Morgunblaðið - 19.02.1966, Page 20
20
MORCU N BLAÐIÐ
Laugar'dagur 19. febrúar 196í
^enni^er 1^4meó:
Kringum
hálfan
hnöttinn
Hr. Kudo gaf mér mánaðar-
kaup í staðinn fyrir uppsögn.
Mónaðarkaup! enöurtók hann.
— I>að hossar nú vLst aldrei hátt.
Og hvar getur maður á mínum
aldrei fengið aðra atvinnu í
Tokyo? Það er fjandans erfitt
fyrir Bvrópumann að fá nokkurs
staðar atvinnu!
— Gaeti þér ekki diottið í hug
að fara aftur til Englands, paWbi?
Etfann hugsaði sig um sem
snöggvast en hristi svo höfuðið.
— Ég vil það bara ekki .... ef
einhivernveginn verður hjá því
komizt. í»ví að það þýðir sama
sem, að ég verð að yifirgefa
Yosiko. Hann bætti við og rödd-
in eins og baðst meðaumkunar:
— Þú skilur .... ég elska Yos -
iko, Clothilde.
— Gætirðu ekki gifzt henni og
tekið hana með þér?
Hann andvarpaði. — Ég er
hræddur wn ekki. _ Hún er
ómyndug og alveg í klónum á
Mamma-san, sem hefur kennt
henni. Ef hún vill sleppa frá
henni, verður hún að endur-
greiða allt, sem til hennar hefur
verið kx>stað síðan hún kom
þarna fynst, þrettán ára gömul.
Ég hef verið hálf-óstöðugur í
rásinni, alla tíð, eins og þú veizt.
Það var það, sem hiún mamma
þín gat aldrei þolað og ég lái
henni það ekki. En á seinni árum
er ég farinn að spekjast. En bara
of seint til þess að geta lagt
nokkuð fyrir. Eftir að ég hef
greitt mömmu þinni það, sem
henni ber, er það rétt svo, að ég
hef haft til hnífs og skeiðar.
Heather hjálpar mér með leig-
una fyrir húsið. Ég efast um, að
að ég hefði getað komdzt af
áfram, eftir að hún væri gift. Og
það ketmur ekki til mála, nema
eitthvert kraftaverk gerizt, svo
að ég nói mér í aðra atvinn-u,
ekki lakari en hjá Kudo.
Hann var svo niðurdreginn,
að hún vildi ekki anigra hann
með sínum eigin áhyggjum og
ótta.
— Fáðu þér eitt glas, pahbi,
sagði hún. — Ég skal svo ná í
mat handa okkur báðum. Heath-
er skildi eftir boð um, að hún
ætlaði að borða úti með Min-
ouru. Ég sá einhverja steik í
kæliskápnum. Ég er nú hrædd
um, að ég geti ekki búið til
neinn japanskan rétt handa þér,
en ég get þó alltaf steikt kjöt
— Ég er ekkert svangur, sagði
hann, en bætti svo við: — Finnst
þér ég ætti að segja Yoshiko
þetta í kvöld eða sjá til fyrst,
hvort ég get náð mér í nokkra
BÉLAR
Volkswagen ’65 — Volvo ’64 ekinn 15.000 km.
Bronco ’66, verð kr. 210.000. Skipti koma til greina.
Söluumboð fyrir Trabant bifreiðar.
Nokkrir bílar fyrirliggjandi. Greiðsluskilmálar.
BÍLASALA GUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3 — Símar 19032 og 20070.
Akranes
Húsið nr. 27 við Laugarbraut á Akranesi er til sölu.
Á efri hæð er 5 herbergja íbúð, en á neðri hæð
3 herbergja íbúð. Efri hæð fylgir bílskúr. Húsið er
nýlegt og í góðu ástandi.
Lögfræðiskrifstofa Stefáns Sigurðssonar
Vesturgötu 23, Akranesi — Sími 1622. '
Húsið nr. 148
við Vesturgötu á Akranesi er til sölu. í húsinu eru
5 herb., 2 eldhús og kjallari. Bílskúr fylgir.
Lögfræðiskrifstofa Stefáns Sigurðssonar
Vesturgötu 23, Akranesi — Sími 1622.
vdnnu á morgun?
— Ég mundi bíða með það,
svaraði hún. — Yoshiko er ung
og kynni að segja Mamma-san
frá þessuu. Ég þekki vitanlega
ekki gömlu konuna, en mér
finnst emhvernveginn, að hún
muni fyrst og fremist v.era hag-
sýn, og henni gæti fundizt, að
Yoshiko gæti verið betur stödd
að fara eitthvað annað, enda
þótt hún sé enn ekki útlærð.
Hann setti. upp van/dræðalegt
bros. — Þetta er sjálfsagt alveg
rétt hjó þér. Þessi Mamma-san
finnst mér alltaf vera hálfgerður
hrytllingur.
Þau fengu sér síðan kvöld-
verð, en bæði voru um of á-
hyggjufull til þess að hafa veru-
legt gagn af matraum.
Lögreglustjórinn hafði sagt
henni að vera viðbúin frekari
spurningum. Enn hafði hún ekki
verið köiluð fyrir. En gæti hún
ekki orðið það á hverri stundu?
Hann hafði sagt henni, að hún
yrði að mæta við réttarhaldið.
