af launaupphæð einstaklingsins í eftirlaunasjóðinn, en einstakl- ingurinn sjálfur 4%, og vinnu- veitandi hans 7%. En þegar ein- staklingurinn er sinn eigin vinnuveitandi, svo sem bóndi eða fiskimaður á sjálfs sín skipi greiðir hann 6%. •— En sam- kvæmt bráðabirgðaákvæðum í frv. fer tillag atvinnurekenda hækkandi upp í 8.8% til 1970 og sjálfstæðra atvinnurekenda (bænda og fiskimanna upp í 7.8% næstu 3 árin. Þá verður betur séð en nú, hvað há iðgjöld þarf til að ná jafnvægi í sjóðn- um! Það reiknast svo til, að árið 1970 verði „tekjustofn“ hans, Einangrunarsinnar á íslandi NÚ hafa 600 ungmenni úr há- skólanum skrifað undir áskorun til Alþingis, þess efnis, að tak- markað verði sjónvarpið frá Keflavíkurflugvelli við herstöð- ina eina. Þessi krafa hinna ungu íslenzku menningarvita, virðist í fljótu foragði tiltölulega meinlaus, eink- um með tilliti til þess, að þeir gera þetta til verndar íslenzkrar menningar, þjóðernis og metn- aðar. Vinur minn sagði eitt sinn að „mikið mætti myrkrið vera, ef ljósinu tækist ekki að lýsa í gegn“ en einmitt þessi orð komu mér í hug, er ég las um þessa áskorun háskólanema. Það verð- ur að ætla, að þeir sem undir þessa áskorun skrifuðu, leggi jþað ekki í vana sinn að horfa á sjónvarpið frá Keflavík, ef marka má þá hættu, er þeir telja, að slíkt hafi í för með sér. Að því er þá sjálfa varðar, geta þeir útilokað hættuna með því að láta vera að horfa. Þessvegna er augljóst, að kröfunni er beint gegn öðru fólki, sem hefur gam- an af að horfa á sjónvarp og kostar til þess talsverðu flé, þrátt fyrir þá hættu, sem af slíkum verknaði stafar. Nú skyldi maður ætla, að þess- ir útverðir íslenzkrar menningar, sem ekki hafa enn látið freistast, færu þess á leit við okkur hin, sem fallið höfum, að við bætt- um ráð okkar og létum vera að opna þessi óheillatæki, a.m.k. nema fyrir því skársta, sem þarna væri að sjá og til öryggis létu þeir okkur vita hverjir þætt ir sjónvarpsins væru minnst skað legir íslenzkri menningu og þjóð- erni. Slíka áskorun myndu flest okkar taka til gaumgæfilegrar athugunar, einkum ef rök virtust í málflutningi. Þannig er þessari áskorun þó ekki varið, því þess er krafizt af íslenzkum yfirvöldum, að þau beiti valdi við okkur hin, til þess að við getum ekki notið áfram þeirrar ánægju, er við höfum af að horfa á sjónvarpið. Við, sem leggjum andlega heilsu okkar í þá hættu að horfa á sjón varpið frá Keflavík, krefjumst þess ekki, að þeir sem eltki vilja horfa á þær sjónvarpssendingar, séu til þess neyddir, enda myndi slíkt brjóta í bága við réttlætis- kennd okkar flestra. Það væri um of í anda hinnar austrænu ófrelsisstefnu, sem heltekið hef- ur hugi margra, sem ekki við hana búa. Við hin gerum aftur á móti þá kröfu að sjálfsákvörðunarréttur okkar sé virfur það mikils, að svo lengi sem við viljum horfa á sjónvarpssendingar og við takmörkum þá athöfn við heim- ili okkar, án þess að troða því inn á aðra, láti íslenzk yfirvöld þá hluti afskiptalausa og reyni ekki að hafa áhrif á, að slíkar sendingar verði hindraðar á nokkurn hátt. Þess háttar athafn ir stjórnvalda hér myndu minna óþægilaga á fjarskiptatruflanir hinna austrænu kúgara, sem stundað hafa þá iðju um árabil, að hindra að menningarstraum- ar bærust til landa sinna öðru- vísi en í gegnum menningarsíu valdhafanna og ævinlega gert það í skjóli þess, að þeir væru að vernda menningu og þjóðerni fyrir skaðlegum áhrifum er- lendra óheillaafla. Við óskum ekki eftir því, að umhverfis okkar litla og ein- angraða þjóðfélag verði hlaðinn múr þjóðernishroka og hleypi- dóma, sem hindra myndi eðlileg samskipti við aðrar þjóðir, því er skapara okkar fyrir að þakka, að nútíma tækni hefur að