Morgunblaðið - 17.02.1966, Page 27
Fimmtudagur 17. febrúar 1966
MORGU NBLAÐID
27
— Ólafur Thors
Framhald af bls. 28
ur Benediktsson, bankastjóri og
Andrés Björnsson, lektor, sem
einnig les stuttan formála og
‘kynnir ræðurnar. Einnig tóku
fulltrúar Heimdallar þátt í vali
á ræðum þeim, sem á plötunni
eru. Ræðukaflar þessir eru all-
ir til á segulböndum í útvarp-
inu en það takmarkaði mjög val-
ið, að Alþingi geymir ekki nema
að takmörkuðu leyti ræður, sem
þar eru teknar upp á segulbönd
og sagði Haraldur Ólafsson, að
það væri vissulega mjög slæmt,
að ekki væru varðveitt segulbönd
með umræðum um meiri háttar
málefni á Alþingi. Framhlið
plötuumslagsins teiknaði Haf-
steinn Guðmundsson, en platan
er framleidd hjá His Master’s
Voice í Bretlandi og verður sett
á sölumarkað erlendis og þó sér-
staklega í Ameríku.
Ákveðið hefur verið að stilla
söluverði plötunnar mjög í hóf
eða kr. 276.00 en venjulegt verð
á slíkum plötum er kr .325.00.
Heimdallur mun hins vegar selja
félagsmönnum sínum plötuna við
hálfvirði. Haraldur Ólafsson
kvaðst vona, að þessi útgáfa yrði
Ihinum mörgu aðdáendum Ólafs
Thors kærkomin og halda á lofti
minningu eins mikilhæfasta
stjórnmálarhanhs og ræðuskör-
ungs íslendinga.
í umsögn Bjarna Benediktsson-
er á bakhlið plötuumslagsins seg-
ii' hann m.a.:
„Platan er vissulega verðmæt
söguleg heimild, því að mikið
vildu menn gefa til að eiga slíkt
safn ræðuskörunga fyrri tíðar.
Samt er þetta safn einungis svip-
ur hjá sjón miðað við að hlýða
á Ólaf Thors sjálfan, því að bezt
fókst honum upp, þegar hann
varð að standa fyrir máli sínu í
hörðum deilum á fjölmennum
fundum, þar sem ekki mátti á
milli sjá, hver úrslit mundu
verða. Ég veit engin dæmi þess,
að þá hafi Ólafur ekki gengið
með sigur af hólmi. Hann hreif
áheyrendur með sínum eld-
snöggu tilsvörum og samblandi
glettni og þunga óhagganlegrar
rökfærslu. Ræða hans varð aldrei
köld, heldur vermd af tilfinninga
hita öruggrar sannfæringar
manns, sem bar af um glæsileik
og flutti mál sitt af meiri þrótti
en flestir aðrir. Endurminning
þessa lifir í hugum og lýsingum
þeirra, sem það sáu og heyrðu.
En bæði þeir og ótal aðrir munu
gleðjast yfir að mega enn á ný
heyra rödd hins ástsæla þjóðskör
ungs, þegar hann á efri árum leit
yfir farinn veg þjóðarinnar, lýsti
fyrri forustumönnum hennar og
flutti henni hollráð, byggð á ó-
brigðuilli góðvild og reynslu
langrar ævi.“
— /Jbróttir
Frh. af bls. 26
Fram ,— Víkingur 12:9
Þetta var spennandi leikur og
efalítið skemmtilegasti leikur
helgarinnar fyrir utan lands-
leikinn.
Þarna sáust í Víkingslinðinu
þeir Pétur Bjarnason, Rósmund
ur Jónsson og Björn Kristjáns-
son dómari. Með Fram léku
meðal annars landsliðsþjálfar-
inn Karl Benediktsson, og lands-
liðskappinn Ingólfur Óskarsson
ásamt fyrrverandi fyrirliða
meistaraflokks Hilmari Ólafs-
syni.
Þetta eru efalítið sterkustu
liðin í A-riðli I. flokks.
— Áfengislöggjöf
Framhald af bls. 28
líflegustu, enda uppi í áfengis-
málunum miklar deilur um þess
ar mundir, m. a. vegna ölfrum-
varpsins og tollreglugerðar
þeirrar, sem taka mun gildi um
næstii mánaðamót, og gerir ráð
fyrir því að farmenn megi taka
með sér sterkt öl í lamd, en flug-
áhafnir hinsvegar ekki.
