Morgunblaðið - 17.02.1966, Side 21

Morgunblaðið - 17.02.1966, Side 21
Fimmtudagur 17. febrúar 1966 MORCU NBLAÐIÐ 21 Hann hafði villzt út af þjóð- veginum, og varð því mjög glað- ur við að sjá lítinn hjarðsvein. — Hvernig kemst ég héðan til þorpsins, væni minn? — í>að veit ég ekki. — Hvort á ég að ganga til hægri eða vinstri? — En hvað er langt til þorps- ins? — Það veit ég ekki. —, Nú hvað er þetta strákur veiztu ekki nokkurn skapaðan hiut? — Ég veit að minnsta kosti hvar ég er staddur. Kona, sem er svo vitur að spyrja manninn sinn ráða, er sjaldan svo heimsk að fara eftir þeim. Tvær gamlar konur sátu á fögrum sunnudagsmorgni fyrir utan húsið, þar sem þær bjuggu. Önnur hlustaði í morgunkyrrð- inni á fagra tóna, sem bárust frá kirkjunni, er var þarna í nágrenninu, en hin á tístið í engisprettunum, í grasinu. ■— Þetta eru guðdómlegir hljómar, sagði sú sem hlustaði á engispretturnar, en að hugsa sér að hljóðin skulu vera mynd- uð með afturfótunum, # — Ég ætla að fá eitt af þess- um herðasjölum handa konunni minni. — Aðeins eitt? — Já, haldið þér að ég sé íj ölk vænismaður. *— Hún æfði röddina á Ítalíu. — Það getur maður nú kallað hugulsemi. — Noregsbréf Framhald af bls. 15. þess að ekki voru tök á að koma börnunum til skólans eða frá. En eftir rúma viku hefst hið venjulega vetrarfrí kaup- staðaskólanna. Þá fara kenn- ararnir með krakkana eitthvað upp í fjöll eða jafnvel „austur yfir Kjöl“ — til Svíþjóðar. Og austan yfir Kjöl hefur undan- farin ár verið mikið aðstreymi barna til Noregs, en verður kannske minna nú en áður, ef marka má af því, að ýmsir sænskir ferðamannahópar hafa riftað pöntunum, sem þeir höfðu gert hjá norskum fjallahótelum, — fördi vi har snö nog sjalf“. 1 Járnbrautirnar hafa ekki get- að haldið áætlun vegna snjó- anna. Hvað eftir annað kemur það fyrir, að lestirnar til Oslo frá Bergen, Þrándheimi, Stock- holm og Kaupmannahöfn koma 1—-2 tímum eftir áætlun og frá Stavanger stundum 3 tímum síðar. Og þó eru snjóplógar látn ir „plægja“ teinana dag og nótt. Og allar bæjarstjórnaráætlan- ir um „kostnað við snjómokst- ur“ hafa verið „sprengdar“ nú þegar, þó að fjarri sé því að vetrinum sé lokið. 1 — Jæja, það er þó huggun hörmum gegn, að þeir þurfa ekki að kaupa snjó að, til þess að halda Holmenkollmótið, sagði kamall kunningi við mig núna á dögunum. — Ég hef þá trú, að okkur gangi bezt, þegar ekki þarf að moka á brautina, bætti hann við. 1 Orð þessa jafnaldra míns, sem aldrei hefur keppt í Holmen- kollen, lýsa betur en löng skýr- ing, skíðaáhuganum í Noregi. Þessar vikurnar hugsa Norð- menn ekki fyrst og fremst um stjórnmál, kulda eða snjó, held- ur hitt, hvort Norðmenn sigri á heimsmeistaramótinu í Holm- •nkollen. Skúli Skúlason. — Gréiar Fells Framhald af bls. 3 námsfélag. Allir innan félagsins eru frjálsir með sínar trúarskoð- anir, hverjar sem þær eru, og þó engar séu. Fyrsta stefnuskráratriði félags ins er um bræðralag allra manna og eina skilyrðið fyrir inngöngu, er að menn hafi samúð með þessu atriði. Við viljum vinna á móti sundurþykkju trúar- flokka, og yfirleitt á móti öllu trúmálapexi og deilum á því sviði. — Hvað eru margir meðlimir inn an félagsins í dag? Á Islandi eru 600 skráðir fé- lagar, en miklu fleiri eru ó- skráðir. Þ.e.a.s. menn sem eru hlynntir skoðunum félagsins. Forseti íslandsdeildar Guðspeki- félagsins er Sigvaldi Hjálmars- son ritstjórL Hvar fæst