veru- legu leyti upphafið fjarlægð og fásinni, hafi hinar landfræðilega einangruðu þjóðir vit og skiln- ing á að færa sér tæknina í nyt. Við skulum keppa að því, að hingað nái menningarstraumar, sem víðast að, án skilyrða og skömmtunar stjórnvalda eða „menningar“-hópa. í þessu efni krefjumst við frelsis til að velja og hafna. Undir þá ósk geri ég ráð fyrir að fleiri vilji skrifa. Rvík, 10. febr. 1966 Árni Brynjólfsson. eða „avgiftsgrunnlag" sem kall- að er í frv. orðið um 27 milljard n. kr. og að útgjöldin af trygg- ingunni verði, árið 1967, milii 2.5 og 2.9 milljardar. Smámsaman vex þessi þjóð- tryggingarsjóður svo mjög, að hann verður stórveldi í peninga- málum þjóðarinnar. En hvernig á þá að ávaxta hann? Þeirri spurningu hefur ríkisstjórnin ekki svarað, en vitað er, af því sem áður hefur gerzt, að veru- legur skoðanamunur er milli núverandi stjórnar og hinnar fyrri, um þetta atriði. Því verð- ur foezt lýst með því, að minnast á þær deilur, sem undanfarin ár hafa verið milli síðasta og núverandi stjórnarflokks um pen ingamálin, yfirleitt. Fyrrver- andi stjórn hefur markvisst stefnt að því, að leggja pen- ingaráð bankanna undir forsjá ríkisins, bæði með stofnun nýrra banka, sem ríkið á, og með íyrirmælum, sem skertu umráðarétt einkabankanna yfir þeirra eigin fé. Þetta sætir mis- jöfnum dómum. Það er einn lið ur í þeirri miðskipun (Central- isering), sem ráðandi hefur verið hjá stjórnarvöldunum síðastlið- in tuttugu ár, en gerzt óvinsælli með hverju ári. Því að atthaga- rækni og „héraðsmont" er engu minna í Noregi en heima hjá okkur, hvort héldur við erum úr t. d. Rangárvalla- eða Þing- eyjarsýslu. „Osló sýgur blóðið úr allrl þjóðinni", var fyrirsögn eins Þrándheimsblaðsins ný- lega. fslenzkur Norð-Mýlingur gæti með sama rétti talað um Reykjavík sem „blóðsugu". Því að segulmagn borgarinnar, sem dregur að sér fólkið úr fámenn- inu, er alveg sama kyns og það sem við þekkjum heima. Sykur- molinn freistar flugunnar. JAFNVÆGI I BYGGÐUM Jafnvægi í byggðum landsins er eitt af stórvandamálunum, sem Norðmenn eiga við að etja þessi árin. Og tillögurnar um úrlausn þessara mála eru mjög margvíslegar. Sumir vilja t. d, breyta strjálbýlli dalabyggð ! einskonar „sambýlisþorp, aðrir segja að bændurnir eigi að hætta að heyja fyrir kúm en taka upp kornyrkju í staðinn. Og svo framvegis. — En það sem einna eftirtektarverðast er í þessum bollaleggingum er, að flestir telja það „ábatavænlegt' að gera sér hagnað úr — skemmtiferðafólki. í einni ná grannasveit minni hérna í Hall- ingdal hefur það -t. d. gerzt, að nokkrir bændur hafa ráðist í að byggja svokölluð „Motels" smáhýsi með fjórum rúmstæð- um. Þetta hefur gefizt svo vel, að nú eru „motellin“ að verða 30 á þessum stað, og þar að auki risin upp miðstöð, sem selur allskonar mat og drykk. Svona stofnanir kalla þeir „tur- istsentraler" hér í Noregi, og þær hafa reynzt vinsælar, því að þær eru miklu ódýrari en gistihús — jafnvel af lakasta tagi. Ég skýt þessu hér inn í vegna þess að ég minntist á „flóttann úr sveitunum“. Þeim vísu mönn um, sem þinga um þetta vanda- mál, kemur saman um, að óbrigðulasta ráðið til þess að stöðva flóttann, sé það, að „efla túrismann“. Og umráðamenn „Distriktenes Utbygningsfond“ hika ekki við. að segja forráða- mönnum sveitafélaganna, að „viðurgerningur við skemmti- ferðafólk" sé atvinnugrein, sem „geti aflað þeim þriðjungi bús- teknanna, ef þeir fari rétt með“ — Dist. Utbygningsfond“ er opinber stofnun, sem m. a. hefur það hlutverk, að vinna að jafn vægi milli kaupstaða og sveita, Og hún veitir hagkvæm lán til þess að reisa híbýli handa ferðafólki úr kaupstöðunum — bæði innlendum og erlendum, — Og peningarnir