Aðgangur að fundinum er öll-
um heimill meðan húsrúm leyf-
ir, en fólki er bent á að koma
tímanlega ef það vill tryggja
sér sæti.
(Frá Stúdentafélagi R.-víkur).
Þessl mynd er frá Hanoi kom in um Austur Berlín. Hún sýnir
að sögn bandarískan flugman n, Wilmer N. Grubb, kaptein,
sem skotinn var niður yfir N orður Vietnam. í textanum frá
Hanoi segir, að hér búi herm aður N-Vietnam um sár banda-
riska flugmannsins.
Þrjár nýjar bækur frá
Isafoldarprentsmiðju
Aristómenes-rímur Sigurðar Breiðfjörðs,
þýdd ljóð eftir Þórodd Guðmundsson og
Leskaflar fyrir lítil börn
ÍSAFOLD sendir frá sér þrjár
bækur i þessari viku, Aristómen-
es-rímur, eftir Sigurð Breiðifjörð,
Þýdd ljóð frá 12 löndum eftir
Þórodd Guðmundsson og Les-
kafla fyrir lítil börn.
Aristómenes-rímur eru 5. bindi
í rímnasafni Sigurðar Breið-
fjörðs, sem ísafold gefur út.
Sveinbjörn Beinteinsson sá um
útgáfuna, en Jóhann Briem gerði
myndir með rímunum. — Svein-
björn Beinteinsson segir svo
m.a. í inngangi: „Ariistómenesar
rímur eru fjölbreyttar að brag-
arháttum og eru næsta mörg til
brigði við hátt hverrar rímu.
.....Víða bregður fyrir gaman
semi í rímunum, einkum í man-
söngvum, allt það gaman er fág-
að og prútt eins í Númarímum.
Auðséð er að Sigurður ihefur tek
ið skáldskapinn alvarlega um
þetta leyti, enda má víst segja
að hann væri þekktasta ljóð-
skáld þjóðarinnar um langt skeið
og það vinsælasta......“
í ljóðabók sinni hefur Þórodd-
ur Guðmundsson tekið til þýð-
ingar ljóð m.a. eftir Yeats frá
írlandi, Robert Burns frá Skot-
landi, Dylan Thomas frá Wales,
Blake frá Englandi, Pasternak
frá Rússlandi, Överland frá Nor-
egi, H.A. Djurhuus frá Færeyj-
Kamplinfort, 16. febrúar NTB
Fimm námamenn létu í
dag lífið í kolanámu í V-
Þýzkalandi, og 12 lokuðust
inni, er sprenging varð í
námu, sem er eign Krupp, í
Rhurhéraði.
Talsmaður Krupp segir, að
líkur séu til þess, að innilok-
uðu mcnnirnir 12 séu enn á
lífi, en þeir séu á svo miklu
dýpi, að tekið geti rúma tvo
sólarhringa að ná til þeirra.
Um 80 menn voru að starfi,
er sprengingin varð.
um og Runeberg frá Finnlandi,
svo aðeins nokkrir séu nefndir.
Leskafla fyrir lítil börn hafa
gert Herdís Egilsdóttir og Sigríð-
ur Soffía Sandiholt. Eru þeir ætl
aðir börnum á fyrsta og öðru
skólaári. Til þess að geta lesið
þá, þurfa þau að hafa lært alla
stafina, en þó er hver blaðsíða
upprifjun á einum sérstökum
staf.
— Sjónvarpið
Framhald af bls. 28.
Fílharmoníukórsins fyrir hönd
kórsins, framkvæmdastjóri Sin-
fóníuhljómsveitarinnar fyrir sitt
leyti og bíóstjóri fyrir hönd Há-
skólabíós. En um morguninn
sendi formaður Starfsmannafé-
lags Sinfóníuhljómsveitarinnar
útvarpsstjóra til undirskriftar
eftirfarandi yfirlýsingu, áður en
myndataka færi fram:
Samkomulag Starfsmannafé-
lags Sinfóniuhljómsveitarinnar
heimilar hér með ríkisútvarpinu
(sjónvarpinu) að taka hljóðlaus
ar fyrirmyndir eða kvikmyndir
af hljómsveitinni við flutning 9.