Og hvað yrði þá? Nabuko-san
mundi áreiðanlega segja, að þeg-
ar hún hefði ruðzt inn í herberg
ið, hefði Clothilde staðið þar
yfir líkinu, með hnífinn í hend-
inni. Clothilde myndi koma með
sína skýringu, en yrði henni trú-
að? Var það ekki hugsanlegt, að
hún yrði ákærð fyrir morð?
Henni var kalt og hafði velgja,
svo að hún ýtti frá sér diskinum.
Faðir hennar hafði verið niður-
24
□-
sokkinn í sína eigin þungu
þanka, en tók samt eftir þessu.
— Hvað gengur að, barnið
gott? sagði hann snöggt.
— Hún píndi sig til að brosa.
— Ek’kert. Mig langar bara ekki
í meiri mat.
Hann seildist yfir borðið og
greip 'hönd hennar. — Þetta hef-
ur verið ljóta aðkoman béma
hjá þér í Japan — finnst þér
ekki? Ken hverfur og svo er
Arao myrtur. En iþetta skánar
hjá þér þegar hann húsbóndi
þinn kemur. Þú hefur svo oft
minnzt á hann í bréfunum þín-
um .... hann heitir Gary O’
Brien, er það ekki?
Hún jánkaði þvi. — Ég vissi
bara ekki, að ég hefði skrifað
neitt um hann.
Hann brosti ofurlítið. — Þú
nefndir hann oft. Ég las nú milli
línanna og komst að þeirri nið-
urstöðu, að þú værir skotin í
honum. Ég var að vona, að þú
værir það ekki.
— Hversvegna vonaðirðu það?
— Það er alltof hversdagslegt,
að einkaritari sé s'kotinn í bús-
bónda sínuni. Hann verður ekki
Skotinn í einkaritaranum, fyrst
og fremst vegna þess, að í frí-
stundum vill hann komast sem
lengst burt frá starfinu. Já, ég
hélt, að þú værir skotin í honum,
en 9vo þegar þú komst með Ken
Brooks, fór ég að vona, að það
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Reykjavíkurdeild
Oskudagssamkvæmi
að Hótel Sögu 23. febrúar n.k. kl. 19,30 til ágóða fyrir hjálpar-
starf Rauða krossins.
Aðgöngumiðar fást í skrifstofu RKÍ, sími 14658. — Pantanir
óskast sóttar sem fyrst. — Borðpantanir hjá yfirþjóni Hótel
Sögu mánudaginn 21. febrúar kl. 16—18 sími 20221.
Húsinu lokað kl. 20,30. — Samkvæmisklæðnaður.
Heiðursmerki.
væri hann. Það lítið ég hef
kynnzt honum, er hann almenni-
legasti náungi, og svo er hann
skotinn í þér, Clothilde.
Það var þó huggun, að faðir
hennar skyldi tala um Ken eins
og hann væri enn í lifenda' tölu.
Ég kann ágætlega við Ken.
Ef öðruvísi stæði á, er ég alls
ekki frá því, að ég gæti orðið
ofurlítið .... og kannski meira
en ofurlitið .... skotin í honum.
— En srvo kemur húsbóndinn
á milli ykkar? Hann brosti. —
Segðu mér eitthvað af honum,
Clothilde. Hvað veiztu um hann
annað en það, sem þú sérð í
skrifstofunni?
Ég veit sáralátið um einkalíf
hans, sagði hún. — Hann talar
aldrei um það í skrifstofunni.
Hann hafði meira að segja aldrei
boðið mér út að borða fyrr en
rétt áður en ég fór hingað. Hann
er viðkunnanlegur en mjög hlé-
drægur. Það er ekki auðhlaupið
að því að kynnast honum náið.
Ég hélt, að ég væri farinn að
þekkja hann, en svo sá ég, að
mér hafði skjátlazt. Hann var
umkringdur einhverjum múr af
afskiptaleysi. Ég var enn einka-
ritarinn og hann húsbóndinn.
Hann meira að segja varaði mig
við því að leggja ofmikið upp úr
þvi að hann gæti stundum verið
mannlegur.
— Það er líkast því sem eitt-
hvert umliðið ævintýri hafi gert
hann súran, sagði Jack. — Svona
var ég láka þangað til ég hitti
Yoshiko. Hún elskar mig af öllu
hjarta, og það bætir mikið úr
súru skapi að vita, að einhver
gerir það. Og O’Brien er á leið-
inni og verður kominn hingað á
morgun, eða hvað?
— Já, hann verður kominn á
morgun. Clofhilde andvarpaði
ofurlítið og augun ljómuðu.
Faðir hennar þrýsti hönd
hennar. — Jæja, gangi þér vel,
barnið gott. Kannski O’Brien
geti einhverntíma farið — utan
skrifstofunnar — að iíta á þig
sem eitthvað annað en bara
einkaritara.
Hún roðnaði. — Ég er nú ekki
frá því, að hann sé þegar farinn
til þess.
NY SENDING
Þýzkar
kuldahúfur
Glugginn
Laugavegi 30.
Stýrimann og matsvein
vantar á góðan togbát sem gerður er út
frá Vestmannaeyjum. — Uppl. hjá:
ÍSFÉLAGI VESTMANNAEYJA
Sími 1100.
Kópavogsbuar
Sunnudaginn 20. þ. m. opna ég brauðbúð að
Auðbrekku 51
Sími 41539 Gunnar Jóhannesson.
TIL LEIGU
Glæsileg ný 5-6 herb. íbúð
í sambýlishúsi á bezta stað í borginni. Tilboð með
upplýsingum sendist Mbl. merkt: „Ný íbúð — 8376“.
/