sem gestirnir borga, „skapa jafnvægi milli kaupstaða og sveita — milli borgara og bænda“ kalla þeir það. — Gerhardsensstjórnin setti lög um það í fyrra, að leyft væri að taka eignarnámi handa sveita stjórnum eða jafnvel rílcinu, landspildur í einstaklinga og hreppsfélaga eigu. Þetta kom óþægilega við marga bændur, sem áttu beitarlönd margar mílur upp í fjöll, og urðu stór- deilur um þetta, sem ekki lýkur í bráð. En tilgangur stjórnar- innar — með þessum lögum — var sá, að rýmka svæði landsins handa þeim íbúum þjóðarinnar, sem búa í smáíbúð í þéttbyggð- um bæ. — Samskonar vandamál koma varla fyrir heima á Is- landi, því að við eigum svo mikla öræfavíðáttu, að þar kemst engin Evrópuþjóð í hálf- kvisti við okkur. Og þesSvegna ætti það að verða vandræða- laust, að byggja upp falleg turistsentral11 — í Laugum og Kýlingum, Kerlingafjöllum og Hveravöllum, Mývatnsöræfum Herðubreiðarlindum, og víð- ar. Yerði það gert komast marg- ar byggðir um leið „inn á mynd- ina“ og geta gert sér bæði gagn og gaman af því. VEGAMÁLA-RIFRILDIÐ Vegamála-rifrildið er gömul saga í Noregi, ekki síður en heima. Og, eins og heima, má skipta því í tvennt. Annarsveg- ar umkvartanir bifreiðaeigenda samtakanna út af óhóflegum álögum á bíla-, benzín og gúmmi, hinsvegar klögumál yfir yfir vondum vegum, bæði af hálfu fyrrnefndra og frá ein- stökum byggðarlögum — álveg eins og heima. Því að. líkt er ástatt hér og þar, um hlutfallið milli þess, sem vegabæturnar kosta og hins sem notendur veganna borga, fyrir að fá að nota þá. Norðmenn hafa mörg undan- farin ár lagt kapp á að leggja slitlag (asfalt eða „macAdam") á fjölförnustu vegi frá höfuð- borginni og ýmsum stærri bæj- um í Noregi. En hinsvegar hefur ekki verið lögð jafn mikil áherzla á, að bæta eða leggja vegi norður í Troms eða Finn- mörku. Það hefur verið sv.o van- rækt, að þegar fólk vill fara sunnan úr Noregi og norður í Finnmörk kýs það heldur að bregða sér úr leiðinni norður, austur yfir landamærin til Sví- þjóðar til þess að komast „skemmstu leið“ til Finnmerk- ur. Þetta þykir mörgum eink- um þeim sem eiga bíl sjálfir, hjákátleg fjarstæða. Og nú er deilt um það í Stórþinginu, hvort ríkið eigi að kosta upp á að framlengja „riksveien" norð- ur á bóginn frá Troms norður til Vardö. Sá vegur er að vísu til áður, en er talinn jafn „óbíl- fær“ og gamli Kambavegurinn hann Eiríks í Grjóta þótti, undir eins og nýi Kambavegurinn var tekinn í notkun. — Nú krefjast bílamennirnir þess „fullum hálsi“, að stjórnin bæti vegina, og þykjast geta heimtað það, vegna þess að þeir borgi allan kostnaðinn — og betur þó. Þetta er alveg sama málið og heima, en núverandi stjórn hefur ekki svarað kröfunum ennþá. En vel mætti trúa því, að hún svaraði svona: „Það var búið að leggja marga vegi hér, áður en bílar og benzínskattur komu til sög- unnar. Ef við athugum það, á þjóðin meira inni hjá ykkur, en þið hjá henni. Því að án veg- anna, sem fyrir voru, gátuð þið ekki byrjað, FIMBULVETUR Þeim sem héldu, að lát mundi verða á kulda og snjó eftir sam- felldar vetrarhörkur síðan um miðjan nóvember, hefur ekki orðið að trú sinni. Vikan sem af er þessum mánuði hefur orðið sú kaldasta á vetrinum og snjó hefur kyngt niður. Og veður- fræðingarnir spá framhaldi á þessu allan febrúar. Fyrir nokkrum dögum komst kuldinn í Finnmörku niður í 50 stig, og jafnvel í Tromsö ,þar sem Golf- straumurinn skolar ströndina, hefur kuldinn orðið meiri en í tuttugu ár. Og snjórinn hefur lokað mörgum samgönguleið- um, auk fjallaveganna, og gefið skólabörnum í sumum sveitum óvænt vetrarfrí, því að skóla- haldi hefur verið frestað vegna Framhaíd á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.