sinfóníu Beethovens 15. febrúar
1966. Leyfi þessu fylgir ekki rétt
ur til birtingar myndanna í sjón
varp eða á annan hátt. Skal um
þann rétt samið síðar.“
Útvarpsstjóri skrifaði ekki
undir þetta og um kvöldið neit-
uðu hljómsveitarmenn að láta
taka myndina. Sjónvarpsmenn
voru komnir á staðinn og höfðu
mikinn viðbúnað, þar sem þessi
myndataka, að kvikmynda 200
manns á stóru sviði, er það
mesta, sem þeir hafa færst í
fang. Höfðu þeir komið fyrir
öllum sínum ljósaútbúnaði og
höfðu fengið ljósabúnað frá
Þjóðleikhúsinu og ljósameistara
frá Iðnó og Þjóðleikhúsinu til
aðstoðar.
Mbl. spurði útvarpsstjóra, Vil
hjálm Þ. Gíslason, um hans sjón
armið í máli þessu. Hann kvaðst
hafa litið svo á að það sem
Steikarpannan hættu
leg vegna blýinnihalds
hafa borizt upplýsingar frá Bret-
landi, sem rétt þykir að skýra al
menningi hér á landi frá þegar
í stað. 1 ljós kom fyrir allnokkru,
að á markaði þar í landi var
steikarpanna, sem í tinhúðun
sinni hafði að geyma 54% blý.
Brezka Stöðlunarstofnunin mæl-
ir svo fyrir, að í tinhúðun eld-
unaráhalda skuli vera egi minna
en 99.75% hreint tin, og þar með
ekki yfir 0.25% blý.
Nú hafa nýlegar rannsóknir
leitt í ljós, að blý er mun hættu-
legra en áður hafði verið talið.
Létu Neytendasamtökin brezku
því kanna það, hvort fleiri steik-
arpönnur kynnu að vera á mark
aði, sem líkt væri ástatt um og
hina ofannefndu. Fjórar gerðir
fundust, sem höfðu tinlhúðun
með 29.2—58% blýinnihaldi. Það
skal skýrt tekið fram, að hætta
sú, sem hér um ræðir, varðar
eingöngu eldunarílát, sem eru
gerð úr tinhúðuðu stáli (tinned
steel).
Blý í steikarpönnum er að því
leyti hættulegt, sem blýið kernst
í fæðuna. Til þess að kanna
hættuna var tekið til við að
spæla egg með svínafleski og tó-
mötum á hinum fjórum pönnun-
um og einnig soðin í þeim ensk
pönnúkaka. Síðan var blýmagnið
í matnum rannsakað. Hið sarna
var gert með pönnur með óveru-
legu blýinnihaldi.
Blýið í matnum!
Ekki fannst vottur af blýi i
matnum frá hinum síðarnefndu.
En frá pönnu með 29% blý í
— Þögult vitni
Framh. af bls. 1.
Golmutsjok, að hann hefði lesið
bækur Sinyavsky og Daniel.
Er Golmutsjok var að því
spurður, hvernig hann hefði kom
izt yfir , bækur höfundanna
tveggja, sagði hann, að „góður
vinur sinn hefði fært sér þær.“
Bkki hefur verið frá því skýrt,
hvenær mál Golmutsjok verð-
ur tekið upp.
þarna var um að ræða, væri
eins og hver önnur frétta- eða
blaðamyndataka. Og hann
hefði ekki viljað skuldbinda
alveg fyrirvaralaust útvarpið og
sjónvarpið umfram það sem
samningar standa til. Þetta væri
svipuð kynning og fram hefði
farið með myndum og textum
í fréttum um hljómsveitina og
flutning sinfóníunnar. Og í sam-
bandi við leik væru til samn-
ingar um að taka megi allt að
10 mínútna efni í kynningar-
skyni. Þarna sé um að ræða lið
í safni um merka atburði. En
engan veginn sé verið að ve-
fengja rétt manna til mynda,
sem blrtar eru.
Þá hafði Mbl. samband við
Einar B. V/aage, formann Starfs
mannafélags Sinfóníuhljómsveit
arinnar. Hann sagði að í samn-
ingum við ríkisútvarpið séu
ákvæði um að útvarpið hafi
ekki leyfi til að sjónvarpa frá
Sinfóníuhljómsveitinni, hvorki
myndum né tali. Og hljóðfæra-
leikararnir vilji ekki leyfa
myndbirtingu meðan ósamið sé
við þá um hana.