þetta ritgerðarsafn þitt Grétar? — Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér það geta fengið það hjá bóksölum og Guð spekifélaginu. — Er eitthvað sem þú vildir segja að lokum Grétar? Ég vildi gjarnan láta í ljós fögnuð Guðspekifélagsins yfir hinni nýju og frjálslegu afstöðu Páfa og Rómversk-kaþólsku kirkjunnar til annarra trúar bragða, en það er eimitt í anda og stefnu Guðspekifélagsins. — NJARÐVÍKURLEIKHÚSIÐ 1966 JAMES BOND — —>f- Eftir IAN FLEMING 'ÖNEDAV I WIU BRIN6 ^ AN AMERICAM MISSILf DOWN V INTACT, NEAR TO CRflB KEV' WHAT WOUID THE RUSSIANS f PAY FOR IT, MR. BOND? TEN . MltllON DOllARSr TWENTY?. 0R I MI6UT DIRECT A MISSIll TO FALL ' ON MIAMI 0R KINGSTON! IT WOULD UAVE NO j WAR-HEAD, PERHAPS 9 - BUT THE OUTCRY f!\ S, WOULD SHUT ígl DOWN THS n AMERICAN l BASE AT turks mm c \ island/ Æsm AND WHflT WOULD THE RUSflANS PAY POR THATÍ^ Svo að Rússar styðja yður! Einhvern dag ætla ég að koma banda- rískri eldflaug heilli á húfi niður rétt hjá Crab Key. Hvað mundu Rússarnir borga fyrir það, hr. Bond. 10 miiljónir dala? 20 milljónir? Eða ég gæti látið eldflaug falla á Miami eða Kingston. Hún mundi kannske ekki hafa kjarnoarkusprengju innanborðs, — en mótmælin mundu verða til þess, að Ameríkanarnir lokuðu bækistöðvum sín- um á Tyrkjaeyju! Og hvað mundu Rússar borga fyrir það? Prófessorinn hugsaði sig dálitla stund um, en svaraði svo: — Eg held að það sé ráðlegast , að við látum þá félaga þarna tvo skrifa bréf til skipstjórans, þar sem þeir lýsa því yfir, að við höfum tekið við yfirstjórn skipsins af þeim. Geri þeir það, þá mega þeir fá að fljóta með okk- ur til lands — geri þeir það ekki, þá verða þeir skildir eftir hér. Auðkýfingarnir tóku fyrra boðinu feg- ins hendi, og annar þeirra skrifaði bréf til skipstjórans, þar sem því var lýst yfir að þeir félagar, Mökkur, Júmbó, Spori og Fögnuður hefðu hér með tekið skipið að leigu. Síðan var einn hásetanna, sem hafði fylgt auðkýfingunum í land, sendur aftur út til skipsins með bréfið. Hann afhenti síðan skipstjóranum bréf- ið, sem las það gaumgæfilega. Hann sneri sér eftir lesturinn að skipverjanum, og spurði hvernig á þessu stæði. — Skip- brotsmennirnir hafa tekið völdin í sínar hendur, svaraði hásetinn. — Þeir yfir- bjóða auðkýfinganna. — Það er bezt, svaraði skipstjórinn, að ég fari sjálfur þangað út, og kanni með hverju þeir ætla að borga. Það er kannski einhvers staðar maðkur í mysunnL KVIKSJÁ —X- Fróðleiksmolar til gagns og gamans gervieldfjall. Þegar kvikmyndafélag eitt i Hollywood hóf töku myndar- innar — The devil at 4 o’clock — m.a. með leikurunum Spencer Tracy og Frank Sin- atra, þurfti það í eitt sinn á leiktjöldum að halda, sem sam anstóðu af virku eldfjalli, er átti að lokum að springa í loft upp. Hópur kvikmyndatöku- manna voru sendir til Hawaii, þar sem lítið eldfjall, Maui var kvikmyndað frá öllum hliðum og köntum. Með þessar myndir sem „vinnuteikningar“ var eldfjallið byggt í friðsamlegu umhverfi í nágrenni Hollywood (verð: 125.000 dollarar). Inn- bysg* rör sáu um það að reyk- ur og gufa stóð upp af eld- fjallinu, já meira að segja gervi hraun vall niður hliðarnar. Djúpt niðri í gignum var síðar komið fyrir miklu magni af sprengiefni, sem sá um að fjall ið spryngi í loft upp á réttum tíma, þegar kvikmyndatöku- mennirnir voru í hæfilegri fjr lægð frá þvú

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.