Grein sú í samningunum, sem
átt er við, mun vera 16. greinin,
sem hljóðar svo: „Af hálfu
Starfsmannafélags Sinfóníu-
hljómsveitarmanna er tekið
fram, að hljómsveitarmenn hafi
ekki með þessum samningi selt
neinn rétt til sjónvarps eða hljóð
varps í sjónvarpi á tónflutningi
hljómsveitarinnar eða einstakra
hópa innan hennar og gildi þetta
bæði um beinan og vélrænan
tónflutning.
tinihúðunnni komust 2.2 milli-
grömn" í pönnukökuna og 2.5
mgr. í eggið og svínafleskið. Og
í matinn á pönnu með 41% blý
ko<mst 5.9 mgr. í pönnukökuna
og 4.1 mgr. í hitt. Þetta blýmagn
hvort um sig er meira en óhætt
er almennt talið að neyta af
blýi daglega. Blý safnast fyrir
í líkamanum, svo að margt lítið
magn getur orðið að skaðlega
stóru. Nú er örlítið magn af þlýi
í mörgum fæðutegundum og
nauðsynlegt er, að líkaminn fái
sem minnst af því efni. Matvæla-
nefnd heilbrigðismálaráðuneytis
ins brezka áætlaði hámark
'hættulauss daglegs magns 1—2
mgr. 1954, en nýlegar rannsókn-
ir benda til þess, að blý sé enn
hættulegra en áður var talið, sér
staklega fyrir börn. Auk hinna
skaðlegu áhrifa á líkamann geti
af mikið blýmagn í blóði taifið og
truflað andlegan þroska barna.
Hinar viffsjárverðu
steikarpönnur
Vegna hins sérstaka eðlis
þessa máls skulu því birt nöfn
þeirra pönnutegunda fjögurra,
sem að ofan er getið og höifðu
ískyggilega mikið blý í tinhúð-
uninni: Judge-, Jury-, Thistle-og
Victorpan. Vonandi hvorki eru
né hafa þessar ponnur verið á
mahkaði hérlendis, en þó gæti
það skeð. Því er þetta birt. Og
einnig til að vekja athygli selj-
enda, innflytjenda og neytenda á
því,að allrar varúðar er þörf í
þessu efni, svo sem af þessu má
læra. Pönnur, merktar: „pure
tinned steel“, stóðuet til dæmus
prófun brezku Neytendasamtak-
anna. Ával'lt ber að gæta vel að
vörumerkingu.m, sem upplýsing-
ar gefa. Mætti í því sambandi
mina á það baráttumál Neytenda
samtakanna að lögskylda slíkar
vörumerkingar að einhverju
lá'gmarki.
(Frá Neytendasamtökunum).
— Boðað til
Framhald af bls. 1.
undanförnum mánuðum, t.d. í
Indónesíu.
Þá er talið vist, að öllum komm
únistaflokkum heims, þ.á.m. þeim
kínverska, verði boðið að sitja
23. flokksfund sovézka komm-
únistaflokksins, sem hefst í
Moskvu 29. marz. N-Vietnam hef
ur þegar tilkynnt, að fulltrúi
landsins muni sækja fundinn.
Ekki er enn vitað, hvort Kína
sendir fulltrúa, en gert er ráð
fyrir, að margir þeirra erlendu
fulltrúa, sem til máls munu taka,
ráðist að Kínverjum. Komi kín-
versk sendinefnd, leikur lítill
vafi á því, að gerð verði hríð að
„endurskoðunarsinnum".
Ekkert liggur enn fyrir um,
hvort eða hvenær ætlunin er að
efna til alþjóðafundar kommún-
istaleiðtoga, en heimildir í
Moskvu herma, að það verði vart
fyrr en að ári.
- Færeyskt sjónvarp
Framh. af bls. 1
hugun á möguleikum á þvi,
aff komið verði upp færeysku
sjónvarpi.
Þá hefur fyrirtækiff Saturn
f Vestmanna ákveðiff aff kaupa
fyrsta skutttogara Færeyinga.
Það er togarinn Kap Farvel,
sem gerffur er út frá Ham-
borg, og var byggður áriff
1963. Hann er 427 brúttó-
tonn að staerff og er kaup-
verðiff um 37 milljónir ísl.
króna.
Færeysku síldveiffiskipin
hafa aff undanförnu aflaff
mjög vel suffur af eyjunum,
þar sem vart hefur orffiff
stórra síldartorfa síffustu ár-
in. arge.